Erlendir sérfræðingar á Íslandi: viðhorf, þörf og tækifæri


Fjárfestingarstofan og Útflutningsráð halda morgunverðurfund þriðjudaginn 4 september um málefni erlendra sérfræðinga á Íslandi þar sem meðal annars verða kynntar niðurstöður rýnihóparannsóknar um viðhorf sérfræðinga af erlendum uppruna, til búsetu og starfa á Íslandi.

Alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs og fjárfestingar erlendra fyrirtækja á Íslandi hafa aukið eftirspurn og þörf fyrir erlent starfsfólk með sérfræðiþekkingu. Hvaða þýðingu hefur þessi þróun fyrir íslenskt atvinnulíf? Hvernig gengur að fá þetta fólk til starfa og hvernig móttökur fær það hér á landi?

Meðal framsögumanna eru:

Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu
Guðný Rut Isaksen, ráðgjafi hjá Capacent
Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar
Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri hjá CCP
James Wyld, prófari hjá CCP
Alexander Picchietti, forstöðumaður viðskiptaþróunar og erlendra markaða hjá Símanum
Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík

Fundarstjóri: Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins

Þátttökugjald er kr. 1.400.
Skráning á fundinn er í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Morgunverðarfundurinn fer fram á Grand Hótel kl. 08.15-10.00.

Nánari upplýsingar veitir Inga Hlín Pálsdóttir verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is.
Vefsíða útflutningsráðs: www.utflutningsrad.is

  - Fréttatilkynning Alþjóðahúss -



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband