Brúðkaup Siðmenntar í Fríkirkjunni


Ég var búinn að heyra talsvert um brúðkaup sem var haldið í Fríkirkju í Reykjavík um helgina. Mér sýnist raddir nokkra presta, sem eru kollegar mínir, vera frekar neikvæðar við það að halda “veraldlega athöfn” í kirkjuhúsi og þarna sést einnig gagnrýni til Siðmennt (sem hélt athöfn) og Fríkirkjusöfnuði (leigði út kirkjuhúsið).

Í byrjun vil ég óska nýju hjónunum til hamingju og óska hamingjusams lífs í framtíðinni.

Eins og venjulegt langar mig til að segja álit mitt sem mun hugsanlega ekki vera vinsælt meðal kirkjufólks. Ég held þetta sé mál sem Fríkirkjan ákveður sjálf einfaldlega. Guðfræðilega er kirkjuhús húsnæði og ekkert meira en það. Það átt að berast virðingu fyrir því að sjálfsögðu, en samtímis finnst mér nauðsynlegt að við í kirkjunni pössum okkur að misskilja ekki eins og kirkjuhús væri einstaklegur heilagur hluti. 

Við trúað erum með tilhneigingu að við reynum að gera hluta og annað, jafnvel manneskju, sem er tengt við trú, heilagt og byrjum að dýrka það. Og mér finnst það vera ekki eftirsóknarvert, þar sem slík tilhneiging byggir óþarfan múr á milli þess sem er inni í kirkju og þess sem er utan.

Ef ég má lýsa því á mjög grófan hátt, er atriði sem aðgreinir kristinn mann frá fólki sem er ekki kristið það að maður trúir á Jesú og annað ekki. Það er kjarni málsins og það dugir. Hins vegar tel ég önnur atriði skipti ekki máli í alvöru eins og hvort maður sæki messu reglulaga, hvort maður horfi á mynd Jesú með dýrkun eða hvort maður þvoi höndum sínum áður en maður kemur í altarisgang eða ekki.

Mér skilst að kirkjuhús sé “sorrounding object” fyrir trú okkar en ekki trú sjálf. Þetta er fyrsta atriði sem mig langar til að gera skýrt.

En við erum öll lifandi og eru með tilfinningu líka. Mér finnst það mikilvægt að virða tilfinningu manna. Það er mjög eðlilegt að trúað fólk elska kirkjuhús sitt og annast það vel. Það er ekkert 
slæmt fólk heldur í þessari tilfinningu ef hún er í ákveðinni takmörkun. Þess vegna, þótt kirkjuhús sé aðeins húsnæði, ef fólki í Fríkirkjusöfnuði liður illa út af athöfn Siðmenntar, þá kannski er það ekki gott að leigja húsinu út, en ef fólkið segir “allt í lagi”, þá er það í lagi að mínu mati. Þetta er annað atriði sem ég hef í huga.

Þriðja atriði hjá mér er, þó að þetta sé afskiptasemi mín, hvort fólk sem sækir athöfnina beri virðingu fyrir kirkjuhúsinu eða ekki, hvort sem það sé trúð eða ekki. Mér finnst þetta sé bara mannasiðir. Ég skoðaði nokkrar myndir viðkomandi brúðkaups í heimasiðu Siðmenntar en mér sýnist allt hafi verið í almennilegum aðstæðum.
Því finnst mér allt vera í lagi um þetta atriði líka.

Og fjórða og síðasta atriði í huganum mínum.
Ég skil að margir í kirkjunni séu pirraðir vegna Siðmenntar. Ég er ekki endilega hrifinn af málflutning hennar sjálfur. Stundum sýnist mér málflutningur Siðmenntar vera alltof afskiptasamur yfir einkalíf annarra og vera sama tagið af afskiptasömum trúboði nokkrum.
Ég er ekki með sama lífsskoðun og þeir sem eru í Siðmennt (en ég vil viðurkenna einnig mikilvægi þess að vera “trúleysi” sem eitt viðhorf í lífinu manns. Og það er mikilvægt fyrir trú okkar, ekki eingöngu úti af mannréttindi. Ég vil skrifa um það við annað tækifæri).

Hins vegar viðurkenni ég “trúleysi” eða “guðleysi” sé almennileg lífsskoðun í samfélagi okkar og það eigi að eiga almennilegt “rými” til að vera við. Einnig viðurkenni ég mikilvægi þróunar “veraldlegrar athafnar” í framtíðinni. Mér finnst það alveg sanngjarnt og rétt að fólk sem trúir ekki kristni getur framkvæmt brúðkaup eða útför á eigin hátt sinn, fremur en að halda athöfn í kirkjunni úti af “valleysi” á málið.

Að þessu leyti er ég stuðningsmaður við að Siðmennt þrói veraldlega athöfn. Ekki misskilið, ég segi ekki að það skiptir ekki máli hvort fólk gifti sig hjá Siðmennt eða í kirkjunni. Ég boða merkingu þess að giftast í blessun Guðs en ekki á annan hátt, vegna trúarinnar minnar. En það er eitt og hvort samfélagið útvegi jafnt tækifæri fyrir trúar- eða lífsskoðunariðkun hvers og annars er annað mál. Ef Siðmennt vantar húsarými til að halda athöfn, þá er það ekki rétt og hugrakkt fyrir kirkju að leyfa henni að nota húsnæði sitt sem “ríkjandi” trúfélag í samfélaginu?

Það getur verið auðveldra fyrir kirkju, sérstaklega fyrir þjóðkirkju, að fara fram hjá þörfum Siðmenntar og láta hana vera. Kannski þorði Fríkirkjan að taka hugrakkt stíg í málinu. Er það ekki hægt að sjá málið svona?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þú hefur einstaka víðsýni Toshiki. Og eins og venjulega mjög fróðlegt að lesa pistilinn þinn.

Ég hélt samt að það væri hægt að fara til sýslumanns og gifta sig borgaralega. Siðmennt er að verða eins og trúfélag trúleysingja, eða þannig lít ég á málið í dag. Einhvern veginn held ég að það hafi ekki verið meiningin í byrjun. En það er rétt, þetta eru mannréttindi. 

Óska hinum nýju hjónum til hamingju

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.9.2007 kl. 12:57

2 Smámynd: Björg Árnadóttir

Sammála öllu ofansögðu. Ekki síst því að Siðmennt sé að verða trúfélag trúleysingja. Systir mín gifti sig borgaralegri giftingu. Hún vildi engu að síður hafa veglegt brúðkaup. Hún fór í hefðbundinn brúðarkjól, bauð til mikillar veislu og fulltrúi fógeta gaf þau saman við hátíðlegan og fallegan hljóðfæraleik í Viðeyjarstofu. Til hvers að troða svona athöfn í kirkju ef áhuginn á kirkjustarfinu er ekki fyrir hendi? Það er til fullt af glæsilegu húsnæði til slíkra athafna sem þá truflar ekki siðferðisvitund einhverra annara. Hins vegar er mér að meinalausu að fógeti eða aðrir gefi saman fólk í kirkjum rétt eins og að þar eru haldnir ýmis konar tónleikar.  Hins vegar finnst mér það hálfpartinn eins og fólk vilji bæði eiga kökuna og éta hana; Annað hvort vill fólk kirkjubrúðkaup eða ekki.

Björg Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: halkatla

ég vil byrja á að taka fram að mér þykja kirkjur alls ekkert heilagari en hver önnur hús, er samt sammála þessum pistli - en ég skil hinsvegar ENGAN VEGIN afhverjum Siðmennt er með brúðkaup í kirkjum???? Why?

halkatla, 23.9.2007 kl. 13:26

4 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir, takk furir athugasemdirnar.
Mér skilst að ástæða þess að Siðmennt vildi nota kirkjuhús væri sú að henni hefði tekist ekki að fá sambærilegt húsakynni sem hentaði athöfninni. Ég heyrði (frá þriðja manni) að fulltrúi Siðmenntar sagði það formlega.
Það getur haft verið önnur ástæður en það að sjálfsögðu!  en þori ekki að fullyrða slíkt...

Toshiki Toma, 23.9.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hef skilið það svo að allir hvar í trú sem þeir eru staddir geti fengið þjónustu hjá siðmennt. þ.m.t. kristið fólk. Þess vegna er svo mikilvægt að gera sér grein fyrir því að siðmennt eru ekki trúleysingar eingöngu, innan þeirra raða hafa verið búddar, islam, Lúthers trúar kristnir og fleirir og fleiri., þá er ég að meina þá sem sækjast eftir þjónustu þeirra. Það er líka til í dæminu að fólk gifti sig frá sitthvorri trúnni eins og frétt um daginn af brúðkaupi undir berum himni af kristnum og ásatrúar manneskju. Þar kom að vísu prestur að athöfninni og ásatrúarhöðinginn

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í þessum umræðum hjá Svan, sem er í Siðmennt, kemur fram að það voru brúðhjónin sem völdu húsnæðið.  Þau höfðu reynt að fá annan sal en fengu ekki.

Vil svo benda fólki á að rugla ekki saman Siðmennt og öðrum félögum trúleysingja, þ.m.t. Vantrú sem ég er í forsvari fyrir.  Þessi félög eru ekki tengd og málflutningur Siðmenntar hefur ávallt verið hógvær að mínu mati.

Það að tala um Siðmennt sem "trúfélag trúleysingja" lýsir einungis fordómum og fáfræði.

Matthías Ásgeirsson, 23.9.2007 kl. 17:28

7 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sé kirkjuhús guðfræðilega ekkert meira en húsnæði telur þú þá, Toshiki, að eitthvað guðfræðilegt sé við það húsnæði sem kirkjuhúsið er?

Svavar Alfreð Jónsson, 23.9.2007 kl. 21:28

8 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, séra Svavar.
Já, það er það á skilningi mínum. Hvað er þá kirkjuhúsið meira en húsnæði? Er nokkur útskýning meira um kirkjuhúsið?

Toshiki Toma, 23.9.2007 kl. 21:39

9 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér finnst þetta tvískilningur að trúa ekki á Guð en gifta sig í húsi Guðs.

Það er fullt af húsnæði í bænum og svo er hægt að láta gefa sig saman undir berum himni.

Hver er munurinn á að gifta sig hjá Borgarstjóra eða hjá siðmennt. Er þetta ekki það sama?

Sjálf er ég í Fríkirkjunni og mér finnst allt í lagi að lána kirkjuna til fallegra athafna en get ekki skilið af hverju fólkið vill hafa athöfnina í húsi Guðs.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.9.2007 kl. 21:55

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Mér finnst þetta tvískilningur [sic] að trúa ekki á Guð en gifta sig í húsi Guðs."

Er það þá tvískinnungur að trúa ekki á Gvuð en fara á tónleika í húsi Gvuðs? (sbr. ýmsa popptónleika sem haldnir hafa verið í Fríkirkjunni).  Ég bendi fólki á að lesa umræðurnar sem ég vísaði á í síðustu athugasemd minni - þar kemur fram að Fríkirkjan var ekki fyrst kostur hjónanna, þau reyndu að fá sal en fengu ekki

Hver er munurinn á að gifta sig hjá Borgarstjóra eða hjá siðmennt. Er þetta ekki það sama?

Þetta er það sama að því leyti að hjónakornin voru gefin saman hjá Borgardómara.  Siðmennt hefur ekki leyfi til að gefa saman hjón, Siðmennt sá bara um að framkvæma táknræna athöfn. 

Matthías Ásgeirsson, 23.9.2007 kl. 23:01

11 identicon

Ég vildi bara benda á það augljósa hér... ef fólk er trúlaust (sem ég reikna með að þessi ágætu hjón séu) þá vitanlega finnst því kirkja ekki vera hús guðs. Sem trúleysingji sjálfur þá hef ég enn tilfinningu fyrir því að kirkja sé húsnæði með trúarlega tengingu, annað fyndist mér undarlegur hugsunarháttur, en á hinn bóginn hef ég engar áhyggjur af því hvað himnagaldramanninum finnst um þetta mál. Móðgun við guð er glæpur án fórnarlambs.

En það hvernig raunhyggjufólk kemur til með að halda svona athafnir í framtíðinni er vissulega vandamál sem við stöndum frammi fyrir, þó reyndar sé ekki víst að nokkurntíman muni verða til stöðluð venja um það. Kirkjur eru einfaldlega afar vel hönnuð hús fyrir athöfn þar sem margir koma saman til að fylgjast með og hlýða á fáa svo þetta er alltaf ákveðin freisting. Og það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja ef hann er alinn upp við svona athafnir.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 07:17

12 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég á dálitið erfitt með að skilja gagnrýni á brúahjónin fyrir val á húsnæði. Ég hef ekki verið trúuð síðan ég var 5 ára og eiginmaður minn aldrei. Við giftum okkur samt i kirkju, vegna hátíðleikans sem hefur vantað hjá sýslumanni. Ég hef aldrei orðið fyrir gagnrýni fyrir val okkar á húsnæði. Ég þekki ekki brúahjónin og er ekki í hæf til að fella dóm á þeirra val, frekar en hinir sem gagnrýna þau, en ég vildi óska að tilboð Siðmenntar hafi staðið til boða fyrr. Ég vil óska brúahjónunum til hamingju  og einnig Siðmennt til hamingju með áfangann.

Ásta Kristín Norrman, 24.9.2007 kl. 07:28

13 identicon

Kirkju-hús er réttnefni, þetta er hús... ekki guðshús; guðshús er bara ekki til

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 10:00

14 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Sem einstaklingur sem ætlar að gifta sig veraldlega þá vil ég skjóta inn smá athugasemd til fólksins sem telur að við gætum alveg eins fengið sýslumann til þess að gera það.

Sýslumaður fær ekki borgað fyrir að mæta á einhvern stað til að sjá um slíka athöfn, það er því algerlega háð því hvort hann geti komið, vilji koma og svo framvegis. Sú hefur almennt verið raunin en þegar fjöldi slíkra athafna færist í aukana er ekki hægt að taka því sem gefnu. Og nei, það er ekki rómó að mæta til sýslumanns á skrifstofutíma.

Í annan stað er Siðmennt með verkefni í gangi sem miðar að því að þjálfa "athafna-fólk" sem getur séð um veraldleg brúðkaup, útfarir, nafngiftir og annað af sérþekkingu, rétt eins og prestar eru með sérþekkingu í þessum sömu athöfnum fyrir kristið fólk.

Parið veldur staðinn, ég veit að fyrir mitt leyti mun ég ekki fara að gifta mig í kirkju jafnvel þó það verði veraldlegt brúðkaup. Þetta er bara prinsippmál í mínum augum en ég hef ekkert út á það að setja að fólk gifti sig veraldlega í kirkju sé það tískan, og auðvitað viðurkenni ég rétt umsjónarmanna húsanna til að neita útleigunni. Hitt er svo annað mál að ég tel það þeim ekki til sóma.

kv.

Þórgnýr Thoroddsen

Þórgnýr Thoroddsen, 24.9.2007 kl. 12:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband