12.7.2009 | 19:51
Biðtími
Við lifum á dögum aldar þarsem okkur finnst erfitt að ,,bíða". Fyrir því eru tvær ástæður, tölvuheimurinnsem er að hluta til gerviheimur en þar sem samskiptin fara fram á rauntíma oghins vegar raunheimurinn þar sem samskipti fara líka fram á rauntíma en takalengri tíma. Það tekur t.d. stuttan tíma að panta vöru hvaðan sem er úrheiminum í gegnum tölvuna en biðtíminn í raunveruleikanum, í rauntíma, eftirvörunni getur tekið marga daga, því það þarf að flytja vöruna frá einum staðtil annars (þó að þetta sé mikils styttara miðað við fyrir árum). Það er þessi,,biðtími" sem fer sífellt meira í taugarnar á fólki og það á erfiðara að sættasig við. Þessi biðtími verður óæskilegur og neikvæður.
Í þessum um breytingum á hraða okkar daglega lífs og rytma verðum við sífelltóþolinmóðari og biðlund okkar verður minni. Ef við ætlum t.d. að kaupa ákveðnavöru í búð en hún reynist uppseld þá er líklegra en ekki að við forum í aðrabúð til þess að fá vöruna, jafnvel þótt hún sé okkur ekki lífsnauðsynleg, ístað þess að bíða eftir að varan komi í fyrstu búðina. Og hvað t.d. ef viðmyndum við í raun gera ef við yrðum alltaf að sigla til þess að komast tilKaupmannahafnar í stað þess að geta flogið? Myndum við geta þolað að þurfa eyðaþeim tíma sem það tæki að sigla á móti þeim tíma sem tæki okkur venjulega aðfljúga?
Að sjálfsögðu er ekki oft hægt að nýta biðtímann. Á flugvellinum Kastrup íKaupmannahöfn sést margt fólk sem bíður eftir tengiflugi sínu og virðist hiðþolinmóðasta. Margir nota tímanntil að borða og drekka á veitingarstöðunum, en jafn margir nota hann fyrirlestur eða vinnu við fartölvur sínar. Ef biðtími er óhjákvæmilegur, ,,þá errétt að nota hann á skapandi hátt!" Umhverfið okkar stefnir að svara fyrirþessa kröfu okkar og reynir að tengja alla staði með netinu og gsm-kerfinu.Fyrir suma er biðtími nefnilega ekkert annað en mein eða spilling.
En er það í alvöru bara neikvætt og óvirkt að ,,bíða"? Það er víst jákvæðhugmynd okkar manna að vera ætíð ,,skapandi" með því að minnka þann tíma í lífi okkar þar sem við erumaðgerðarlaus. En það er ekki hið sama og að biðtími hafi enga jákvæða þýðingufyrir okkur. Það er eins og kyrrðarstund sem hefur virkari þýðingu fyrir okkuren aðgerðarlaus stund. Biðtími er tækifæri til að spá í því hvað við getum gertog hvað ekki, hvað er breytlegt og hvað er ekki, hvort við skulum þola þannbiðtíma eða ekki. Þegar við getum gert ekkert annað en að bíða, hugsum við umokkur sjálf og pæla. Biðtími er nefnilega tækifæri fyrir okkur til að finna okkur sjálfum stað til að vera í stórusamhengi tilvistar okkar og lífsins.
Líf kristinna manna stendur á ósk og sífelldri eftirvæntingu sem er ,,maranata" (Drottinn vor, kom þú). Hver dagur lífsins okkar sem erum í trúnni á JesúKrist er í biðtíma í þessu samhengi. ,,Marana ta" er ekki mál sem varðar aðeinsaðventu, heldur varðar það alla ævi okkar, frá fæðingu til dauða, eða jafnvellengur en ævi okkar. Þótt við séum dáin, eigum við okkur enn von á ,,maranata". Það er alls ekki vonlaust von, þar sem þegar við vonumst eftir komuDrottins, það er það tryggt í trúinni okkar.
Stundum er biðtíminn langur, eins og þegar við bíðum eftir endurkomu Jesú. Viðgetum ekki pantað endurkomu hans með hraðsendingu á netinu. Að bíða er hluti aftrúarlífi okkar. Sama má segja um ýmis mikilvæg atriði í lífinu okkar. Þeir semkljást við erfiðan sjúkdóm, þeir sem iðrast í fangelsi, fólk sem eiga von ábarni og svo framvegis. Biðtími birtist í mismunandi aðstæðum í lífinu okkar.Biðtími er einnig þýðingarmikill. Eigum við ekki að þora að kjósa að bíða efmikilvægt atriði í lífinu okkar er að ræða og það er nauðsynlegt að bíða?
Kom þú, Drottinn vor.
- Fyrst bitist á Trú.is í júlí 2009 -
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt 13.7.2009 kl. 08:55 | Facebook
Athugasemdir
Við lifum í heimi sem er að þrotum kominn og þótt biðin eftir Jesú Kristi virki löng fyrir okkur sem trúum, þá erum við þess jafnvel fullviss um að hann kemur. Við vitum að hann kemur til með að gera alla hluti nýja, syndinni verður eytt fyrir fullt og allt og það heimili sem hann er að undirbúa fyrir okkur verður okkar framtíðarheimili þar sem ekkert illt verður til lengur. Þar verða ekki glæpamenn eða gagnslausir stjórnmálamenn, dauði og sjúkdómar verða óþekkt fyrirbæri og allir lifa samkvæmt sannleikanum sem er kærleikur Guðs eða boðorðin tíu. Þar verður réttlæti og hamingja um alla eilífð. Við getum byrjað að undirbúa okkur fyrir þennan tilverustað með því að kynnast Jesú og kærleika hans, taka við honum í líf okkar og lifa því lífi sem hann hefur boðið okkur að lifa hér. Það er vel þess virði því hann vill að allir hafi það gott. Biðin eftir komu hans styttist óðfluga, koma hans er nálæg. Ég hlakka allavega til.
Edda (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:39
Þegar ég bjó í Svíþjóð, var ég stundum við það að springa úr óþolinmæði. Það er eins og Svíar elski biðraðir og viti ekkert betra en að standa í röð... Öll þjónusta var svo mikið hægari en á Íslandi og það tók mig ágætis tíma að venjast því að afgreiðslufólkinu fannst í góðu lagi að spjalla lengi við kunningja sína þrátt fyrir að 5 eða fleiri væru að bíða eftir afgreiðslu.
Stundum finnst mér líka örla á óþolinmæði hjá kristnu fólki líka, sérstaklega hvað varðar endurkomu Jesú. Margir sjá heiminn sem sífellt versnandi stað, leita sleitulaust að táknum fyrir endurkomunni og endurtaka aftur og aftur að Jesú fari alveg að fara að koma, hann er á leiðinni. Mér finnst það mjög undarlegt, því að mér finnst heimurinn fara batnandi...
Rebekka, 13.7.2009 kl. 05:53
Kæra Edda og Rebekka,
Takk fyrir álit ykkar.
Varðandi afgreiðslu í búð, er ég vanur henni á japanskan hátt, sem er mjög kurteislegur og án tafar. Ég verð að jata að ér verð stundum pirraður í kassa hér á Íslandi, en ég reyni að sannfæra mig um að ekki allt gengur á þann hátt sem ég óska. Allir hljóta að hugsa sama fyrir sig!
Toshiki Toma, 13.7.2009 kl. 09:02
Jesú kemur ekki aftur... hann kom aldrei, hann er uppskáldaður af kuflum kaþólsku kirkjunnar.
Tímasóun að bíða eftir einhverju sem kemur aldrei, sóun á siðgæði að bíða eftir fjöldamorðingja... það er jú þannig sem guð biblíu er lýst í biblíu... svo kom Jesú(Ekki) til að hóta fólki út fyrir gröf og dauða...
Flettið þessu upp.. og skoðið þetta ... það er alveg klárt mál að ekkert í biblíu gerðist í raunveruleikanum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:31
Jæja, DoctorE.
Það kemur ekki á óvrt að þú segir það. Þú ert alveg eins og trúboði á þinn hátt!
Toshiki Toma, 13.7.2009 kl. 12:45