Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til starfa um mánaðamót. Samkvæmt Fréttablaði dagsins: ,,Hið nýja ráðuneyti tekur yfir verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðar-, iðnaðar- og efnahags og viðskiptaráðuneytisins að öllu eða hluta".
Og þessi breyting er greing sem viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til að komast yfir veikleika íslenskrar stjórnsyslu. 

Ég sagði sama þegar innanríkisráðuneyti tók yfir störf dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, grunar mig hvort sameining af þessu tagi sé í samræmi við lýðræðislega skipulagningu stjórnvalda.
Ég hef nokkrar áhyggjur af því of mikið af valdi er falið einum valdhafa. Ég tel að það eigi að vera rými fyrir mismunandi álits á sama málefni til þess að halda í jafnvægi jafnvel innan yfirvaldanna ríkisins.  

Einnig verður mikið vinnuálag á eitt ráðuneyti. Forsíða Fréttblaðsins segir frá kvörtun forstjóra Eimskips varðandi afgreiðslu beiðni sína hjá innanríkisráðuneytisins. Forstjórinn bað ráðuneytið um fund vegna laumufarþega (hælisleitenda) 16. júlí en ekkert svar er enn komið frá ráðuneytinu.
Ef slík töf stafar af of mikilli vinnuálagi, borgar sameining sig ekki.

Ég vona að því sem ríkistjónin stefni sé ekki að búa til ,,hið eina- og almáttuga ráðuneyti". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Toshiki Toma,  Tek heilshugar undir orð þín.  

En það lítur út fyrir að núverandi stjórnvöld beri enga virðingu fyrir vinnu veitanda sínum og hlusta því ekki á hann.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.8.2012 kl. 18:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband