Verðlaun og íbúafjöldi í ólympíuleikum


Í Peking olýmpíuleikunum fékk kínverska keppnisliðið 51 gullverðlaun og fjöldi gullverðlauna fyrir kínverska liðið er í fyrsta sæti meðal þátttökuþjóðanna. Kínverjir voru mjög duglegir í leikunum í þetta skipti og einnig fengu þeir 21 silfurverðlaun og 28 bronsverðlaun, allt samtals 100 varðlaun.
Bandaríkumenn fengu 36 gull, 38 silfur og 36 brons, samtals 110 og Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fjölda allra verðlauna.
Rússar fylgja þeim: 23 gull, 21 silfur og 28 brons, samtals 72 verðlaun.
Heimaland mitt, Japan, fékk 9 gull, 6 silfur og 10 brons.

Mér sýnist það sé mjög eðlilegt að stór þjóð fleiri verðlaun en lítil þjóð eins og t.d. Ísland eða Dominica. Og ég var aðeins forvitinn hvernig samband fjölda verðlauna og íbúafjölda í hverri þjóð og reiknaði það.

Niðurstaðan er eins og eftirfarandi:
Kína : eitt verðlaun per 13 millijóna menn.
USA: eitt verðlaun per 2,7 millijóna menn
Rússlandi: eitt verðlaun per 1,9 millijóna menn

Ísland: eitt verðlaun per 300.000 menn.

Sem sagt situr Ísland langt í fyrsta sæti meðal ofangreindra þjóða ef við skoðum fjölda verðlauna miðað við fjölda íbúa á landi!

Ef ég má bæta aðeins meira, eru Danir og Normenn líka duglegir í þessu atriði:
Danmörk: eitt per 700.000 menn
Noregur: eitt per 470.000 menn

Japan reiknast að eitt verðlaun per 4,8 millijóna menn.

Þetta er bara til gamans, en þetta bendir á það hve stórkostlegur árangur Íslendinga er.
Frábært að Ísland sendi landslið úr 300000 manna þjóð og van silfur!!
Til hamingju, Ísland!!
Wizard

* Það voru STÓR mistök hjá mér á reikningi í fyrstu færslu og Sigurður Þorsteinsson gerði athugasemd við þau mistök. Þakka innilega fyrir Sigurður. 



Eitt skref áfram, en ekki allt er búið


Þetta er vist góðar fréttir.
Ýmislegt getur verið hægt að segja meðferð málsins frá upphafi, en ég vil fagna þessari ákvörðun dómsmálaráðuneytisins.
Og einnig óska ég að allt verði til góðs fyrir Paul og fjölskylduna hans á næstunni.

Hins vegar er málinu ekki lokið að mínu mati. Hér er ávallt fleiri en 25 hælisleitendur og mig langar að tilvist þeirra komi í ljós og sérhver málsmeðferð þeirra verði sýnilegri fyrir augum almennings og sanngjörn umfjöllun sé tryggd.


mbl.is Eiginkona Paul Ramses grét
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HEIMSTORGIÐ


Menningarnótt í Borgarbókasafni, Tryggvagötu 15
Laugardaginn 23.  Opið frá 13-22,


HEIMSTORGIÐ

Bókakaffi
Kl. 13:00 – 22:00
Bókakaffi á 1. hæð Grófarhúss með úrvali bóka og tímarita, boðið upp á kaffi frá kaffihúsinu Kaffi D’Haiti, föndur- og litahorn fyrir börn og fullorðna, klippiljóðaborð þar sem gestir geta sett saman ljóð á ýmsum tungumálum, opinn hátalari, torgmálari að störfum og alls kyns uppákomur fram á kvöld.

(...fleiri í dagskrá...)

Reykjavík Stories
Kl. 17:00
Bandaríski leikarinn Darren Foreman, sem búsettur er hér á landi, flytur íslensk ljóð, sagnabrot og leiktexta á ensku. Verkin skírskota öll til Reykjavíkur á einhvern hátt en þau eru frá ólíkum tímum og lýsa mismunandi tíðaranda. Þau hafa komið við sögu í enskum bókmenntagöngum sem Borgarbókasafnið býður upp á og vakið lukku meðal þátttakenda.

Fimmta árstíðin
Kl. 18:00
Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, flytur eigin ljóð á íslensku, m.a. úr bók sinni Fimmta árstíðin, og kynnir einnig japanska ljóðlist.

Afleggjarinn
Kl. 18:30
Auður Ólafsdóttir rithöfundur les úr verðlaunabók sinni Afleggjarinn, en þar segir frá ferðum ungs manns á framandi slóðir, í fleiri en einum skilningi. Ófyrirsjáanlegir atburðir taka völdin og söguhetjan þarf að glíma við karlmennsku sína, líkama, ást, matargerð og rósarækt.

(...fleiri í dagskrá...)


- Úr fréttatilkynningu Borgarbókasafns -
  http://www.borgarbokasafn.is


Kertafleyting í kvöld í Rvk. og annað kvöld á Akureyri


Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar hvetur alla til að mæta á kertafleytingu í Reykjavík í kvöld og á Akureyri annað kvöld.

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst 2008. Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar mun Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flytja stutt ávarp. Flotkerti og friðarmerki verða seld á staðnum.

Kertum verður einnig fleytt á Akureyri við Minjasafnstjörnina, fimmtudagskvöldið 7. ágúst kl. 22:30. Ávarp flytur Svavar Jónsson sóknarprestur. Flotkerti verða seld á staðnum.

Fleytt er kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkueldanna í japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki dagana 6. og 9.ágúst 1945. Þetta er tuttugasta og fjórða kertafleytingin á Tjörninni af þessu tilefni. Fyrsta kertafleytingin var í ágúst 1985 þegar 40 ár voru liðin frá kjarnorkuárásunum. Þá sendu japanskir hibakushar" (en svo eru eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkuárásanna nefnd) hingað til lands kerti með
beiðni um stuðning við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum. Tveir fulltrúar þeirra komu einnig hingað til lands í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga.

Um leið og friðarsinnar minnast þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum leggja þeir áherslu á kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasaki! Rödd friðar þarf að heyrast og hljóma um allan heim. Yfirvöld verða að fá skýr skilaboð um að stríð sé ekki valkostur. Loftárásir og heræfingar tryggja ekki frið. Vandamál heimsins verða ekki leyst með ofbeldi og vopnavaldi heldur samvinnu og viðræðum. Krafa okkar er friðsamur og kjarnorkuvopnalaus heimur.

Að kertafleytingunni stendur samstarfshópur friðarhreyfinga. Í honum eru Félag leikskólakennara, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar, Menningar og friðarsamtökin MFÍK, Samtök hernaðarandstæðinga og SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista).


Eftir Ármann Hákon Gunnarsson, úr kirkjan.is 6/8 2008


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband