Uggvænleg þróun hælismála á Norðurlöndum


Ég er daglega ísamskiptum við hælisleitendur á Íslandi. Ég er ekki sérfræðingur í málum þeirraen hef engu að síður lært margt á þessum samskiptum. Bein samskipti við fólkeru oft besta kennslan. 

Nú hef ég áhyggjur af þróun hælismála á Norðurlöndum. Það er um regluna „Non-refoulement",sem bannar að senda hælisleitanda til baka til heimalands síns þar sem viðkomandióttast að vera þar í lífshættu eða sæta ofsóknum.

Að sögn hælisleitendasem ég hitti sjálfur og hlustaði nýlega á á Íslandi voru þrír einstaklingar af7-8 manns sem höfðu verið sendir heim frá Norðurlöndunum þar sem þeir sóttufyrst um hæli. Hefur einhver áhuga á að vita hvað beið þeirra í heimalöndunum? „Lögregluþjónarbiðu eftir mér á flugvellinum og ég var settur beint í fangelsi," sagði hver ogeinn þeirra, en dvalartími þeirra þar var misjafn. Einn var tvö ár í fangelsi.Hælisleitendurnir segjast hafa borið vitni um hvernig „heimsending" þeirramyndi enda.

„Non-refoulement"er grundvallarregla sem 33. gr. samnings um réttarstöðu flóttamanna hjá SÞ frá1951 kveður á um. Auðvitað er þetta ákvæði mjög mikilvægt og margs konar atriði/kerfií kringum flóttamannamál byggjast á þessari grunnreglu. Ef þessi grunnregla er álitinveigalítil í hælisumsóknum einstaklinga skekur það heildarkerfið og réttarstaðahælisleitenda fer aftur um sextíu ár. Þetta er því alvarlegt mál.

Þetta snertirjafnframt annað alvarlegt mál sem ég hef áhyggjur af. Eins og við vitum er Evrópusambandiðmeð Dublinarreglu og Noregur og Ísland eru aðilar að henni með sérsamningi. Íreglunni er kveðið á um að fyrsta landið þar sem manneskja sækir um hæli skalbera ábyrgð á því máli og leiða það til lykta. Ef einstaklingur sækir um hæli ínýju landi á meðan fyrsta umsókn hans er enn í meðferð í ríkinu þar sem hælisleitandileitaði fyrst skjóls á það land sem fær aðra umsókn að senda viðkomandi afturtil fyrsta lands.

En forsenda þesskerfis er að hvert og eitt land kanni hælisumsókn vel og sinni hennialmennilega. Ef fyrsta land, sem á að bera ábyrgð á ákveðinni hælisumsókn, sýnirmálinu kæruleysi eða brýtur reglurnar stenst Dublinarreglan ekki.

Ef nokkur löndsinna hælisleitendamálum ekki nægilega vel og senda umsækjanda til baka tilheimalands síns þrátt fyrir að hann þurfi raunverulega að óttast ofsóknir ogjafnvel um líf sitt er slík ákvörðun brot á grundvallarreglum „Non-refoulement".En það sem er jafn slæmt er að þetta útilokar möguleika á „annarri umsókn"fyrir viðkomandi hælisleitanda. 

Synjun sem hælisleitandi fær einu sinni fylgir honum alla tíð og þótt honumtakist að flýja heimaland sitt aftur og sæki um hæli í öðru landi verður hannsjálfkrafa sendur til baka, aðeins vegna hirðulausrar ákvörðunar sem hann fékk ífyrstu tilraun. Það er starfsregla, t.d. í Kanada, að skoða sögu hælisleitandaog hvort viðkomandi hafi fengið synjun í einhverju landi í Vestur-Evrópu áður.Ef svo reynist er umsókn hafnað án þess að fara í málsmeðferð.

Mig langar að ítrekatvennt að lokum. Í fyrsta lagi eiga slík brot (eða mjög grunsamleg aðgerð umbrot) sér stað núna í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta eruekki vanþróaðar þjóðir í mannréttindamálum, heldur þjóðir sem hafa lagt mikið ávogarskálarnar í þeim efnum. Við verðum að vera vakandi svo að þróunin verðiekki of neikvæð í framtíðinni, en til þess megum við ekki lengur horfa á Noregeða Svíþjóð með okkar „jákvæðu" fordómum eins og þau brjóti aldrei alþjóðlegasamninga í mannréttindamálum.

Í öðru lagidvelja hælisleitendur í ofangreindum aðstæðum - fólk sem hefur reynslu af því aðhafa verið sent aftur til heimalands og fólk sem óttast endursendingu tilheimalands frá Noregi - núna á Íslandi. Hvernig bregst íslenska yfirvaldið við íslíkum tilfellum? Mér skilst að það sé ekki auðvelt að finna lausn á þessum málumen samt óska ég þess að réttlætið verði efst í forgangsröðinni á meðal hlutaðeigandi.


- Fyrst birt á FrB. 30. júlí 2011-

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband