Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hver er nágranni minn?

Októbermánuður var liðinn. Október er alltaf svolítið annasamur hjá mér, meðal annars vegna þess að börnin mín tvö eiga þá bæði afmæli. Þegar börnin voru lítil, var hver afmælisdagur bókstaflega stór atburður og við foreldrar vorum ekki síður spennt en börnin sjálf.

Nú eru þau búin að ná tvítugsaldri og afmælisdagar þeirra að sjálfsögðu ekki jafnspennandi og þegar þau voru lítil. Samt eru þeir enn gleðilegt tilefni. Sonur minn var t.d. af tilviljun staddur á landsmóti Æ.S.K.Þ. (Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar) á afmælisdaginn sinn og fékk blessun margra unglinga þar. Mér finnst sonur minn vera lánsamur. Slíkt er alls ekki sjálfsagt mál. Og ég er líka lánsamur sem faðir hans.

En það eru ekki allir sem geta notið gleði lífsins á sama hátt.

Einn af hælisleitendum sem ég hef samband við þessa dagana er strákur á sama aldri og sonur minn. Hann flúði heimaland sitt með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára en faðir hans hafði verið myrtur í stríði áður en flótti þeirra hófst.

Nágrannaþjóð tók á móti fjölskyldunni en þar mætti hún aftur ofsóknum og mismunun af landsmönnum þjóðarinnar. Eftir tíu ár, þegar strákurinn varð að táningaur, flúði hann aftur, en aleinn í þetta skiptið.

Strákurinn eyddi fimm árum í að leita að landi þar sem yfirvöld tækju upp hælismál hans. En lönd í Evrópu, sem eru þegar full af hælisleitendum, sýndu máli drengsins engan virkilegan áhuga. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og hérna var málið hans tekið almennilega til skoðunar í fyrsta skipti.

Eftir tvö ár á Íslandi fékk strákurinn synjun um hælisumsókn sína frá Útlendingastofnun. Málinu hefur verið áfrýjað til ráðuneytisins en víst er að lífi hans er ekki ætlað að verða auðveldu.

Við skulum samt ekki sjá drenginn aðeins sem manneskju með slæm örlög eða vesaling. Ég hef ekki rétt til að dæma það hvort hann sé hamingjusamur eða ekki þrátt fyrir lífsreynslu hans. Hann er með eigin persónuleika og á að eiga möguleika í framtíðinni sinni eins og sérhvert ungmenni í samfélagi.

Engu að síður er það staðreynd að lífsaðstæður drengsins hafa verið allt aðrar en þær sem við eigum að venjast í okkar samfélagi. Ég tel að það sé mikilvægt að við séum meðvituð um það að það eru ekki allir sem lifa í sama umhverfi og við.

Þessi smávitund verður að hjálpa okkur að verða ekki skilningarsljó á ýmsa hluti sem við njótum daglega og tökum næstum því sem sjálfsagða. Og jafnframt mun smávitundin vonandi vekja spurningu inni í okkur sjálfum um hvers konar nágrannar við eigum að vera hverjir við aðra í heiminum.

Við getum látið erfiðleika annarra vera þeirra eigin. En stundum finnst okkur við einnig geta reynt að taka á okkur hluta af byrði nágranna okkar. Ef til vill sveiflumst við oft á milli þessara tveggja viðhorfa.

Samt hvílir spurningin yfir höfðum okkar:„Hver er nágranni minn?" ,,Hvers konar nágranni er ég?" Er það ástæðulaus yrðing mín ef ég segi að spurningin skipti okkur miklu máli núna í samfélaginu?

  


Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju


Umdeild tillaga um samskipti menntastofnana Reykjavíkurborgar við kirkjuna, sem meirihluti mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt, virðist taka gildi um áramótin næstu án mikilla breytinga. Mér finnst sorglegt að mannréttindaráðið skuli ekki hafa hlustað á þær fjölmörgu raddir sem gerðu athugasemd við fyrstu tillöguna.

Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki (og vill ekki) reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið.

En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunn- og leikskólans sé skólabörnum í óhag.

Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins og„glíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á „trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna.

Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er?

Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun.

Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalegan þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.


-Fyrst birt í Fréttablaði 17. des. 2010-


Við viljum fá ein hjúskaparlög á Íslandi!


Ég held að frumvarpið muni vera samþykkt á Alþingi. Kirkjan var alltaf að ganga "one step behind" í þessu málefni hingað til. Mig langaði, ásamt mörgum öðrum prestum, að kirkjan hafði frumkvæði í að styðja frumvarpið í þetta skipti, en því miður förum við "one step behind" enn og aftur....Pinch

Ég vona að við náum til samferðar með þjóðfélaginu fljótlega. Að sjálfsögðu má kirkjan ekki samfara því sem er á móti anda Krists, en varðandi þetta er viðhorf rétt hjá þjóðfélaginu.

 


mbl.is Vilja ein hjúskaparlög á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörður á lífsleið barna


Vörður á lífsleiðbarna

 málþingum hlutverk ólíkra trúarbragða í uppeldi

verður haldið í Bratta Menntavísindasviði HáskólaÍslands við Stakkahlíð

þriðjudaginn 27. apríl 2009 frá kl.13:00-17:00.

 

Á málþinginu verða haldin fræðsluerindi þarsem fjallað verður um mikilvæga  viðburðií lífi barna s.s. nafngiftir og manndómsvígslur innan ólíkra trúarbragða. GunnarJ. Gunnarsson lektor í  trúarbragðafræðiog trúarbragðakennslu við HÍ heldur inngangserindi og nokkur ungmenni segja fráreynslu sinni.  Á málþinginu verðaauk þess kynningarbásar frá trúfélögum og lífsskoðunarfélögum, FÉKKST (félagi kennara í kristnum fræðum, siðfræðiog trúarbragðafræðum), bókasafni Menntavísindasviðs og Námsgagnastofnun.

Málþingið eröllum opið og aðgangur ókeypis en þátttakendur greiða 500 kr. kaffigjald. Skráning(eftirsóknarvert): 

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1488/2281_read-20626/


Bratti Menntavísindasvið HÍ við Stakkahlíð og H101.

Ævar Kjartansson útvarpsmaður verður fundarstjóri.

13:00 Ragnhildur Erla Bjarnadóttir sviðsstjóriLeikskólasviðs setur málþingið.

13:10 Inngangserindi Gunnar J. Gunnarsson lektor ítrúarbragðafræði og trúarbragðakennslu við HÍ.

14:00 Eygló Jónsdóttir - Soka Gakkai International

14:20 Hilmar Örn Hilmarsson - Ásatrúarfélagið

14:40 Tvö ungmenni segja frá eigin reynslu. BjörnJóhannsson frá Siðmennt og Eyjólfur Andreuson frá Þjóðkirkjunni

15:00-15:40  Kaffihlé - kynningar í H101

15:40 Tvö ungmenni segja frá eigin reynslu. Valentin Oliver Loftsson frá Andlegu þjóðarráðibahá‘ía og Jenilou V. Cuizon frá Kaþólsku kirkjunni

16:00 Salmann Tamimi - Félag múslima á Íslandi

16:20 Nobojsa Colic - Rétttrúnaðarkirkjan

16:50 Málþingsslit

Að þinginu standa Leikskólasvið Reykjavíkur,Menntasvið Reykjavíkur og Rannsóknarstofa í Fjölmenningarfræðum við MenntavísindasviðHÍ. 




Segir samkynhneigð orsök barnaníðs...??


Mér sýnist þetta meira en hreinir fordómar gagnvart samkynhneigð. Að benda á einhvern annan til að saka án neinnar sönnunar eða rökfærslu er syndamennska.

Og meira að segja, að gera slíkt til þess að forðast frekari gagnrýni til sín vegna syndsamlegra uppákoma hjá sér er tvöföld syndamennska, að mínu mati.



 


mbl.is Segir samkynhneigð orsök barnaníðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á raddir minnihluta


Um daginn var haldið málþing sem fjallaði um ,,trú ogfordóma". Málþingið var á vegum Samráðsvettvangs trúfélaga en hann var stofnaðurfyrir þremur árum í þeim tilgangi til þess að tryggja og hvetja til samræðu á meðal mismunandi trúfélaga á Íslandi. Í dag eru í honum fimmtán trúfélög ásamt tveim borgaralegum samstarfsaðilum. 

Samráðsvettvangurinn byggir fyrst og fremst á minnihlutatrúarhópum jafnvel þó að þjóðkirkjan sé meðlimur líka. Ekkert af fjórtan trúfélögum fyrir utan þjóðkirkjuna nær til fimm prósentum af heildaríbúafjölda Íslands. Þau mega jafnvel kallast ,,í algjörum minnihluta."

Á áðurnefndu málþingi sögðu fulltrúar úr þessum trúfélögum frá reynslusögum en flestar voru sorglegar. Sögur um að börn í þessum trúfélögum þyrftu af og til að þola ólýsanlega fordóma eða aðkast í kristin-og trúarbragðafræði í skólum. Sum þeirra sögðust mæta sterkum hleypidómum vegna þess að sum tilheyrðu ákveðnum fríkirkjusöfnuði. 

Sambandið ,,meirihluti - minnihluti"

Eins og það tíðkastvíða þegar um fordóma og mismunun eru að ræða, virtist sem gerendur fordóma, sem voru meirihluti, hefðu ekki tekið eftir því að það var minnihluti sem var neyddur þess að þola þá fordóma. Því miður er það oftast satt að meirihlutihefur fordóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað, og það lagast ekki nema meirihlutinn hlusti á minnihlutann. Vinur minn kvartaði einu sinni við mig: „Allt varðandi tölvur er hannað fyrir fólk sem er hægri handar!" en hann er örvhentur. Satt að segja hafði ég aldrei spáð í þetta fyrr en hann sagði mér frá því.

Meirihluta-minnihluta samband er í eðli sínu afstætt. Meirihluta-minnihlutasamband á ákveðnum stað eða stundu getur verið í öfugt á öðrum stað eða stundu. Ég er t.d. í minnihluta sem Japani á Íslandi en ætlaði ég til Japans með íslenskum vini mínum til Japans væri ég samstundis og ég stigi út úr flugvélinni í meirihluta og íslenski vinur minn í minnihluta, jafnvel þótt við værum alveg þeir ,,sömu" og áður.

Þetta einfalda dæmi sýnir okkur mjög mikilvægan sannleika: meirihluti-minnihluti samband er alls ekki tengt við virði viðkomandi manneskju. Undantekningin er þegar það samband færir auka gildi. Í þessu samhengi færir ,,viðaukagildið" hér, t.d. að vera minnihluti, nokkur sérréttindi. Ég hef fengið, svo dæmi sé nefnt, mörg tækifæri til að kenna japönsku og kynna menningu okkar Japana hérlendis, en slíkt tækifæri hefði ég ekki fengið í Japan. Þetta er ,,viðaukagildi" mittsem fylgir því að vera Japani á Íslandi.  

Minnihluti á ekki minna skilið

Talsverður hluti fordóma og mismunun gegn minnihluta virðist að stafa af ruglingi á þessu, nefnilega hvort einhver sé í minnihluta eða ekki hefur ekkert samband við hvort viðkomandi sé með jafn, minna eða meira gildi og aðrir í meirihluta. Engu að síður við ruglumst svo auðveldlega eins og að vera öðruvísi en ,,venjulegur" meirihlutahópur varði gildi eða virði sem sérhver okkar er með, enda við miskiljum þannig að minnihluti eigi skilið minna virði.
 
Í samfélagi okkar eru ýmis konar ,,minnihluta"hópar til, sem varða þjóðarbrot, ríkisfang, kynhneigð, trúarbrögð, heilbrigði o.fl. Fólk sem er í minnihluta varðandi eitthvert af ofangreindu mun læra að það að vera í minnihluta er því næstum eðlilegt. En það er líka hægt að alast upp við eðlilegar aðstæður í meirihluta í sínu lífi. Dæmi um slíkt er innfæddur, íslenskur unglingur, sem fæddist og ólst upp í Reykjavík, heilbrigður og gagnkynhneigður, fermdist í þjóðkirkjunni og stundar nú nám í menntaskóla.  

 Síðarnefnda lýsingin er eins konar staðalmynd af ,,venjulegum" Íslendingi. Égveit ekki hversu margir unglingar passa við þessa staðalmynd en slíkur ,,staðalmyndar"unglingurgæti fyrst fundið sjálfan sig í minnihluta þegar hann fer í háskólanám til útlanda.Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að unglingar í aðstæðum meirihlutakynni sér ekki aðstæður minnihluta og hugsi um þær. Ég bendi aðeins á hvað gætigerst, fylgist hann ekki með aðstæðum minnihluta í kringum sig.  
 
Ég tel að það sé mjög mikilvægt að sérhver unglingur (og ekki síst við fullorðnir) hugsi virkilega um mál sem varðar minnihluta í samfélaginu. Það er þess vegna nauðsynlegt að tryggja tækifæri þar sem ungt fólk í meirihlutanum og minnihlutanum finni snerti flöt í lífi hvers annars, eigi samskipti og tali saman á einhvern hátt. Það sem mér finnst mikilvægast er að hlusta á raddir minnihluta á mismunandi sviðum lífsins. Fræðslan kemur ekki endilega sjálfkrafa til unglinga. Þetta er verkefni sem við öll þurfum að hanna, skipuleggja og framkvæmda með þeim skýra tilgangi að byggja samfélag gagnkvæmrar virðingar á Íslandi.

- Fyrst birtist í Mbl. 6. jan. 2010 -  


Hjálparstarf og trú okkar


Aðventa.
Eftirfarandi er hugleiðing mín sem kristinn maður um hjálparstarf okkar í aðventunni. Raunar byggist hugleiðingin á erindi sem ég flutti fyrir ellefu árum, en hún er á grundvöllum fyrir fólk í kristinni trú.




90_20_42---Five-Advent-Candles_web

www.freefoto.com

 


Það dregur að jólum. Nú eru borg og bæir skreytt með fjölbreyttum ljósum og við heyrum gleðilega tónlist, þó að þjóðin sé jú í erfiðum tíma. Kirkjan býður upp á ýmsar samkomur fyrir jólin og reynir að halda höfuð okkar upp. Jól og aðventa eru með skilaboð sín óháð því hvort tíminn sé okkur góður eða erfiður.

En stemningin í aðventu er ekki eins í öðrum hlutum heimsins. Í landinu mínu Japan til dæmis, eru jól aðeins borgaralegt fyrirbæri en ekki trúarhátið (nema í kirkjunni). Þar eru jól ekkert annað en tækifæri fyrir fólk til að skemmta sér í jólaboðum.

Ég man eftir jólum í Japan. Mig langar til að segja ykkur frá þeim. Fyrir sextan árum var ég nýbakaður prestur í lítilli kirkju í stórri borg í Japan. Hún var í fátæku hverfi borgarinnar og umhverfið var lítið spennandi.

Eigi að síður varð ég oft var við það á aðventunni að ungar konur frá Filippseyjum kæmu í kirkjuna og tækju sér rólega stund fyrir bæn sína. Þetta voru konur sem unnu í næturklúbbum eða á vínveitingastöðum í hverfinu. Það var eflaust erfið vinna, en þær unnu til að styðja fjölskyldur sínar í heimalandinu. Ég reyndi að hafa kirkjuna opna sem lengst svo að þær gætu komist inn og einnig leitaðist ég við að bjóða þeim í messu.

Þær komu ekki oft í messu, en þegar við hittumst á förnum vegi, heilsuðu þær mér alltaf og voru mjög þakklátar. Þær töldu sjálfsagt að ég væri að veita þeim aðstoð. En í hreinskilni sagt, var það ég sem stóð í þakkarskuld við þessar ungu konur. Jafnvel í mína fátæku og litlu kirkju komu þær til að leita að heilögum stað til að biðjast fyrir. Sú staðreynd var mikil hvatning fyrir ungan prest sem var skiljanlega oft fullur vanmáttarkenndar í erfiðu kristniboðsstarfi.

Þessar ungu konur þörfnuðust kirkju, en það sem meira var um vert; kirkjan mín þarfnaðist þeirra.

Ég hef upplifað sams konar reynslu mörgum sinnum síðar. Þegar ég vitja sjúklings eða heimsæki flóttamenn, þ.e.a.s. þegar ég reyni að leggja einhverja aðstoð af mörkum, fæ ég alltaf miklu meiri umbun í því en öfugt. Mér finnst það leyndardómsfullt verk Guðs. Sá sem reynir að hjálpa öðrum, þiggur hvatningu sína og umbun í því.

Biblían flytur okkur þennan mikilvæga boðskap: "Sú fasta, sem mér líkar, er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér." (Jesaja 58:68.) Guð vinnur á bak við þann sem tekur á móti hjálp, og fyrir honum eru veitendur og þiggjendur jafnir.

Nú langar mig til að snúa mér að Hjálparstarf kirkjunnar. Starfsemi Hjálparstarfsins er næstum eina kirkjulega hreyfingin sem alls konar fólk karlar, konur, börn og aldraðir getur tekið þátt í saman. Sérstaklega þegar börn eru annars vegar getur það verið fyrsta tilefni þeirra til að hugsa um fólk í fátækt, stríði eða hallæri, og til að reyna að veita því brautargengi. Hér finnst mér mikilvægt að kenna börnum grundvöll hjálparstarfs sem byggist upprunalega á kristinni trú.

Að mínu mati koma þar til að minnsta kosti þrjú atriði. Í fyrsta lagi eigum við ekki að reyna að komast hjá því að viðurkenna mikilvægi fjárhagsstuðnings. Peningar eru ekki allt, en peningar þýða mikið. Miskunnsami Samverjinn borgaði fyrir særða manninn. (Lk. 10:35.)

Í öðru lagi fylgir áþreifanleg aðgerð öllu hjálparstarfi, og hún getur verið nokkur fórn fyrir gefandann, til dæmis að vinna sem sjálfboðaliði eða að gefa í samskot af vasapeningum sínum. En að deila byrði sinni hvert með öðru er kjarni kristinnar trúar. Jesús hrósaði fátæku ekkjunni sem gaf smápening af skorti sínum. (Lk. 20:4.)

Í þriðja lagi þýðir hjálparstarf ekki aðeins peningastraum frá ríku fólki til fátæks fólks. Það gefur ekki heildarmynd hjálparstarfsins. Þegar við reynum að hjálpa öðrum á einhvern hátt, þá fáum við líka til baka dýrmæta gjöf frá þeim sem hjálpað var, en hún er ekki metin á vogarskálum verðgildisins. Guð heitir okkur því.

"Ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða hábjartur dagur." (Jesaja 58:10.)

Málstaður okkar byggist á þessu fyrirheiti Guðs. Þannig reynum við ekki að hjálpa öðrum vegna félagslegra reglna eða laga, heldur vegna elsku og trúar á Guð.

Starfsemi Hjálparstarf kirkjunnar er mjög áþreifanleg viðleitni til að "létta bróður böl", en þar er innifalið meira en að safna samskotum. Fyrirheit Guðs auðgar okkar eigin trú og kirkju. Ég óska þess að sem flest fólk styðji aðra gegnum Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jól.





"Trans-gender" prestur


Mig langar að kynna ykkur fyrir smásögu sem kom á óvart til mín.
Ég var í prestaskóla í Tokyo 1986-1990 (Japan Lutheran Theological College & Seminary). Hann var minnst háskólinn í Japan, svona .. 200 samtals. Meðal annarra voru fáir nemendur í lokastígi prestaskólans sérstaklega, svona 8 -12 nemendur. Hins vegar vorum við góðir vinir hvert við aðra.  Á laugardaginn sl. kíkti ég heimasiðu skólans til þess að sýna dóttur minni hvernig skólinn var, og ég fann “link” til eins prests sem var bekkjarbróður minn. Og ég fór inn í heimasiðu hans og skoðaði.Þarna...

Hann var orðinn “Hún”, ha ha !! W00t 


DSC_0306


Ég var hissa alveg. Ég var ekki búinn að heyra í honum eða henni næstum 18 ár, en ég sendi honum/henni tölvupóst strax.
Þá svaraði hann/hún að hún fékk læknisdóm um “Gender Identity Disorder” fyrir 8 árum og varð kona. Ég veit ekki hvort það sé rétt að kalla það “disorder” eða ekki, þar sem hún litur út fyrir að vera mjög hressandi og hamingjusöm.
 

Það sem mér finnst aðdáanlegt hjá henni er að hún þjónar sem prestur ennþá. Það hlýtur að vera mjög erfitt í umhverfi í Japan að vera “trans-gender” prestur. Fordómar í garð samkynhneigðarfólks og “trans-gender” fólks í Japan eru mikils sterkari en hér á Íslandi. Mig langar innilega að segja henni “ÁFRAM!! Brjóttu niður fordóma!!"  
Þetta var “surprising” en gladdi mig jafnframt!!


paster_bokushi-gazou


 


Mannréttindi og kirkjan


,,Mannréttindi og kirkja“ er mikilvægt efni til umhugsunar en það hefur varla nokkuð verið til umfjöllunar sem slíkt t.d. á málþingi eða ráðstefnum. En loksins þorir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra að halda málþing með yfirskriftinni ,,Mannréttindi í heimi trúarinnar“ þann 28. apríl kl 16:15 í Hjallakirkju.
Augljóst er að umfangsefni sem eitt málþing getur fjallað um er afmarkað, en ég fagna þessari tilraun. Ég óska þess að fleiri tækifæri fylgi í kjörfari og jafnframt langar mig að skrifa nokkrar línur sjálfur að þessu tilefni.

Að hugsa um mannréttindi felur það ekki aðeins í sér að opna lögfræði bækur, lesa dóma eða alþjóðlega sáttmála. Slíkt er ómissandi hluti til að dýpka skilning okkar á mannréttindum og mannréttinda hugtakinu.

Hins vegar ber áhersla okkar fyrst og fremst að vera sú sem felur það í sér að við hlustum og lítum til þeirra staða þar sem mannréttindamálin fæðast. ,,Fæðingarstaður mannréttindamál“ hlýtur að vera í þeim aðstæður þar sem mönnum er mismunað og þeir eru kúgaðir, þar sem menn heyra aðra æpa og gráta án þess jafnvel að átta sig á að um mannréttindabrot er að ræða. Þegar t.d. Rosa McCauley neitaði að standa upp úr sæti sínu fyrir hvítan mann í strætó í Alabama árið 1955, hafði hún án efa enga hugmynd um að mótmæli hennar yrðu kveikjan að einu af stærri mannréttindamálum sögunnar.
Mannréttindi berast hins vegar engum líkt og pakki í pósti. Því það er ekki nógt að viðurkenna þau mannréttindamál sem þannig eru kynnt fyrir okkur, heldur þurfum við að greina sjálf hvaða mál varða mannréttindi og hvað ekki. En allt þetta hefst með því að líta og hlusta.

Mér finnst það afar mikilvægt fyrir okkur í kirkjunni að við gleymum ekki að hlusta eftir neyð náungans. Mannkynið hefur oft verið duglegt við að breiða yfir þá staði þar sem mismunun er í gangi og láta þar með eins og allt sé í lagi.

Ef ég má halda áfram að skrifa út frá minni persónulegu trú sem kristinn maður, þá hættir kirkjan að vera kirkja þegar hún hlustar ekki á fólk sem hrópar á hjálp í neyð sinni. Kristur hættir aldrei að hlusta. Jesús sýndi okkur, með því að eiga í samskiptum við jaðarfólk síns tíma, sem var útskúfað og kúgað með trúarlegum röksemdum, að sérhver manneskja er sköpuð svo að dýrð Guðs birtist í henni og því er hún ómetanleg.
Manneskja verður ómetanleg ekki vegna trúar sinnar og verka hér á jörðinni, heldur er hún dýrmæt alveg frá upphafi sem. sköpunarverk Guðs. Að mínu mati er þetta inngangur mannréttindamála fyrir þá sem játast kristna trú og ástæða þess að kirkjan hugsar um mannréttindi óháð trúarlegum bakgrunni hvers einstaklings.

Mannréttindabaráttunni getur oftar en ekki verið ógnað með illsku manna og ofbeldi. Í fréttum frá Burma eða Tibet að undanförnu sá ég tilvist margra búddha munka. Í miðri baráttu fyrir lýðræði og frelsi hlusta þeir enn eftir angistarópum og hrópi fólks, þeir eru sjálfir orðnir rödd fólksins.
Kannski eru engin samsvarandi vandamál núna á Íslandi og t.d. í Burma eða Tibet. En samt eigum við í kirkjunni að rifja upp mikilvægi þess að líta til upphafsins til ,,fæðingarstaða mannréttindamála“ þegar við byrjum að hugsa um mannréttindi og kirkju.

Ef við gleymum að hlusta eftir neyð fólks sem hrópar á hjálp, mun umræða um mannréttindi eiga það á hættu að verða aðeins að fræðslustund.

- birtist í 24 stundum 26. apríl -


Mannréttindi í heimi trúarinnar

Mánudaginn 28. apríl stendur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fyrir málþingi
í Hjallakirkju í Kópavogi undir yfirskriftinni “Mannréttindi í heimi trúarinnar.”

Dagskrá

Kl. 16:15 Setning - sr. Gísli Jónasson prófastur

Kl. 16:30 Íslensk lög um mannréttindi
Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi

Kl. 17:15 Mannréttindakerfið
Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, mannfræðingur,
framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Kl. 18:00 Guðsmyndin og mannréttindi
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu

Kl. 18:45 Veitingar

Kl. 19:15 Mannréttindi og guðfræðin
Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur

Kl. 20:00 Umræður og fyrirspurnir

Málþingið er öllum opið. Skráning í síma 567 4810 eða á profaust@centrum.is

- úr fréttatillynningu á kirkjan.is -


Myrkur og ljós á aðventu

"Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg." (Lk. 1:78-79)

Í samfélagi okkar er til fólk sem situr í myrkri og skugga dauðans. Hvaða fólk er þetta?

Á dögum Jesú voru það t.d. tollheimtumenn, hermenn eða sjúklingar. Af ýmsum ástæðum, stóð þetta fólk fyrir utan venjulegt borgaralegt samfélag. Það var einangrað og missti næstum alla von og gleði til þess að lifa lífi sínu.

Þá kom Jóhannes skírari. Hann var ekki sjálfur ljósið, en hann benti á ljósið sem skín í fjarska. Jóhannes kom og sagði; "þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði?" Þrátt fyrir slík orð sneri fólkið sér ekki frá honum. Af hverju? Af því að hann mismunaði ekki fólki. Jóhannes ávarpaði þetta yfirgefna fólk alvarlega og einlæglega. Á meðal margra trúarleiðtoga, var það aðeins Jóhannes sem leit á þetta fólk sem mannneskjur sem ættu að teljast til Guðs lýðs. Hvert og eitt okkar er jafnt fyrir augum Guðs. Hörð orð hans voru ekkert annað en tjáning þess.

Síðan kom Jesús. Hann var sjálfur ljósið. Hann var með fólki sem hafði setið í myrkri, og varð síðan það fólk sem bar ljós Guðs í samfélaginu. Guð valdi þau til að sýna dýrð sína.

Nú virðist sem margir sitji enn í myrkri í kringum okkur. Af hverju? Kemst ljós Guðs ekki til þessa fólks? Ber enginn ljósið til þess? En fyrst og fremst, hverjir sitja í myrkri núna?

Í fyrsta lagi nefni ég sjúklinga, fátæka, atvinnulausa, fanga, flóttamenn o.fl. Það er að segja fólk sem á í ýmsum erfiðleikum í félagskerfinu. Að sjálfsögðu eru ekki allir sjúklingar eða allt flóttafólk í myrkri. Samt er viss tilhneiging í samfélagi okkar, sem reynir að útiloka fólk sem frábrugðið er "meðaljóninum".
Í öðru lagi getur það verið fólk sem er sorgmætt eða einmana, t.d. vegna fráfalls einhvers í fjölskyldu sinni.

En í þriðja lagi, hverjir fleiri?

Ég er prestur en einu sinni var ég atvinnulaus hér á Íslandi. Ég var að hlaupa úr einu í annað til þess að ég kæmist aftur í þjónustu. Dag nokkurn var ég beðinn um að heimsækja sjómann frá Indónesíu á spítala. Hann slasaðist alvarlega á skipi sínu og varð að dvelja hérlendis til að fá meðferð. Hann talaði aðeins japönsku sæmilega fyrir utan móðurmál sitt, og hann var múhameðstrúar. Hann var ólíkur öllum öðrum þar.

Við hittumst nokkrum sinnum, en í byrjun var hann eðlilega mjög einangraður, hræddur og dapur. Hann var mikið meiddur og missti vinnuna á skipinu. Hann var skilinn einn eftir langt í burtu að heiman. Seinna byrjaði maðurinn að tala um sjálfan sig, t.d. um heimili sitt í Djakarta og um konuna sína og fjögurra ára dóttur. Draumur hans var að opna eigin bókaverslun, en til að gera það yrði hann að spara peninga; o.fl.
Stig af stigi tók ég eftir því að hann var ekki bara "sjómaður frá Indónesíu", heldur maður sem bar sitt eigið nafn, átti sína ævisögu og skyldur. Þegar hann loksins lagði af stað til síns heimalands, var hann mjög glaður á svipinn og sagði mér hve mikið hann hlakkaði til þess að hitta fjölskyldu sína. Ég bað Guð innilega fyrir honum og fjölskyldu hans.

Fyrst hélt ég að þessi maður væri einhver vesalingur og ætlaði að hugga hann. Það má segja að hann hafi setið í myrkri hér á landi. Ég reyndi að bera ljós til hans. Það er eitt, en hér er annað atriði til. Það er að ég var sjálfur huggaður með því að fá að hitta þennan mann.

Spjallið við hann rifjaði mikið upp fyrir mér. Það er að hver maður er dýrmætur og einstakur. Hve þakkarvert er að eiga fjölskyldu sem bíður alltaf eftir manni og hve ómetanleg gleði er að fá að þjóna náunga okkar, sérstaklega einhverjum sem á í erfiðleikum. Ég hafði gleymt þessu og glatað á meðan ég var upptekinn af eigin vandkvæðum mínum, sem var atvinnuleysið. "Maðurinn frá Indónesíu" vakti mig til umhugsunar.

Hver sat þá í myrkri þegar allt kom til alls? Jú, maðurinn frá Indónesíu. Og ég líka. Ég sat í myrkri, en ég vissi það ekki. Þegar ég gleymdi gleðinni að elska og þjóna náunga mínum var ég kominn í það myrkur. Myrkur er ekki aðeins staða þar sem okkur skortir að vera elskuð, heldur líka sú staða þar sem við getum ekki elskað nóg, þar sem við lítum ekki með kærleika og virðingu til annarra sem jafningja okkar. Við gleymun þessu svo oft og föllum ómeðvitað í myrkur.

Guð gerir þann jafnan sem býst við því að vera elskaður og þann sem á að elska. Ég hélt að ég gæfi manninum frá Indónesíu ljós. Hvílíkt yfirlæti. Ljósið kom yfir hann, og yfir mig frá Jesú. "Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors." Hvert og eitt okkar er jafnt fyrir augum Guðs.

Við erum ekki sjálf ljósið. Samt er okkur heimilt að benda náunga okkar á ljós Jesú, sem lýsir okkur sjálfum líka samtímis.
Hverjir sitja í myrkri? Megi ljós Jesú berast til þeirra núna á aðventu.

(Fyrst birt í Mbl. á aðventu 1998)



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband