Framtíðarsýn felur í sér innflytjendur!


Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi endurreisn og framtíðarsýn þjóðarinnar. Samkvæmt fréttum um síðustu mánaðarmót voru um 11.000 erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði en 1.270 á atvinnuleysisskrá. Það þýðir að 10% erlendra ríkisborgara eru atvinnulausen hlutfallslega er það sami fjöldi og er á landinu öllu, en nú er um 10%atvinnuleysi á Íslandi.

Útlendingar sem störfuðu hér á landi en var ekki bundiðt.d. með fasteignir, fór úr landi fljótlega eftir að kreppunnar varð vart. Ég er ekki með nákvæmar tölur svo virðist sem fjöldinn sem fór hafi verið nokkur þúsund. Samkvæmt fréttagreiningu Fréttablaðsins 9. mars (2.bls.) gerir áætlun Vinnumálastofnunar ráð fyrir ap um mitt ár hafi erlendu vinnuafli fækkað um helming milli ára. 

Í fréttum er yfirleitt fjallað um innflytjendur eins og þeir væru einsleitur hópur en í raun erum við innflytjendur mjög mismunandi, bæði hvað varðar réttarstöðu á Íslandi og hvernig við tengjumst landinu. Mér virðist það bara eðlilegt að fólk af erlendubergi brotið sem ekki var bundið við Ísland nema í vinnu hafi kosið að leita nýrra tækifæra á öðrum stöðum í Evrópu. Það er hins vegar ekki valkostur fyrir alla innflytjendur. 

Þegar fólk af erlendu bergi brotið kom hingað til Íslands bjóst það ekki frekar en Íslendingar við slíkri kreppu sem við stöndum frammi fyrir. Hún var ekki inn í áætlun þeirra. Margir voru því búnir eða á leið að festar rætur sínar á Íslandi og búnir að eignast eignir eins og íbúðir eða bíla. Eins og allir vita er ekki auðvelt að losa slíkar eignir í árferði sem þessu og því hefur hið erlenda fólk, ekki frekar en margir Íslendingar, tækifæri til þess að flytjast búferlum á þessum erfiðu tímum og er því fast hér. Einnig er það fólk eins og flóttamenn eða hælisleitendur sem hafa engan annan stað að snúa til baka.

Ekki má heldur gleyma því að talsverður fjöldi innflytjenda er þegar orðinn íslenskur eða þá að þeir hafa persónuleg tengsl við landið þar sem maki þeirra eða kærasti/a er íslenskur og þar með oft börn. Þeir myndu fremur að vera á Íslandi og taka þátt í endurbyggingu þjóðarinnar.

Þeim hópi tilheyri t.d. ég sjájfur. Foreldrar mínir og ættingjar í Japan spyrja mig ofthvort ég vilji ekki snúa aftur til Japans. Þau eru bara að sýna mér umhyggju en satt að segja brá mér fyrst. Líf mitt á Íslandi er hluti af ævi minni og ég ætla ekki að skipta um búsetu mína svo auðveldlega vegna þess að öldur hafsins virðast óyfirstíganlegar. Fyrir mig snertir þetta einnig virðuleika manns. Og ég vil fullyrða að mörgum innflytjendum líður eins og mér.

Nú er kosningarbarrátta hafin. Áætlanir um endurreisn þjóðarinnar og stefnur um framtíðarsýn munu vera rædd fram að kosningunum og síðan mun hin mikla enduruppbygging hefjast í alvöru. Það sem ég óska eftir er að hver stjórnmálaflokkur hafi tilvist okkar innflytjenda í huga í kosningastefnu sinni, þar sem við erum hluti af íslensku þjóðinni og viljum taka virkan þátt í enduruppbyggingunni.

Málefni innflytjenda ætti að vera sem víðast, helst í sérhverri stefnugrein, eins og menntamál, heilbrigðismál eða atvinnumál, fremur en að móta sérstaka “innflytjendastefnu” utan annarra mála
. Þegar við ræðum framtíð þjóðarinnar, eigum við ekki þá hafa framför í hugsjón okkar? 


(birtist í Smugan.is/Smugunni.is fyrst, og í Mbl. í dag)



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband