Færsluflokkur: Ljóð

norðurljós



PA150058



sítt hár þitt flæðir í vindinum 
klætt svörtum hjúpi himins

norðurljósin ljóma


 
-,,norðurljós"; TT mars 2010, Myndin tekin í kvöld (14. okt. 2013)-    
 
 


Kría - ljóð

           Krí! Krí!

           Ögrandi fuglar
           minna mig enn á móðurást


                                -,,Kría" TT; ágúst 2004-

mbl.is Krían er komin og sást í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólin skíni yfir 2013!

Kæra fólk á blogg-heimi,

Gleðilegt nýtt ár.

Þakka ykkur fyrir góðu samskiptin og hlýju vináttuna á liðnu ári.

Ég ósk öllum gleðilegs nýs árs.
Megi hversdagur ársins verði yndislegur og færi ykkur jafnvel litla gleði. 


ARWilliams @morguefile.com

 

         Þögul vaknar sólin til lífs
         og vatnsþráður seytlar úr frosnum læk

         Mjúkir og ljósir geislar strjúka húðina
         vekja náttúruskyn sem blundar í mér

         Gegnum hvít-gullið loft sé ég fyrir mér:
         hafið tvíofið með ljós- og dökkblátt,

         fjall skreytt með silfraða læki og steina
         og tún þakin glitrandi grasi og kindum

         Sumarmynd þiðnar
         með hverju skrefi hækkandi sólar

         og heimurinn verður marglitur
         með degi hverjum sem hún lýsir

           - ,,Hækkandi sól"; TT   Myndin er eftir ARWilliams @morguefile.com - 


"Skáld"?

536009_4011459127761_1319739595_33716435_2087187694_n


                        Hvítur geisli breytir
                        vordegi í sumar
                        yfir gróandi jörð

                        og brjóst mitt bíður
                        þess andartaks
                        þegar vænting verður að trú



                                     -"Andartakið"; TT apríl 2012 
                                       Myndin er eftir matthew_hull @morguefiel.com-


Síðan ég var unglingur hefur mig dreymt alltaf að ég verð að ljóðaskáldi.
Ég ber sérstaka virðingu fyrir heiti "skáld". Þetta er alveg persónuleg skilgreining, en skáld tjáir um allt í heiminum, líf, ást, hatur eða jafnvel um politík með ljóðgerðum.

Og skáld er oftast langt í burtu frá samfélagslegu valdi! Þess vegna hef ég ímynd um skáld sem er sameiginleg við ímynd um munk.

Mér finnst gaman að yrkja á íslensku og margir íslenskir vinir mínir hjálpa mér í því. Þúsund þakkir!
En það sem ég get tjáð í ljóðum mínum er mjög takmarkað. Um eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt, mun ég fjalla um í prédikun minni ef það mál er trúmál, eða ég mun skrifa grein til dagblaðs ef það er samfélagslegt mál.

Þannig er ég ekki inni í eigin skilgreiningu minni um skáld, og ég er ekki skáld enn. Ég segi "enn", þar sem ég held í von á því að ég verði skáld einhvern tíma í lífi mínu. Kannski ekki.... en samt gott er að vera með von alltaf!  

Til þess að forðast misskilning, nota ég þessa skilgreiningu aðeins um mig sjálfan, en ég met ekki skáld í bænum með henni og segi eins og "Hann er skáld, hún á ekki skilið heiti skálds....".  (^_-)☆ 

 


Gleðilegt sumar!

cohdra @morguefile.com
 


Snemma sumars berast snjókorn í vindinum
Hvítpúðruð Esja gnæfir yfir höfnina
,,Sumarið!" Dúðað fólk brosir við mér
Smám saman dofnar yfir vetrinum í Lækjargötu

Snemma sumars stingur kuldinn hörund mitt
Fuglar dansa á torfunni og ylja sér
við hliðina á þöglu blómabrumi
Daginn lengir rólega í nepju á Austurvelli

Svo rennir sólin niður björtu skini sínu
og þekur bæinn með óskorinni ljóshimnu
Sál mín seilist eftir sólinni
og flýgur upp í loft eins og arnarengill

Snemma sumars á Íslandi
Dagur himnaljóss


- "Snemma sumars" TT;
Myndin er eftir cohdra @morguefile.com
-

 


Dagur íslenskrar tungu: Til hamingju!

Til hamingju með daginn, dag íslesnkrar tungu! 

Þar sem ég hef talað mikið um íslenskt tungumál fyrir innflytjendur, hef ég fengið oft "óviðeigandi" eða "afbakaða" gagnrýni eins og ég líti niður á íslenskuna eða ég fullyrði að enska skuli taka yfir íslenskuna.
Slíkt er alls ekki satt og mér hefur aldrei duttið slíkt í huga. 

Eitt af atriðum sem ég vil halda áfram að segja samt er það: "Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri". Jafnvel þótt íslenskukunátta innflytjanda nokkurs sé ekki jafn góð og innfæddur Íslendingur þýðir það alls ekki að viðkomandi innflytjenadi á minna virði.
Áhersla á mikilvægi íslenska tunfumálsins má ekki stíga yfir þessa einföldu staðreynd.

Annars finnst mér alltaf gaman að deila einhverju með öðrum á íslensku, en sérstaklega eru íslensk ljóð heillandi! 
  

Þessi farlama orð 
eru fjötruð við tungu mína, sálu
og spor mín á jörðu

Þessi fjörugu orð 
opna mér heim þúsund skálda
og laða mig að paradís 


Orð mín, farlama og fjörug,
eru himnagjöf


-"Orð" TT; júní 2004-    

 


Lind á himninum


Horfi ég á heiminn
í skæru sólskini
Mæður, bros og barnavagnar
Heimurinn er blessaður

Sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
Eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?

Þetta stutta og einfalda ljóð bjó ég til fyrir nokkrum árum: Í góðu veðri, með sumarsólinni,byrjar fólk að brosa og koma út úr húsum sínum, allir líta út fyrir að verahamingjusamir.

Á þeim tíma þegar ég skrifaði niður uppkastið, var eldur íbænum og faðir samstarfskonu minnar hafði lenst í honum og brennst mikið. Hann þurftiað dvelja í gjörgæslu margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín var lenginiðurdregin og með mikla áhyggju að sjálfsögðu. .....

Halda áfram að lesa hér: http://tru.is/pistlar/2011/6/lind-a-himninum


Í dag er alþjóðaflóttamannadagur


Jeg flyver
Jeg har en vinge
og jeg er en fugl
Men jeg har kun én vinge
Jeg har en far og mor
Jeg er klar til at flyve
Så flyver jeg
sammen med min far og mor

Jeg flyver og flyver
Så ser jeg fugle
der er fanget i en snor
Så vill jeg befri dem
De kalder på mig
Hælp hælp
Så går jeg ned
og hjælper dem


-"Jeg flyver": Stewart 10 år asylbarn fra Irak i DK 2008 - 
  



Gleðilegt sumar!


1341_04_63_prev_983721.jpg
 
 
 
Rétt eftir ég flutti til Íslands, fannst mér fyndið að kalla dag í kulda "sumar" ! Smile
Það tók nokkur ár fyrir mig áður en ég fattaðist loksins að "sumar á Íslandi" varðar ljós og sólskin fremur en lofthita.  W00t   
 


               Snemma sumars berast snjókorn í vindinum
               Hvítpúðruð Esja gnæfir yfir höfnina
               ,,Sumarið!" Dúðað fólk brosir við mér
               Smám saman dofnar yfir vetrinum í Lækjargötu

               Snemma sumars stingur kuldinn hörund mitt
               Fuglar dansa á torfunni og ylja sér
               við hliðina á þöglu blómabrumi
               Daginn lengir rólega í nepju á Austurvelli

               Svo rennir sólin niður björtu skini sínu
               og þekur bæinn með óskorinni ljóshimnu
               Sál mín seilist eftir sólinni
               og flýgur upp í loft eins og arnarengill

               Snemma sumars á Íslandi
               Dagur himnaljóss

 

 
                                                     - Snemma sumars;  TT apríl 2002
                                                             Myndin er úr FreeFoto.com -
 

 

 


Sakura


     p1000004_973779.jpg

 

                      Ekki nema nokkra daga
                      í fullum blóma

                      Lítil en mörg bros
                      í ljósbleikjum

                      í húmi

                     
                      Draumamynd kvöldsins
                      opnast
                      á forlög undir himni



                                                        - mars 2010, TT ásamt myndinni -
                                                           * Sakura : kyrsuberjatré


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband