15. agúst ,,Obon" hátíð í Japan

15. ágúst hvers árs er minningardagur Japana, þar sem Japan gafst upp í heimsstyrjöldinni síðari. En samtímis er þetta stór hátíðardagur Japana, sem heitir ,,Obon"  (Í nokkrum stöðum eins og í Tókíó er 15. júlí).

Þessa þrjá daga (14.-16.) heimsækja andar forfeðra heimili sitt. Því lifandi fjölskyldumeðlimar eiga að safnast allir saman með blóm og mat fyrir anda forfeðra.

 

f261
-Myndin er úr Item.rakuten.co.jp-


Myndin er skreyting fyrir hátíðina, sem heitir ,,Syóróma"(andahestur). Hestarnir eru fyrir anda forfeðra. Þegar þeir koma í heimsókn í þennan heim, nota þeir agúrku-hest sem gengur hratt.

Þegar þeir fara til baka í himnaríkis fata þeir með eggaldins-hest sem gengur hægt (til þess að vera með lifandi fjölskyldu sem lengst).

Raunar er þetta líka tækifæri ,,reunion" fyrir fjölskylduna og rosaleg stór umferð er kringum þessa daga. Mannfjöldi í Tókíó minnkar í alvöru og miðborgin verður í hljóði.    

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband