Færsluflokkur: Mannréttindi

“Safe Passage” vs dehumanization

Hello, dear people. Thank you for this opportunity. I am not an expert on the refugee matter in Europe. I would like, however, as a street priest, to witness from the reality that I am facing regarding the situation of asylum-seeking people here in Iceland.

As you know, generally speaking, asylum-seekers and refugees are often dehumanized. When we see photos of boats filled with refugees, when we watch videos in which thousands of refugees are walking holding small children, to borders, who can say that kind of situation is humane?

I have friends who are asylum seekers, and many of them have been living in Europe for 8, 9, or even longer than 10 years without sufficient civil rights. Is this situation humane?

Two Syrian refugees in Iceland are now about being deported to Bulgaria, just because they have come here through Bulgaria. Is this decision humane?

No, not at all. They are dehumanized. Maybe, this dehumanization of asylum seekers is not an accident. Dehumanization is a method we use when we don’t want to confront violations against humanity and want to leave the problem as it is.

Last Wednesday, a couple from Africa got negative answers from the appeal committee. They were in Italy and therefore Dublin-refugees. They came to Italy across the Mediterranean Sea on a boat as we see in the news. The husband lost his brother in the sea.

The ministry of the Interior gave a guideline last December, regarding sending refugees back to Italy. It says: “the living conditions for refugees in Italy are not good enough for delicate people such as children or ill people.” (Personally I insist to stop sending people back to Italy totally. This is the ministry’s view.)

Of the couple referred to the husband has infection in the lungs with very much pain and he has been on medication for nine months now. The decision from the appeal committee says, though: “The husband is a 29 years old man in good health, so his condition does not make him an ill person”.

The wife is expecting a baby in 5 months. She has miscarried three times before, including once when she arrived here. The decision from the appeal committee says: “The wife is in a delicate condition. Nevertheless she had got permission to stay in Italy, thus she has access to the health system there in Italy. It is, therefore, all right to send her back there”. Oh, she doesn’t have even a house to stay in Italy.

This is one of manifesting forms of the dehumanization that the asylum-seeking people are facing today, here in Iceland. Whatever the situation of each individual is, the authority has already decided to say “NO!”

We need to break down this dehumanization of asylum seeking people, if we want to insist The Safe Passage and make it come true. The attitudes that the Directorate of Immigration and the appeal committee are showing are not the consensus of the Icelandic people, I believe.

So, I ask you, dear people, to watch the things we are supposed to watch, hear voices that we are supposed to hear in order to recognize what is happening in our society, and finally to make an action that we are supposed to make.

Otherwise, we cannot defeat the cold blood evil of dehumanization. Let’s make The Safe Passage come true, by humanizing the dehumanized.
Thank you.

- At the gathering "Safe Passage Now" at the Lækjatorg, February 27th 2016-

(Prestur innflytjenda) 


Hættum að nota Dyflinnarreglugerðina

Now it is time to abolish the Dublin-system. It has been making the victimes of violence and dictatorship "victims again" here in Europe.
Please read and join the petition.
This regards also my friends, PLEASE!!

Many thanks to "No more deportations" group for the initiative of the petition.


Hættum að nota Dyflinnarreglugerðina


,,Hví ofsækir þú mig?"

Duldir fordómar

Komið þið sæl og blessuð. Toshiki Toma heiti ég og mig langar að þakka fólki í undirbúningshópi málþingsins innilega fyrir þetta tækifæri í dag. Ég hef starfað sem prestur innflytjenda síðustu tuttugu ár og í starfi mínu hef ég oft þurft að fjalla um fordóma sem innflytjendur hafa mætt hérlendis. Fólk sem þekkir vel málefni innflytjenda á Íslandi bendir allt á að á Íslandi ríkja duldir fordómar þegar kemur að innflytjendum.

Ofbeldisfullt árás á útlending er t.d. flokkað í sýnilega fordóma, en duldir fordómar eru yfirleitt ósýnilegir. Dæmi slíka fordóma eru þegar afgreiðslumaður í búð hunsar viðskiptavin af erlendum uppruna og sýnir ekki vilja til að afgreiða hann en tekur á móti öðrum viðskiptavini á undan. Duldir fordómar snúast um framkomu þar sem viðhorfið er niðrandi án þess að orðalag eða framkoma sé fordómafull.

Duldir fordómar geta einnig orðið hluti af samfálagskerfinu. Fyrir tíu árum samþykkti Alþingi frumvarp sem kvaddi á um að: Maki Íslendinga, sambúðarmaki eða samvistarmaki sem er yngri en 24 ára, getur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu að vera nánasti aðstandandi Íslendinga.

Tilgangurinn var að hefta fjölda útlenskra maka Íslendinga á landinu. Nokkrir hagsmunaaðilar innflytjenda tóku eftir fordómum og mismunun sem fólust í frumvarpinu og bentu á þau, og þau urðu ekki lengur ,,ósýnileg“ en þetta var dæmi hvernig fordómar gætu orðið að hluta samfélagskerfisins.

Þannig birtast duldir fordómar í framkomu einstaklings og einnig komast þeir inn í opinbera samfélagskerfið. Og að mínu mati mæta umsækjendur um alþjóðlega vernd, eða fólk á flótta, þessum dulda fordómum daglega. Þetta mun koma í ljós þegar við skoðum hversdagslíf þeirra.

Skráningarskírteini

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru ekki einsleitur hópur og við þurfum alltaf að hafa það í huga, en samt eiga þeir eitt sameiginlegt; það er að sækja um vernd hérlendis. Þá eiga umsækjendurnir að fá skráningarskírteini.

Skráningarskírteinið er einu gögn sem umsækjendurnir geta notað til að auðkenna sig, þar sem þeir verða að afhenda yfirvöldum öll skjöl sem þeir hafa með sér. Líklega hugsum við ekki um það venjulega, en skírteinisleysi er mjög hættlegt.

Fyrir nokkrum árum lendi maður sem var að sækja um alþjóðlega vernd í bílslysi og það þurfti að flytja hann á spítala, en gangandi fólk í staðnum gat ekki fundið hver viðkomandi maður var og mjög hikandi að kalla á sjúkrabíl. Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt tilfelli eða lífshættulegt, en kerfið þarf að læra af reynslu sinni.

Reglugerð útlendingalaganna kveður á: að ,,Umsækjandi um hæli (….) skulu eins fljótt … fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ í 92. grein. Engu að síður er staðreynd sú að sumir hafa skírteini og aðrir ekki. Næstum enginn í Fit er með skráningarskírteini.

Ég spurði nokkra sem voru með skírteini hvenig þeir hefðu fengið það. Þá sögðu þeir við mig: ,,Ég kvartaði yfir skírteinisleysi í félagsþjónustunni. Þá hafði starfsmaður samband við Útlendingarstofnun, og síðan var mér sagt að fara í Útlendingarstofnun til að taka mynd af mér. Ég fór og eftir nokkra daga kom skírteinið til mín“.

Sem sé, það er ekki upplýst almennilega hvernig umsækjendur um alþjóðlega vernd geta fengið skráningarskírteini. Reglugerðin er til. En það sem hún kveður á er ekki framkvæmt á réttan hátt, þrátt fyrir ítrekaða athugasemd frá okkur áhugafólki um málefnið undanfarin ár. En af hverju? Þetta er dæmi um ,,óvirkt viðhorf“ þjónustuveitanda.

Atvinnuleit

Eins og þið þekkið, mega nokkrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ráða sig í vinnu. Mér finnst þeir sem mega starfa heppnir miðað við þá sem mega ekki vinna.

En hér langar mig að gera smáathugasemd. Þurfum við ekki að spyrja okkur hvort reglan, sem snýst um það hver má vinna hér og hver ekki, sé sanngjörn eða ósanngjörn? Þeir sem eru tengdir Dyflinnarreglunni mega ekki vinna. En samt hafa nokkrir af þeim verið hér lengur en eitt ár eða jafnvel tvö ár. Þarf reglan ekki að vera sveigjanlegri?

En hvað sem öðru líður þá kemur vinna ekki sjálfkrafa til fólks á flótta. Umsækjendur, sem mega fá sér vinnu, verða að fara sjálfir í atvinnuleit.
En eftir því sem ég þekki, gengur atvinnuleit umsækjendanna mjög illa.

Fyrst og fremst mega þeir ekki nota þjónustu Vinnumálastofnunar, af því að þeir eru ekki í kerfinu. Þeir kunna ekki íslenskt tungumál og einnig eiga þeir yfirleitt ekki marga íslenski vini sem geta veitt þeim aðstoð. Þó að maður sendi umsókn um vinnu til allra vinnuveitenda sem auglýsa fyrir lausa stöðu, er sárasjaldan sem koma svör frá þeim.

Sumir vinnuveitendur þekkja ekki hvernig þeir geta ráðið útlending sem hefur ekki kennitölu og það getur einnig verið góð afsökun fyrir þá til að ráða ekki fólk á flótta.
Þó að einhver sé heppinn nógu að finna vinnu fyrir sig, kemur atvinnuleyfi ekki endilega tímanlega.

Eitt dæmi sem ég hef vitnað í var þetta: Umsækjandi um alþjóðlega vernd fékk ráðningarsamning. Hann var heppinn, en lögmaður hans kynnti hann fyrir atvinnurekanda sem leitaði að starfsmanni. Umsókn um atvinnuleyfi var sent til yfirvaldanna. En eftir hálft ár hafði verið liðið, var atvinnuleyfi enn ekki komið. Atvinnurekandinn gat ekki beiðið lengur en þetta og ráðningarsamningnum var slítið.

Spurningar mínar eru þessar: Af hverju geta umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem mega fá sér vinnu, ekki notað þjónustu Vinnumálastofnunar? Ég held að það sé nægileg ástæða þess að þeir fá sérstakt leyfi um aðgang að þjónustu Vinnumálastofnunar.

Af hverju býr Útlendingastofnun eða annar ábyrgðaraðili á málinu ekki til upplýsingarhefti sem útskýrir aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd og hvernig vinnuveitandi getur ráðið því, svo að fólkið getur tekið það með sér í atvinnuleit og látið vinnuveitanda hafa?

Af hverju tekur það svona langan tíma að útvega atvinnuleyfi, þó að það sé einnig mál sem varðar alla innflytjendur utan ESB?
Er það ósanngjarnt í garð annarra innflytjenda utan ESB að veita fólki á flótta, sem er hlutfallslega fátt, undantekningu frá skyldu um atvinnuleyfi?

Menntun og sjálfboðastarf

Hvað um fólk sem má ekki vinna á meðan það er að bíða eftir úrskurði yfirvalda um mál sitt? Þó að það geti ekki unnið, nýtist tíminn samt í menntun, sjálfboðastarfsemi eða tómstundagaman fyrir sig.

En hingað til er eina tækifæri fyrir fólk á flótta til að mennta sig, íslenskunámskeið, og auk þess, enskunámskeið í Reykjavík. Mér skilst að íslenskunámskeiðið í Reykjavík sé frá kl. 9 til 12 á fjóra daga í viku og stendur í þrjá vikur og mér finnst þetta vera ekki slæmt, ef nýtt námskeið kemur tímanlega eftir lok eins námskeiðs.

En í Reykjanesbæ er námskeiðið aðeins fjórar klukkustundir í viku og stendur í tíu vikur. Og það virðist langt á milli námskeiða þar. Ég ætla ekki að segja að Reykjanesbær vanræki ábyrgð sína, af því að við fréttum um gríðarleg fjárhagsvanda Reykjanesbæjar og sennilega vantar hann peninga til að auka tækifæri menntunar fyrir flóttafólkið. En samt er meginatriðið hér að það er ekki nægileg starfsemi hjá umsækjendum um alþjóðlega vernd.

(*Leiðrétting: Ég fékk ábendingu eftir málflutninginn, en námskeiðið í Reykjavík er tvær klukkustundir á dag, annað hvort f.h. eða e.h. og stendur í fjóra vikur, en það er bara fjórar vikur á hverju hálfu ári. Því er staðan næstum sama og í Reykjanesbæ).

Þá komum við að sjálfboðastarfi. Margir umsækjendanna óska þess að taka þátt í sjálfboðastarfsemi. En í rauninni er afar lítill möguleiki til heldur á sjálfboðavinnu. Mér sýnist að það sé bersýnilegt að við þurfum að skapa fleira tækifæri fyrir sjálfboðastarf fyrir fólk á flótta.

Að því leyti hvílir ábyrgðin ekki aðeins á yfirvöldunum heldur einnig á öðrum stofnanum sem eiga erindi við málefnið eins og Rauði Krossinn eða jafnvel Þjóðkirkjan að mínu mati. En það þýðir ekki að yfirvöldin beri hér enga ábyrgð.

Persónulega finnst mér eins og yfirvöldin telji sig ekki bera neina ábyrgð á líðan og vanlíðan umsækjenda um alþjóðlega vernd, en er slíkt rétt viðhorf? Iðjuleysið sem umsækjendur eru dæmdir til gegn vilja sínum skapar geðræn vandamál eins og kvíði og þunglyndi.

,,Eat, sleep, eat, sleep… I’m getting depressed“. Það er andleg pynting að láta mann skynja eins og að maður væri óþarfur. Allir hafa rétt á að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það eru grunnréttindi.

Lokaorð

Þegar er skoðað hversdagslíf umsækjenda um alþjóðlega vernd, munum við verða að viðurkenna það að allt of mörg atriði séu skilin eftir hálfgerð, þó að það sé hægt að sinna þeim betur og bæta þau.

Ég þekki ekki mikið til um verkaskiptingu sveitarfélaga, einstaka ráðuneyta og stofnana en mér finnst ofboðslega skrítið þegar velferðarráðuneytið segir ekki orð um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það talar þó hátt um flóttafólk sem ríkið býður nýtt líf á Íslandi. Skortur á virkum vilja hjá yfirvöldunum og aðgerðarleysi eru nú komin á stig duldra fordóma.

Og þegar ég tek svo til orða þá er ég líka að tala um þá staðreynd að yfirvöld refsa fólki á flótta, fólki sem neyddist til að nota falskt vegabréf, þvert ofan í 31. grein flóttamannasamningsins. Yfirvöldin skilja einnig að hjón með því að vísa maka sem er umsækjandi um alþjóðalega vernd úr landi.

Ég verð að segja að hvort tveggja er jafnvel meira en duldir fordómar, það eru duldar ofsóknir. Ef til vill hefur sérhver starfsmaður hjá yfirvöldnum ekki slíkt í huga, en vinnubrögðin sem heild í málefninu eru dulin ofsókn gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd.

Þá langar mig að spyrja yfirvöldin:
Af hverju ofsækið þið fólk á flótta? Af hverju hafið þið andúð á því?

Nú er tími til að við fáum svar.

Kærar þakkir til ykkar á málþinginu


(Þessi ræða var flutt í ræðuefnishluta um ,,hversdagslíf” málþings um málefni flóttamanna ,,Farðu burt!!“. Málþingið var haldið á vegum MFÍK í Iðnó þann 23. nóvember 2014)





Atvinnuleit hælisleitenda

Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er.

Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar. 

1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál).
Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. 

Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. 

En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda", sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar. 

2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. 

Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. 

Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir.
 
Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit? 

3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga.
„Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig". Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum.

En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. 

Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar.
Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.    

  


23 ára drengur á flótta í 17 ár

Ég fer oft í heimsókn við hælisleitendur á Íslandi en að sjálfsögðu get ég ekki hitt alla hælisleitendur. Meira að segja get ég ekki kynnst vel við alla sem ég hitti. Sumir þeirra eru orðnir að vinum mínum, en aðrir eru bara kunningjar og samskipti okkar eru yfirborðsleg. 

Einn af hælisleitendum sem ég hef samband við þessa dagana er strákur frá Afganistan. Hann heitir Yusuf Mahdavi. Saga hans stingur hjarta mitt, þar sem hann er á sama aldri og sonur minn, 23 ára gamall, en lífsferli hans hefur verið allt öðruvísi en líf sónar míns.

Hann er mjög rólegur strákur með kurteisi. DV birti viðtal við hann í jólablaði og það er hægt að lesa á netinu líka.

Viðtal við Yusuf í DV

Yusuf flúði heimaland sitt með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára vegna ofsóknar Taribana gagnvart Hazara þjóðarbroti þar sem Yusuf tilheyrir. Faðir hans var myrtur og bróðir var týndur í árasi Taribana í heimaþorp Yusuf í Wardak héraði í Afganistan.

Íran tók á móti fjölskyldunni en þar mætti hún aftur ofsóknum og mismunun af landsmönnum í Íran. Eftir tíu ár, þegar Yusuf varð að táningaur, flúði hann aftur, en aleinn í þetta skiptið.

Hann eyddi fimm árum í að leita að landi þar sem yfirvöld tækju upp hælismál hans. En lönd í Evrópu, sem eru þegar full af hælisleitendum, sýndu máli drengsins engan virkilegan áhuga. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og hérna var málið hans tekið almennilega til skoðunar í fyrsta skipti.

Eftir tvö ár á Íslandi fékk Yusuf synjun um hælisumsókn sína frá Útlendingastofnun (ÚTL). Málinu hefur verið áfrýjað til ráðuneytisins en víst er að lífi hans er ekki ætlað að verða auðveldu.

Helst atriði í úrskurði ÚTL

Úrskurður ÚTL er að mörgu leyti undrandi. Ég fékk leyfi frá Yusuf til að skrifa um úrskurðinn. Helst atriði eru eins og eftirfarandi:

1. ÚTL telur að frásögn Yusuf í hælisumsókn sinni sé trúverðug. (Gott mál. Alls ekki sjálfsagt mál að ÚTL segir slíkt.)
2. ÚTL kannast við slæmar aðstæður afganskra flóttamanna í Íran. Því ætlar ÚTL ekki að senda Yusuf til baka til Íran.

3. Fjöldi hryðjuverka/árása af andspyrnuhreyfingu í Afganistan hefur aukist eftir árið 2011, sérstaklega í dreifbylissvæði.
4. Núverandi ríkisstjórn Afganistan er kosin lýðræðislega og fordómar og mismunun gagnvart Hazara þjóðarbroti virðast hefa minnkað sig.

5. ,,Ástandið í Wardak  héraði er talið vera nokkuð stöðugt ef miðað er við svæði innan Afganistan .... (þar sem) itök Taribana eru talin vera til staðar á svæðinu". Því má Yusuf fara til baka til Afganistan. (Hluti í ,, - " er tilvitnun úr úrskurðinum)
6. ,,Ef umsækjandi(Yusuf) óttast ástandið í Wardak héraði, þá sé ekkert því fyrirstöðu að hann setjist að á öðru svæði í Afganistan t.a.m. í höfuðborginni, Kabúl".
 
7. ,,Stórt samfélag er í Kabúl af fólki sem tilheyrir Hazara þjóðarbroti og því ætti umsækjandi að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess".
8. Niðurstaðan er sú: Yusuf fari til baka til Afganistan.

Mér fannst mjög erfitt að fylgjast með þessum rökum. En mér skilst að kjarni röksemdarinnar sé þetta:

,,Þó að öryggisástand í Afganistann sé enn ,,óútreiknanlegt", er það betra í Wardak héraði miðað við svæði þar sem Tariban hefur bein áhrif. Því er það í lagi að Yusuf fer til baka til Afganistan. Ef Yusuf óttast að búa í heimaþorpi sínu, má hann búa í Kabúl. Fólk hlýtur að veita aðstoð við hann". 

Vanmat á upplifun Yusuf og ástand lífs hans

Það er mér undrandi að hvernig ÚTL metur upplifun Yusuf og ástand í lífi hans lítið. Það er a.m.k. þrjú atriði til sem á skilið að gera athugasemd við.

Í fyrsta lagi var faðir Yusuf myrtur í heimaþorpi sínu ásamt mörgum öðrum. Þetta er staðreynd og minning um málið mun aldrei hverfa úr brjósti Yusuf. Auk þess er Tariban til staðar í Afganistan og gerir öryggiástand þar ,,óútreiknanlegt". Það er allt annað en að öryggisástand er tryggt.

Í öðru lagi búa móður Yusuf og systkini öll í Íran og hann hefur engan ættingja í Afganistan. Yusuf segist þekkja engan í Afganistan. Hann hefur aldrei í Afgansitan síðan hann var sex ára gamall. Það er mjög bjartsýni að segja að Yusuf ,,ætti að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess". En byggist það á áreiðanlegum möguleika eða bara draumi?    

Í þriðja lagi er Yusuf búinn að eyða tíu árum sem flóttamaður í Íran og sjö árum sem hælisleitandi í ýmsum löndum, samtals sautján árum. Það má segja að hann sé orðinn ríkisfangslaus í raun. Í sautján ár meðal tuttugu og þriggja ára lífs hans hingað til hefur Yusuf verið á flótta. Ætti ÚTL ekki að meta þessa staðreynd líka í ákvörðum sinni ef hún hefur mannúðarlegt sjónarmið með sér?

Styðjum ,,Yusuf á Íslandi"

Siðastu tvö ár, á meðan Yusuf var að bíða eftir úrskurði ÚTL, gat hann tekið þátt í skólalíf í Reykjanesbæ. Hann dvelur í Reykjavík núna og þrátt fyrir áreitni lögreglunnar eins og DV hafi hermt í jólablaðinu, virðist Yusuf njóta friðar og mannlegs lífs hér á Íslandi. Þetta er enn ekki endanleg staða fyrir Yusuf, en hann er samt að smakka bita ,,venjulegs lífs" núna á Íslandi, í fyrsta skipti í lífi sinu sem ungur maður. 

Ég óska að Yusuf geti haldið áfram á Íslandi. Ég óska að hann geti þurrkað af óvissu um framtíð lífs síns og komist í venjulegt líf sem venjulegur ungur strákur. Hann var búinn að fá alveg nógt hingað til. Ég óska að sem flestir hér á landi geti stutt Yusuf og sýni samstöðu við hann.

Til þess hef ég búið til síðu á 
Facebook: 

,,Yusuf á Íslandi" 

(með samþykki hans) og mig langar innilega að biðja ykkur um að sýna stuðning við Yusuf með því að ,,like" síðuna. Stuðningur almennings og samstaða eru þess sem Yusuf þarfnast núna.

 

 


Manneskja sem á hvergi heima

Með þessari grein langar mig að vekja athygli lesenda á stöðu konu sem býr hér á landi og lífsvirði hennar. Líf hennar hefur í mörg ár verið eins og í „limbói". Hún hefur verið í vinnu og borgað skatta eins og aðrir sem hér búa undanfarin sjö ár en hins vegar hefur hún ekki aðgang að velferðarkerfinu, ekki einu sinni sjúkratryggingakerfinu. Hún getur hvorki öðlast ökuréttindi né sótt um bankalán, þar sem hún hefur ekki lögheimili hérlendis og borgaraleg réttindi hennar eru mjög takmörkuð.

Hún býr í sama samfélagi og við en hún er ekki með sömu stöðu, hún er ekki með okkur í raun. Hún er í „limbói". Hvað hefur valdið slíkri stöðu?

Á flótta

Ég fékk leyfi frá konunni til að skrifa um mál hennar. Konan heitir Lika Korinteli. Hún er georgísk og fæddist árið 1970 í Abkasíuhéraði í Georgíu. Árið 1989 var íbúafjöldi í Abkasíu um hálf milljón og 48% íbúa voru georgísk, 17% voru abkasísk og um 30% voru rússnesk eða annars lensk.

Frá og með árinu 1989 varð hreyfing sem krafðist sjálfstæðis Abkasíu frá Georgíu öflugri. Georgía varð sjálf að sjálfstæðri þjóð árið 1991 eftir upplausn Sovétríkjanna.

Árið 1992 lýsti Abkasía yfir sjálfstæði sínu en baráttan milli Abkasíu og Georgíu hélt áfram þar til árið 1994. Enn í dag segist Abkasía vera sjálfstæð þjóð á meðan Georgía telur hana hluta af georgísku þjóðinni.

Í ferli stríðsins flúðu margir georgískir íbúar Abkasíu og fóru á öruggari svæði í Georgíu. Stjórn Abkasíu ýtti undir þjóðarhreinsunarstefnu gagnvart þeim íbúum landsins sem ekki voru abkasískir og fleiri en tíu þúsund manns létust á þessu tímabili. SÞ fordæmdi þjóðarhreinsunarstefnuna en afleiðing stríðsins varð sú að íbúum Abkasíu fækkaði um tvö hundruð þúsund frá því sem áður var. Lika var meðal flóttamannanna. Foreldrar hennar voru látnir áður en hún fór á flótta.

Lika var í skjóli í Tbilisi í Georgíu sem flóttamaður og vann í smásöluturni fyrir smápeningum. Hún hélt áfram að lifa sem flóttamaður í um tíu ár en stjórn Georgíu vann ekki vel í málefnum flóttamanna eða gerði þá að venjulegum borgurum.

Allir formlegir pappírar Liku voru á skjalasafni í heimaborg hennar í Abkasíu. Safnið brann í stríðinu árið 1992 og Lika varð pappírslaus en stjórn Georgíu lét henni ekki í té nýja pappíra sem georgískum borgara. Þá ákvað ríkisstjórnin að loka skjólinu og hætta að styðja flóttamennina árið 2004. Það sem flóttamennirnir fengu frá ríkinu var ákveðin peningaupphæð, en hún var of lítil til að byrja nýtt líf. Lika sá ekkert annað í stöðunni en að flýja heimaland sitt, Georgíu. 

Á Íslandi

Lika kom til Íslands árið 2005, í leit að nýrri von, og sótti um leið um hæli. En hælisumsókn hennar var synjað af Útlendingastofnun (ÚTL) eftir hálft ár og dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfesti úrskurð ÚTL hálfu ári síðar.

Í ferli málsmeðferðar komu þær upplýsingar frá yfirvöldum Georgíu að þau gætu ekki borið kennsl á að Lika væri ríkisborgari í Georgíu. Þá sótti Lika um dvalarleyfi af mannúðarástæðum árið 2008 en fékk synjun frá ÚTL árið 2012 og var málinu áfrýjað til innanríkisráðuneytisins og er Lika enn að bíða eftir svari ráðuneytisins.

Lika fékk takmarkað dvalar- og atvinnuleyfi árið 2006 og síðan hefur hún stöðugt verið í vinnu. En eins og ég lýsti í upphafi eru réttindi hennar mjög takmörkuð. Auk þess verður hún að endurnýja leyfið árlega. Sem sé: Líf hennar er enn í algjörri óvissu og það er ekki hægt fyrir hana að byggja upp eigið líf eins og venjuleg manneskja gerir.

Níu ár. Lika er búin að vera á Íslandi í næstum því níu ár. Séu talin með árin sem hún eyddi sem flóttamaður í Georgíu eru það næstum tuttugu ár. Þar sem yfirvöld í Georgíu viðurkenna ekki Liku sem georgískan ríkisborgara er ekki hægt að senda hana til baka, raunar til einskis lands. Hún festist hér á Íslandi og er í rauninni orðin ríkisfangslaus.

Lika getur ekki sýnt fram á þá pappíra sem ÚTL krefst af henni. Þekkt mannréttindasamtök, „Human Rights Watch", benda á erfiðleika georgísks fólks sem bjó áður í Abkasíu við að fá formlega pappíra eins og vegabréf eða fæðingarvottorð. Hvað getur Lika gert í þessum aðstæðum, sem einstaklingur sem er hafnað af eigin föðurlandi?

Ef einhver getur komið einhverri hreyfingu á þetta „limbó" held ég að það væru íslensk yfirvöld og það eigi að vera þau. Mig langar að biðja þau um að sjá heildarmynd máls Liku.

Við vitum um stríðið í Abkasíu og flóttamennina sem streymdu þaðan til Georgíu. Það eru engar efasemdir um að Lika sé frá Abkasíu/Georgíu vegna tungumálskunnáttu og ítarlegra lýsinga um aðstæður þar. Sú staðreynd að hún hefur verið stöðugt í vinnu á Íslandi og ekki valdið neinum vandræðum ætti að vera henni til hagsbóta sem og jákvæðir vitnisburðir fólks sem þekkir hana hérlendis. Hvað vantar meira?

Að mínu mati er það mannréttindabrot að láta manneskju vera í „limbói" yfir svo langan tíma. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld stígi það skref sem bjargar Liku, þar sem hún er fórnarlamb stríðs og ringulreiðar sem fylgdi því.

  


Sanngjörn ákvörðun fremur en ,,hrað" ákvörðunar

Þetta fréttir komu fyrir nokkrum dögum en Innanríkisráðherra tjáði sig um málefni hælisleitenda. Áhugavert.

En mig langar að gera athugasemd um (a.m.k.) eitt atriði.

Hanna Birna, ráðherrann, orðar ,,48 stunda kerfi" til þess að hraða afgreiðslu hælisumsóknar eins og gert er t.d. í Noregi.

Ef til vill virkar þetta þegar mjög einfalt mál er að ræða, en það virðist vera augljóst að tveir dagar duga ekki til þess að fjalla um flókið mál og mál sem er ekki svo einfalt og það lítur út fyrir að vera.

Ég er ekki þeirra skoðunar eins og að allir hælisleitendur skulu fá dvalarleyfi. Sumir eru ekki að leita hælis í raun eftir því sem ég er búinn að sjá sjálfur.

Það sem ég vona fyrst og fremst er það að yfirvaldin komast í sanngjarna niðurstöðu þó að afgreiðsla skuli taka lengri en 48 stundir. ,,Sanngjörn niðurstaða (sem innifelur sér ,,mannúðarlega tillitssemi") er hið eina sem óskast.    

 


mbl.is Er 300 daga að afgreiða kærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun No Borders vegna mál Martin, hælisleitenda frá Nígeríu

Venjulega er ég ekki svo hrifinn af því að senda ,,e-mail petition" til ákveðins fólks, en stundum er það óhjákvæmilegt. Ég hef hvatt fólk nokkurum sinnum sjálfur að senda áskorun eins og þegar ég vildi RKÍ myndi skipuleggja söfnun fyrir Japan eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar fyrir tveimur árum.

Þetta mál um Martin, hælisleitana frá Nígeríu, er eitt af slíkum tilfellum að mínu mati. Málefni hælisleitenda er talsvert erfitt að fylgjast með fyrir venjulegt fólk og oftast er enginn háttur til staðar til að hafa afskipti um málefnið. 

Samtökin ,,No Borders in Iceland" er að hvetja almenning til að senda áskorun til yfirvalda svo að þau afturkalla þá ákvörðun að Martin verði fluttur til baka til Ítalíu og hann fái viðurkenningu sem flóttamaður. Og þau bjóða fólki til að taka þátt í áskorun eins og eftirfarandi. 

Ég er sammála þeim í þessu og mig langar að standa saman með No Borders. Hvað annars er hægt að gera fyrir okkur almenning nema við tjáum okkur á þennan hátt í svona máli?  


Áskorun No Borders:


Hér er bréf sem senda má á Innaríkisráðherra og fleiri til að mótmæla brottvísun Martin frá Nígeríu 

Sæll Ögmundur

Í kvöld bárust fréttir þess efnis að senda ætti hælisleitandann Martin aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarin
nar. Hann hefur nú þegar dvalist á Ítalíu í níu ár án þess að mál hans væri tekið til skoðunar. Sökum samkynhneigðar sinnar óttast hann um líf sitt og heilsu snúi hann aftur til Nígeríu þar sem algengt er að ráðist sé á samkynhneigt fólk og nýtur það lítillar verndar af hálfu nígeríska ríkisins. Íslenska ríkið hefur enga afsökun fyrir því að fela sig á bak við Dyflinnarreglugerðina og senda manninn aftur til Ítalíu þar sem litlar líkur eru á að mál hans verði tekið fyrir á næstu árum og mun hann því lifa við áframhaldandi óvissu. 

Ég skora á þig að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stöðva brottvísunina og veita manninum dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 

NAFN þitt.

netfang:

ogmundur@althingi.is (Innanríkisráðherra)
k.volundar@utl.is (Forstjóri Útlendingarstofnunar)    

 

 


Þeir sem búa utan hversdagslífs okkar

Samkynhneigðum flóttamanni neitað um hæli (RÚV)

Ég hef lesið nýlega í einhverjum stað að fleiri en 20.000 börn eru að deyja úr hungri eða sjúkdómi á hverjum degi í Afríku. En flest okkar (þ.á.m. ég sjálfur) vita þá staðreynd ekki sem raunverulegan ,,reality", heldur kannski aðeins sem hluta upplýsinga um heiminn. 

Á sama hátt vitum við ekki stöðu samkynhneigðar fólks í Nígeríu eða stöðu hælisleitenda í Italíu.

Skiptir okkur engu máli ef fólk býr utan svæðis hversdagslífs okkar? Að nokkru leyti gæti það verið sorglegur og kaldur raunveruleiki hjá okkur mönnum.

En þessi maður, Martin, er innan ramma hversdagskífs okkar núna og ég held að það sé ,,un-human" að ýta honum út úr landinu og þýkjast að þekkja ekkert...

Stundum þurfum við ekki að draga línu sjálf milli þess sem við eigum erindi okkar og þess sem ekki? Annars munum við tapa mannvirðingu okkar sjálfra? 

Ekki senda Martin til baka til Italíu, Please.

  


Íslendingar geta stutt mikið ef til vill

Ég held að það sé hræðilegt og sorglegt að heyra um stöðu í Úgandu hvað sem varðar mannréttindi samkynhneigðs fólks og harða stefnu ríkisins gegn því. Ég þekki ekki mjög mikið um Úgandu og hef aldrei verið þar, en mér skilst að Úganda hafi verið í erfiðum aðstæðum lengi bæði stjórnmálalega og efnahagsmálalega.

Ef til vill geta slíkur óstöðugleiki haft áhrif á harðstjórn af þessu tagi, en það má ekki vera afsökun að sjálfsögðu.

,,Í dag eru sambönd samkynhneigðra ólögleg í Úganda eins og víða í ríkjum sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Í Úganda á fólk sem verður uppvíst að því að eiga í sambandi við aðra manneskju af sama kyni yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi".

Allt að 14 ára!? Þó að ekki einu sinni er glæpur að ræða? Kynhneigð mun vera óbreytanleg hvers sem annar maður krefst við viðkomandi, mun slík lög vera til þess að láta samkynhneigðs fólk vera í aðskildu rými. En flest samkynhneigt fólk mun fela kynhneigð sína, þarf harðstjórn að fá ,,njósnara" til að finna það.  
,,Samkvæmt frumvarpinu verðu það skylda að tilkynna það til yfirvalda gruni þá einhvern um að vera samkynhneigðan. Ef fólk brýtur gegn þessu á það yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi".

Þetta virðist vera fáranlegt slæmt hringrás.

,,Úganda er ekki eina ríkið í heiminum sem brýtur grimmilega á mannréttindum hinsegin fólks. Sjáðu nágrannaríkin, Nígeríu og Kamerún. Ástandið er ekkert betra þar."

Í heimalandi mínu, Japan, er staðan samkynhneigðs fólks sé ekki eins slæm og það sem Nabagesera lýsir um Úgandu. A.m.k. er það ekki ólöglegt að vera samkynhneigður maður í Japan. En samt eru gríðarlegir fordómar til staðar í japönsku samfélagi og ég held að það sé enn erfitt að samkynhneigt fólk segir frá kynhneigð sinni án þess að fela hana.   

Bekkjarabróðir minn í prestaskóla í Tókíó er ,,tarnsgender" manneskja núna og þjónir sem prestur. Hann sagði mér einu sinni um erfiða reynslu sína stuttlega. (Því miður er ég enn ekki búinn að fá tækifæri til að hlusta á hann nægilega).

Réttindabót mun vera nauðsynleg fyrst og fremst, en þá er einnig nauðsynlegt að berjast við fordóma síðar.

Ísland er búið að takast það að bæta réttindi samkynhneigðs fólks, og því sýnist mér að það hljóti að vera ýmislegt sem Íslendingar geta lagt fram í baráttu í málefninu víða í heiminum og ekki síst í Úgandu.  

,,Landi þar sem meirihlutinn er kristinn, flestir mótmælendur. Inn í trúna blandast menning álfunnar. Meðal þess sem trúarleiðtogar halda fram er að samkynhneigð sé bein ógn við fjölskyldur og hafa þessar skoðanir þeirra notið stuðnings unga fólksins í Úganda".

Og jú, slíkt er líka hluti af málinu. Við í kirkjum á Íslandi verðum að halda áfram því að eiga erindi við málefni þess.  

 


mbl.is Kynhneigð getur kostað hana lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband