,,Confessional attitude" og ,,objective attitude"

Mig langar að mæla með því að horfa á þetta viðtal. Það kennir ef til vill nokkurt mikilvægt atriði sem mun nýtast fyrir okkur í umræðu um trúmál hér á Íslandi.

Fréttakonan virðist geta ekki skilið þá staðreynd og mikilvægi þess að fræðimaður í trúarbragðafræði skrifar bók um trúarbrögð sem eru önnur en fræðimanns eigin trú. Fréttakonan virðist hafa fasta ímynd að það sé móðgandi gerð fyrir viðkomandi trúarbrögð eins og maður stígur inn í hús annars fólks í skítugum skóm.

Ég veit, af reynslu minni, að það er fólk til sem hefur samskonar misskilning og fréttakonan.

Ég tala sjálfur um shintóisma og japanska búddisma í kennslu japönskuskorar HÍ. Fyrirlestur minn er aðeins í byrjandastigi, en ég hef haft kennsluna síðastu 10 ár. Og ég hef aldrei fengið neina kvörtun frá nemendum að ég flyti rangfærslu eða ósanngjörn ummæli í garð shintóisma eða búddisma.

Það er jú hægt að draga hreina línu á milli eigin trú sína (confessional attitude) og trúarbrögð sem fræðiefni (objective attitude). Ég las margar bækur um kristni sem voru eftir japanski búddista, en ég hafði ekki neitt sérstakt vesen um þær. Sumar voru góðar, en ekki allar, að sjálfsögðu.

Mér finnst það vera mjög mikilvægt að læra að skipta rási á milli ,,confessional attitude" og ,, objective attitude" fyrir þá sem eiga tækifæri til að taka þátt í umræðu um trúarbrögð. (Kannski sérstaklega fyrir okkur presta)

Án þess mun það vera erfitt að hafa skapandi umræðu um samskipti meðal trúarbragðanna.

Ég held að Dr. Reza Aslan sé til fyrirmyndar hvað sem varðar aðgreiningu á milli þessara tveggja viðhorfa.

Og einnig er hann mjög þolinmóður og kurteislegur að mínu mati. Ég þekki ekkert um verk hans, en gott að sjá íslamskan fræðimann sem brýtur niður vonda staðalímynd sem við getum haldið með okkur, jafnvel ómeðvitað, um íslam almennt. 

 


mbl.is Úthúðað vegna trúar í viðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband