8.12.2009 | 12:48
Trú og fordómar - málþing 9. des. kl.17:00
Trú og fordómar - málþing á vegum Samráðsvettvangs trúfélaga
Samráðsvettvangur trúfélaga á Íslandi heldur málþing um trú og fordóma í samvinnu við Trúarbragðafræðistofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í safnaðarheimili Neskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 17. Málþingið er liður í verkefninu Jafnrétti nú sem er styrkt af Progress, jafnréttis- ogvinnumálaáætlun Evrópusambandsins.
Pétur Björgvin Þorsteinsson, Evrópufræðingur (MA) og djákni í Glerárkirkjuflytur erindið "Fordómar í garð trúarbragða. Af íslamfælni,votta-Jehóva fælni, öfgafælni og öðrum and-fjöltrúarlegum viðhorfum sem þáttumútlendingafælni (xenophobia)."
Stutt innlegg um trú og fordóma flytja:
Adam Anbari frá Menningarsetri múslima á Íslandi
Eygló Jónsdóttir frá SGI Búddistum
Guðlaug Tómasdóttir frá Veginum
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoðifrá Ásatrúarfélginu
Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandiframkvæmdastjóri Alþjóðahúss.
*
Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni ogsamstarfsaðila þeirra á Íslandi var stofnaður í nóvember 2006. Aðild að honumeiga Ásatrúarfélagið, Bahá´í samfélagið, Búddistafélag Íslands, Félag Múslima áÍslandi, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Vegurinn, Heimsfriðarsamtökfjölskyldu og sameiningar, kaþólska kirkjan, Kirkja Jesú Krists hinnasíðari daga heilögu, Kirkja Sjöunda dags aðventista á Íslandi, Krossinn,Menningarsetur múslima á Íslandi, SGI á Íslandi, Söfnuður Moskvu-Patríarkatsinsí Reykjavík og Þjóðkirkjan. Samstarfsaðilar eru Alþjóðahúsið ogTrúarbragðafræðistofa Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
- úr fréttatilkynningu-