Að vera “straight” í samfélagi


Stórt hlutfall Íslendinga njóta Facebook í dag. Einsog við vitum, eigum við að gefa grunupplýsingar um okkur sjálf eða kynningu eins og nafn, aldur, pólitíska afstöðu o.fl. þegar við byrjum í Facebook. Meðal annarra er atriði hvort við höfum áhuga á karlmönnum eða konum. (Interested in: Men, Women)

Að sjálfsögðu þurfum við ekki að gefa upplýsingar ef okkur þykir óþægilegt, en þar sem ég er mjög gefandi (?) manneskja í eðli mínu, seti ég merki bæði á “Men” og “Women” þegar ég gekk í Facebook-samfélag fyrst. Ég túlkaði þessa spurningu einfaldlega þannig hvort ég vildi eignast bæði stráka og stelpur sem Facebook-vini.

Eftir nokkra daga sagði sonur minn, sem var 17 ára á þeim tíma, við mig: “Pabbi, af hverju ertu að merkja bæði karlmenn og konur?” Grin Hann sagði vinir hans bendu sig á það. Ég svaraði eins og ég hélt í byrjun að ég þurfti ekki að takmarka Facebook-vini eftir kyn fólks. Þá sonur minn og stelpan mín (14 ára) sögðu; “Nei, nei, það þýðir að pabbi leitar að báðum karlmanni og konu!”  Ég mómælti þeirri skoðun en ég tapaði. Crying Og ég ákvað að sleppa það atriði frá persónulegrum upplýsingum um mig.

Sem prestur skrifaði ég oft í dagblaði á undanfarin ár um mál sem vörðuðu giftingu samkynhneigðarfólks eða fordóma innan kirkjunnar gegn fólki af samkynhneigð. Ég styð við að samkynhneigðarfólk gifti sig í kirkju með blessun Guðs eins og annað fólk nýtur venjulega.

Og hugsanlega út af því spýr fólk sem ég mæti stundum; “Ertu samkynhneigður?”.  Þetta gerist ekki alltaf, en eftir því sem ég man núna, 3-4 sinnum í síðasta eitt ár.
Staðreynd er sú að ég er gagnkynhneigður maður, bara einfaldlega. 

En spurning eins og “Ertu samkynhneigður?” er “tricky” á nokkurn veginn. Woundering Ef ég svari með “ !! ” merki eins og “NEI! Ég er alls ekki!”, þýðir það að ég vil aðskilja sjálfan mig í burt frá samkynhneigðarfólki enda slíkt er jú ekkert annað en tjáning mín af  fordómum gegn því. Ég segist ekki vera með neina fordóma sem varða samkynhneigð, en a.m.k. ég er ekki með slíka með vitund mína (Maður getur verið með fordóma án þess að vera meðvitaður um þá.), því mig langar ekki að svara spurningunni á þennan hátt.

Mér þykir hins vegar einnig óþægilegt ef fólk í kringum mig misskilur mig eins og ég væri samkynhneigður maður. Ástæðan er mjög einfald. Ég er fráskilinn maður undanfarin tíu ár (Guð!! 10 ár nú þegar!! Shocking ) en mig langar til að deila lífi mínu sem er eftir með einhverri góðri konu ef Guð leyfir mér það. Mér sýnist það sé ekki eftirsóknarvert að ég bý einan þegar ég verð kominn í 65 ára aldur. Ég á engan ættingja hérlendis nema tvö börn, en börnin eiga að fara í burt frá mér til þess að lífa lífi sínu (eins og ég gerði sjálfur til foreldra minna).

Þess vegna er að eignast eigin kærustu æðri í forgangsröð í lífsáætlun minni - lengi - en það hefur reynst að vera mjög erfið barátta hingað til. (Gamall, trúaður á skrýtinn hátt, útlenskur, lágvaxinn, alvarlegur maður sem talar ekki prýðilega íslensku, er ég! ) Og til þess að leiða barátuna til hagsbóta minna þarf ég að losa við hindrun sem mest. En ef “góðar konur í framtíðarsýni mínu” misskilja þannig að ég væri samkynhneigður maður og fara fram hjá mér vegna þess, mun það vera hin stærsti “disaster” fyrir mig!!  Pinch

Þess vegna er ég búinn að ákveða að svara þegar einhver spurði mig hvort ég sé samkynhneigður: “Nei. Ég er gagnkynhneigður” - í rói, friði og brosi og "STRAIGHT". Cool

Dag í dag er margt orðið flóknara eins og að panta kaffí (Kaffi eða decaff? Með sykur eða ekki? Með ljómi eða ekki? Einfald eða tvöfald? ) eða pizzu (8, 10 eða12 tomma? Þrenns konar ofanálagi í boði - hvað viltu? Tilboð með góssi? Fjölskyldutilboð?) og ekki síst um að hvernig strákur (eða stelpa) nálgast góða manneskju fyrir sig –“Einhleyp, gift eða í sambandi? Gagnkynhneigð eða samkynhneigð? Fyrrverandi karl eða "original"?  Með börn eða ekki? Íslensk eða innflytjandi? Ofsatrúuð, trúuð, áhugalaus eða “anti”-trú? Smoke eða nonsmoke? ....o.fl.

Jæja, en þetta er það sem við gjarnan borgum fyrir mannréttindi og fjölbreytileika í samfélagi okkar. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha  góður og skemmtilegur pistill hjá þér!

Njóttu helgarinnar karlinn.

Kristján (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Kristján. Sömuleiðis góða helgi!

Toshiki Toma, 27.2.2009 kl. 13:46

3 identicon

:) skemmtilegur pistill

kv

Nonni

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Jón. Góða helgi!

Toshiki Toma, 27.2.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Snillingur!!

Ég ætti að kynna þig fyrir einni vinkonu minni á besta aldri sem er einmitt að leita sér að kærasta. En hún yrði auðvitað ekki glöð ef ég auglýsti hana opinberlaga á netinu.

 Með kveðju! 

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 27.2.2009 kl. 17:43

6 Smámynd: TARA

Góður pistill og þú skrifar bara skratti góða íslensku...mér er slétt sama hvort fólk er samkynhneigt eða gagnkynhneigt...og allir eiga að njóta sömu réttinda, en því miður er það ekki svo.

Nú vilja allir finna konu handa þér

TARA, 28.2.2009 kl. 00:11

7 Smámynd: Toshiki Toma

Ha ha! Takk fyrir þetta, Edda og Tara.  

Toshiki Toma, 28.2.2009 kl. 13:36

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Skemmtileg saga    það er rétt að í nútíma samfélagi eru hlutirnir orðnir svolítið flóknari og aukin tilhneyging til þess að flokka fólk niður í ákveðin hólf.  Það þykir mér leiðinlegt - t.d. veit ég að margir samkynhneigðir einstaklingar ákveða að tileinka sér ákveðið útlit, talsmáta og líkamstjáningu - til þess eins að falla viljandi inn í þær staðalýmindir sem við þekkjum - væntanlega til þess að skilgreina sig betur út á við eða falla inn í hópinn.  Þetta hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér - en ég skil þetta svosem að hluta til - það ganga langflestir út frá því að ég sé gagnkynhneigður sem hitta mig - yfirleitt er mér alveg sama en það getur vissulega leitt til misskilnings og vandræðalegra samtala.    

Annars þakka ég fyrir að búa á tímum aukinnar fjölbreytni og bættra mannréttinda.  Það er m.a. fólki eins og þér að þakka.  

Róbert Björnsson, 28.2.2009 kl. 21:17

9 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Róbert. Og takk fyrir hlýja orðin í garð mins. 

Og sæl, Friðarsinni. Já, við þurfum alltaf að passa okkur hvað við skrifum á Facebook eða í bloggi. Og mér finnst það rétt að gera í raun. 

Toshiki Toma, 1.3.2009 kl. 13:07

10 identicon

Góð saga hjá þér og gangi þér vel í konuleitinni.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:15

11 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Rafn!

Toshiki Toma, 1.3.2009 kl. 19:30

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahaha alveg frábær pistill! það er orðið svo flókið að vera til

Ragnhildur Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 20:33

13 Smámynd: Toshiki Toma

Kæra Ragnhildur, takk fyrir!!

Toshiki Toma, 1.3.2009 kl. 21:41

14 Smámynd: Rebekka

Já það getur verið erfitt að fóta sig um allar þessar kynhneigðir sem fyrirfinnast í frjálslyndu samfélagi eins og á Íslandi (sem er þó ekki fullkomlega frjálslynt, en kemst nokkuð langt með það).  Maðurinn minn lenti stundum í því að karlmenn fóru að reyna við hann þegar hann vann sem dyravörður á "venjulegum" bar í Reykjavík.  Hann tók því bara sem hrósi en benti hinum ástsjúku á að hann væri gagnkynhneigður og giftur (þeim til mikilla vonbrigða! ).

Annars er það óheppilegt að ég þekki einmitt alveg frábæra, skemmtilega, fallega, einstæða 52 ára unga konu, en því miður býr hún lengst austur á landi.    (því miður mamma mín).

Rebekka, 3.3.2009 kl. 10:16

15 identicon

Hvernig myndi kaþólskur prestur... eða nunna, eða páfinn svara svona spurningu ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:15

16 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Röddin. þá hlýtur maðurinn þinn að vera mjög myndarlegur!
Og já, það er alltaf hindrun eins konar milli á Romeo og Juliet (í framtíðinni).

Sæll, DoctorE. Þú getur spurt um það beint til þeirra!!

Toshiki Toma, 3.3.2009 kl. 20:33

17 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Frábær pistill.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.3.2009 kl. 20:36

18 Smámynd: Toshiki Toma

Kærar þakkir, Hilmar!

Toshiki Toma, 8.3.2009 kl. 08:42

19 Smámynd: Hjalti Tómasson

Góð hugleiðing. Já, það er ekki einfalt að lifa í dag og valkostirnir margir.

Varðandi samkynhneygð trúi ég að guð elski öll sín börn jafnt, rétt eins og við elskum börnin okkar án skilyrða.

Hafðu það gott og gangi þér allt í haginn.

Hjalti Tómasson, 10.3.2009 kl. 19:24

20 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Hjalti. Og takk fyrir kommentið þitt.

Óska þér alls góðs sömuleiðis! 

Toshiki Toma, 11.3.2009 kl. 11:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband