Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.8.2012 | 18:20
,,Kallaðu mig PABBI..."
Nú þykir mér mjög þægilegt af því að ég get fylgt uppáhaldssjónvarpsþættum mínum í Japan næstum samstundís á netinu. Einn þeirra er um rannsóknarlögreglumenn í Tókýó (Keishicho Sosa1kka 9gakari). Fyrir nokkrum vikum horfði ég þáttinn en sagan var um svona:
Þekktur og vinsæll ,,chef " er myrt. Hann var ekki svo gamall (um 35?). Hann er fráskilinn og á fimm ára stelpu sem býr hjá fyrrverandi konunni. Konan hefur gift sig eftir skilnað. Nýi maðurinn er fimmtugsaldur og þetta var í fyrsta skipti fyrir hann að eignast eigin fjölskyldu og það var draumur hans lengi. Maðurinn er góður við stelpuna en stelpan svarar honum mjög kalt og alltaf segist vilja hitta pabba sinn sem er chef.
Chef getur hitt stelpuna sína aðeins sex mánaðafresti, en nýi maðurinn tekur stelpuna stundum til chef, svo að stelpan verði ánægð. En með tímanum byrjar maðurinn að hugsa eins og: ,,Nú er ég pabbi stelpuna. Ef hún á tvo pabba, ruglast hún alveg.... þess vegna kallar stelpan ekki mig pabbi. Þetta verður að ljúkast". Og maðurinn drepur chef.
En það kom í ljós síðar að chef hugsaði hið sama sjálfur og hafði ákveðið að hætta að hitta stelpuna sína....
Saga af þessu tagi birtist mjög oft í japönskum sjónvarpsþættum eða skáldsögum, sem sé saga í kringum ,,nýjan pabba" ,,nýja mömmu" og barn sem á annað foreldri.
,,Loksins kallaði barnið mig MAMMA!" Margir Japanir horfa á svona endingu sögu nokkrar með tár í augum sínum.
Þetta fyrirbæri (að Japanir eru hrifnir af sögu af þessu tagi) speglar mjög skýrt hvernig þeir sjá hjónaskilnaðarmál, stöðu ,,föður" og ,,móður" í fjölskyldu, eða hagsmuni barns í skilnaðarmálum foreldra sinna.
Það gæti verið erfitt að skilja, en ef móðir er með barni sínu eftir skilnað og gifti sig nýjum manni, verður þessi nýji maður að föður barnsins. Hér á ég ekki við lögfræðileg atriði, heldur segi ég um andlegt atriði eða ,,hugarfar" Japana. Og í þessu samhengi kemur sú hugmynd eins og í ofangreindri sögu: ,,Það er ekki gott fyrir barn að fyrrverandi maðurinn hittir barn sitt oft".
Þetta er ekki alveg ný gögn, en samkvæmt rannsókn um aðgang fráskilinna foreldra að eigið barni sem Velferðarráðuneyti Japans gerði árið 1997, um 40% af foreldrum svöruðu: ,,hefur aldrei hitt barn eftir skilað", og þeir sem hitta barn sitt reglulega voru aðeins um 30%. Ég leitaði að nýjustum tölum, en gat ekki fengið þau. Miðað við ýmist efni sem er hægt að skoða á netinu, virðist staðan vera næstum sama og fyrir 15 árum.
Ég er sjálfur fráskilinn og á tvö börn. Þau voru enn frekar ung þegar ég skildi við móður þeirra. En sem betur fer hef ég haft mjög góð samband við börnin mín og núna eru þau orðin næstum fullorðin. Ég get ekki ímyndað mér að líf mitt eftir skilnað án barnanna.
Einnig skil ég ekki hugmynd um ,,nýjan pabba" eða ,,nýja mömmu" sem er algengt í heimalandi mínu. Ég vil enn eignast ,,nýja konu" fyrir mig (sem virðist vera mjög erfitt), en þó að mér takist að eiga nýja konu, verður hún aldrei að móður barnanna minna. Hún er bara ,,eigin konan mín". Að sjálfsögðu getur það gerst, ef lítið barn er að ræða, að nýr maki tekur nokkurt hlutverk pabba eða mömmu að sér fyrir barnið. En það er allt annað en að skipta pabba eða mömmu barns í aðra manneskju.
Þetta er eitt af nokkrum tæfærum sem ég held innilega: ,,Gott að ég bý á Íslandi, en ekki í Japan....."
(Vona að íslenskan mín án yfirlesturs sé skiljanleg.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook
21.8.2012 | 13:18
Bann við hjónaskilnaði presta
Þessa daga var ég búinn að tengjast nokkrum gömlum vinum mínum á Facebook. Þeir eru allir vinir þegar ég var í prestaskóla í Tókýó. Skólinn (Japan Evengelcal Lutheran Semminary) stóð ásamt Japan Lutheran Theological College. Prestaskólinn var ,,sérskóli", en JLTC var venjulegur skóli og það var einnig verferðarskor til staðar.
Strákur, sem var að læra verferðarmál þegar ég var þar, birtist nú sem prestur á Facebook. Kirkjan hans er ekki lúthersk og tilheyrir annarri mótmælandakirkjudeild. Við spjölluðum á Facebook og skiptum fréttum hjá hvorum okkar, þ.á.m. skildi ég við konuna mína fyrir 13 árum. Þá sagði hann eitthvað athyglisvert við mig :
,,Í minni kirkju, verður prestur að hætta að vera prestur ef hann skilur við maka sinn. Reglan kveður á það skýrt". Hann sagði mér að annar prestur (sem var í annarri kirkjudeild en hans) móðgaðist þegar hann sagði frá þessu og hvarf úr Facebook-vinalistanum hans.
,,Það eru einnig reglur eins og t.d.: má hvorki drekka né reykja, má ekki spila fjárhættuspil - má ekki einu sinni kaupa lóttó...": hélt vinurinn minn áfram. Hann virðist ekki vera ánægður með þessum reglum sjálfur.
Í móðurkirkju minni, Japan Evangelical Lutheran Church, er ekki slík regla til, sem bannar presti að skilja við maka sinn. Hins vegar þekki ég dæmi nálægt mér um fráskilinn prest, en hann tapaði trausti fólks í safnaði sínum eftir hjónaskilnaðinn sínn. ,,Hvernig kennir maður öðrum um trú, sem getur ekki einu sinni verndað fjölskyldu sína?" Slíkt viðhorf er enn til staðar meðal kristins fólks í Japan.
Allavega sýnist mér að ég standi ekki á sama grunn og kirkjan vinarins míns. Jafnvel þó að við séum á sama grunn, er það vist mikil fjarlægð á milli okkar. Ég veit ekki hvað guðfræðilegur grunnur reglunnar um bann við skilnað prests er, en það er ekki svo erfitt að giska á að það sé tengt annað hvort við bókstaflegan skilning á Biblíunni, eða við viðhorf eins og ,,prestur á að vera til fyrirmyndar fólks að öllu leyti".
Ég mun segja vininum mínum að í kirkjunni minni hér á Íslandi þjóna margir prestar sem þekkja um hjónaskilnað af eigin reynslu sinni. Og sem tengt efni skal ég koma því á framfæri að við getum gift fólk af samkynhneigð núna og ég var nýbúinn að njóta þessara forréttinda með gleði. Ef fólk í safnaðinum vinarins míns væri Facebook-friends mínir, myndu þeir ekki hverfa úr listanum eftir klukktíma? (myndi ég sakna þeirra? )
Kirkja er ekki eins. Kristið fólk er ekki heldur eins. Við eigum ekki að gleyma þessari staðreynd þegar við tölum um kirkju eða kristið fólk. Kirkja og fólk í henni er einnig í fjölbreytleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook
14.8.2012 | 13:34
Hiroshima, Nagasaki og 15. ágúst
15. ágúst er sérstakur dagur fyrir okkur Japana. Á þennan dag fyrir 67 árum tapaði Empire of Greater Japan í heimsstyrjöldinni síðari. ,,Endurfætt" Japan fékk nýja stjórnarskrá og nýtt kerfi fyrir pólitík og stjórnsýslu, en samt bjuggu þar sama fólkið.
Því megum við Japanir ekki gleyma að minnast þess dags og hugsa til þess sem Japanir gerði í stríðinum.
Það er mikilvægt að minnast Hiroshima og Nagasaki, en fyrir okkur Japana, er það ekki nógt. Við þurfum að minnast þess jafnt að Japan var þjóð sem gerði innrás í aðra þjóða.
Eftifarandi er grein sem ég skrifaði fyrir 10 árum en ég er enn í sama skoðun.
Mér þætti vænt um ef þú hefur áhuga á henni og lest.
Hiroshima, Nagasaki ... og ábyrgð okkar
Fyrir 57 árum, 6. ágúst 1945, var kjarnasprengju varpað á Hiroshima. Þremur dögum síðar sprakk önnur kjarnasprengja í Nagasaki. Þetta var í fyrsta og eina skipti í sögu mannkyns að kjarnavopn voru notuð.
Hvað er sérstakt?
Víða í heiminum eru haldnar minningarathafnir vegna Hiroshima og Nagasaki. Af hverju? Ef við berum bara saman fjölda fórnarlamba dóu tæplega 200.000 manns í Hiroshima og Nagasaki, en 85.000 íbúar voru drepnir í sprengjuárás á Tókyó aðfaranótt 9. mars sama ár. Ég held að sagan um Hiroshima og Nagasaki segi eitthvað sérstakt og umhugsunarvert og snúist um eitthvað annað og meira en bara fjölda fórnarlamba, rétt eins og í Auschwits. Hvað er sérstakt við þessa atburði?
Í fyrsta lagi er þetta dæmi um hvernig menn notuðu nýjustu vísindakunnáttu og tækni til að eyðileggja líf annarra í hundraðþúsunda tali. Afleiðingar þessa kvelja enn börn og barnabörn fólksins sem lifði af.
Í öðru lagi er það ólíkt venjulegum" styrjöldum að sigurvegarinn, í þessu tilfelli Bandaríkin, hafi í raun tapað siðferðilegum yfirburðum sínum með því að nota kjarnavopn. Hiroshima og Nagasaki kenna okkur meðal annars að einn menningarheimur, hvort sem hann telst sigurvegari eða ekki, getur ekki talið sig hafa siðferðilega yfirburði yfir öðrum menningarheimum.
Jafnir menningarheimar
Sú þjóð sem varpaði kjarnasprengjum var ekki hin svokallaða guðlausa þjóð" Sovétríkin, heldur hin guðhræddu" Bandaríki. Þjóð sem sendi fjölda trúboða um allan heim. Það er vel þekkt að lúterskir prestar blessuðu B29 flugvél sem var að leggja af stað til Hiroshima. Rétt eins og Auschwits sýndi Hiroshima mannkyninu að engin tiltekin menning, þ.á.m. trúarleg menning, væri yfir aðra hafin. Sú goðsögn nýlendutímanna að kristinn menningarheimur gnæfði yfir alla aðra lagðist niður eftir árið 1945. Þá kom betur í ljós en nokkurn tímann áður að sjónarrönd menningarheimsins er siðferðilega jöfn og flöt fyrir alla.
Árið 1946, rétt eftir að Japan tapaði stríðinu, sendi bandarísk kirkja frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Við skulum að byrja að iðrast ... við játum það að notkun kjarnasprengna á Hiroshima og Nagasaki mun aldrei verða réttlæti í siðfræði mannkyns".
Þessi yfirlýsing var ekki samþykkt af meirihluta bandarískra kirkna. Þrátt fyrir það minnir hún okkur enn þann dag í dag á mikilvægi sjálfsgagnrýni og gefur von um möguleika þróunar mannkyns.
Í kjölfarið sendi bandarísk kirkja trúboða til Japans sem boðbera friðar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum trúboðum leið í hringiðu andúðar og haturs. Árangur þeirra sem trúboðar var skiljanlega ekki mjög mikill. Hins vegar hafa þeir eflaust hjálpað Japönum að skilja að Bandaríkjamenn væru ekki skrímsli, eins og þeim hafði verið kennt þar til þá.
Hiroshima og Nagasaki sem syndaaflausn
Í framhaldinu langar mig að skoða málið frá öðruvísi sjónarhorni en oft er gert. Tæplega 30 árum eftir áðurnefnda yfirlýsingu sagði Hirohito Japanskeisari í viðtali við blaðamenn: Mér þykir miður hvernig fór í Hiroshima og Nagasaki. En þessir atburðir áttu sér í stað í hörðu stríði og þeir voru óhjákvæmilegir". Þessi orð segja ekkert meira en að styrjöld stríði yfirleitt gegn almennri mannasiðfræði. A.m.k. sé ég ekki neitt sem varðar sjálfsgagnrýni Japans eða viðurkenningu á sekt Japana sem þátttakanda í stríðinu.
Mér sýnist að Hiroshima og Nagasaki séu orðnar eins konar syndaaflausn" fyrir Japani. Yfirleitt er hugmynd Japana um Kyrrahafsstríð sú það hafi verið stríð gegn Bandaríkjunum sem endaði með notkun kjarnasprengja. Því meiri athygli og samúð sem fólk í heiminum hefur sýnt Japönum vegna Hiroshima og Nagasaki, þeim mun sterkar hafa Japanir upplifað sig sem fórnarlömb stríðsins. Er það rétt hjá Japönum að skilja söguna þannig?
Árið 1910 gerði Japan Kóreu að hluta lands síns. Kína varð einnig í raun nýlenda Japans árið 1932. Rétt eftir að Kyrrahafsstríð hófst byrjuðu japanskir hermenn að fara suður til Filippseyja og ríktu loks víða frá Índónesíu í austri til Burma (Myanmar) í vestri. Japan geymdi annars vegar ríkar náttúruauðlindir þessara landa, en krafðist þess um leið að Japönsk menning væri yfir menningu heimamanna hafin. Japanir neyddu m.a. íbúana til að læra japönsku.
Í stríðinu, þróun þess og ferli, jukust smám saman stríðsglæpir eða
glæpsamlegar gerðir af hálfu japanska hersins.Fjöldamorð og nauðganir í Nanking á árinu 1937 er kannski versta dæmið en fleiri en hundrað þúsund Kínverjar þ.á.m. venjulegir borgarar voru fórnarlömb.Annað dæmi er svo kallað "military sexual slavery". Japanski herinn kallaði til konur í Kína eða í Koréu fyrir vændisþjónustu fyrir hermenn sína. Margar konur voru kóreskar og giskað er á að fjöldi þeirra hafi verið um tvö hundruð þúsund. Einnig voru gerðar líffræðilegar tilraunir á stríðsföngum í fangabúðum í Kína, t.d. á verkun vírusvopna.Málið er enn í rannsókn og ekki eru öll kurl komin til grafar en fjöldi fórnarlamba virðist að hafa verið fleiri en 3000.
Í samanburði við Hiroshima og Nagasaki tölum við Japanir of lítið um þessa hlið sögu okkar. Japönsk stjórnvöld reyna meira að segja að fela slíkt og vilja hætta að kenna skólabörnum þessi sögulegu atriði. Fyrir nokkrum árum leitt þessi villandi söguskoðun Japana til mikilla mótmæla í Suður- Kóreu. Slík mótmæli eru sjálfsögðu.
Að velja sér sögu
Þetta ber vitni um hvernig fólk og þjóðir velja" sér sögu og staðreyndir til að segja næstu kynslóðum. Slík saga sem er valin" að geðþótta og eftir því sem hentar sjálfsmynd þjóðar er ekki endilega í samræmi við sannleikann. Ofangreint atriði endurspeglar fyrirlitningu og fordóma Japana gagnvart öðrum Asíubúum. Kennsla á sögu eigin þjóðar hefur mikil áhrif á ungu kynslóðina og mótar sjálfsmynd hennar. Japönsk yfirvöld hafa þegar framið stríðsglæpi gagnvart nágrannalöndum sínum.
Ef þau velja" villandi sögukennslu og endurframleiða fordóma meðal ungrar kynslóðar, er það ekki annar glæpur? Eru svona viðhorf ekki einnig svik til allra í heiminum sem vilja íhuga Hiroshima og Nagasaki? Við Japanir verðum að velta málinu fyrir okkur. Japanir geta ekki verið stoltir af sjálfum sér með því aðeins að framleiða tölvur og selja bíla. Það er nauðsynleg að sýna hugrekki til að viðurkenna sögu okkar í heild sinni.
Mér þykir vænt um að Íslendingar halda minningarathöfn vegna Hiroshima og Nagasaki. Við verðum að íhuga hvað hægt er að gera til að hindra að önnur Hiroshima" eigi sér í stað í sögu mannkyns. Til þess, verðum við öll í heiminum að horfa á eigin sögu í hreinskilni og kenna næstkomandi kynslóð um hana. Þetta á eins við um Íslendinga sem aðrar þjóðir heims.
Guð hjálpi okkur í þessu mikilvæga verkefni.
9.8.2012 | 11:02
Kertafleyting í kvöld og Opnun sýningar um Hiroshima og Nagasaki
Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki í ágúst 1945 verður haldin við Tjörnina í Reykjavík fimmtudaginn 9. ágúst kl. 22.30.
Inosuke Hayasaki, 81 árs gamall Japani, flytur ávarp, en hann lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki og var staddur í um kílómeters fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll.
Kerti verða seld á staðnum og kosta kr. 500 stykkið eða 3 á kr. 1.200.
Á Akureyri verður kertafleyting til að minnast sprenginganna á Hiroshima og Nagasaki verður við Minjasafnsstjörnina fimmtudaginn 9. ágúst kl 22.00.
Ræðumaður er Þórarinn Hjartarsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi. Í ár beinist athyglin að Sýrlandi og Mið-Austurlöndum.
* * * * *
Kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra Ljósmyndir, fræðsluefni, munir
,,Sýning"
Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu fimmtudaginn 9. ágúst kl. 19.30 og er opin það kvöld til kl. 22.00, en þá geta gestir gengið til Tjarnarinnar þar sem kertafleyting í minningu fórnarlambanna hefst kl. 22.30.
Á sýningunni eru munir frá atburðunum, áhrifamiklar ljósmyndir og fræðsluefni. Við kertafleytinguna við Tjörnina flytur Inosuke Hayasaki, 81 árs gamall Japani, ávarp, en hann lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki og var staddur í um kílómeters fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll.
Sýningin verður í Borgarbókasafninu til 13. september, í Háskóla Íslands frá 14. september til 9. október og í Hofi á Akureyri 13.-29. október.
Sýningin fjallar á áhrifamikinn hátt um geigvænleg áhrif kjarnorkusprenginganna á íbúa og mannvirki í Hírósíma og Nagasaki. Alls létust strax eða á fyrstu mánuðunum eftir að sprengjurnar féllu um 214.000 manns og álíka margir hafa fram til ársins 2011 látist af eftirköstum kjarnorkuárásanna. Enn þjást um 227.500 manns sem bjuggu í Hírósíma og Nagasaki árið 1945 vegna sjúkdóma sem raktir eru til sprenginganna. Á sýningunni er m.a. fjallað um skammtíma- og langtímaáhrif kjarnorkusprenginga á líf og heilsu, áhrif tilrauna með kjarnavopn á menn og dýr og um tilraunir til samningagerðar á alþjóðavettvangi um takmörkun og eyðingu kjarnavopna.
,,Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims"
Sýningin kemur hingað frá Nagasaki minningarsafninu, Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb Victims, sem starfar á vegum japanska velferðarráðuneytisins og hefur það hlutverk að varðveita minningu þeirra sem létust vegna kjarnorkuárásanna í Nagasaki og Hírósíma og beita sér fyrir útrýmingu kjarnavopna með fræðslu og upplýsingamiðlun. Samstarfsaðilar á Íslandi eru utanríkisráðuneytið, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Menningarhúsið Hof á Akureyri, sendiráð Japans á Íslandi, Íslensk-japanska félagið, Takanawa ehf. og Samstarfshópur friðarhreyfinga.
,,Heimilidarmynd"
Fimmtudagskvöldið 9. ágúst kl. 00.10 sýnir RÚV heimildarmynd um baráttuna gegn kjarnavopnum, In My Lifetime: A Presentation of the Nuclear World Project (http://thenuclearworld.org/about/the-film/).
,,Fræðsla við skólabörn"
Í tengslum við sýninguna verða margs konar viðburðir. Þar má nefna nemendaverkefni fyrir 10. bekk grunnskóla sem Halldór Björgvin Ívarsson kennari vann út frá sýningunni og námsskrám 10. bekkjar. Verkefnið verður ásamt leiðbeiningum á heimasíðu sýningarinnar sem opnar þann 9. ágúst (http://www.HirosimaNagasaki.is). Kennurum í samfélags- og náttúrufræðigreinum verður sérstaklega boðið og þeir hvattir til að vinna verkefnið með nemendum, en í Japan ríkir sú hefð að öll skólabörn heimsækja minningarsöfnin um kjarnorkuárásirnar.
,,Menningaratriði í tengslu við sýninguna"
Japönsk pappírslist (Origami) tengist viðfangsefni sýningarinnar og koma samtökin Origami Ísland að þeim þætti. Sýningin verður framlag Borgarbókasafnsins á Menningarnótt í Reykjavík 18. ágúst og verða viðburðir á sýningarsvæðinu sem tengjast japanskri menningu. Hinn 8. september mun einn fremsti blómaskreytilistamaður (Ikebana) Japans, Yuki Ikenobo, meistari í sínu fagi í 46. ættlið, kynna þessa aldagömlu list Japana. Hún er einnig kjörræðismaður Íslands í Kyoto.
Hinn 4. október verður opinn fundur í Háskóla Íslands um stöðu og horfur varðandi útrýmingu kjarnavopna með sérstökum heiðursgesti, Gareth Evans, rektor Australian National University og fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu, en hann hefur lengi verið í forystu þeirra sem berjast fyrir útrýmingu kjarnavopna.
Framkvæmd og skipulagningu sýningarinnar fyrir hönd Nagasaki minningarsafnsins annast fyrirtækið Takanawa ehf. Tengiliður fyrir þeirra hönd er Margrét S. Björnsdóttir sími 8677817.
- Úr fréttatilkynningu með smábreytingu -
8.8.2012 | 12:47
Hiroshima, Nagasaki og notkun kjarnorku
Á morgunn 9. ágúst verður 67. minningardagur um hinn sorglega atburð í Nagasaki, sem var sprenging kjarnorkusprengju árið 1945. Þremur dögum fyrr en þetta, 6. ágúst, hafði fyrstu kjarnorkusprengju kastað verið yfir Hiroshima.
Í Japan eru ýmisar minningarathafnir verið haldnar að sjálfsögðu, en árleg kertafleyting hér á Íslandi verður haldin annað kvöld og þetta verður í 28. skipta síðan árið 1985.
Sem japanskur íbúi á Íslandi er ég mjög þakkalátur fyrir að Íslendingar gleyma ekki því að hugsa til fórnalamba kjarnorkusprengjanna í langt í burtu og einnig gera 6. ágúst og 9. sérstaka daga til að rifja upp mikilvægi friðar í heiminum.
Einnig verður sýning haldin með frásögn ,,Kjarnorkuárasír á Hiroshima og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra. Ljósmyndir, fræaðsluefni, munir". Sýningin er á vegum Nagasaki Natinal Peace Memorial Hall for Atminc Bomb og hefst á morgun.
Nánara um sýninguna er hér : www.Hirosimanagasaki.is
* ATH: Í dag miðvikudaginn 8. ágúst kl. 17.15 verður opinn fyrirlestur haldinn í Háskóla Íslands, Odda 101. Í fyrirlestrinum, sem er öllum opinn, en ungu fólki er sérstaklega boðið, mun hr. Inosuke Hayasaki, sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki skýra frá sárri reynslu sinni.
Annars skorðu japönsku stjórnvöldin á örygga notkun kjarnorku fyrir líf fólks síðastu áratuga, sem hafði verið aðskilin frá kjarnorkuvopni eða notkun kjarnorku í stríði. Og raunar samþykktu Japanir því. Þannig hafði Japan eignast 54 kjarnorkuver áður en árið 2011.
En eins og við vitum vel að hættuástand kjarnorkuvera stafaði af jarðskjálftanum í fyrra og hættuástandið ógnaði Japana mjög mikið. Geislaleki og mengun er ósýnileg ótti. Fólk upplifaði það. Viðhorf Japana við kjarnorkunotkun breytist algert.
Vegna þessara aðstæðna slökktu öll kjarnorkuver í Japan einu sinni. Stór umræða hefur verið haldin varðandi notkun kjarnorkuvera og hún er haldin enn núna.
Engu að síður ákváðu stjórnvöldin að kveikja kjarnorkuver í Fukui-héraðs.
Almenningi finnst stjórnvöldin vera ekki búin að sýna fram nægilega sönnun um öryggi kjarnorkuveranna, og stór mótmæli eiga sér stað þessa daga. Hundruð þúsund mótmælendur mætast reglulega í kringum alþingishús í Tokyo. Þeir skora á að hætta að nota alla kjarnorkuverin í Japan.
Sem sé byrja Japanir að horfa á notkun kjarnorku á öðruvísi hátt en áður. Áður voru Hiroshima og Nagasaki tákn kjarnorukuvopns og harmsögu stríðs. En núna sýnist mér að Japanskt fólk spyrji um notkun kjarnorku sjálfa jafnvel í tilefni af minningardögum Hiroshima og Nagasaki. Hvort sem vopn og stríð er að ræða eða ekki, er kjarnorkan hættuleg sjálf: hugsa margir Japanir núna.
Þegar ég var ungur, heyrði ég stöðugt slagorð eins og "heimurinn án kjarnorkuvopna". En slagorð er orðið núna eins og "heimurinn án kjarnorkuvera". Þetta heyrðist oft í fréttum frá Hiroshima um daginn 6. ágúst.
Aðskilnaðarstefna Japans um kjarnorkunotkun og kjarnorkuvopn viðist vera komin til tímamóts.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook
6.8.2012 | 13:40
Kjósum fulltrúa innflytjenda!
Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir" innflytjenda í borginni.
Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni.
Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar.
Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar.
Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði.
Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi" í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp.
Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna.
Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar.
-Fyrst birt í Fréttablaði 3. ágúst 2012-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook
16.7.2012 | 17:41
How can we immigrants choose our representatives?
The first Multicultural Assembly in Reykjavík in November 2010 saw the first elections for Reykjavík's new Multicultural Council. This council, which consists of seven immigrants, was intended to become "the voice" of immigrants who reside in the city.
There were two requirements for participation in the elections: one, only immigrants with legal domicile in Reykjavík could participate in the election, and two, they must be first generation immigrants.
Before the elections, there were concerns that the council might not be impartial if five of seven were Polish. In 2010, there were 3.264 Polish people living in Reykjavík, by far the city's largest immigrant group. However, the election result was unexpected. Not only were no Polish delegates elected to the council, but also none from EU countries. Some said the election itself was not well publicised among immigrants. Others said the candidates' ideas were not presented clearly, but regardless, the show must go on.
The city is going to hold elections for the Multicultural Council for a second time this autumn, and its Human Rights Office is reviewing the election system.
And I think it is desirable and only fair that we immigrants participate in this review process by voicing our opinion.
I think it is important that the Council reflects the diversity of immigrants in Reykjavík, as we immigrants are very different from each other ethnically, culturally, mentally, religiously and so on. Not to mention, we have different legal rights as well. There are immigrants who have already obtained Icelandic citizenship, immigrants that have green cards, immigrants that have Icelandic spouses, immigrants from the EU/EEA area and from outside of the EU/EEA.
Among those, the biggest difference is whether immigrants are from the EU/EEA area or not with regards to their various rights in order to live in this country, so I therefore propose that this aspect of diversity be taken into greatest consideration.
To ensure diversity, I suggest we use the "quota" system, with three seats for immigrants from the EU and four for non-EU immigrants, or perhaps three from the EU and four for non-EU, depending on which quota is filled first. I want to do the same for gender equality in the council. The same method can be used for ensuring a balance between men and women. Namely both men and women cannot have more than four seats. This looks complicated, but in reality it's not; it's just like a simple puzzle. And by using this system, at least we can ensure the balance between EU immigrants and non-EU immigrants, and between male and female representatives on the council.
This is a rough sketch, and there are several things that we need to consider. For example, if we should limit only one person from one nation, how do we define the home country of an immigrant who was born in Sudan and then moved once to Germany before coming to Iceland-is this person a EU immigrant or non-EU? More such questions will arise.
It is my sincere wish that opinions and ideas from us immigrants can help to design a better election method, and that the upcoming elections for the Multicultural Council in autumn will be carried out in as democratic a way as possible.
- Fyrst birt í RvkurGV 19. júní 2012 -
29.5.2012 | 17:20
Innflytjendur og íslensk tunga
Þegar rætt er um málefni innflytjenda á Íslandi er mikilvægi íslenskunnar jafnan ofarlega á blaði. Tungumálið er grundvallarverkfæri fyrir samskipti yfirleitt og auk þess er íslenskan kjarni íslenskrar menningar og hefðar. Það er því skiljanlegt að áhersla er lögð á mikilvægi þess að innflytjendur læra íslenskuna fljótt og vel.
Til þess er það afar nauðsynlegt, að þegar mörkuð er stefna í málefnum innflytjenda á Íslandi, að það ríki skilningur á mikilvægi þess að við innflytjendur fáum tækifæri til náms í íslensku og einnig að við notum það tækifæri. Slíkt er eftirsóknarverð stefna.
Hins vegar er það líka mikilvægt að horfa á raunverulega stöðu innflytjenda í samfélaginu. Hver sem rökin eru fyrir mikilvægi íslensku fyrir innflytjendur, þá snýr þetta alltaf að þeim sjálfum og það eru á endanum alltaf einhverjir sem ekki geta lært íslenskuna nógu vel af einhverri ástæðu. Viðkomandi getur verið orðinn mjög fullorðinn og átt erfitt með að læra nýtt tungumál, einstæð móðir með lítil börn, haft einhvern námserfiðleika, unnið langan vinnudag osfrv.
Og hvernig er þá litið á þá ef ekki er tekið tillit til ólíkra einstaklinga, heldur aðeins horft á málefnið út frá þeirri kröfu að allir verði að kunna íslensku? Mér sýnist það sé dulin tilhneiging enn til staðar í samfélaginu að álíta innflytjanda sem kann ekki íslensku eins og hann sé ekki góður innflytjandi" eða jafnvel samfélagslegt álag".
Það er ekki gott ef innflytjandi sem vill ekki læra íslensku, þó að hann hafi til þess alla möguleika, kvartar síðan yfir samskiptaerfiðleikum í landinu. En sú staðreynd að innflytjandi getur ekki talað íslenskuna þýðir alls ekki sjálfkrafa að hann nenni ekki að læra hana. Auk þess er raunin sú að margir innflytjendur sem ekki kunna íslensku vel, leggja þó mikið af mörkum inn í íslenskt samfélag.
Ef ég skoða aðeins í kringum mig þá starfa margir sem leiðsögumenn og taka á móti hundruðum ferðamönnum frá heimalandi sínu, aðrir starfa sem tungumálskennarar í skólum og margir Íslendingar njóta þjónustu þeirra. Einnig er oft bent á það, í umræðunni um vinnumarkaðinn almennt, að innflytjendur sinna þar störfum sem Íslendingar kæra sig ekki um.
Þannig er það mikil þröngsýni að telja einhvern vera samfélagslegt álag" ef viðmiðið er aðeins kunnátta viðkomandi á íslenskunni. Þó að það séu meiri líkur á samskiptaerfiðleikum ef maður skilur ekki íslenskuna, þá getur maður samt sem áður auðgað samfélagið með margvíslegum hætti.
Ég er ekki að halda því fram að innflytjendur þurfi ekki að læra íslensku. Þvert á móti er ég fyllilega sammála því að leggja þurfi mikla áherslu á mikilvægi íslenskunnar fyrir alla innflytjendur. En samt má það ekki verða að viðmiði til að meta mannlegt og samfélagslegt virði manneskjunnar, hvort viðkomandi sé með nægilega þekkingu á íslensku eða ekki. Ég hef sagt þetta mörgum sinnum á undanförnum árum og ætla að halda áfram að endurtaka þetta, svo lengi sem umræðan verður um innflytjendur og íslenska tungu.
-Fyrst birt á Mbl. 10. maí-
14.5.2012 | 13:34
Stjórnvöld stofni úrskurðarnefnd hælisleitenda
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmanneskja innanríkisráðherra, frá möguleika á að stofna sérstök úrskurðarnefnd hælisleitenda. Halla er formaður nefndar í ráðuneytinu um málefni útlendinga utan EES, og nefndin var að skoða löggjöf um málefni útlendinga þ.á.m. mál um hælisleitendur í vetur.
Mér finnst að stofna sjálfstæða úrskurðarnefnd um hælisleitendur, sem sé að tryggja úrskurð sem er óháð vilja dómsmálayfirvalds (Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytis) vera rétt átt til að stefna, og því fagna ég þessum ummælum Höllu.
En nánara um hvernig endurskipulagning um hælismál verður og hvernig úrskurðarnefndin virkar þar er í óljósi í þessu stígi. Því þarf að fylgjast með málinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook
4.5.2012 | 00:10
Tölum saman!
Um 60 innflytjendur mættu á samkomuna ,,Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl sl.
Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu.
Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma... ýmis konar mál voru tilnefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin.
Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mikið þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að halda umræðu með öðrum.
Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þjónustuveitendum til innflytjenda.
Ég hef sjálfur slæma minningu á það. Fyrir 10 árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum af því hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala.
Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleira tækifæri fyrir samtal við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitafélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni.
-Fyrst birt í FrB 3. maí 2012-