Trú og fordómar - málþing 9. des. kl.17:00


Trú og fordómar - málþing á vegum Samráðsvettvangs trúfélaga    

Samráðsvettvangur trúfélaga á Íslandi heldur málþing um trú og fordóma í samvinnu við Trúarbragðafræðistofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í safnaðarheimili Neskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 17. Málþingið er liður í verkefninu Jafnrétti nú sem er styrkt af Progress, jafnréttis- ogvinnumálaáætlun Evrópusambandsins. 

 
Pétur Björgvin Þorsteinsson, Evrópufræðingur (MA) og djákni í Glerárkirkjuflytur erindið  "Fordómar í garð trúarbragða. Af íslamfælni,votta-Jehóva fælni, öfgafælni og öðrum and-fjöltrúarlegum viðhorfum sem þáttumútlendingafælni (xenophobia)."
 
Stutt innlegg um trú og fordóma flytja:
Adam Anbari frá Menningarsetri múslima á Íslandi
Eygló Jónsdóttir frá SGI Búddistum
Guðlaug Tómasdóttir frá Veginum
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoðifrá Ásatrúarfélginu
 
Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandiframkvæmdastjóri Alþjóðahúss.

Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni ogsamstarfsaðila þeirra á Íslandi var stofnaður í nóvember 2006. Aðild að honumeiga Ásatrúarfélagið, Bahá´í samfélagið, Búddistafélag Íslands, Félag Múslima áÍslandi, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Vegurinn, Heimsfriðarsamtökfjölskyldu og sameiningar,  kaþólska kirkjan, Kirkja Jesú Krists hinnasíðari daga heilögu, Kirkja Sjöunda dags aðventista á Íslandi, Krossinn,Menningarsetur múslima á Íslandi, SGI á Íslandi, Söfnuður Moskvu-Patríarkatsinsí Reykjavík og Þjóðkirkjan. Samstarfsaðilar eru Alþjóðahúsið ogTrúarbragðafræðistofa Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

 

  - úr fréttatilkynningu- 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband