Bleiki dagurinn


Kæru femínistar, jafnréttissinnar og stuðningsmenn við lýðræði, til hamingju með daginn!!

Kvenréttindabarátta Íslendinga er sannarlega fyrirmynd fyrir margs konar hópa sem verða að fara í baráttu sína til þess að ná til jafnréttis.

Réttindi er viðurkennd með því að hún lögfestist og samfélagskerfi breytist.
En réttindi verður réttindi fyrst þegar hún er notuð í raun.


Kvenréttindahreyfing hér kennir mér þennan einfalda en mikilvæga sannleika og ég minnist þess alltaf !!

Ég skila þakklæti mínu og virðingu til allra sem voru og eru að stuðla að þessari baráttu á Íslandi.



20. júní Flóttamannadagur / June 20th The world refugee day


Þann 20. júní verður alþjóðadagur flóttamanna eða the world refugee day. Hér á Íslandi verður sér-kynningarbás á málefnið haldið á Austurvelli af RKÍ milli kl. 14:00 og 18:00. Þar verður kynnt móttaka flóttafólks á Íslandi, starf UNHCR og flóttamannavandinn í heiminum. Og mér skilst að þar verði einnig sýning leikrits “Á flotta” og fleira virkari sýning en bara útskýring um málefnið og hefðbundnar myndir.

Ég las mjög fróðlega greinargerð um daginn eftir Lydíu Geirsdóttur, verkefnistjóra Hjálparstarf kirkjunnar (/www.tru.is/pistlar/2007/6/milljardur-manna-a-flotta-arid-2050).
Í henni segir Lydía : “Í dag eru um 160 milljónir manna flóttamenn” og einnig :

“Á dögunum kom út skýrsla frá hjálparstofnuninni Christian Aid í Bretlandi, þar em farið er yfir hvernig loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á flóttamannastrauminn í heiminum. Talið er að allt að 1 milljarður manna gæti hrakist á flótta af þessum orsökum fram að árinu 2050 ef ekkert verður að gert til þess að stöðva hlýnun jarðar”.

Við hugsum (a.m.k. hugsa ég) flóttamannamál kannski oftast í tengslum við stríð eða náttúruhamfarir, en lúmsk breyting náttúru á jörðinni hefur líka áhrif á málin. Sannarlega þarf ég að bæta þekkingu um flóttamannamál og skilja þau betur.
Ég vil hvetja ykkur að njóta þess tækifæris 20. júní á Austurvelli sömuleiðis og ég, og kynnast mál flóttamanna betur og meira.


World Refugee Day

20 June For years, many countries and regions have been holding their own Refugee Days and even Weeks. One of the most widespread is Africa Refugee Day, which is celebrated on 20 June in several countries.

As an expression of solidarity with Africa, which hosts the most refugees, and which traditionally has shown them great generosity, the UN General Assembly adopted Resolution 55/76 on 4 December 2000. In this resolution, the General Assembly noted that 2001 marked the 50th anniversary of the 1951 Convention relating to the Status of Refugees, and that the Organization of African Unity (OAU) had agreed to have International Refugee Day coincide with Africa Refugee Day on 20 June. The Assembly therefore decided that, from 2001, 20 June would be celebrated as World Refugee Day.
[Note: The OAU was replaced by the African Union on 9 July 2002.]

- USA for UNHCR https://secure.usaforunhcr.org –
 

                                   


Fegurð í litskrúði


Gleðilega hátíð !! Til hamingju með dagin !!


        Fegurð í litskrúði


Fegurð náttúru
er jarðarbörnum móðurfaðmur
og henni fæðist
ekta hrjúf hlyja þjóðar

Tungur berast
frá allri heimsbyggðinni
og heilsast á bæjargötum
á hikandi íslesnku

Allra ósk
að festa rætur í nýheimi
Dýrmæti í hverju brjósti
blómgist í litskrúði

Fegurð Íslands
smýgur og ljómar í sálum okkar
Á sporum forfeðra
reisum við framtíð


                       

Lifandi bókasafn 17. júní!!


Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands höfum fengið vilyrði frá Reykjavíkurborg til þess að halda lifandi bókasafn 17. júní næstkomandi milli kl. 13:00 og 16:00 í húsnæði TM, Aðalstræti 6, jarðhæð.
Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma.

Það er aðeins einn munur á:
bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Bækurnar í Lifandi bókasafni eru fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru flokkaðir í sérstaka hópa, oft fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Í Lifandi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki geta bækurnar jafnvel spurt spurninga og sjálfar fræðst.

- Fréttatilkynning frá Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands -


Ég upplifði sjálfur einu sinni áður að vera “bók” lifandi bókasafns í Smáralindi. Raunar var ég “bækur” sem prestur, Japani, einstæður faðir o.fl.

Mér fannst það gaman að vera bók og deila þekkingu og reynslu minni með kæru lesendum. Bókin gat lært ýmislegt frá lesendunum líka 
Grin

Þakka Jafnréttisnefnd Studentaráðs HÍ fyrir þetta. Vona að sem flestir skreppi í TM á Ingólfstorgi á morgun, hátíðardaginn, og njóti þess tækifæris!!




Finna fyrir meiri fordómum


Blaðið í dag bls. 8 eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttir

Tæplega 6000 pólskur ríkisborgarar voru um síð
astu áramót búsettir hér á landi ........
..... Pólverjar sem voru búsettir hér fyrir að ímynd þeirra bleytist til hins verra í kjörfarið. Þeir eru farnir að finna fyrir meiri fordómum en áður.
...........Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur meðal annars rannsakað bakgrunn innflytjenda, tengsl þeirra við heimalandið og viðhorf þeirra en doktorsnemi hennar, Anna Wojtynska, hefur einkum beint sjónum að viðhorfi Pólverja.
,,Á þeim tíma sem, ég tók viðtöl við Pólverja höfðu þeir fundið fyrir minni fordómum en aðrir hópar en rannsókn Önnu hefur leitt í ljós að fordómarnir hafa aukist í einstaka tilfellum. Af þessu hafa þeir áhyggjur. Þeir hafa hins vega ekkert á móti því a’ fleiri Pólverjar fái tækifæri hér á landi,“ segir Unnur Dís. .......


Ofangreindur er hluti af fréttagrein sem birtist í bls. 8 Blaðsins í dag. Ég þekki dr. Unni Dís gegnum starf mitt og mér finnst það fagnandi efni að traustur fræðimaður eins og Unnur Dís er búin að vinna að rannsókn um líf innflytjenda á Íslandi á undanfarin ár, og er enn að stuðla að.

En varðandi þessa fréttagrein eftir Ingibjörgu, er það kannski ekki bara ég sem vill vita aðeins nánara um málið: t.d. hvers konar fordómar mætu Pólverjar hérlendis áður og hvernig fordómarnir eru búnir að breytast núna? Mig langar til að vita aðeins skýrara um hvaða fordómum pólska fólkið finna fyrir þessa daga.
Í sambandi við þessa umræðu, vil ég skrifa inn nokkrar línur sem varða sérstaklega um ölvaðra akstur sem stafar af útlendingum.

Ég hafði nokkurt erindi við Lögregluskóla í síðasta haust og fékk góðan tíma til að tala við nemendur þar. Sumir þeirra sögðu okkur í kennslustofu að ölvaður akstur hefði bersýnilega aukist og Pólverjar voru bílstjórar í mörgum tilfellum.
Við vorum að ræða um fordóma og því spurði ég þeim hvort þeir gætu sagt mér nákvæman fjölda slíks tilfellis eða hlutfallið. Þeir voru ekki með nákvæmlegar tölur en samt þorðu þeir að segja, af reynslu sinni, “margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis”.

Ég held að þegar lögreglumenn segja “margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis”, takmarkast þetta lýsingarorð “margir” innan reynsluheims þeirra og að því leyti er þessi staðhæfing með eins konar gildi sem nýtist í starfi lögreglunnar kannski.
En ef staðhæfing eins og “margir Pólverjar keyra undir áhrif áfengis” verða staðhæfing eins og “allir eða flestir Pólverjar...”, er hún þá fordómar, þar sem hún innifelur sér “marga (þótt ég geti ekki sagt nákvæmt númer)” saklausa Pólverja.

Í stutta máli sagt eru fordómar ofgróf alhæfing yfirleitt. Þetta á sér stað mjög oft í daglegu lífi okkar og ég tel nauðsynlegt að við höfum vakandi augu á slíkri alhæfingu.
Hins vegar hugsa ég einnig að það hlýtur að vera einhvert mál í miðju fordóma venjulega, sem veldur þeim fordómum og ég tel það líka nauðsynlegt að fjalla um það mál almennilega. Ef útlendingar sem fremja ölvaðra akstur, hvaðan sem þeir eru komnir, verðum við að taka upp málið og ræða um það. T.d. er ölvaður akstur hættulegur fyrir ekki aðeins viðkomandi heldur alla aðra í umferð, þ.á.m. eru börnin okkar líka, og við megum ekki láta málið vera.
Ég spái því að umræðu, annars vegar sem varðar glæpsamlega framkomu útlendinga eða óvirðingu og hins vegar sem varðar fordóma gagnvart útlendinga, mun fjölgast á næstunni. Ef hingað koma fleira erlent fólk, eykst vandamál sem er tengt við það líka jafnt og gott mál. Þetta er bara eðlilegt.

Það sem er nauðsynlegt og mikilvægt fyrir okkur (bæði innfædda Íslendinga og innflytjenda) er, að mínu mati, að við ræðum málið sem málefnalegast og leiða umræðuna í skapandi áttina.




Ég bý ein/n?


Mig langar til að hugleiða málefnið að vera í einbúð undir yfirskriftinni “Ég bý ein/n?”.

Satt best að segja er ég ekki sérfræðingur í þessu málefni. Hins vegar hugsa ég mjög mikið um það af persónulegum ástæðum. Ég hef nú búið á Íslandi í 15 ár, 7 ár með fjölskyldu en í einbúð síðastliðinn 8 ár. Þar sem ég er innflytjandi á ég hér enga blóðtengda ættingja, nema börnin mín tvö, svo það er þýðingarmikil spurning fyrir mig og raunsæ hvort ég sætti mig við að vera í einbúð eða ekki.
En skoðum við fyrst hvað það þýðir að vera í einbúð með því að skoða um það nokkur dæmi.


1. Margvíslegar ástæður einbúðar

Að vera í einbúð er ekki eins. Margt ungt fólk flytur að heiman þegar það fer í háskóla og hefur sjálfstæða búsetu, jafnvel eitt. Það er yfirleitt ævintýraleg upplifun og þroskandi. Fyrir fullorðið fólk sem lendir í skilnaði og þarf að yfirgefa fjölskyldu sína án þess að hafa valið það og hefja einbúð er það áfall lífsins. Það sama á við þegar fólk missir maka sinn. Ástæður einbúðar geta því verið mismunandi og flóknari en þær líta út fyrir við fyrstu sýn. Þetta er fyrst og fremst tæknileg aðgreining.

Við getum aðgreint einbúð eftir því hvort maður vilji búa ein sjálfur eða maður sé neyddur til þess að vera í einbúð. Ef manneskja vill frekar búa ein heldur en með öðrum þá er það sennilega vegna þess að hún telur það þægilegra af einhverri ástæðu. Í slíkum tilfellum finnur manneskjan ef til vill ekki til einmanaleika. En ef manneskja lifir lífi sínu í einbúð gegn vilja sínum, t.d. vegna sambúðarslita, makamissi eða öðru, getur hún verið einmana. Og í slíkum tilfellum er betra að hún fái aðstoð, stuðning eða hvatningu frá öðrum til þess að komast yfir einmanaleikann.

Ég tel það skipti miklu máli í raun hvort manneskja kjósi að vera í einbúð eða hvort hún eigi engan annan kost en að vera í einbúð, frekar en það fyrirbæri sjálft að manneskjan búi í einbúð.

Sem prestur og guðfræðingur segi ég þetta, en Guð okkar er ekki bara fullkomin tilvera á einhverjum stað, heldur er Guð “Guð í samskiptum við menn”. Guð er “Guð sem talar við okkur”. Þess vegna verðum við að hlusta á orð Guðs í sérhverjum aðstæðum okkar sjálfra. Við getum, sem sagt, ekki sagt að Guðs orð séu algild um allar manneskjur sem eru í einbúð án þess að skoða líf og sögu þeirra sem búa í einbúð.


2. Sjónarmið úr Biblíunni?

Mér var sagt að fólki sem býr í einbúð fari fjölgandi á Íslandi. Að manneskja sem búi ein er alls ekki nýr lífsstíll í sögu mannkyns en hin bersýnilega fjölgun í samfélaginu má kallast nýtt fyrirbæri. En hvað skyldi hin gamla en sígilda Biblía segja um það? Leyfið mér að vitna í nokkur vers úr Biblíunni.

Í fyrsta Mósebók stendur: “Drottinn Guð sagði: ,,Eigi er það gott , að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi“”.(1. Mós. 2:18)
Í Matteus stendur: “Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”.( Mat. 18:20)
Eða í Jóhannes: “Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar”. (Jon. 14.18)
Þessi orð Biblíunnar benda á að maður skuli ekki vera einn.

Hins vegar eru eftirfarandi atriði í Biblíunni einnig
a) Æfi Jesú var frekar einmana í jarðneskri merkingu.
b) Jóhannes skýrari bjó einn í eyðimerki, a.m.k. í byrjun.
c) Páll postuli skrifaði. “ Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég. Að þeim er best að halda áfram að ver ein eins og ég”. (1. Kor. 7:8)
Þessi orð benda okkur á að vera ein er ekki endilega neikvætt fyrir augum Guðs.

Ég játa það að ég er ekki hrifinn af þessari aðferð að klippa nokkur orð úr Biblíunni án þess að samhengi þeirra sé látið fylgja með og sú heildarhugsun sem þau eru hluti af. Það er í raun og veru ekki að hlusta á orð Guðs, heldur frekar að nota orð Guðs eftir geðþótta sínum.

En hvernig getum við sett ofangreind orð í samræmi eftir að við skoðum líka samhengið?
Það er sem sagt verkefni sem guðfræðingar vinna að og ég get ekki útskýrt það ítarlega hér. En út frá kirkjulegu sjónarmiði finnst mér lykilorðið fyrir okkur að íhuga málefnið um einbúð út frá vera “manngæska”(humanity). Manngæska er að sjálfsögðu orð sem hægt er að nota utan kirkjulegs samhengis en í guðfræði hugsum við í manngæsku eins og eftirfarandi:

Maðurinn (human person) er ein af dýrategundunum á jörðinni. Það er mikilvægt að geta skoðað manninn út frá slíkri forsendu á vísindalegan hátt, t.d. líffræðilegum. Hugtak eins og manngæska nær hins vegar ekki yfir önnur dýr á jörðinni en manninn. Orð eins og “mannlegur” eða “ómannlegur” gildir eingöngu þegar við tölum um manneskju. Við segjum ekki um fugl hvort hann sé “fugllegur” eða “ófugllegur”. Fugl er fugl aðeins með því að hann er þarna. “Að vera mannlegur eða ómannlegar,” hefur enga merkingu þegar um fugl er að ræða. Maðurinn getur lifað sínu lífi eins og dýr. En maðurinn getur lifað sínu lífi í manngæsku líka og að sjálfsögðu er það sem Guð vill að við gerum.

Margir guðfræðingar eru sammála um að eitt af mikilvægustu einkennum manngæsku birtist í samskiptum við náungann. Eða segja jafnvel að manngæska sé sköpuð í samskiptum við náungann. Þetta er t.d. atriði sem guðfræðingurinn og heimspekingurinn Martin Buber lagði áherslu á.
Guðfræðingurinn F.Ebner hélt áfram: “Andlegur sjúkdómur manna er að “ég” sem maður týni “þér” í samskiptum sinum”.

Ég leyfi mér að breyta aðeins orðalagi Ebner svo að við eigum auðveldara með að sjá kjarnann sem snertir umræðuefni okkar í kvöld: “Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því að “ég” sem manneskja týni “þér” í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað”. Mér finnst þetta gilda meðal annarra, þegar þeir sem vilja vera í einbúð virkilega. Mig langar til að útskýra það aðeins betur næst sem persónulega skoðun mína.


3. Aðstæður í höfuðborgarsvæði?

Eins og ég sagði áðan, er ég ekki sérfræðingur um viðkomandi málefni og ég er ekki með viðtæka og ítarlega þekkingu um málið. Því byggist skoðun mín á persónulegri þekkingu minni og reynslu.
Þegar ég skoða samfélagið hér á landi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, finnst mér eftirfarandi tvö atriði eftirtektarvert:

a) Þó að maður sé í einbúð, búa ættingjar manns, vinur eða vinkonur nálægt. Að búa einn í Reykjavík er ekki eins og að búa einn í miljónar manna borg.
b) Samfélagsskerfi jafnt og viðhorf samfélags til einbýlismanns er frekar jákvætt að styðja mann sem er í einbúð. Að búa ein er ekki rosalega erfitt mál. En þegar er um að ræða fólk eins og einstæðar mæðir með lítil börn eða fólk með fötlun, er það annað mál.

Ég býst við að afleiðingarnar séu þær að mörgum finnist þægilegra að búa einir en að vera í sambúð og deila erfiðum tímum jafnt sem góðum með mökum sínum. Ef ættingjar og vinir eru innan seilingar þá þarf fólk ekki að verða einmana. Einnig geta menn geymt einkalíf sitt algert í friðhelgi og útilokað annað þaðan. Þetta virðist því vera ekki slæmt líf.

En ég, sem er einn af þeim neyddist til að lifa einbýlislífi, vil varpa spurningu. Er lífsstíll af þessu tagi af sama tagi eins og þegar manneskja vill aðeins eiga félagsleg samskipti við aðra þegar henni finnst þau eftirsóknarverð en vill ekki svara þörf annara með ábyrgð? Sem sagt, standa slík samskipti manns ekki á egósentrískum grundvelli? Falla slík viðhorf við líf sitt ekki á þá staðhæfingu: “Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því “ég” sem manneskja týni “þér” í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað”?

Í stuttu máli sagt, tel ég að í nútímalegu lífsumhverfi, er auðvelt og þægilegt fyrir okkur að halda áfram í einbúð. Hins vegar verður það erfiðara og erfiðara fyrir okkur að halda lífi okkar í djúpum samskiptum við annað fólk og þannig festumst við ómeðvitað í gildru mannfyrirlitningar.
Einnig gerir fjölgun borgarbúa, sem eru sáttir við einbýli, það erfiðara fyrir þeim sem eru ósáttir við sína einbúð og vilja eignast lífsförunauta!

Þetta er persónulegt álit mitt og ég ætla ekki að fullyrða að það sé rétt hjá mér. En mig langar til að segja þessa skoðun mína og vona að hún verði grundvöllur fyrir og efli frekari umræðu. Ég tók upp ekki þá sem eru að glímast við einmanaleika og erfiðaleika vegna einbúðar, en það er augljóst að við skulum veita aðstoð til þeirra og þarna vantar áþreifanlega sundurgreiningu um málið og gerð.

Kærar þakkir.


- Ræðan var flutt í málþing í Seltjarnarneskirkju: “Að vera í einbúð” 18. apríl sl.-




Páfagarður andvígur Amnesty


www.ruv.is » Fréttir » Frétt Fyrst birt: 14.06.2007

Páfagarður hefur hvatt alla kaþólikka til að snúa baki við mannréttindasamtökunum Amnesty International og stöðva öll fjárframlög til samtakanna. Þau séu fylgjandi fóstureyðingum og hvetji til þeirra. Renato Martino, kardínáli, forseti ráðs kaþólsku kirkjunnar um frið og réttlæti segir fóstureyðingar vera morð og kirkjan geti ekki stutt samtök sem hvetji til slíkra verka.

Fulltrúar samtakanna segir þau ekki hvetja til fóstureyðinga en styðji vissulega rétt kvenna til að hafa val í þessum efnum, einkum fórnarlamba nauðgana og sifjaspella. Samtökin taki ekki afstöðu til þess hvort fóstureyðingar séu réttar eða rangar.

Samkvæmt gögnum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, WHO, er 45 milljónum fóstra eytt á ári hverju í heiminum. Áætlað er að tæplega 70000 konur látist vegna óöruggra fóstureyðinga.


Hvað er trúarlegt vald eða kirkjumálayfirvald?
Mér sýnist það séu tvö kjarnar til staðar kringum í mál um fóstureyðingar. Annað er að það er vist alvarlegt mál að láta líf ljúkast sem hefur ómetanlegan möguleika í framtíðinni sinni. Páfagarður vill kjósa að kalla hana “morð”. Hitt er að engu að síður er það raunveruleiki til staðar líka að kona neyðist til þess að fara í aðferð fósturyrðingar vegna aðallega lífshættu móðurinnar eða tilvistar óneitanlegs óréttlætis kringum í fæðingu barnsins.

Við vitum það. Amnesty International veit um það. Og Páfagarður veit um það líka. Hásetir prestar þarna eru alls ekki heimskir eða fáfróðir um hvað gerist í heiminum úti.
Hvers vegna er slíkur stór munur til staðar þá milli Amnesty og páfagarðs í viðhorf við fóstureyðingu?

Raunar veit ég ekki svarið, afsakið. En ég held þetta sé tengt á nokkurn veginn við “trúarlegt vald” eða “kirkjumálayfirvald” og ég er kominn til spurningar í upphafinu: “hvað eru þau völd?” Vald er oftast styrkt með hefð samfélags, traust almennings eða tilveru hermannakerfis o.fl. Þegar trúarlegt vald er að ræða er það bersýnilegt að valdið leggur áherslu á hefðina sína og vill sýna okkur fram að það sé viðhaldari sannleiksins í öllu sögunni hingað til. Að breyta einhverju samkvæmt þróun samfélagsins virðist vera ákveðin “áhætta” fyrir valdið.

Ég er sjálfur prestur kirkjunnar, svo ég skil vist að kirkjumálavaldið vilji taka rosalega góðan tíma áður en það ákveður einhverri breytingu í stefnu sinni. Ef kirkjan segir þetta í dag og annað á morgun, væri það alveg hallæsilegt. Þess vegna finnst mér rétt að kirljumálayfirvaldið glímir við þróun samfélagsins og reynir að finna samræmi milli hefðar sinnar og nútímalegra aðstæðna samfélagsins.

En á meðan valdhafarnir eru að glímast í garðinum sínum, verðum við alþýða, sem er ekki með sérstakt trúarlegt vald, að vinna að áþreifanlegum málum í raunveruleikum veraldarinnar. Það er við sem fremjum glæpa (“morð” í tilfellum fóstureyðinga) eða syndgum (með því að styðja fóstureyðinga). Það er við sem verðum orðalaus fyrirframan raunveruleiksins sem þýtur yfir okkur eins og Tsunami og gleypir okkur.
Hvort sem páfagarður viðurkenni fóstureyðingu eða ekki, verða þar þær í dag og á morgun og svo framvegis. Með öðrum orðum, fremur alþýðan trúarlega glæpa og synd í veröldinni og gerir hana sæmilega ásættanlega, þar sem kirkjumálayfirvaldið heldur sig áfram. Og páfagarður veit þetta vel líka.

Mér skilst að Jesús sagði mörgum sinnum að yfirmaður skuli þjóna undirmönnum sínum þar sem slíkt er ásetning Guðs. Þetta virðist hafa breyst einhvern tíma í sögunni, eða hvað?




Um Blogg (1) - Vantar ekki Blogg-siðferði? -


Þessa daga var ég að hugsa talsvert um þróun blogg hérlendis. Reyndar hugsa ég ekki einungis um blogg, heldur líka um “spjallaþráð” á netinu. Ég ætla að taka saman pælingar mínar og vil sýna þær fram smátt og smátt.
Í byrjun langar mig til að sýna eftirfarandi skoðun mína, sem birtist ári síðan í dagblaði, þar sem þetta er upphafsstaður málsins fyrir mig.

       Tounge

Eins og við öll vitum, hafa möguleikar hins almenna borgara á að tjá sig þróast mjög hratt með tilkomu netmiðla undanfarin ár. Margir virðast taka þátt í því á einhvern hátt, eins og t.d. á spjallrásum vefsíðna, a blogg-síðum eða með fjöldasendingum í tölvupósti. Það er því óhætt að segja að tjáningarfrelsið blómstri.

Tjáning í netmiðlum virðist þó ólík þeirri sem fer fram dagblöðum og sjónvarpsþáttum. Samskiptamátinn virðist vera einhvers staðar á milli opinberra samskipta og persónulegra, formlegra og óformlegra enda staða miðilsins og markhópur hvers og eins þeirra oft óljós. Stundum er það opinber fjölmiðill, stundum heimasíða stofnunar og stundum einstaklings eða hópa.
Mér finnst eðlilegt að með þessum miðlum sé meira siðferðislegt aðhald og eftirlit.
Ástæða þess að ég hef máls á þessu er sú að ég hef tekið eftir að það er talsvert um það, og það er mein á tjáningarfrelsinu, að ómálefnalegar árásir á einstaklinga eigi sér stað í netmiðlum. Sem dæmi má nefna að ég fann um mig sjálfan ummæli á nokkrum vefsíðum eins og ,,Toshiki segist finna engin virði í íslenskri menningu“, ,,Hann vill leggja niður íslenskt mál af því að hann telur það vera kúgunartæki“.

Ég verð að telja að ummælin séu ekki tómur misskilningur heldur meðvituð þegar ég skoða þau í samhengi. Slíkt virðist koma fyrir fleiri og er ekki alltaf persónulegt. Málið er að slíkt er gert án vitundar viðkomandi. Ég fékk nokkrum sinnum svipuð skeyti sem að mínu mati eru alröng, í dagblaði, en a.m.k. hafði ég möguleika á að svara þeim, þar sem þær voru opinberar. En hvernig getur maður leiðrétt misskilning annarra eða svarað persónulegum skoðunum eins og t.d. á bloggi? Á meðan geta saklausir lesendur netsins talið að vitlaus ummæli séu réttmæt.

Fyrir utan meðvitaðan hug einhvers annars til manns og málefnis, getur það átt sér stað líka að maður skrifar vanhugsuð ummæli inn á netið í tilfinningalegu uppnámi og sem samstundis viðbrögð við því sem maður hefur þar lesið eða annars staðar. Satt að segja er ég líka sekur sjálfur um það, þar sem ég gerði slíkt nokkrum sinnum en hef það nú fyrir reglu að ígrunda vel það sem ég set inn á netið. Það verður ekki syndaaflausn en a.m.k. bað ég viðkomandi afsökunar á sama hátt og ég sendi út afsökunarbeiðni þar sem ég sagði frá mistökum mínum. Ég ætla því ekki að ásaka annað fólk í þessum málum heldur vil ég eingöngu spyrja hvort ekki sé tímabært að móta einhvers konar siðareglur á sviði netsamskipta og miðla.

Sjálfur hef ég lausnirnar ekki á takteinunum og vil endilega heyra skoðanir fólk sem er vel að sér um réttindamál, tjáningarfrelsi og siðferði í fjölmiðlum. Vonast til þess að heyra í einhverjum.


- Fyrst birt í FB 28. júní 2006 -





Are you lonesome tonight?

Even though I work as a professional in the area of immigration and multi-culturalism in Iceland I often find it unnecessary and tiresome to find myself bogged down in the concept that “I am an immigrant”. Regardless of whether or not a person is native born or of foreign origin, I think that there are enough issues that we must reflect on and consider. For instance we all face the following issues, housing, employment, marriage, relationships, children, education, illness, hobbies, summer vacation and the list goes on. The scope of our lives is immense. Isn’t it necessary for us to draw a line at some point in our lives?

All the same, the fact that we are foreign follows us always. We foreigners must take the initiative to make contact or talk to Icelanders, to invite them home for coffee so that we may make friends or girlfriends. So that we are not lonely. Most Icelanders already have friends and relatives they need to find time and therefore don’t need to work to make new friends like we do. I find that unfair sometimes – but life isn’t always fair (a fact I am going to discuss with God when I get to the end of my days), or even hardly fair.

Either we are in the game of life or not. Sometimes I am ready to quit the game because I am tired – tired of being a bachelor, the pointless blind(?) date dinners, getting older, arthritis, debt, speaking inferior Icelandic, and on and on. But I am still in the game. For sure there will be times when I want to throw in the towel, but that is exactly the time when I have to get myself together and get into the game, the game of life.

I encourage everyone to stay in the game, together, and not to quit because of the complexities or difficulties that come with being an immigrant. Life is too precious to give up.

But what should you do if you are lonesome tonight? Consider the fact that there are people out there that are just as lonely as you tonight. And that there is always hope that the loneliness will end when you meet another lonely soul – maybe tonight, tomorrow night, or in ten years. Who knows?



*I wrote this piece for the magazine of the Inter-cultural center of Reykjavik (Alþjóðahús) first on this February. We have some massages that we need to deliver often than just one time.
And also, for me it is impotant to write in Englsih sometimes, too, simply because I have many friends who haven´t learned Icelandic yet.
 Cool



Blessaður heimur og sorgleg veröld


horfi ég á heiminn

í skæru sólskini.
mæður, bros og barnavagna.
heimurinn er blessaður. 

sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?              
             

               
  - Lind á himninum : maí 2003 –


Ég elska ljóð almennt og mér finnst gaman að yrkja ljóð sjálfur. Íslenskt tungumál er ekki móðurmál mitt og að sjálfsögðu er ljóð sem ég bý til aðeins gerð í stigi byrjanda. Engu að siður er ljóðaheimur mjög skemmtilegur og áhugaverður fyrir mig.  

(Ég tala stundum um íslenskt tungumál opinberlega í samhengi við innflytjendamál,
og hugmynd mín getur innifólgið sér ábendingu á tungumál sem vald. Þess vega fæ ég oft gagnrýni eins og ég beri enga virðingu fyrir íslensku tungunni eða ég fyrirlíti hana, en slíkt er bara bull.
Ég hef aldrei sagt og ekki einu sinni hugsað eitthvað eins og að innflytjendur þurfi ekki að læra íslesnku, að íslenska tungan sé lítils virði eða að enska skuli vera opinbert tungumál á Íslandi. Um slíka óviðeigandi sakfellingu langar mig til að skrifa við annað tækifæri.)
 

Allavega bjó ég til stutta ljóðið sem ég er búinn að setja hér í uppahafi á árinu 2003, en það tók mér margar vikur til að klára það. Þetta ljóð er mjög einfalt alveg eins og það litur út að vera fyrir. Í góðu veðri með maíssólinni byrjar fólk að brosa og koma út að heiman, allt litur út fyrir að vera hamingjusamt.

En í þessu tímabili þegar ég skrifaði niður uppkastið, var það eldur í bænum og faðir samstarfskonu minnar hefði lenst í honum og fengið mikla brennu á sér. Reyndar varð hann að dvelja í gjörgæslu spítalans margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín varð að vera í mjög þungu og hörðu andrúmslofti lengi að sjálfsögðu. 

Eftir að  ég fréttiði það, varð ég með eins konar samvikubiti. Ég sá samfélag  sem blessaðan heiminn í sólskinu. En í sama samfélaginu býr, á samtímis, fólk sem er að mæta sorg og erfiðaleika.
Blessaði heimurinn minn var raunar aðeins takmarkaður, litill heimur
  kringum í mig sjálfan. Mér leið eins og ég væri heimskur maður og algjör “ego-centric” (sem er kannski rétt að segja ??
Crying ) og hætti að vinna með ljóðið.   

Svona atriði – blessaður heimur og sorg/óréttlæti – er alls ekki nýtt umhugsunarefni fyrir okkur. Við vitum það þegar sem þekkingu eða upplýsingar. Samt þýðir það ekki endilega að við lifum lífi okkar “í “ þessari staðreynd heimsins. Oftast er það ekki þannig að við lífum lífi okkar sem er aðskilið frá sorg annarra eða óréttlæti í samfélaginu? A.m.k. verð ég að játa það um mig sjálfan.  

Varðandi viðkomandi ljóð, þá pældi ég málið lengi og tilfinningalegu viðbrögðin mín í fljótbragði voru farin. Og ég kom í þeirri niðurstöðu að ég mæti leyfa mér að halda áfram í því. Eftir að allt er komið, getur maður ekki stjórnað öllu sem gerist í heiminum okkar. Ef maður verður að bíða að njóta hamingju sinnar þangað til hvert og einasta fólk í heiminum verður hamingjusamt, þá fær maður aldrei tækifæri til þess. Að reyna að bera alla erfiðaleika annarra á herðar sínar er líka birting yfirlætis manns.  

Ég held að við megum njóta hamingjusamrar stundar sem við mætum, jafnvel stundum, í lífi sínu. Hún er náð Guðs, og án hennar hvernig getum við halda áfram okkur í von og hugrekki til framtíðar okkar?
Blessaði heimurinn okkar er litill og takmarkaður og hann er brosandi ekki endilega til allra jarðarbúa. Við skulum ekki glyma því. En vegna þess litla blessaða heims getum við staðfest virði hamingjusama lífsins og haldið áfram viðleitni okkar við að þróa það sem víðast meðal okkar manna.

 

 

                                       Reykjavik vor dem Parlament



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband