Löng leið til að læra ísenskt mál....fyrir mig


Í gær spurði ég smá-spurninga um málfræði á íslensku og ég fékk svör fyrir spurningunum mínum og athugasemdir frá góðum bloggvinum mínum skömm eftir. Þakka þeim fyrir þau! Smile

Meðal annarra leiðrétti Soffía, bloggvinur, málfræðilegar villur mínar í færslunni á kurteislegan hátt. Ég þakka henni fyrir það líka. Stundum leiðréttir nokkurt fólk íslensku mína með þeim tilgangi að sýna mér niðrandi viðhorf sitt, en slíkt var alls ekki málið hjá Soffíu.

Mér fannst gaman að skoða atriði sem Soffía benti á, þar sem öllu atriðin voru eins konar “kæruleysi” hjá mér, sem sagt þó að ég sé með málfræðilega þekkingu um þau atriði, samt gerði ég mistökin. Af hverju? Mig langar aðeins að útskýra “af hverju” fyrir ykkur, þar sem þetta gæti aukið skilning ykkar á íslensku sem útlendingar skrifa og tala!  

Sjáið eftirfarandi, sem Soffía sendi mér:  

Smá leiðréttingar (í Bold er leiðrétting): 

“Ég er með eina spurningu, mjög einfalda spurningu sem varðar íslenska málfræði. Ég hef spurt nokkurt (nokkra 1) Íslendinga um hana en er enn ekki búinn að fá skýrt svar (skýr svör 2)”. 

“Ég skammast mín að spyrja svona spurningu (spurningar 3) eftir 16 ára dvalar (dvöl 4) á Íslandi, en mér þykir (þætti 5) vænt um að fá svar án skammaorð (skammarorða 6)!”

1: Þetta gerist hjá mér mjög oft. Ástæðan er einföld. Ég ætlaði að skrifa fyrst “ég hef spurt nokkurt fólk ...” , en síðan skipti í “Íslendinga” á meðan ég var að skrifa, en gleymdi að breyta beygingu lýsingarorðsins. Sams konar villa eins og að gleyma að breyta beygingu orðs eftir eintölu, fleirtölu eða falli sem á að fylgjast með annarri meginbreytingu er kannski algengast hjá mér. 
Blush

2: Þetta er eitthvað sem mér finnst erfitt að skilja málfræðilega. Við aðgreinum það ekki mjög skýrt hvort eitthvert orð sé eintala eða fleirtala. Því ég er ekki með “sence” um þetta atriði. 
Einnig erum við Japanir yfirleitt ekki duglegir í að skilja “óákveðið – ákveðið”. Varðandi “a” eða “the” á ensku, segjum við í Japan eins og: “Þetta er málfræðilegt atriði, sem jafnvel leikskólabarn í Bandaríkjunum gerir engar villur á meðan japanskur ensku-bókamenntafræðingur villast sífellt”. 
Sick

3: Kæruleysi. 
Crying

4: Ruglingur eftir orð “16 ára”. Kom eignarfall ómeðvitað! 
Sleeping

5: Þetta er frekar “advanced” atriði í málfræði, held ég. 
Shocking

6: Ég var að kanna hvort orð “skammarorð” sé til eða ekki í orðabók, og síðan gleymdi að beygja orðið í eignarfall og fleirtölu. 
Pinch


Eins og sést hér yfir, finnst mér það erfiðast fyrir okkur (fyrir “mig” a.m.k.) að “synchronizse” allar orðbeygingar innan sekúndu. Þetta er samt betra þegar “ritmál” er að ræða, en um talmál..... æ, næstum “impossible”. Það mun vera auðveldara að venjast því að gera mistök en að æfa mig í “synchrinising” ! 
Cool

Jæja, þessi færsla er ekki til þess að afsaka málfræðilegar villur mínar á íslensku, heldur að fá góðan skilning ykkar á erfiðleika okkar útlendinga í að læra íslenskuna. 

Persónulega finnst mér gaman að læra íslesnku og mjög þakklátur fyrir alla hjálp og aðstoð um íslenslkt mál, sem íslenskt fólk í kringum mig veitir mér daglega. Vona að staðan sé sama hjá sem flesti útlendingum sem er að læra íslenskuna núna! 
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Toshiki.  Það hlýtur að væra pynting fyrir innflytjanda að þurfa að læra íslensku með öllum beygingunum og föllunum.  Og fyrir það áttu lof skilið.  Ekki skammir.

En lestu:

"Í gær spurði ég nokkurra spurninga um málfræði í íslensku og fékk svör við spurningunum - - - - - skömmu seinna" 

 Það getur ýmist passað að nota á íslensku og í íslensku.  Einhver maður er lærður í íslensku. 

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:37

2 identicon

Og kæruleysi og skammarorð.

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Toshiki Toma

Takk fyrir þetta, EE. Jú, það er vist löng leið er eftir.... 

Toshiki Toma, 21.3.2009 kl. 16:40

4 identicon

Endilega láttu fólk vita ef þú vilt dálitla hjálp, Toshiki.  Maður kann ekki við að vera að leiðrétta fólk í tíma og ótíma og kannski að óþörfu.

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Rebekka

Ég get gefið þér útskýringu á atriði nr. 5).   "Mér þætti vænt um að fá svar".  Þessi setning lýsir ósk eða beiðni um svar,  og þá setur maður sagnorðið þykja í viðtengingarhátt.  Það er nokkurs konar "kurteislegra" form.  Wikipedia útskýrir þetta líka vel hérna:  http://is.wikipedia.org/wiki/Viðtengingarháttur

Málfræði er bara ekkert grín og margir Íslendingar eiga í jafnvel meiri vandræðum en þú í þeim efnum .  Verst finnst mér þegar maður þarf að nota sagnorð eða forsetningar sem geta tekið mismunandi föll (eins og t.d. "eftir" getur tekið þolfall eða þágufall, og merkingin breytist eftir því hvort fallið er notað).

Svo eru auðvitað öll orðatiltækin, málshættir, orð sem eru einungis til í fleirtölu o.s.frv.  Gildrurnar leynast víða!  Mér finnst þú standa þig mjög vel og hafa góð tök á íslenskunni, þannig að þú þarft ekkert að skammast þín fyrir smávægilegar villur.  Batnandi manni er best að lifa 

Rebekka, 21.3.2009 kl. 20:53

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll vertu.

    Ég er búin að fylgjast með tungumálinu þínu hér og lít á þetta sem kraftaverk hversu langt þú ert kominn, sérstaklega þar sem þú ferð erfiðari leiðina, þe fræðilegu leiðina.

   Húrra Thosiki, þó mig hafi oft langað til að aðeins leiðrétta, er ég þess viss að eftir 15 ár skrifar þú og talar betri Íslensku en ég..............................

Sólveig Hannesdóttir, 21.3.2009 kl. 21:13

7 identicon

Sæll aftur Toshiki.  Í fyrri færslunni minni að ofan gerð ég sjálf mistök, prentvillu: vera kom út sem væra.  Sko, við hin erum ekki alvitur.  

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:44

8 identicon

Og þarna aftur: gerði kom út sem gerð!?  Og ekki viljandi. 

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:46

9 identicon

Æ, ósköp skil ég þig vel. Ég er alltaf að gera vitleysur sjálf hér í útlandinu þrátt fyrir næstum átta ára dvöl og tveggja ára formlegt tungumálanám. Get ómögulega náð sagnbeygingunum rétt og síðan er ég víst alltaf að ávarpa fólk í röngu kyni, sem er ansi mikil móðgun;-) 

En ég verð nú bara að segja að þú stendur þig rosalega vel í íslenskunni og mátt vera stoltur af því hvað þú ert búinn að læra mikið:-) Allt of margir Íslendingar sem eru aldir upp á Íslandi gera alveg jafn mikið ef ekki meira af málfræði og stafsetningarvillum.

Sigrún Valsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 22:21

10 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru vinir, þakka ykkur fyrir öllu kennslurnar og hlýju orðin! Mig langar að skrifa aftur um íslensku sem útlendingar læra á næstunni!  

Toshiki Toma, 22.3.2009 kl. 00:15

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

þakka ykkur fyrir alla kennsluna.  Smá hjálp frá ókunnugum bloggara. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.3.2009 kl. 01:50

12 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Jóna og takk! Kennsla er alltaf í eintölu..! 

Toshiki Toma, 22.3.2009 kl. 15:17

13 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég flutti til Hollands fyrir nokkrum árum og skil hvað það er að læra tungumál frá grunni. Við verðum aldrei eins og innfæddir, en lang flestir kunna að meta viðleytnina. Það er stórmál að læra heilt tungumál og þú átt hrós skilið fyrir að leggja þetta á þig.

Fólk sem gerir grín að íslenskukunnáttu aðfluttra dæmir sig sjálft.

Villi Asgeirsson, 26.3.2009 kl. 11:00

14 Smámynd: Toshiki Toma

Kæri Villi, takk kærlga fyrir góða hvatning ti, mín. Og gangi þér vel líka í Hollandi!

Toshiki Toma, 26.3.2009 kl. 13:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband