Mér þykir gaman að íslenskum ljóðum


Lengi var ég búinn að vanrækja það að skrifa í bloggi mitt. Aðal ástæaða var sú að ég var úti nokkrar vikur en allavega vandist ég auðveldlega því að gera enga færslu í blogginu. 
En maður á að vera virkur a.m.k. í helstu áhugamálum sínum (annars hvers vegna lifir maður!?) og ég reyni að ýta mér svo að ég verði virkari aftur hér í blogginu.Cool

Í vetur birti ég ljóð mitt sem hét “Blóm” hér: 


Blóm opnastí fyllingu tímans 
get ekki látið það flýta sér 

en kann að vökva 
og færa í sólargeisla 

kann að bíða 
jafnvel biðja 

Því mér er annt um blómið 


En ég var ekki ánægður með síðastu línu. Það er fáránlegt að segja “mér er annt um blómið” eða “mér þykir vænt um það”, þar sem það er augljóst ef maður les fyrstu línur að ég er hrifinn af blómið. 

Þannig var eg á leit við lokaorð í ljóðinu. Eftir þrjú mánuði fann ég loksins línuna sem hentar því. Nú er “Blóm” lítur út fyrir að vera eins og: 


Blóm opnast í fyllingu tímans 
get ekki látið það flýta sér 

en kann að vökva 
og færa í sólargeisla 

kann að bíða 
jafnvel biðja 

fyrir brosi yfir blómkrónum 
 
 
untitled2_865717.jpg
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinsamlegast ekki misskilja mig. Ég er ekki að segja að þetta þjóð sé gott kvæði eða ég sé duglegur í ljóðagerð. (I cannot be that arogant!) 
Það sem mig langar að segja er að það er gaman að semja ljóð og leita að orði sem er rétt og ánægjulegt til að tjá tilfinningu sína og að deila því með öðrum, jafnvel fyrir útlenskan mann eins og mig! Wink   

(Ég játa það að ég þurfti að fá aðstoð frá vini mínum og ljóðkennari minn, Davíð Stefánsýni til að tékka hvort væri rétt að segja “brosi yfir blómkrónum” eða “brosi yfir blómkrónur”. Ég kíkti í mörgum bókum en gat ekki fundið svar sjálfur.FootinMouth

Íslensk ljóð eru endalaus gamanefni fyrir mig og áhugaverð. 
Mmmmm, ég elska þau! Heart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ójá. Ljóð eru góð. Þú hefur náð aðdáunarverðum tökum á málinu. Gaman að vita hvort það séu til einhverjir Íslendingar sem geta ort svona á japönsku :-)

Læt fylgja með smá brot sem ég skrifaði um daginn. Svona upp á djókið.

Hafðu það sem allra best

-S

__________________________

fjörðurinn gler
æðurinn úar
fiskur skvettir sporði

dreg andann djúpt
strengur í hörpu
heimsins

brosi
í átt að
rísandi sólu

Siggi (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Toshiki Toma

Komdu sæll, Siggi.

Takk fyrir fallega brotið úr skrifum þínum. Þetta er ekki djók, heldur falleg lýsing í alvöru.

bestu kveðjur, TT

Toshiki Toma, 18.6.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Fallegt ljóð Toshiki, mér finnst nýji endirinn alveg frábær og passar vel.

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.6.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Ragnhldur.

Gaman að heyra í þér!!

Toshiki Toma, 18.6.2009 kl. 19:54

5 identicon

fallegt hjá þér. Ekki veitir af þessa dagana. bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 03:33

6 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Gunnar.

Takk. Þú ert stöðugt mjög duglegur í færslu!

Toshiki Toma, 19.6.2009 kl. 08:35

7 identicon

Sæll Toshiki Toma!

" ...fyrir brosi yfir blómkrónum"

Ég hrífst af þeirri fallegu hugsun sem hér birtist enn frekar
af því lífsviðhorfi sem þarna kemur fram.

Öll urðum við ríkari í andanum að þú skyldir hlusta
á þína innri röddu um að gera enn betur.

Myndir eru veltilfundnar og gefa ljóðunum vissan slagkraft í
látleysi sínu (sbr. Barnæska). Og hér líka!

Kæra þökk

Húsari. (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:42

8 Smámynd: Toshiki Toma

Kæri Húsari.

Takk fyrir kommentið þitt!

Toshiki Toma, 1.7.2009 kl. 22:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband