Vantar hugskeyti...??

Það var sjónvarpsþáttur Japans sem ég naut þess að horfa á netinu í vetur. Þátturinn hét ,,Ég gifti mig ekki"og stóð í ellefu vikum. Hann var drama um tvær konur um einn karlmann, sem hugsuðu um ,,að giftast" út frá hverju eigið sjónarmiði.

Ungur strákur, Junpei, heldur: ,,Ég get ekki gift mig" (skortur á sjálfstreysti), önnur kona á miðaldri, Haruko, er sterk: ,,Ég þarf ekki að giftast" og hin kona, Chiharu, sem er rúm þrítug að aldri, óskar þess að giftast en getur ekki fundið réttan mann fyrir sig.

Sagan var létt, fyndin og björt og mér fannst hana mjög gaman. Kjarni sögunnar var, sem sé, að Junpei og Chiharu, sem voru ókunnug hvort fyrir öðru í byrjun, hittist og síðan byrjuðu bæði Junpei og Chiharu að halda í ástarkennd til annars.

En Hvorki Junpei né Chiharu hefur ekki hugrekki til að segja frá tilfinningu sína til annars og út af því gerist ýmislegt sem kemur í veg fyrir þau. T.d. nálgast önnur stelpa og strákur Junpei og Chiharu... og Junpei og Chiharu misskilja bæði eins og ,,Hann/Hún hlýtur að vera hamingjusamur/söm með þá stelpu eða strák.


Að fela ástartilfinning sína var nokkuð algengt og jafnvel eins konar ,,þjóðarhugarfar" Japana fyrir löngu, en ég held að slíkt viðhorf sé búið að breytast mikið núna. Því ætla ég ekki að segja að hikið á Junpei og Chiharu í tjáningu ástarkenndar sinnar sé dæmigert hjá Japönum. Samt er ég alveg viss um að margir Japanir eiga ennþá bágt með að tjá ástarkennd sína beint og skýrt. 

Ég var búinn að venjast mikið ,,beinatjáningar"menningu Íslands, því varð ég svolítið pirraður á meðan ég horfði á samskiptin milli Junpei og Chiharu. ,,Af hverju segirðu ekki skýrt!!?? Segðu bara Ég elska þig, Ég þarfnast þín eða Mig langar að borða miso-súpu sem þú bjóst til (hefðbundin bónorð karlmanns til konu) !!"

En ef við skoðum okkur sjálf og í kringum okkur, höfum við mörg tækifæri til að tjá tilfinningu okkar við annað fólk fyrir utan orð ástarkenndar. Það er t.d. eins og: hamingjuósk í einhverju tilefni, samúðarkennd, umhyggju, hvatning eða hrós.

Þetta eru jú ekki sama og ástarkennd, en þau eru einnig tilfinningar sem geta mótað ákveðið samband milli manna með því að berast til viðkomandi. Að mínu mati skiptir það okkur miklu máli hvort okkur tekst það að skila þessum orðum tímanlega og á almennilegan hátt. Erum við vakandi yfir því og önnumst það rétt?

Að sjálfsögðu munu slík tækifæri teljast til endalauss fjölda í lífi okkar og það sé ómögulegt fyrir okkur að missa ekki af neinu af þessum tækifærum. Samt tel ég að það geti orðið jafnvel fastaviðhorf lífsins okkar að líta lítið á slík tækifæri ef við vanrækjum stöðugt að gefa fólki í kringum okkur orð í tilteknu tilefni, vegna leti, hiks eða skorts á tíma.


Ég segi stundum við vin minn: ,,Æ, fyrirgefðu að ég hef ekki haft samband fyrr en núna. Ég var að hugsa til þín alltaf en fékk ekki tækifæri til að tala við þig...". Og einnig er mér sagt hið sama, af og til, af vini mínum nokkrum.

En ég velti því fyrir mér: berst hugmynd eða tilfinning, sem verður ekki að orðum, til hans/hennar eða til mín eða þín? Eða kannski vantar mig bara getu til ,,hugskeytis"...??       

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband