Tommy Lee Jones og íslensk tunga

Ég hef skrifað eða talað mörgum sinnum hingað til um erfiðleika íslenskrar tungu fyrir okkur innflytjendur. Leiðrétting. Nokkrir innflytjendur eiga ekki bágt með íslenskuna, því á ég að segja ,,erfiðleika fyrir marga innflytjendur" þ.á.m. mig sjálfan.

En samt kemur löngun til mín aftur og aftur í að endurtaka þetta mál eftir tækifæri. Ef til vill er það vegna þess að þetta mál fylgist með mér á hverjum einasta degi, og mun staðan breytist ekki mikið alla ævi mína sem verður eftir.

Ég var 33 ára þegar ég flutti til Íslands. Ég var nýbakaður prestur í Japan (vígður 1990) og mig langaði að vinna mikið og njóta menntunar minnar sem mest. En staðreynd var sú að ég var enginn eða bara ókunnugur maður, sem ég kunni ekki íslenskt mál.

Það væri ekkert gagnlausara í heiminum en prestur sem getur ekki skilið það sem fólk segir eða talað sjáfur! Þetta var ekki grín, heldur raunveruleikinn sem ég mætti.

Á þeim dögum var ,,The Fugitive" (Harrison Ford & Tommy Lee Jones) sýnd og varð mjög vinsæl kvikmynd. Í henni lék Tommy Lee Jones kraftmikinn alríkislögreglumann Deputy Gerard, og hann sagði ýmislegt fyndið og talaði við aðra á mjög ákveðinn hátt.

Að sjálfsögðu talaði hann ensku en ekki íslensku. Engu að síður varð hann ,,til karlmannlegrar fyrirmyndar"  og ég vildi tala eins og Deputy  Gerard og starfa á sama hátt.

En þá beið raunveruleikinn mín þar sem ég gat talað t.d. í búð bara eins og ,,Góðan daginn....er fiskur til?...piece af white fiskur...??" (Áttu ýsuflök?) Enginn myndi sjá Tommy Lee Jones í mér með þetta...

Aðstæðurnar bættust með tímanum, og ég get bjargað mér að nokkru leyti á íslensku núna. Ég las í íslensku mjög mikið, að sjálfsögðu, sérstaklega í fyrstu fimm árum. Ímynd um Deputy Gerard hvatti mig í raun, þó að ég hafi aldrei náð til stíls hans.

Um daginn fékk ég tækifæri til að fara í ,,Samfélagið í nærmynd" hjá Hrafnhildi Halldórsdóttur í Rási 1. Hún sagði við mig: ,,Þú talar góða íslensku núna og þú ert til í að læra jafnvel meira".

Ég þakkaði fyrir lofsorð hennar á mig, en sátt að segja er íslenskukunnátta mín (ekki bara ,,kunnátta" heldur ,,þjálfun í að tala") enn langt í burtu frá því sem ég þarfnast.

Raunar er ég mjög lélegur í að ,,tala" á íslensku miðað við að skrifa. Það sem ég get tjáð mig á íslensku er líklega bara helmingur af því sem ég get á ensku, eða minna en 20% af því á japönsku. 

Það er fólk við, sem ég vil kynnast vel persónulega í kringum mig (OK, í hreinskilni er það konur). Með orð ,,persónulega" á ég við að ýmislegt sem varðar persónuleika sjálfs míns og fólksins. Skoðun um samfélagsmál eða trúmál get ég bent á skrifum mínum ef ég má marka af mér sjálfum.

En til þess að dýpka gagnkvæman skilning milli manna duga skrifin ekki. Menn þurfa að segja mikið víðara atriði í lífinu sinu. Þarna mun innifelast minningarsögur, brandar, umhyggju eða nákvæmleg tjáning tilfinningar.

Íslenskan mín dugar ekki að þessu leyti, og því hefur mér næstum aldrei tekist að byggja upp persónuleg og gagnkvæm samskipti við aðra Íslendinga í einkalífsstigi. (Er þetta bara afsökun mín og sönn ástæða er kannski minn persónuleiki sjálfur..?? Nei, ég held það ekki, af því að það gengur vel í raun þegar samskipti við Japana eru að ræða). 

Nú hætti ég að muldra. Það hjálpar mér ekki meira, og þetta er bara útrás til bráðabirgða. Ég held áfram í að tala íslensku með fyrirhöfn til að taka framförum í henni og þolinmæði. 

En samt langar mig að biðja ykkur Íslendinga um að gleyma ekki því að ,,sannur persónuleiki" innflytjanda getur falist á bak við lélegu íslenskuna hans. Verið þið svo væn að finna mig/okkur út?!  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband