9.4.2014 | 20:14
Um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi
-Hugvekja flutt á aðalfundi Ísbrúar(Samtaka tungumálakennara á Ísland), 27. mars 2014-
Komið þið sæl og blessuð.
Íslenskt tungumál er stórt mál þegar kemur að aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og það er einnig stórt mál fyrir mig sjálfan, eiginlega æviverkefnið mitt. Ég hef oft skrifað greinar um aðlögun innflytjenda og um sambandið á milli íslenskunnar og innflytjenda í dagblöð og fleira. Mig langar þó að ræða mín hér í dag verði ekki endurtekning á því sem ég hef sagt áður.
1.
Hvað er ,,aðlögun"? Í orðabókinni stendur að aðlögun sé: ,,það að laga sig eftir einhverju, aðhæfing" en mér finnst þetta hjálpa okkur ekki mikið. Orðið eða hugtakið ,,aðlögun" er mjög óskýrt að mínu mati. Sérhvert okkar hefur ef til vill eins konar ímynd um aðlögun, en samt dvelur ímyndin oftast sem ímynd án þess að vera skilgreind nægilega. Hvernig getum við metið hvort innflytjandi nokkur sé búinn að aðlagast að íslenska samfélaginu vel eða ekki? Það er spurning sem erfitt er að svara skýrt á ákveðinn hátt.
Ég flutti til Íslands 2. apríl árið 1992 og er því búinn að búa hér í næstum í 22 ár. Finnst ykkur ég vera búinn að aðlagast að Íslandi nægilega vel? Jú, ég er búinn að aðlagast nokkuð vel, en ekki að öllu leyti þó. Ég á t.d. bágt með að eignast íslenska vini. Fyrir tíu árum átti ég marga góða vini sem voru íslenskir en með tímanum hafa þeir nú horfið. Nú eyði ég flestum mínum einkatíma með öðrum Japönum. Ég er alls ekki sáttur við það sem ég er í dag og mig langar að breyta því og eyða meiri tíma með Íslendingum. Ég er því að glíma við þetta mál.
Ef ég skilgreini ,,aðlögun" með mínum orðum, þá er aðlögun fyrst og fremst ,,málamiðlun". Sem sagt: þegar innflytjandi gerir málamiðlun við íslenska samfélagið og getur þolað að búa hérlendis, er hann búinn að aðlagast. Þvert á móti, ef innflytjandi kvartar stöðugt yfir lífinu á Íslandi og getur lítið sem ekkert fundið jákvætt við það eða skapandi, þá er hann ekki búinn að aðlagast, jafnvel þótt hann hafi búið hér í tíu ár. Málamiðlun: ,,Ok, ég bý á Íslandi a.m.k. um skeið" er nauðsynleg ef innflytjandi ætlar að búa hér.
Að sjálfsögðu er málamiðlun ekki allt um aðlögun innflytjenda, en ég fullyrði að málamiðlun sé grunnur aðlögunar eða ,,hin minnsta aðlögun" innflytjenda. Það er hærra stig um aðlögun, eins og íslenskukunnátta, þátttaka í þjóðfélaginu, að eiga íslenska vini og svo framvegis. En fyrsta skrefið er að finna málamiðlunarpunkt fyrir sig. Ef viðkomandi innflytjandi þjáist ekki á Íslandi vegna þess að hann sé innflytjandi og hann er ekki orðinn að ,,veseni samfélagsins", þá er hann búinn að aðlagast a.m.k. í lægsta stigi aðlögunar.
Ef viðkomandi getur ekki gert neina málamiðlun, þá mun hann geta ekki búið hér lengi. Þetta er fyrsta atriði sem mig langar að segja. Ég heyri oft að Íslendingar segja við innflytjendur frá Tælandi eða Perú eins og: ,,Þú ert komin/n frá gjör ólíkum menningarheimi. Það hlýtur að vera erfitt að aðlagast hér á Íslandi". En það er mín reynsla að þetta er ekki rétt. Þeim sem finnst erfitt að aðlagast á Íslandi er frekar fólk frá Vestur-Evrópu eða Norður-Ameríku, af því að nokkrir einstaklingar þaðan eru bundnir við lífsstíl heimalandsins síns og geta ekki gert málamiðlun við líf á Íslandi.
2.
En þessi málamiðlun er náttúrlega á milli tveggja aðila, innflytjenda og samfélagsins. Sérhver innflytjandi er annars vegar ákveðin manneskja, en samfélagið er hins vegar óákveðinn hópur manna, og þess vegna lítur málamiðlunin út fyrir eins og hún væri eingöngu mál innflytjandans, en hún ætti ekki að vera það.
Raunar verður samfélagið að gera málamiðlun við innflytjendur í samfélagi líka. Í tilfelli eins og innflytjendur gera einhliða málamiðlun, er það ,,assimilation". En þegar samfélagið er til í að gera málmiðlun við innflytjendur, er slíkt gagnkvæm aðlögun.
Málið er þegar tveir aðilar koma að málamiðlun, þá eru það eigin skilningur og væningar hjá báðum aðilum sem erum til staðar.
Innflytjendur geta talið upp atriði varðandi málamiðlun sína eins og:
* Mér liður ekki illa að búa á Íslandi
* Ég þarf ekki að læra íslensku
* Ég er sátt/ur að takmarka einkalíf mitt við að vera með samlöndum mínum
* Ég þarf ekki taka virkan þátt í samfélagi
Aftur á móti geta skilningur samfélagsins og væntingar verið eins og:
* Innflytjendur eiga að læra íslensku og skilja
* Innflytjendur mega ekki ónáða líf Íslendinga
* Innflytjendur eiga að virða menningu Íslendinga og hlýða siðum Íslendinga
* Innflytjendur mega ekki gagnrýna Íslendinga
* Innflytjendur eiga gjarnan að koma í samvinnu þegar Íslendigar undirbúa fjölmenningarlega starfsemi.
Þetta eru bara dæmi og hvort slíkar væntingar séu réttmæltar eða ekki er annað mál. Það getur verið skilning- og væntingamunur á milli innflytjenda og samfélagsins. Ég held að við getum bent á eftirfarandi sem dæmi um slíkt:
* Umræða um hvort innflytjendur eigi að fá túlk í heilbrigðisþjónustu eða ekki
* Fáir foreldrar mæta á foreldrafundi í skólanum þótt þeim sé boðið
* Sú staðreynd að hlutfall atvinnuleysis er hærra hjá innflytjendum en Íslendingum, sem sé, það er erfiðara fyrir innflytjanda að fá vinnu en Íslending.
Ástæða þess að slíkur munur á skilningi eða væntingum á sér stað er ef til vill sú að annars vegar þarf samfélagið að líta á innflytjendur sem einsleitan hóp manna til þess að búa til stefnu eða móttökukerfi, en hins vegar eru innflytjendur gjörólíkir einstaklingar í rauninni og einnig er munur til á eftir því hvort innflytjandi er nýkominn til landsins eða búið hér til lengri tíma. Mér finnst það vera mjög mikilvægt og nauðsynlegt að skoða þetta mun betur og finna leið til að brúa bilið, en við getum ekki farið dýpra í það mál hér í dag.
3.
Ég var að tala um málamiðlun innflytjenda sem hina minnstu aðlögun. Ef við búum til mynd aðlögunarferlis innflytjenda í huga okkar, þá hlýtur ákveðin kunnátta á íslensku að tilheyra grunstigi aðlögunar. Nú langar mig að kynna nokkur dæmi innflytjenda fyrir ykkur til þess að hugsa enn og aftur um samband milli innflytjenda og íslenska tungumálsins, sérstaklega í samhengi aðlögunar innflytjenda.
Ég ætla að taka sem dæmi fjórar konur sem ég þekki persónulega mjög vel.
Kona A flutti til Íslands fyrir tólf árum. Hún er á fertugsaldri og starfar í skólatengdri þjónustu. Hún kann mjög lítið í íslensku. Hún virðist hafa næstum engan áhuga á taka virkan þátt í samfélaginu. En hún er mjög sátt við eyða tímanum með eiginn manni sínum sem er íslenskur, að hitta samlanda sína og huga að tómstundum sínum. Hún nýtur lífsins síns að mínu mati.
Kona B er japönsk hefur búið á Íslandi lengur en fjórtán ár. Hún kann lítið í íslensku. Hún er á sextugsaldri. Hún virðist vera sátt við að búa á Íslandi. Hún starfar á ferðaskrifstofu sem leiðsögumaður fyrir japanska ferðamenn og raunar hefur hún verið mjög upptekin síðastu ár. Ég held að hún sé hluti af stórkostlegum viðskiptaárangri Íslendinga í ferðaþjónustu með því að taka á móti ferðamönnum frá Japan.
Kona C er líka á fimmtugsaldri og bjó á Íslandi í um tíu ár. Hún hefur nú flutt af landi brott aftur. Hún skildi ekkert í íslensku, þar sem hún kom til Íslands til að kenna erlent tungumál, sem var móðurmál hennar, í Hákóla og lagði ekki mikið á sig að læra hana enda hún þyrfti ekki að nota hana mjög mikið. Það var a.m.k. hennar mat. Sem tungumálskennari, lagði hún mikið fram til Háskólans og viðurkenna margir í Háskólanum það. En ég held að henni hefur ekki liðið vel á Íslandi þrátt fyrir velgengni í starfi. A.m.k. heyrði ég næstum ekkert jákvætt um Ísland frá henni.
Kona D er um fjórtíu ára. Hún giftist íslenskum manni og bjó á Íslandi frá árinu 2007. Hún lýsti yfir því að hún myndi ekki læra íslensku af því að hún hafði ekki áhuga á henni. Hún vildi ekki vinna, þar sem maðurinn hennar fékk nægilegar tekjur. Hún var aðeins í samskiptum við nokkra samlanda sína og komst ekki í mikil samskipti við Íslendinga. Í fyrra skildu hjónin og hún fór baka til heimalands síns fyrir jólin.
Þessar fjórar konur eru bókstaflega ,,lifandi dæmi". Þær eiga tvennt sameiginlegt. Annað er að þær kunna lítið eða ekkert í íslensku og hitt er að þær hafa búið á Íslandi í frekar langan tíma eða lengri en í sjö ár. En fyrir utan það, skoðum þá tvö atriði sem einkenna konurnar. Fyrst er hvernig þeim líður á Íslandi og annað er hvort þær hafi jákvæð áhrif á íslenska samfélagið á sýnilegan hátt. Hið síðara er tekið fyrir á mjög grófan hátt og aðeins til að halda hugvekju minni áfram.
Konan A er sátt við líf sitt á Íslandi en hún hefur engan vilja til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Það má segja að hún hafi heldur ekki áhrif á samfélagið.
Konan B er sátt við líf sitt hérlendis og hún hefur bersýnilega góð áhrif í ferðaþjónustu Íslendinga.
Konan C var ekki mjög sátt við að búa á Íslandi, en hins vegar hafði hún bersýnilega góð áhrif á Háskólann.
Konan D virðist hafa ekki notið daga sinna á Íslandi og hún hafði engin áhrif á íslenska samfélagið.
Þannig sjást hér skýrt fjögur mismunandi mynstur aðlögunar innflytjenda. A er sátt við líf sitt en ekki virk í samfélagi. B er sátt við líf sitt og virk í samfélagi. C er ósátt við líf sitt en virk í samfélagi. Og D er ósátt við líf sitt og ekki virk í samfélagi heldur. Ég sagði í upphafi að minnst aðlögun innflytjenda er að gera málamiðlun og líða ekki illa á Íslandi. Ef ég tek einnig þá staðreynd að konurnar hafa búið hér a.m.k. í sjö ár, myndi ég segja að konum C og D hafa mistekist í aðlögun sinni en konum A og B hafa tekst í aðlögun þó að þær kunni lítið íslensku eftir lengri en tíu ára dvöl á Íslandi. Og í rauninni búa konurnar C og D ekki lengur á Íslandi.
4.
Ég er á þeirri skoðun að grunnur aðlögunar innflytjanda eigi að vera líðan innflytjenda. Sem sé hvort þeir geta verið sáttir við hvernig þeir lifa lífi sínu á Íslandi og ekkert annað. Þegar innflytjendur eru búnir að finna málamiðlunarpunkt fyrir sig og eru sáttir við eigið líf sitt a.m.k. á ákveðnu tímabili, þá eru þeir búnir að aðlagast nú þegar í minnsta stigi. Við teljum mjög oft að kunnátta í íslensku sé ómissandi hluti af aðlögun innflytjenda, en ég held að þetta tilheyri væntingu samfélagsins til innflytjenda, en sé ekki endilega ómissandi hluti af búferlaflutningi í raunveruleika innflytjenda.
Hér held ég að við þurfum að breyta hugsjónarhætti okkar hingað til eins og aðlögun innflytjenda getur ekki verið án íslenskukunnáttu. Ef við festumst í þessari mynd af ,,aðlögun - íslenska", þá halda innflytjendur sem geta ekki skilið íslensku áfram að birtast aðeins sem neikvæð tilvist í augum Íslendinga. Og slíkt mun aldrei hvetja innflytjendur á jákvæðan og skapandi hátt til hærra stigs aðlögunar.
Ég býst við hörðum mótmælum frá ykkur gegn tillögunni minni um að aðskilja íslenskuna frá grunni aðlögunar, en ég vona að tillagan mín verði atriði til umhugsunar og umræðu.
Samt vil ég forðast misskilning. Ég er ekki að neita mikilvægi íslenska tungumáls fyrir líf innflytjenda. Ég hef alltaf hvatt innflytjendur til að læra íslenskuna, þar sem hún skiptir þá máli raunverulega. Og ég vil hvetja innflytjendur að vera virkir í samfélaginu og gefa og þiggja góð áhrif í þjóðfélaginu. Ég er prestur og ég trúi því að manneskja eigi að lifa lífi sínu að fullu, fremur en að lifa með örsmávæntingu um sjálfa/n sig.
En málið er að því meira við tölum um hærra stig aðlögunar, þeim mun meira erum við að ræða um persónulegan lífsstíl innflytjenda. Við verðum að vera vel vakandi fyrir þessu og þurfum að fara varlega þegar við ræðum um aðlögun innflytjenda.
Við megum ekki vera eingöngu með okkar væntingar þegar við ræðum við innflytjendur eins og: ,,Þið verðið að tala íslenskuna, blandast meira Íslendingum, verða sýnilegri í samfélaginu" og svo framvegis. Slíkt er alveg sama og að Reykjavíkingur fer út á landsbyggðina og segir við íbúa þar: ,,Þið megið ekki búa í svona einangrun. Hér er allt of einmanalegt". Hvað myndu íbúarnir þar segja við Reykjavíkinginn þá?
Við megum ekki troða á lífsstíl og lífsskoðun upp á sérhvern innflytjenda í nafni ,,betri aðlögunar". Við megum ekki hanna líf innflytjenda í stað þess að þeir geri það sjálfir.
Að lokum langar mig að gera samantekt þess sem ég hef í huga mínum. Að ræða um aðlögun innflytjenda er hið sama og að tala um líf innflytjenda sjálfra. Því skulum við ekki gleyma því að nálgast málið með virðingu fyrir innflytjendum sem manneskjum og af tillitssemi við einkalíf þeirra.
Við þurfum að fara varlega þegar við notum ákveðinn mælikvarða til að meta aðlögun innflytjenda, svo að notkun mælikvarðans verði ekki einhliða dómur á innflytjendur. Gleymum ekki að innflytjendur eiga mælikvarða sinn sjálfir til að meta samfélag okkar á Íslandi.
Kærar þakkir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2014 kl. 23:36 | Facebook