Blessaður heimur og sorgleg veröld


horfi ég á heiminn

í skæru sólskini.
mæður, bros og barnavagna.
heimurinn er blessaður. 

sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?              
             

               
  - Lind á himninum : maí 2003 –


Ég elska ljóð almennt og mér finnst gaman að yrkja ljóð sjálfur. Íslenskt tungumál er ekki móðurmál mitt og að sjálfsögðu er ljóð sem ég bý til aðeins gerð í stigi byrjanda. Engu að siður er ljóðaheimur mjög skemmtilegur og áhugaverður fyrir mig.  

(Ég tala stundum um íslenskt tungumál opinberlega í samhengi við innflytjendamál,
og hugmynd mín getur innifólgið sér ábendingu á tungumál sem vald. Þess vega fæ ég oft gagnrýni eins og ég beri enga virðingu fyrir íslensku tungunni eða ég fyrirlíti hana, en slíkt er bara bull.
Ég hef aldrei sagt og ekki einu sinni hugsað eitthvað eins og að innflytjendur þurfi ekki að læra íslesnku, að íslenska tungan sé lítils virði eða að enska skuli vera opinbert tungumál á Íslandi. Um slíka óviðeigandi sakfellingu langar mig til að skrifa við annað tækifæri.)
 

Allavega bjó ég til stutta ljóðið sem ég er búinn að setja hér í uppahafi á árinu 2003, en það tók mér margar vikur til að klára það. Þetta ljóð er mjög einfalt alveg eins og það litur út að vera fyrir. Í góðu veðri með maíssólinni byrjar fólk að brosa og koma út að heiman, allt litur út fyrir að vera hamingjusamt.

En í þessu tímabili þegar ég skrifaði niður uppkastið, var það eldur í bænum og faðir samstarfskonu minnar hefði lenst í honum og fengið mikla brennu á sér. Reyndar varð hann að dvelja í gjörgæslu spítalans margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín varð að vera í mjög þungu og hörðu andrúmslofti lengi að sjálfsögðu. 

Eftir að  ég fréttiði það, varð ég með eins konar samvikubiti. Ég sá samfélag  sem blessaðan heiminn í sólskinu. En í sama samfélaginu býr, á samtímis, fólk sem er að mæta sorg og erfiðaleika.
Blessaði heimurinn minn var raunar aðeins takmarkaður, litill heimur
  kringum í mig sjálfan. Mér leið eins og ég væri heimskur maður og algjör “ego-centric” (sem er kannski rétt að segja ??
Crying ) og hætti að vinna með ljóðið.   

Svona atriði – blessaður heimur og sorg/óréttlæti – er alls ekki nýtt umhugsunarefni fyrir okkur. Við vitum það þegar sem þekkingu eða upplýsingar. Samt þýðir það ekki endilega að við lifum lífi okkar “í “ þessari staðreynd heimsins. Oftast er það ekki þannig að við lífum lífi okkar sem er aðskilið frá sorg annarra eða óréttlæti í samfélaginu? A.m.k. verð ég að játa það um mig sjálfan.  

Varðandi viðkomandi ljóð, þá pældi ég málið lengi og tilfinningalegu viðbrögðin mín í fljótbragði voru farin. Og ég kom í þeirri niðurstöðu að ég mæti leyfa mér að halda áfram í því. Eftir að allt er komið, getur maður ekki stjórnað öllu sem gerist í heiminum okkar. Ef maður verður að bíða að njóta hamingju sinnar þangað til hvert og einasta fólk í heiminum verður hamingjusamt, þá fær maður aldrei tækifæri til þess. Að reyna að bera alla erfiðaleika annarra á herðar sínar er líka birting yfirlætis manns.  

Ég held að við megum njóta hamingjusamrar stundar sem við mætum, jafnvel stundum, í lífi sínu. Hún er náð Guðs, og án hennar hvernig getum við halda áfram okkur í von og hugrekki til framtíðar okkar?
Blessaði heimurinn okkar er litill og takmarkaður og hann er brosandi ekki endilega til allra jarðarbúa. Við skulum ekki glyma því. En vegna þess litla blessaða heims getum við staðfest virði hamingjusama lífsins og haldið áfram viðleitni okkar við að þróa það sem víðast meðal okkar manna.

 

 

                                       Reykjavik vor dem Parlament



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skrifin þín Toshiki. Ég er á leiðinni til Finnlands til sumardvalar og hlakka til að fylgjast með blogginu þínu þaðan.  Gott að lesa um þitt japanska sjónarhorn á íslenskan veruleika.  Blessings!

Kría (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Sigrún Ósk Arnardóttir

Ég er allavega á því að þú skrifir svakalega fína íslensku miðað við að hún er ekki þitt móðurmál.

Sigrún Ósk Arnardóttir, 15.6.2007 kl. 01:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband