Málamyndahjónabönd útlendinga


Í forsíðu Fréttablaðsins í dag stendur stórt yfirskrift “Grunur um að málamyndahjónaböndum fari fjölgandi”.
Samkvæmt fréttagreininni var fjöldi dvalarleyfa fyrir maka Íslendinga sem veitt hafa á þessu ári 552 samtals, en 516 af þeim voru fyrir utan EES útlendinga.
Þetta er ca 99 % af heildarfjölda, en hlutfallið var 50% á árinu 2004, segir blaðamaðurinn.

Ég held það sé öðruvísi útskýring af hverju hlutfall EES útlendinga jókst í heildartali, en það er ekki málið núna.
Málið er það. blaðamaðurinn segir: “Tveimur hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna gruns um málamyndahjónaband á þessu ári, og að sögn Hildar (forstjóri Útlendingastofnunar) eru fleiri mál í skoðun sem gætu leitt til sömu niðurstöðu”.

Sem sagt, meðal 552 útgefna dvalarleyfa á þessu ári, var tveimur umsóknum synjað. Og nokkur eru nú í skoðun en engin hugmynd um hve margar umsóknar eru að ræða.

Og yfirskrift í forsíðu blaðsins er “málmyndahjónaböndum hafi fjölgað mjög”.

Mig langar til að spyrja aðeins:
Er þetta ekki “over reaction”??
Angry


Grunur um að málamyndahjónaböndum fari fjölgandi

Fjöldi útgefinna makaleyfa til ríkisborgara utan evrópska efnahagssvæðisins hefur þrefaldast síðan 2004. Nær öll makaleyfi, eða dvalarleyfi fyrir maka íslenskra ríkisborgara, eru nú veitt einstaklingum utan EES. Fyrir þremur árum átti þessi hópur um helming allra makaleyfa.

Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir þessar tölur benda til þess að svokölluðum málamyndahjónaböndum sé að fjölga hérlendis. „Við sjáum vísbendingar um það þótt sjaldnast sé grunurinn nægilega rökstuddur til að hægt sé að synja fólki um leyfi vegna hans." Haustið 2005 tóku gildi lög þar sem ríkisborgarar EES voru settir í forgang hvað varðar úthlutun dvalarleyfa. Þar af leiðandi var borgurum utan EES gert erfiðara um vik að fá dvalarleyfi. „Við sáum í kjölfarið mikla aukningu í hjúskaparleyfunum og einmitt líka mun fleiri tilfelli þar sem grunur vaknaði um málamyndahjónabönd," segir Hildur.

Tveimur hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna gruns um málamyndahjónaband á þessu ári, og að sögn Hildar eru fleiri mál í skoðun sem gætu leitt til sömu niðurstöðu.

Þá segir Hildur næsta víst að hér á landi hagnist einhverjir á slíkum hjónaböndum, bæði þeir sem taka greiðslu fyrir að ganga í málamyndahjónaband sem og menn sem hafi milligöngu um að koma slíkum hjónaböndum á. Slíkar greiðslur geti nálgast milljón krónur. Aldrei hafi þó tekist að sanna slíkt brot.

Níutíu og níu prósent makaleyfa sem veitt hafa verið í ár fóru til ríkisborgara utan EES. Árið 2004 var sama hlutfall fimmtíu prósent.

- Fréttablaðið, 03. des. 2007-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég held ekki, því miður

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Toshiki Toma

Jæja, sem sagt eru 2/552 nóg ástæða að segja málamyndahjónaböndum fjölgast?

Toshiki Toma, 3.12.2007 kl. 20:48

3 identicon

Ég giftist til málamynda innan evrópu fyrir tæpum 20 árum. Ekki til þess að misnota gæðin sem ríkið bauð umfram Ísland, heldur vegna þess að Ísland var ekki búið að semja við það ríki þá og við vorum ástfangin og ófrísk. Ef við hefðum ekki giftst hefðum við ekki getað greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna sem barneignum fylgir. Hjónabandið entist lengur en mörg alíslensk hjónabönd, en þegar því lauk vildi ég koma heim. Ísland gerði milliríkjasamning við landið sem ég bjó í á meðan ég var ennþá í hjónabandinu þannig að staða mín var orðin eins og innfædds þegns, en mig langaði heim. Þegar ég kom heim til Íslands tók við barátta við að komast aftur inn í íslenska kerfið. Ég hafði áður en ég fór utan greitt skatta í 15 ár á Íslandi, ég var búin að eignast 2 börn erlendis sem íslenska félagskerfið hafði ekki tekið neinn þátt í að fæða, mennta eða klæða og það eina sem ég fór fram á var að fá lán hjá LÍN. Ég gat ekki fengið lánið strax þar sem ég hafði verið búsett erlendis í lengur en 7 ár, ég þurfti fyrst að hafa starfað á Íslandi í eitt ár. Þá skipti engu máli hvar ég hafði verið og að samningar voru komnir á á milli landanna. Svo að ekki sé talað um að ég var ekki að biðja um gjöf heldur lán sem ég myndi endurgreiða á 2% vöxtum. Margir halda að það séu gjafvextir, en í flestum ríkjum í kringum okkur er 3-6% algengasta ávöxtun sem krafist er fyrir lán (var amk þá). Ég held ekki að flest fólkið sem langar til að vera hér vilji misnota kerfið, ég hef meira að segja upplýsingar um að mjög margt af fólkinu sem er hér eða hefur starfað hér um tíma og farið aftur nýtir aldrei réttindi sín sem íslenskir skattborgarar.

Kona (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 01:14

4 identicon

það er fullt af svona hjónaböndum Ég er td í einu svona

kk (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 01:27

5 Smámynd: Púkinn

Aðstandendur ættfræðigrunnsins islendingabok.is hafa fengið símtöl ög tölvupósta frá fólki sem hefur farið þess á leit að hjónabönd sem það er í séu ekki skráð, þar sem þau séu ekki "alvöru".  Í öllum þeim tilvikum var makinn erlendur.

Sýndarhjónabönd milli Íslendinga þekktust auðvitað á árum áður .. sparimerkjagiftingarnar svokölluðu, en það er liðin tíð.

Púkinn, 4.12.2007 kl. 11:26

6 Smámynd: Toshiki Toma

Ef blaðamaður birtir grein sem varða heiður allra (eða margra) útlendinga hérlendis, held ég að hann skuli sýna fram nægilega ástæðu þess að hann segir það. Ap því leyti er greinin þess er allt of léleg að minu mati.
Blaðamaðurinn skal safna fleiri upplýsingum um málið og gera það skýrara 
í almannafæri. Er það ekki starf þeirra blaðamanna? "Fleiri" "margir" "fullt" er ekki 
nógt til að fjalla im málið í avöru. 

Toshiki Toma, 4.12.2007 kl. 11:56

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Toshiki, blaðamennskan er ekki upp á marga fiska.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:42

8 identicon

En hvernig flokkar maður "alvöru" hjónaband? Ég veit um allavega nokkur plathjónabönd milli Íslendinga þar sem ástæðurnar eru aðrar en ást. Það eru ekki bara útlendingar sem gifta sig til þess að bæta fjármál eða stöðu. Myndi einhver voga sér að rannsaka hjónaband forsetahjónanna þó að það kæmi athugasemd? Kannski var þetta bara samningur um að skipta á milli sín stöðu og fjármagni. Á víst að vera algengt hjá þeim sem eru í sviðsljósinu og í valdastöðum. Þetta er allavega algeng endurtekning í mannkynssögunni og í öllum heimshlutum, en af hverju eru bara fátækar konur frá vissum heimshlutum dæmdar fyrir það? En jú þó að maður eigi að vera opinn fyrir ýmsum útskýringum þá get ég alveg trúað því að innflytjendur hafi fjölgað slíkum hjónaböndum, en maður verður að passa sig að dæma ekki slíkt eftir stöðu eða þjóðerni viðkomandi. Sjálfur á ég erlenda stjúpmóður og ég tel líklegt að sönn ást hafi aldrei verið í þeirra sambandi, en hinsvegar byggi ég á það á því að þegar þau voru búin að gifta sig gátu þau tjáð sig við hvort annað með svona 5-10 orðum. Að mínu mati er ekki fræðilegt að verða ástfanginn þegar samskipti eru það takmörkuð, en auðvitað getur það gerst smátt og smátt seinna þegar þau batna. Allavega túlka ég sanna ást þannig að maður kynnist viðkomandi meira en nokkur annað (trúi ekki á ást við fyrstu sín, bara hrifningu). En svo veit ég um annað samband þar sem ég er frekar viss um að parið sé ástfangið þó að konan sé frá sama heimshluta.

En já það er sagt að mismunun í kerfinu auki líkurnar á að fólk svindli á því, sem er skiljanlegt vegna þess að þá er auðvelt að réttlæta það fyrir sér. Það er enginn vafi á því að núverandi filter á innflytjendum er aðalástæðan. Ef þú ert ógiftur Asíubúi þá þarftu að búa hérna í 7 ár til þess að fá ríkisborgararétt en bara 3 ár í hjónabandi. Þekki sjálfur araba sem fékk ríkisborgarann eftir tæplega 9 ár í landinu. Breytti engu þó hann hafi talað íslensku nánast eins og innfæddur, verið með stöðuga búsetu/atvinnu og ekkert brotið af sér. Jú gekk á endanum en þá búið að vera vesen og flakk í kerfinu í rúmlega ár. Persónulega finnst mér að að það eigi bara að vera 5 ár fyrir alla (óháð þjóðerni og hjúskap), giftir Evrópubúar eiga alveg að geta þraukað og alveg nóg að byrja með dvalarleyfi. Svo á fólk bara að fá ríkisborgararéttinn sjálfkrafa ef þeim hefur ekki verið vísað úr landi áður en tímabilinu lauk. Það er mikil þörf á því að einfalda kerfið okkar og þetta svið er engin undantekning, bæði til þess að spara peninga og minnka vesenið í kringum það.

En já í lokin vil ég bara segja að ég held að aukinn innflutningur hafi haft fleiri jákvæðar afleiðingar heldur en neikvæðar, en það er lítill áhugi fyrir því að benda á þessa punkta í fjölmiðlum.

Geiri (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:27

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er bara æsifréttamennska sem svo oft sem áður hugsar ekkert um afleiðingar gjörða sinna.  Því miður eru fjölmiðlar duglegir að ýta undir fordóma og firra sig allri ábyrgð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.12.2007 kl. 15:36

10 identicon

Þetta er illa skrifuð frétt og í æsifréttastíl , eins og oft vill vera með fréttir af innflytjendum. Það er ekki hægt að bera saman 2004 og 2007 af tveimur ástæðum:

1. Árið 2004 þurftu íbúar t.d. Pólands og Eystrasaltslandana (stærsti hluti innflytjenda) atvinnuleyfi til að koma til Íslands, sem þeir þurftu ekki 2007. Þess vegna sækja þeir ekki um leyfi á grundvelli hjónabands, því þeir þurfa ekki leyfið lengur.

2. Árið 2004 gat fólk frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins fengið atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi að uppfylltum skilyrðum en árið 2007 hefur það verið nánast ómögulegt í langan tíma. Þess vegna er fólk frá löndum utan EES svona áberandi í leyfum venga hjónabands.

Þetta hefur blaðamaðurinn ekki fyrir að kynna sér eða velta upp. Svo er það spurningin hvað er málamyndahjónaband? Er það þegar fólk sem þekkist en hefði annars ekki gifst, giftis til að annað þeirra fái leyfi? Ef svo er þá hef ég verið í farsælu málamyndahjónabandi í rúm 5 ár. Eða er það þegar fólk sem þekkist ekkert og hefði annars ekki gifst, giftist til að annað þeirra fái leyfi? Ef svo er, hvað er vandamálið - fólkið sem sækist eftir því að bæta aðstæður sínar eða ósveigjanlegar reglur? Það þarf að skoða hjónabönd milli Íslendinga og erlendra ríkisborgara í heild sinni og bera saman milli ára til að hægt sé að koma með svona yfirlýsingar eins og blaðamaðurinn kemur með. En auðvita segir það sig sjálft að með hertum reglum fjölgar þeim sem leita leiða í kringum þær.

Gerður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:51

11 identicon

Eins og ég skil það sem Forstjóru útlendingastofnunar segir þá er það sem liggur að baki grunsemdana fjöldi útgefinna makaleifa til hand amaka utan EES, sem er 172 ==> 516 á þremur árum !!

Semsagt aukning um 200 % á þremur árum. 

Fransman (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:00

12 identicon

Þessi blaðamennska er dæmi um ruslblaðamennsku fullyrðingum er skellt fram sem þegar nánar er skoðað er bara bull.

Engar reglur eru það fullkomnar að ekki sé hægt að fara á bak við þær. En ein fullyrðin sló mig svolítið. En því er haldið fram að fólki sé jafnvel borgað milljón fyrir að ganga í hjónaband. En um hvaða ríkisborgar er verið að tala um? Líklega eru það ríkisborgarar Thælands, Philipseyjar, sem eru orðnir fjölmennir hér. Og svo einn og einn frá öðrum löndum, eins og Rússlandi og Ukraínu. En ef þetta fólk á milljón kall í vasanum er það ábyggilega ekki á leið til Íslands.

Þegar íslendingur giftist ríkisborgara lands utan EES þarf viðkomandi par að fara í gegnum nálarauga sendiráðs, og útlendingaeftirlits. Og ef tveir af rúmum 500 eru í málamyndunarhjónaböndum þá er það varla stórkostlegt vandamál. Hins vegar er það ansi hvimleitt að við sem erum gift erlendum ríkisborgara þurfum að upplifa okkur sem sakamenn, svindlara og jafnvel  þaðan af verra. Og eigum jafnvel von á heimsókn frá útlendingastofnun til að athuga hvort viðkomandi einstaklingur búi hjá viðkomandi. Það er mitt að sanna að ég sé ekki krimmi. Og svona greinar eru auðvitað tilfaldar til þess að auka á fordóma.

Samkvæmt rannsókn halda hjónabönd íslendinga og útlendinga betur en íslensk hjónabönd, en nú er staðan sú að það er ekkert um það að ræða að prufa sambúð og sjá svo til. Það verður að ganga í hjónaband strax og sjá svo hvernig gengur það er ekkert um annað að ræða.

Það er efni í aðra grein að fjalla um það hvenig það er fyrir maka íslenskan ríkisborgara að komast til Íslands.

En takk fyrir Toshiki að vekja athygli á þessu, ég hef verið bullandi reiður yfir þessari blaðamennsku, og blaðamannskjánin hélt áfram í dag að blaðra um þetta.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 19:38

13 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Því miður held ég að dylgjur og óræðar tilgátur settar fram sem staðhæfingar í fjölmiðlum eigi talsvert upp á pallborðið hjá almenningi. Mér finnst að ýmsum spurningum sem hér hefur verið velt upp séu þarfar í samfélagsumræðuna. Til dæmis hvernig maður skilgreinir málamyndunarhjónabönd. Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Blaðamenn þurfa aðhald gagnrýns almennings.

Anna Karlsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:50

14 Smámynd: Sigurður Hólmar Karlsson

ja ég segi nú bara hvenær er maður í málamyndahjónabbandi og hvenær er maður ekki í málamyndahjónabandi.

það er spurningin 

Sigurður Hólmar Karlsson, 6.12.2007 kl. 04:50

15 identicon

Kæri Toshiki

Innilega til hamingju með bókina þína.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:54

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Má ekki segja frá staðreyndum?

Jón Valur Jensson, 9.12.2007 kl. 02:51

17 identicon

Ég er mjög andvígur því að halda staðreyndum frá fjölmiðlum vegna viðkvæmni málefnisins. Til að nefna dæmi að meðvitað undanskilja þá staðreynd að afbrotamaður var af erlendu bergi brotin. Það er ekki undir formerkjum jafnréttis eða fjölmenningar að meðvitað viðhalda slíkum upplýsingum.

Annars er ég sammála Toshiki að þetta sé eitt af mörgum dæmum um vaxandi æsifréttamennsku í íslenskum fjölmiðlum.

Til Hamingju með bókin þína annars

Aldrei að vita nema maður næli sér í eintak fyrir jólin

Hátíðarkveðjur Jakob 

Jakob (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:24

18 identicon

Bókina*

Kveðja Jakob <---óumdeildur meistari innsláttar-villna

Jakob (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:26

19 identicon

Humm...

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er svona  slæmt við "málamynda" hjónabönd? 

Ég er nú barasta ekki að fatta hvað það er sem þarf að "gruna" í þessum efnum svo vitnað sé í útlendingastýru.

Ef fólki sem býr utan EES langar svona svakalega til að búa á þessum rokrassi en fær ekki dvalarleyfi, er bara nokkuð óeðlilegt við að menn noti þær holur sem opnar eru til að komast til fyrirheitnalandsins?

Efast stórlega um að þetta séu nú stórglæpamenn, ekkert frekar en þeir íslendingar sem notað hafa sömu trix, t.d. hundruðir sem búsettir eru í Bandaríkjunum. 

Ef ég á að segja mína skoðun þá finnst mér þessi umræða og endalaus tortryggni sem beinist gegn innflytjendum hálfgert ógeð og þeim sem undir kynda til háborinnar skammar.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 08:09

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullyrðing Jóhanns í lok næstsíðustu klausu hans er gersamlega ósönnuð. Þar að auki er ekki hægt að mæla með slíku skjalafalsi og blekkingum, þótt einhverjir Íslendingar hefðu einhvern tímann einhvers staðar gerzt sekir um slíkt. Það á heldur engum að líðast að hnekkja lögum okkar og svindla á nauðsynlegum takmörkunarreglum íslenzka ríkisins á innflæði erlendra manna. Þá, sem brjóta lög í því efni, er ég þó ekki að leggja til að kalla "stórglæpamenn", en afbrot er þetta samt að íslenzkum lögum, og refsinguna er einfaldast og ódýrast að hafa þessa: tafarlausan brottrekstur úr landi.

Jón Valur Jensson, 14.12.2007 kl. 04:40

21 identicon

Alltaf gaman að sjá þig Jón Valur taka til svara, góðir pistlar oft hjá þér og þarfir.

Verð nú samt að benda þér á í þetta skiptið að þegar notað er orðið "efast" þá telst það víst tæplega fullyrðing.

Rétt er hins vegar að lög ber að virða en stundum eru lög svo ósveigjaleg og óréttlát að borgarar taka til óhlýðni.

Persónulega stendur mér nú afskaplega lítil ógn af smágerðum Tælenskum eða Filippseyskum konum sem tippla um Kringluna með bros á vör.
En kannski er ég í barnslegri einfeldni að misskilja allt saman. Bros þeirra er etv.  bara djöfullegt glott sem ber í sér stórhættu við lög og reglu, ...hver veit ?

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband