Færsluflokkur: Bloggar
3.11.2011 | 20:02
ÁFRAM AMAL!
Fyrst erlendra kvenna á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2011 | 14:00
Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri
27.7.2011 | 11:44
„Nadeshiko“ Japan og þakklæti Japana til heimsins
Kvennalandslið Japans í knattspyrnu, Nadeshiko" Japans, vann í fyrsta sinn heimsmeistaratitilinn á dögunum. (Nadeshiko" er blóm sem er kallað dianthus" og oft notað sem tákn japanskrar konu á meðal Japana). Japan spilaði úrslitaleikinn á móti sterku bandarísku liði, sem í raun stjórnaði leiknum 80% af leiktímanum. En þrátt fyrir það unnu japönsku stelpurnar leikinn.
Sigurinn var óvæntur fyrir marga í heiminum. Margir fjölmiðlar fjölluðu um sigurinn sem verkefni: Japanska liðið hafði sérstakt verkefni, að færa gleði og von til þjóðar sinnar sem þjáðst hefur vegna stóru jarðskjálftanna og flóðbylgnanna."
Mér finnst þetta vera rétt ábending. Eftir úrslitaleikinn sagði Norio Sasaki, þjálfari liðsins, að liðið hefði annað erindi fyrir utan fótboltann sjálfan. Það væri að sýna heiminum þakklæti fyrir þann stuðning sem hann hefði sýnt japönsku þjóðinni eftir hamfarirnar og einnig að gefa Japönum von og kraft fyrir framtíðina.
Fyrir nokkrar af stelpunum virðist þetta markmið jafnvel hafa verið enn persónulegra. Eftir því sem ég best veit voru þrjár þeirra frá hamfarasvæðinu auk Sasaki, þjálfarans. Miðvörðurinn, Aya Sameshima, nr. 15, tilheyrði t.d. fótboltaliðinu Tokyo Electricity" og starfaði í því kjarnorkuveri sem olli geislalekanum eftir jarðskjálftann....
Halda á fram að lesa hér:
http://www.tru.is/pistlar/2011/7/nadeshiko"-japan-og-þakklæti-japana-til-heimsins
24.6.2011 | 21:57
Lind á himninum
í skæru sólskini
Mæður, bros og barnavagnar
Heimurinn er blessaður
Sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
Eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?
Á þeim tíma þegar ég skrifaði niður uppkastið, var eldur íbænum og faðir samstarfskonu minnar hafði lenst í honum og brennst mikið. Hann þurftiað dvelja í gjörgæslu margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín var lenginiðurdregin og með mikla áhyggju að sjálfsögðu. .....
Halda áfram að lesa hér: http://tru.is/pistlar/2011/6/lind-a-himninum
20.6.2011 | 14:40
Í dag er alþjóðaflóttamannadagur
17.6.2011 | 12:21
Hvað er satt viðmið fyrir okkur kristið fólk?
Ég held þessi greinargerð eftir sr. Örn Bárði eigi skiliðað lesa.
Biskupinn sagði í fréttunum um daginn: "Kirkjan ersamfélag lærisveinanna". -Amen.
En einmitt þess vegna þurfum við að gera málið skýrt semhægt er, hvaða ávirðing eða galli var til, og hver ber ábyrgð á því, hvernigmenn skulu tjá iðrun sína og afsökunarbeiðni til kvennanna og einnig til almenningso.fl.
Skýrslan er hjálpartæki til að sundurgreina málið eða nátil heilarmyndar málsins.
En satt viðmið hjá okkur kristnum mönnum er ávallt andiJesú Krists. Ábyrgð okkar prestanna og annara stjórnarmanna kirkjunnar birtist íljósi Jesú Krists, en ekki í ábendingum skýrslunnar.
Til þess að gera sína ábyrgð skýrari er nauðsynlegt ekkiaðeins að fylgja orðalagi skýrslunnar bókstaflega, heldur einnig að íhuga máliðog melta helst atriði sem eru komin fram í skýrslunni með sér "í ljósianda Jesú".
Vona að þetta gleymist ekki.
Biskupinn ítrekar að skýrslan bendir ekki á neitt brotsitt á lögum. Er það kjarni málsins? Ég mann að Ólafur biskup notaði sams konarrök: "Það er engin sönnun um að ég braut á lögum". Var það málið? Eigum við ekki öðruvísi viðmið en veraldlega lögin eða starfsreglurnar?
Hvað segir Jesús núna í dag í hjörtum stjórnarmannakirkjunnar?
Telur að forysta kirkjunnar eigi að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2011 | 13:00
Þekkir þú nágranna þinn?
Manneskja er stundum mjög flókin og dýpri en við álitum með því að skoða útlit hennar og skilja hana aðeins yfirborðslega. Gerist það ekki stundum að maður sem þú hélst að væri leiðinlegur reyndist vera mjög fyndinn eða kona sem þú taldir vera kurteisa og hlýja var í raun köld og ruddaleg?
Slík upplifun á sér oft stað hjá mér. En til allrar hamingju hefur það gerst svo oft að ég er búinn að læra alveg nóg um lélega hæfileika mína í að dæma manneskju í fljótu bragði. Því reyni ég núna að taka mér góðan tíma áður en ég hef fast álit á manneskju. .....
http://tru.is/pistlar/2011/06/%C3%BEekkir-%C3%BEu-nagranna-%C3%BEinn/
14.6.2011 | 13:37
"Við" viljum læra af mistökum
Við vorum vanbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2011 | 11:08
Ætti líf mitt ekki að vera öðruvísi?
16.5.2011 | 14:57
Prjónasöfnun til Japans tókst vel - kærar þakkir fyrir stuðning ykkar!
Að lokinni söfnun hlífðarfatnaðar handaJapönum á hamfarasvæðunum í Japan sem stóð í rúmlegan mánuð, langar okkurtil að þakka landsmönnum hvarvetna á landinu sem hafa tekið þátt í aðprjóna, hekla og sauma og að finna hlý föt handa þeim, og Póstinum sem hefursent þennan hlífðarfatnað á eigin kostnað til Japan.
Satt best að segja þá óraði okkur ekkifyrir því, þegar við byrjuðum að safna, að söfnunin myndi fylla 140kassa og að fjöldi hlífðarfatnaðarins yrði 5.958 hlutir. Þessir hlutirmunu ekki aðeins verma Japani heldur einnig hjörtu þeirra því hverriflík fylgir hlýhugur. Það er ómetnalegt fyrir þá að finna hlýhug fráfólkinu á Íslandi sem er fjarlægt en finnur nálægð í huga og hjarta.
Eitthvað af fatnaði þeim sem ekki verðursendur til Japan af einhverjum ástæðum mun verða afhentur Hjálparstofnunkirkjunnar til úthlutunar.
Skv. skýrslu dagsettri 14. maí er talahinna látnu vegna hamfaranna orðin 15.037, og er enn 9.487 manns saknað.Enn búa 11.6591 manns í neyðarskýlum.
Við viljum einnig þakka landsmönnumfyrir allan stuðninginn, samúðarfullar kveðjur, hjartahlýjan hug og bænirsem hefur verið sýndur okkur Japönum sem búum hér á landi og samlöndumokkar í Japan.
Með þakklæti okkar af hjarta,
F.h.söfnunar hlífðarfatnaðar handa Japönum Hjálpum Japan"
Yayoi Shimomura Halldórsson

Yoko Arai Þórðarson
Miyako Þórðarson