Færsluflokkur: Bloggar

Hiroshima, Nagasaki og notkun kjarnorku

Á morgunn 9. ágúst verður 67. minningardagur um hinn sorglega atburð í Nagasaki, sem var sprenging kjarnorkusprengju árið 1945. Þremur dögum fyrr en þetta, 6. ágúst, hafði fyrstu kjarnorkusprengju kastað verið yfir Hiroshima.
Í Japan eru ýmisar minningarathafnir verið haldnar að sjálfsögðu, en árleg kertafleyting hér á Íslandi verður haldin annað kvöld og þetta verður í 28. skipta síðan árið 1985.

Sem japanskur íbúi á Íslandi er ég mjög þakkalátur fyrir að Íslendingar gleyma ekki því að hugsa til fórnalamba kjarnorkusprengjanna í langt í burtu og einnig gera 6. ágúst og 9. sérstaka daga til að rifja upp mikilvægi friðar í heiminum.   

Einnig verður sýning haldin með frásögn ,,Kjarnorkuárasír á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra. Ljósmyndir, fræaðsluefni, munir". Sýningin er á vegum Nagasaki Natinal Peace Memorial Hall for Atminc Bomb og hefst á morgun. 
Nánara um sýninguna er hér : www.Hirosimanagasaki.is 

* ATH:  Í dag miðvikudaginn 8. ágúst kl. 17.15  verður opinn fyrirlestur haldinn í Háskóla Íslands, Odda 101. Í fyrirlestrinum, sem er öllum opinn, en ungu fólki er sérstaklega boðið, mun hr. Inosuke Hayasaki, sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki skýra frá sárri reynslu sinni.

Annars skorðu japönsku stjórnvöldin á örygga notkun kjarnorku fyrir líf fólks síðastu áratuga, sem hafði verið aðskilin frá kjarnorkuvopni eða notkun kjarnorku í stríði. Og raunar samþykktu Japanir því. Þannig hafði Japan eignast 54 kjarnorkuver áður en árið 2011.

En eins og við vitum vel að hættuástand kjarnorkuvera stafaði af jarðskjálftanum í fyrra og hættuástandið ógnaði Japana mjög mikið. Geislaleki og mengun er ósýnileg ótti. Fólk upplifaði það. Viðhorf Japana við kjarnorkunotkun breytist algert.

Vegna þessara aðstæðna slökktu öll kjarnorkuver í Japan einu sinni. Stór umræða hefur verið haldin varðandi notkun kjarnorkuvera og hún er haldin enn núna.
Engu að síður ákváðu stjórnvöldin að kveikja kjarnorkuver í Fukui-héraðs.

Almenningi finnst stjórnvöldin vera ekki búin að sýna fram nægilega sönnun um öryggi kjarnorkuveranna, og stór mótmæli eiga sér stað þessa daga. Hundruð þúsund mótmælendur mætast reglulega í kringum alþingishús í Tokyo. Þeir skora á að hætta að nota alla kjarnorkuverin í Japan.

Sem sé byrja Japanir að horfa á notkun kjarnorku á öðruvísi hátt en áður. Áður voru Hiroshima og Nagasaki tákn kjarnorukuvopns og harmsögu stríðs. En núna sýnist mér að Japanskt fólk spyrji um notkun kjarnorku sjálfa jafnvel í tilefni af minningardögum Hiroshima og Nagasaki. Hvort sem vopn og stríð er að ræða eða ekki, er kjarnorkan hættuleg sjálf: hugsa margir Japanir núna.

Þegar ég var ungur, heyrði ég stöðugt slagorð eins og "heimurinn án kjarnorkuvopna". En slagorð er orðið núna eins og "heimurinn án kjarnorkuvera". Þetta heyrðist oft í fréttum frá Hiroshima um daginn 6. ágúst.
Aðskilnaðarstefna Japans um kjarnorkunotkun og kjarnorkuvopn viðist vera komin til tímamóts. 


Kjósum fulltrúa innflytjenda!

Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir" innflytjenda í borginni.

Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni.

Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar.

Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar.

Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. 

Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi" í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp.

Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna.

Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar.

-Fyrst birt í Fréttablaði 3. ágúst 2012-

 


Muldur gamals innflytjanda

Í vor eru 20 ár liðin frá því að ég flutti hingað til Íslands. Það virðist fara eftir manni sjálfum hvort maður geti aðlagast nýju landi fljótt eða það taki langan tíma. Ég veit ekki sjálfur hversu vel ég er búinn að aðlagast að íslensku lífi. T.d. á ég ekki í svo alvarlegum erfiðleikum með að skrifa íslensku eða lesa, þvert á móti, en ég er ennþá mjög lélegur í að tala á íslensku. Satt að segja á ég ekki lengur von á því að tala prýðilega íslensku frjálslega.

Það er oft bent á, þegar rætt er um líf innflytjenda á Íslandi, að innflytjendur móti lítinn heim með samlöndum sínum og blandist ekki með Íslendingum. Að þessu leyti held ég að það hafi gengið vel hjá mér. Frá um árinu 2000, eftir að ég hafði náð tökum á tungumálinu, hafði ég orðið meiri samskipti við Íslendinga en samlanda mína. Mig langaði að ganga í „íslenska samfélagið". Ég hafði gott samstarfsfólk t.d. í Alþjóðahúsi og á Mannréttindaskrifstofu Íslands, og um leið var það góðir vinir einnig í einkalífi mínu.

Engu að síður er ég búinn að uppgötva nýlega að ég eyði mikið meiri tíma með Japönum en Íslendingum núna, ef marka má frítíma minn. Íslenskir vinir voru horfnir á meðan ég var óvitandi um það og skyndilega sit ég í miðju „Little Tokyo"! Að sjálfsögðu er þar ákveðin ástæða á baki, eins og jarðskjálftinn í fyrra í Japan og ýmis starfsemi vegna hans, fyrir hvers vegna ég hef verið mikið með Japönum þessa daga.

En það er ekki allt. Sannleikurinn er sá að mér finnst þægilegt að vera með öðrum Japönum. Auðvitað er þar ekket tungumálsvesen og við eigum sameiginlegan grunn sem samlandar. Auk þessa meta Japanir aldursmun mikið og yngra fólk sýnir virðingu fyrir sér eldri. Flestir Japanir hérlendis eru talsvert yngri en ég og ég er nátturlega eins konar „Gamli góði" með lengri reynslu og meiri þekkingu en aðrir Japanir. Jú, manni liður vel í slíkum aðstæðum.

Menn segja að freistni djöfuls sé sætt. En gildra lífsins hlýtur að vera skreytt með þægindum. „やばい! Yabai!" (Hættulegt!) Ég á ekki að sitja í slíkum þægindum lengi. Geri ég það, verð ég búinn. Líklega gildir þetta um ykkur líka sem eruð ekki innflytjendur. Þegar við vorum ung völdum við harðari leið til að fara fremur en auðveldari, af því að við vissum að við næðum ekki til drauma okkar ef við myndum kjósa auðveldari leið. En hvað um þegar við erum búin að fá lítinn bita draumsins og smakka nokkur þægindi? Ómeðvitað gætum við byrjað að kjósa auðveldari leið. En þá dveljum við líklegast á sama stað og förum ekki áfram lengur.

Fyrir 20 árum flutti ég til Íslands til að lifa lífi mínu að fullu hér, en ekki til að fela mig í litlu Japan á Íslandi. Nú er tími kominn fyrir mig að kveðja „Little Tokyo" og reyna að fara aftur í íslenska samfélagið. Að sjálfsögðu ætla ég ekki að forðast samlanda mína. Þeir eiga jú að vera mikilvægur hluti af „íslenska lífi" mínu.

Mér finnst aðlögun ekki vera auðvelt verkefni. Og raunar varðar aðlögun ekki einungis fyrirhöfn mína, heldur líka móttöku Íslendinga í kringum mig. Kæru Íslendingar, viljið þið vera svo væn að verða að vínum mínum?

  


"Skáld"?

536009_4011459127761_1319739595_33716435_2087187694_n


                        Hvítur geisli breytir
                        vordegi í sumar
                        yfir gróandi jörð

                        og brjóst mitt bíður
                        þess andartaks
                        þegar vænting verður að trú



                                     -"Andartakið"; TT apríl 2012 
                                       Myndin er eftir matthew_hull @morguefiel.com-


Síðan ég var unglingur hefur mig dreymt alltaf að ég verð að ljóðaskáldi.
Ég ber sérstaka virðingu fyrir heiti "skáld". Þetta er alveg persónuleg skilgreining, en skáld tjáir um allt í heiminum, líf, ást, hatur eða jafnvel um politík með ljóðgerðum.

Og skáld er oftast langt í burtu frá samfélagslegu valdi! Þess vegna hef ég ímynd um skáld sem er sameiginleg við ímynd um munk.

Mér finnst gaman að yrkja á íslensku og margir íslenskir vinir mínir hjálpa mér í því. Þúsund þakkir!
En það sem ég get tjáð í ljóðum mínum er mjög takmarkað. Um eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt, mun ég fjalla um í prédikun minni ef það mál er trúmál, eða ég mun skrifa grein til dagblaðs ef það er samfélagslegt mál.

Þannig er ég ekki inni í eigin skilgreiningu minni um skáld, og ég er ekki skáld enn. Ég segi "enn", þar sem ég held í von á því að ég verði skáld einhvern tíma í lífi mínu. Kannski ekki.... en samt gott er að vera með von alltaf!  

Til þess að forðast misskilning, nota ég þessa skilgreiningu aðeins um mig sjálfan, en ég met ekki skáld í bænum með henni og segi eins og "Hann er skáld, hún á ekki skilið heiti skálds....".  (^_-)☆ 

 


Gleðilegt sumar!

cohdra @morguefile.com
 


Snemma sumars berast snjókorn í vindinum
Hvítpúðruð Esja gnæfir yfir höfnina
,,Sumarið!" Dúðað fólk brosir við mér
Smám saman dofnar yfir vetrinum í Lækjargötu

Snemma sumars stingur kuldinn hörund mitt
Fuglar dansa á torfunni og ylja sér
við hliðina á þöglu blómabrumi
Daginn lengir rólega í nepju á Austurvelli

Svo rennir sólin niður björtu skini sínu
og þekur bæinn með óskorinni ljóshimnu
Sál mín seilist eftir sólinni
og flýgur upp í loft eins og arnarengill

Snemma sumars á Íslandi
Dagur himnaljóss


- "Snemma sumars" TT;
Myndin er eftir cohdra @morguefile.com
-

 


Eina "Almáttuga"ráðuneytið?

Það virðist að ráðuneytum fækkar enn. Kannski þurfum við bara eina "almáttuga"ráðuneytið.
Þá eiga stjórnmálaflokkar að sameinast líka í eina Hinn Íslenskaflokka? 
Einu sinni gerðist slíkt í Japan í kringum heimsstyrjördin síðari.... Hættuleg leið, finnst mér.
Yfirvald má ekki sameinast of mikið.

Ég er í VG, en ég styð ekki þessa "sameinuð" eða "einræðu" stefnu.


mbl.is Fór hörðum orðum um tillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLENSKUR EN EKKI ÍSLENDINGUR...?

ÞJÓÐERNI; franskt. Einkenni; Lítur ekki út fyrir að vera Frakki." Þetta var spaug konu af afrískum uppruna, þegar frönsk stjórnvöld reyndu að breyta lögum um eftirlit útlendinga í strangari átt árið 1993. Þessi orð lýsa vel fjarlægðinni sem er á milli þess að vera íbúi samfélags og að vera virkur meðlimur þess samfélags. 

Eins og sést í innflytjendamálum sérhverrar þjóðar Vestur-Evrópu, þá er langur vegur á milli þess að setja lög sem tryggja réttindi innflytjenda og hins að gera þeim raunverulega kleift að taka jafnmikinn þátt í samfélaginu og aðrir borgarar. Það er enn til veggur sem aðskilur "útlendinga" frá "venjulegum íbúum". Þessi veggur getur verið menningarlegur, tilfinningalegur eða þjóðernislegur. "Ég er ekki útilokaður, en ekki heldur talinn með." Slík reynsla er afar algeng hjá innflytjendum sem eiga heima á Íslandi. Hvað er hægt að gera til þess að brúa þetta bil? Hvað er raunsætt og hvað er hægt að gera beggja megin borðs, svo að Íslendingar og innflytjendur geti nálgast hvor aðra? Mig langar dálítið til að hugleiða þetta mál með því að skoða menningarlega hlið innflytjendamála. 

Þróun þjóðar fram yfir etníska þjóð 

Í upphafi langar mig til að lýsa stuttlega skoðun minni á íslenskri þjóð. Þjóð er nú talin eins konar grunneining í heiminum, en í raun er hún mjög flókið og umdeilt hugtak. Það eru margar þjóðir til í heiminum, fæðast stöðugt að nýju eða liðast í sundur. Einnig eru margs konar þjóðir til. Þjóð eins og Kína, sem býr yfir 55 mismunandi þjóðarbrotum, eða Pólland, sem stendur í miðri Evrópu, er ekki sambærileg við þjóð eins og Ísland, sem er þjóðarbrotlega einsleit og landfræðilega aðskilin frá öðrum löndum. 

Hver þjóð á sín séreinkenni. Þessi einkenni móta sjálfsmynd þjóðarinnar, og öfugt. Hver eru séreinkenni Íslands sem sjálfstæðrar þjóðar? Smæð er vissulega eitt þeirra, en hér langar mig frekar til að taka fram að Ísland hefur hingað til verið einsleit þjóð. Ísland er nefnilega mjög etnísk þjóð. 

Það sem telst til einkenna etnísks hóps (þjóðarbrots) eru yfirleitt þættir eins og goðsögn um forfeður sína, sameiginleg saga, tungumál, trúarbrögð eða jafnvel matarsiðvenjur. Venjulega á ferli þróunar frá etnísku ríki til stærri þjóðar hverfa sum þessara einkenna eða sameinast við önnur. Þegar fleiri en eitt þjóðarbrot eru til í einni þjóð, styrkjast oft borgaraleg einkenni þjóðarinnar, einkenni sem tryggja réttindi allra íbúa landsins. Einnig verður sameiginleg sjálfsvitund um að að byggja land saman til að halda í einingu þjóðarinnar mikilvægari. Þessi vitund eða tilfinning er nátengd sögu þjóðarinnar. Það sem telst til einkenna íslenskrar þjóðar er t.d. goðsögn um að Íslendingar séu harðgerðir afkomendur víkinga, dýrkun á íslensku tungumáli, trú á hreinleika íslenskrar náttúru eða meðvitund um að tilheyra þjóðkirkju. Þessi einkenni sýna okkur að á Íslandi ríkir aðallega etnísk sjálfsmynd, þar sem tungumál, skáldleg dýrkun á náttúru landsins og trú eru einmitt einkenni etnískra þjóðarbrota. Ef ég má taka eitt lítið dæmi úr daglegu lífi okkar, dæmi um þá einsleitni sem gert er ráð fyrir í þjóðfélaginu, bendi ég á auglýsinguna "Íslendingar borða SS pylsur". Þess konar fullyrðing, "Íslendingar gera þetta eða hitt" heyrist oft í þjóðfélaginu og gefur okkur afar sterklegan etnískan tón. Múslímar á Íslandi borða ekki pylsur vegna þess að þeim er bannað að borða svínakjöt í trúarlegum reglum sínum. (Ég ræði hér ekki hvort SS pylsur séu góðar eða ekki!) 

Hins vegar finnur maður tiltölulega sjaldan fyrir borgaralegum einkennum eins og t.d. tilvísun í stjórnarskrá í daglegu lífi fólks eða umburðarlyndi við framandi lífshætti. Notkun erlendrar tungu í þjóðfélaginu fær frekar neikvæð viðbrögð. Á Íslandi sýnist mér að etnísk sjálfsmynd sé líka beinlínis þjóðarsjálfsmynd. Þjóðarsjálfsmynd sem tengd er við borgaralegar hugmyndir hefur enn ekki þróast nóg. Þess vegna er höfuðeinkenni íslenskrar þjóðernisvitundar sprottin af aðeins tveimum þáttum, þ.e. "annaðhvort ertu íslenskur eða útlenskur". Slík þjóðernisvitund styrkir viðhorf Íslendinga til að krefjast einhliða aðlögunar innflytjenda að íslenskum gildum. Á Íslandi virðist því skorta sjálfsmynd borgaralegs þjóðfélags og það er nauðsynlegt að þróa hana ef við horfum á staðreyndir um aukinn fjölda íbúa af erlendum uppruna á Íslandi. Þjóðin er nefnilega að þróast í áttina að því að verða fjölmenningarleg þjóð. Samt er enn ekki gert ráð fyrir "ó-íslenskum" íbúum. 

 Íslenska sem annað mál 

Þegar ég fyrst birti þessa skoðun mína á íslenskri þjóð á málþingi ReykjavíkurAkademíunnar í júní sl. fékk ég strax andsvar eins og að "á Íslandi ríkir jú borgaraleg sjálfsmynd líka eins og í Bandaríkjunum, sjáðu t.d. félagsþjónustukerfið!" Ég viðurkenni það. Lög á Íslandi miðast við að þau gilda jafnt fyrir alla. Það er mjög gott mál. En lítum aftur til smásögunnar frá Frakklandi sem ég kynnti í byrjun. Nú skulum við breyta orðum svolítið. "Þjóðerni: íslenskt. Einkenni: Lítur ekki út fyrir að vera Íslendingur." Gilda þessi orð líka á Íslandi? Orð þessi snúast ekki aðeins um lagamál eða réttindamál innflytjenda, heldur lýsa þau því hvernig innflytjendum líður í viðkomandi þjóðfélagi. M.ö.o. þessi orð spyrja hvort innflytjandi þyki jafn félagi í samfélagi eða ekki. 

Til þess að íhuga þetta atriði verðum við að velta mannlegu og menningarlegu atriði fyrir okkur. Í því sambandi munu allir samþykkja nauðsyn þess að íhuga íslenska tungu. Tungumál er ekki aðeins grunnur fyrir samskipti manna, heldur er það einnig notað í þeim tilgangi að að skilja sig frá öðrum og halda í einingu etnísks hóps. Etnískur hópur gefur sem sagt tungumáli sínu hlutverk og merkingu í sínu etníska umhverfi. Þetta er mikilvægt atriði til íhugunar á Íslandi. Íslendingar eru búnir að fela tungumáli sínu stórt hlutverk sem tákn þjóðernisvitundar sinnar. Það er ekki erfitt að sjá að svona vitund Íslendinga á tungumál sín gerir það erfiðara fyrir innflytjendur að fá viðurkenningu á íslenskukunnáttu sinni. Hin hefðbundna túlkun Íslendinga á menningarlegri þýðingu íslenskrar tungu leiðir óhjákvæmilega til árekstra á milli þjóðernishyggju Íslendinga og þróun þjóðarinnar að fjölmenningarsamfélagi. 

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur gerir grein fyrir þessu atriði mjög vel og ítarlega í sínum verkum. Það er algeng hugmynd, sérstaklega á meðal hámenntaðs fólks, að leggja áherslu á íslensku sem kjarna menningar sinnar. Í því samhengi er íslenska tungumálið ekki aðeins tæki til að halda samskiptum á milli manna, heldur er það gert að sál, sögu og menningu Íslendinga. Sumir segja að það að læra íslensku sé að læra sögu, bókmenntir og anda Íslendinga. Ég hef ekkert á móti þessari hugmynd og get verið frekar sammála henni svo framarlega sem við tölum um íslenskunám á sérfræðisviði, eins og bókamenntafræði eða sagnfræði. Hins vegar er ég algjörlega ósammála því að nota þessa hugmynd gegn hverjum einasta útlenska manni sem lærir íslensku til þess að búa hérlendis. 

Í borgaralegu samfélagi getur innflytjandinn nýtt sér íslenskuna sem tæki til samskipta, en í etnísku samfélagi er "ófullkomin" íslenskukunnátta hans notað sem tæki útilokunar, tæki sem kemur í veg fyrir uppbyggjandi samskipti við "innfædda".

Hér liggja ákveðin grundvallarmörk á milli borgaralegs og etnísks samfélags. 

Í þessu samhengi nota ég tiltölulega nýtt hugtak, þ.e. "íslenska sem annað mál". Þetta orðalag sést stundum hér og þar og er þá aðallega átt við íslensku sem kennd er börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku. En ég vil frekar skilja þetta nýja hugtak í samhengi við ofangreinda "borgaralega sjálfsmynd þjóðarinnar". Ég segi einfaldlega; "íslenska sem annað mál" er íslenska sem útlendingar tala. "Íslenska sem annað mál" er tæki til þess að njóta samskipta við íslenskumælendur. Málfræðilega mun slík íslenska líklega vera ófullkomin og skáldlega mun hún ekki koma til greina. Menningarlega mun hana skorta innsýn og skírskotun til sögu og menningarlífs Íslendinga. "Íslenska sem annað mál" er nefnilega léleg íslenska ef hún er metin á hefðbundinn hátt. Hvað finnst ykkur um slíka íslensku?

Mig langar til að rökstyðja þrjú atriði til stuðnings hugmyndinni um "íslensku sem annað mál". 

Í fyrsta lagi spyr ég einnar spurningar varðandi tungumálakunnáttu og önnur menningaratriði sem eru tengd við tunguna. Mér skilst að flestir Íslendingar tali ensku. Hve margir þeirra eru þá búnir að lesa ljóð eftir Chaucer, Shakespeare eða Whitman og þar með skilja "sál" Breta eða Bandaríkjamanna? Þegar við notum ensku er okkur sama hvort við séum með slíka þekkingu eða ekki. Af hverju? Af því að við erum vön því að nota ensku sem "annað mál". Það að við notum ensku eingöngu sem slíkt samskiptatæki dregur á engan hátt úr gildi enskra bókmennta eða þýðingu þeirra fyrir enska þjóðarvitund. Ástæða þess að fólk tengir strax íslenskt tungumál við menningu Íslendinga er aðallega sú að Íslendingar eru ekki vanir því að hugsa um íslensku sem "annað mál". Fyrir Íslendinga er íslenska ekkert annað en móðurmál. Fólk þekkir ekki notkun íslensku sem annars máls. Þetta þarf að breytast. 

Í öðru lagi vil ég benda á að jafnvel þótt "íslenska sem annað mál" sé léleg íslenska í samanburði við íslensku sem innfætt fólk talar, þá þarf hún ekki að vera slæm. "Íslenska sem annað mál" er ákveðinn farvegur þar sem mismunandi menningarstraumar mætast og færast hingað til landsins. Með innflytjendum myndast möguleiki á því að kynnast jákvæðum hluta ólíkrar menningar sem auðgar íslenskt þjóðfélag. 

Í þriðja lagi er "íslenska sem annað mál" raunverulegt merki um þróun borgaralegrar sjálfsmyndar Íslands. Ef þjóðfélagið viðurkennir framlag og merkingu "íslensku sem annars máls" þá fáum við innflytjendur að njóta okkar eigin íslensku. Ég er ekki að hvetja til þess að tala lélega íslensku, en ég hvet til þess að tala frekar en að þegja. Innflytjendur langar til að tala betri íslensku, en það sem við getum tileinkað okkur er takmarkað. Jafnframt finnst mér mun mikilvægara að hver og einn innflytjandi, sem getur bjargað sér á íslensku, styrki þekkingu sína á eigin sérsviði t.d. í atvinnulífinu til að geta lagt ríkari skerf til samfélagsins, fremur en að lesa Njálssögu til að bæta þekkingu sína á íslenskri menningu.Tillaga mín er að við reynum að þróa hugtak um "íslensku sem annað mál" á jákvæðan hátt og telja þetta nýja fyrirbæri til hluta menningar þjóðarinnar. Raunmynd þessa gæti t.d. verið að útlenskir menn sem tala íslensku hafi umsjón með útvarps- og sjónvarpsþáttum eða að það sé hluti kennsluáætlunar að hlusta á þá. En fyrst og fremst er nauðsynlegt að ákveðin hugmyndarfræðileg breyting eigi sér stað hjá Íslendingum. Ég held að ef "íslenska sem annað mál" fær almenna viðurkenningu á Íslandi, þá muni lífskjör innflytjenda bætast mikið og þeim reynast auðveldara að verða virkir félagar þjóðfélagsins.

Virkari þátttaka innflytjenda í þjóðfélaginu

Hugtakið "íslenska sem annað mál" er hluti af þróun borgaralegrar þjóðarsjálfsmyndar. Það viðurkennir að íslensk tunga verði að vera tungumál og tæki til samskipta, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur líka "ó-íslenska" íbúa Íslands. Þessi þróun sýnir okkur að hefðbundin þjóðarmynd, sem er jafnan: Ísland = Íslendingar = íslenska sem móðurmál, breytist í náinni framtið. Ný þjóðarmynd verður: Ísland = Íslendingar bæði innfæddir og af erlendum uppruna = íslenska sem móðurmál og annað mál. Þessi breyting þjóðarmyndar takmarkar sig ekki við tungumálið, heldur mun breiðast til menningarsvæðisins alls. Þessi breyting er nefnilega þróun til þroskaðrar þjóðar fram yfir etníska þjóð.

Ég vil forðast það að valda misskilningi. Ég segi ekki að Íslendingar þurfi að afsala sér menningu sinni. Ég segi ekki að menningarvernd Íslands sé röng. Þvert á móti finnst mér mjög mikilvægt að halda áfram viðleitni menningarverndar. En þjóðin getur um leið viðurkennt tilvist öðruvísi menningarheima hérlendis og þar með stækkað sjálfsmynd sína. Menningarvernd Íslendinga á að standa á gagnkvæmri virðingu fyrir mismunandi menningarheimum. Annars mun íslensk menning sjálf skaðast í framtíðinni. Ef skortur er á gagnkvæmri virðingu til annarra þýðir það að sú menning eigi ekki skilið virðingu fyrir sjálfri sér. Nú langar mig til að skjóta að öðrum atriðum.

Hvað eigum við að gera á þessu þróunarferli þjóðarinnar? Hvað getum við gert til þess að bæta aðstæður innflytjenda í þjóðfélaginu, t.d. til að berjast við kynþáttafordóma eða mismunun eftir þjóðerni? Að mínu mati er mikilvægasta málið að móta nýja þjóðarvitund sem nær til bæði innfæddra Íslendinga og innflytjenda. Eins og ofangreint sýnir hefur Ísland verið hingað til mjög einsleit þjóð. Á Íslandi er engin hætta á því að breyting eða vanþroski þjóðarvitundar valdi stríði milli mismunandi etnískra hópa eins og hefur gerst í fyrrverandi Sovétríkjunum eða Júgóslavíu.

Þvert á móti getur vanþroski þjóðarvitundar valdið aukningu duldra fordóma, ofbeldi gagnvart íbúum sem eru með öðruvísi útlít en hefðbundin mynd Íslendinga og áhætta sjálfsmyndar fyrir næstu kynslóð innflytjenda. Áhætta sjálfsmyndar innflytjendabarna sést t.d. í Þýskalandi eða Bretlandi. Börn innflytjenda hafna því að tilheyra frum-etnískum hópum sínum og segjast vera bara venjulegir Þjóðverjar eða Bretar. Engu að síður telja "frum-íbúar" þar, þó ekki allir, þau ekki til meðlima sinna. Þannig tapa innflytjendabörn föðurlöndum sínum og síðan sjálfsmyndum. Þau spyrja; "Hverjir erum við? Er þetta ekki okkar land?" Mér finnst að slík vandamál geti gerst á Íslandi í alvöru eða þau gerast nú þegar.

Þess vegna verður þjóðarvitund að þróast saman með þróun þjóðarinnar. Til að svo megi verða eru a.m.k. tvö atriði talin mikilvæg.

Í fyrsta lagi eigum við innflytjendur að taka virkan þátt í þjóðfélaginu með því að tjá skoðun okkar. Stjórnvöld bæði ríkis og sveitafélaga eiga að hvetja til slíks. Innflytjendur eru líka félagar þjóðfélagsins. Nú þegar eru innflytjendur að styðja efnahag þjóðarinnar og halda honum uppi sérstaklega á landsbyggðarsvæðum. Slíkt framlag á að sjást á fleiri sviðum en bara efnahagssviðinu. Sérstaklega finnst mér nauðsynlegt að innflytjendur taki frá byrjun þátt í stefnumótun ríkis og sveitafélaga. Innflytjendur eru ekki aðeins þiggjendur þjónustu. Þeir geta lagt sitt af mörkum með því að sýna fram á öðruvísi sjónarmið og hugsjón til þjóðfélagsins. Það er stór kostur fyrir þjóðfélagið að fá mismunandi hugmyndir sem innflytjendur bera með sér til landsins.

Í öðru lagi verðum við að forðast að móta stétt á milli innfæddra Íslendinga og innflytjenda. Mér finnst gott að á Íslandi eru innflytjendur ekki búnir að móta sérhverfi til að búsetu. Það er ekki til "Múslímastræti" eða "Kínverjargata" eins og oft sést í öðrum löndum. Þessi staðreynd hlýtur að nýtast vel fyrir forvarnarstefnu um fordóma. Ef fólk mótar séríbúahverfi fyrir sig, mun reynast erfiðara að hvetja til fjölmenningarlegra samskipta í samfélaginu. Hins vegar getur fólk af erlendum uppruna verið einangrað ef það á ekki sitt eigið hverfi. En þessi einangrun á að leysast með því að auka samskipti við Íslendinga, ekki með því að móta sérhverfi fyrir sig. Bæði innfæddir Íslendingar og fólk af erlendum uppruna eru að búa saman og byggja land saman.

Við innflytjendur verðum hins vegar einnig að passa okkur á að búa ekki til eins konar stéttir á meðal innflytjenda, hvorki á milli þeirra sem tala góða íslensku og þeirra sem ekki tala, né á milli þeirra sem hafa búið hér lengi og þeirra sem eru nýkomnir. Fordómar og mismunun eru ekki aðeins til í meirihluta, heldur líka í minnihlutahópum.

Lokaorð

Innflytjendamál eru samfélagsfræðileg mál og mannleg mál. Þau varða tvær sjálfsmyndir, sjálfsmynd þjóðar sem tekur á móti innflytjendum og sjálfsmynd hvers einstaks innflytjanda. Fyrir þjóðina snertir málið þjóðernisvitund og fyrir innflytjandann snertir það spurninguna; "hver er ég og hverju tilheyri ég?". Þetta er spurning sem öll trúarbrögð, þ.á m. kristni, reyna að svara og flestar etnískar goðsagnir reyna að útskýra. Með þessari spurningu þróaðist mannkynið hingað til, og svo er líka á Íslandi. Þetta er stóra spurningin um hvar við leggjum undirstöðu tilveru okkar.

EFTIR TOSHIKI TOMA Höfundur er stjórnmálafræðingur og prestur innflytjenda.


20 ár á Íslandi! - með þökkum-

razvandm 
Kæru vinir. 

Ég á núna 20ára afmæli mitt sem japanskur innflytjandi á Íslandi. Sem sé, kom ég til landsins í dag fyrir 20 árum (nákvæmlega sagt, hélt ég það var orðið 3. apríl, miðnótt, þegar ég lenti). 
Af einhverri ástæðu þykir mér þetta sé þýðingarmeira fyrir mig sjálfan, jafnvel en 50ára afmæli mitt. 

Ég segi ekki að dagarnir hafa verið alltaf gamn og skemmtilegir (eins og í lífi sérhverrar manneskju), en samt hef ég aldrei séð eftir þeirri ákvörðun minni að flytjast hingað. 

Þakka ykkur ölllum fyrir dagleg samskipti, góðan stuðning og vináttu. 
Guð blessi Ísland, ykkur, .... og mig!! ♡♡♡ 

(Myndin er eftir razvandm @morgurfile.com)

***********
"Ætti líf mitt ekki að vera öðruvísi?"

Ég skoða reglulega fréttir þessa dagana frá japanskri kirkju, sem er móðurkirkjan mín, til þess að fræðast um starf hennar á hamfarasvæðunum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar. Það eru margir sjálfboðaliðar úr kirkjunni sem taka þátt í hjálparstarfinu þar og uppbyggingu og þarna sé ég fólk sem ég var með í prestaskóla.

Þegar ég uppgötvaði það, þá fór ég að hugsa með mér hvernig líf mitt myndi hafa verið ef ég hefði verið í Japan og þjónað í japönsku kirkjunni. Þá væri ég ef til vill einn þeirra sem nú eru á hamfarasvæðinu núna og helga sig hjálpastarfinu? Ég veit ekki. Hvernig myndi það líf mitt hafa orðið ef ég hefði ekki kynnst íslenskri konu og Ísland því ekki komið inn í líf mitt? Ég veit ekki.

Það sem ég veit er að ég giftist íslenskri konu og skömmu eftir að ég hafði hafið prestþjónustu í Japan, flutti ég til Íslands til þess að njóta fjölskyldulífs. Því miður skildum við hjónin fyrir um tíu árum og meginósk mín um farsælt fjölskyldulíf rættist því ekki. Í lífi mínu hérlendis hef ég farið í gegnum góða tíma og slæma, skemmtilega og erfiða. En aðeins nokkrum sinnum hefur mér dottið í hug þessi pæling: „Ef ég hefði farið aðra leið í lífi mínu, hvernig myndi allt hafa verið?"

Niðurstaða slíkra pælinga er alltaf sú sama.„Þótt Guð myndi gefa mér kost á að velja mér aðra leið í lífinu en ég farið, út frá ákveðnu tímbili, myndi ég kjósa þá sem ég hef farið og hef í rauninni alltaf gert."

Aðalástæðan er sú að ég get ekki hugsað mér mitt líf án barnanna minna tveggja sem ég hef verið svo lánsamur að eignast. Þau eru„Hið góða"sem gerðist í mínu lífi. Þannig að, jafnvel þótt mér byðist einhver eftirsóknarverð leiðrétting á lífsferli mínum - ef slíkt væri hægt-, þá myndi ég afþakka það, nema það hefði engin áhrif á börnin mín.

Margir hafa upplifað mjög slæma reynslu í sínu lífi eða gert slæm mistök. Um þá þurfum við ef til vill að ræða sérstaklega. En fyrir utan að slíkt tilfelli er að ræða, hljóta flest okkar stundum að íhuga það sem ég ræddi hér að ofan, sem sagt:„Hvernig myndi líf mitt hafa orðið ef ég hefði kosið aðra leið á þessum eða þessum tíma?" Það þýðir ekki endilega að maður sé ósáttur við fortíð sína. Það getur verið jafnvel til gamans að ímynda sér slíkt og m.a.s. hjálpað til að staðfesta jákvæða hluti í lífi sínu.

Það er eðli okkar mannanna, að því er mér virðist, að við kvörtum oft yfir hversdagslífi okkar og krefjumst meira í stað þess að gleðjast yfir lífinu og þakka fyrir það. Og með tímanum förum við fram hjá náð Guðs í hversdagslífinu, vanþökkum hana ómeðvitað og veltum fyrir okkur:„ Ætti líf mitt ekki að vera öðruvísi?"

Þá prófum við að fara aftur til fortíðar og gera upp líf okkar einu sinni enn! Förum yfir eigin kosti og galla. Förum yfir tímamót í lífi okkar og hugsum um hvers konar ákvörðun við myndum hafa tekið og afleiðingar hennar. Svona gerum við upp lífið, alltaf öðru hvoru.

Er árangurinn betri í ímyndum okkar á hinu nýja lífi? Í mínu tilfelli var svarið„nei". En hvað um þig ?!

-Toshiki; birt á Trú.is sumar 2011-

 


謹賀新年 - Gleðilegt nýtt ár!

 
Dantada @morguefile 
  
明けましておめでとうございます。

Gleðilegt nýtt ár, kæra fólk á Íslandi.
Og takk fyrir gamla,
takk fyrir alla góðu vilja ykkar og hjörtu úr gull
fyrir samtsöðu við Japan eftir hamfarirnar.

Nýja árið sé jafnt hlýtt í brjósti okkar og í síaðsta,
í tíma og ótíma.

-Myndin er eftir Dantada @morguefile.com-

 


Dagur íslenskrar tungu: Til hamingju!

Til hamingju með daginn, dag íslesnkrar tungu! 

Þar sem ég hef talað mikið um íslenskt tungumál fyrir innflytjendur, hef ég fengið oft "óviðeigandi" eða "afbakaða" gagnrýni eins og ég líti niður á íslenskuna eða ég fullyrði að enska skuli taka yfir íslenskuna.
Slíkt er alls ekki satt og mér hefur aldrei duttið slíkt í huga. 

Eitt af atriðum sem ég vil halda áfram að segja samt er það: "Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri". Jafnvel þótt íslenskukunátta innflytjanda nokkurs sé ekki jafn góð og innfæddur Íslendingur þýðir það alls ekki að viðkomandi innflytjenadi á minna virði.
Áhersla á mikilvægi íslenska tunfumálsins má ekki stíga yfir þessa einföldu staðreynd.

Annars finnst mér alltaf gaman að deila einhverju með öðrum á íslensku, en sérstaklega eru íslensk ljóð heillandi! 
  

Þessi farlama orð 
eru fjötruð við tungu mína, sálu
og spor mín á jörðu

Þessi fjörugu orð 
opna mér heim þúsund skálda
og laða mig að paradís 


Orð mín, farlama og fjörug,
eru himnagjöf


-"Orð" TT; júní 2004-    

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband