Langdregin óvissustaða er mannréttindabrot


Mig langar að vekja athygli á málefnum hóps sem á undir högg að sækja á Íslandi; hælisleitendum. Málsmeðferð hælisumsóknar hérlendis er löng og það getur tekið allt að fjórum árum að komast að niðurstöðu. Í þessu samhengi er rétt að benda á nokkur atriði sem þarfnast frekari umræðu í þjóðfélaginu og úrbóta, t.d.:

1. Réttmæti synjunar um hæli út frá alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins.
2. Lengd biðtíma hjá umsækjanda og lífskjör á þeim tíma.
3. Staða umsækjenda sem fá endanlega synjun um hæli en eiga hvergi athvarf.

Það er einkum þriðja atriðið sem ég vil fjalla um hér. Hælisumsókn er fyrst unnin hjá Útlendingarstofnun en ef úrskurður er neikvæður þá má áfrýja honum ti dómsmálaráðuneytis. Ef ráðuneytið staðfestir synjunarúrskurðinn þá það endanleg niðurstaða. Í synjunar stendur undantekningarlaust að viðkomandi verði vísað úr landi hið fyrsta. Umsækjandi hefur rétt að kæra synjun til dómstóla en aðeins form hans og málshöfðun stöðvar ekki framkvæmd brottvísunar samkvæmt 33. gr. laga um útlendinga.  

Engu að síður getur framkvæmd brottvísunar frestast um ótiltekinn tíma. Hvers vegna? Helstu ástæður þess eru t.d.:

A)    Hætta á ofsóknum eða pyndingum er til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda).
B)    Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum.
C)    Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað.

Á Íslandi eru sex, sjö hælisleitendur núna sem hafa eytt meira en þremur árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Það er áhyggjuefni að þeir höfðu þegar verið í biðstöðu í tvö til þrjú ár áður en þeir fengu endanlega synjun. Þannig hafa þeir búið við stanslausa óvissu í  u.þ.b. fögur til sex ár.

Um er að ræða hælisleitendur sem fengið hafa endanlega synjun um hæli frá íslenskum stjórnvöldum en brottvísun hefur enn ekki verið framkvæmd af einhverri ástæðu. Mál nokkurra eru ennþá fyrir dómstólum en önnur ekki. Fólk fær bráðabirgðadvalarleyfi, sem skal endurnýja á sex mánaða fresti og myndar ekki grundvöll fyrir búsetuleyfi í framtíðinni.

Ef fólkinu tekst að útvega sér atvinnu á það kost á að sækja um atvinnuleyfi. Núna þegar atvinnuástand er slæmt þá er það fyrirsjáanlegt að vinnuveitandi vilji ráða fólk sem hefur fasta búsetu hérlendis frekar en einhvern sem á það á hættu að vera sendur úr landi fyrirvaralaust, hvenær sem er.

Takist fólki að fá vinnu þarf það að finna leiguíbúð og fóta sig í íslensku samfélagi. Þetta er talið sjálfsagt mál og ég er að mörgu leiti sammála. En við megum ekki gleyma því að viðkomandi lifir í stöðugum ótta við brottvísun og hefur ekki tækifæri til að gera nokkrar áætlanir um framtíðina. Hvernig myndi manni líða í þessum sporum í þrjú til fjögur ár án þessa vita nokkuð hvað yrði um mann eða hvort eða hvenær maður yrði sendur til baka til lands þar sem maður óttaðist jafnvel um líf sitt? Maður gæti ekki hafið sparnað fyrir ellina og maður myndi hika við að gifta sig og stofna fjölskyldu.

Öll glímum við óvissu og erfiðleika einhvern tímann í lífinu og þá verðum við að sýna styrk. En það eru takmörk fyrir því fólk þolir; sérstaklega þegar erfiðleikarnir og andlega þjáningin er ekki afleiðing óviðráðanlegra náttúruafla heldur löggjafar og stjórnsýslu lýðræðisþjóðar. Við verðum að gera meiri kröfur til okkar og hugsa betur um þá sem minna mega sín; það er mannréttindabrot að gera fólki að búa aðgerðalaust milli vonar og ótta árum saman. Viljum við í raun og veru að á Íslandi búi fólk án réttinda?

Ég fékk tækifæri til að heimsækja flóttamannabúðir í Sandholm í Danmörk í vor en þarna voru rúmlega tuttugu Írakar sem höfðu beðið í óvissu árum saman, jafnvel í sjö, átta ár. Hérlendis er viðkvæðið oft: ,,Já, sjáðu þá í Danmörku. Þriggja eða fjögurra ára bið á Íslandi er ekki neitt!“ Eigum við að hugsa svona? Ef nágrannaþjóð býr illa að hælisleitendum og verndar ekki rétt þeirra eigum við þá að hegða okkur eins? Það samræmist vart sjálfsmynd okkar um fullvalda þjóð sem virðir mannréttindi!

Loks langar mig til að minna á að á meðal okkar lifir fólk sem býr við þessar aðstæður; fólk sem óttast á hverjum degi að vera sent fyrirvaralaust úr landi - fólk sem vill aðlagast íslensku samfélagi en fær ekki tækifæri til þess. Krefjumst breytinga til að þessi litli hópur fólks fái tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi og taka virkan þátt í íslensku samfélagi.
    


(Birtist fyrst í Mbl. 2. mars sl. og síðan í Smugan.is/Smugunni.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú hefur ekkert velt fyrir þér fyrir því að Samfylkingin og Vg með Steingrím J í fararbroddi komi á móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og hætti að brjóta mannréttindi á íslenskum sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 2.4.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Sigurjón.  Ég segi að Þetta er ein af "fáránlegstum" athugasemdum.  

Toshiki Toma, 2.4.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sigurjón þú gengur nú ekki á öllum að bera saman íslenska sjómenn og flóttamenn. Ekki þarf frekara vitnana við um rasistalegan hugsunahátt frjálslyndra. Lengi vel hélt ég að þetta væri bara ofsóknir á hendur ykkar FF-ara en skjótt afhjúpar skrattinn sig. Það er þá satt! Ef þú, Hegranes-goði, myndir heimsækja og skoða aðstæður flóttamanna á Íslandi sérðu að þar er aðstæður afar slæmar. Það þarf að búa betur að þessum málum hér á landi og það er vel hægt. Við eigum að hugsa vel um okkar minnstu bræður og systur þótt úr fjarlægum ríkjum koma. Auðvitað á rannsaka hvort hingað séu að koma glæpamenn og aðrir misyndismenn en það breytir ekki því að það þarf að flýta málsmeðferðinni fyrir þetta fólk. Annað er mannréttindabrot.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Toshiki Toma

Takk fyrir, Muggi. 

Toshiki Toma, 3.4.2009 kl. 09:15

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir þennan ágæta pistil Toshiki. Ég undrast þó eins og félagi minn Muggi þessa athugasemd sem Sigurjón lætur hér inn. Nú hef ég haft kynni af nokkrum sjómönnum í gegnum árin og aldrei hafa þeir minnst á "mannréttindabrot" við mig. Það er líka í besta falli siðlaust að nota slíkt orðalag yfir sjómenn og bera þá saman við fólk sem hefur verið hrakið frá heimilum sínum eða myrt vegna húðlits eða þjóðernis.

Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Hilmar. Þakka þér fyrir kommentið þitt og ég er alveg sammála þér!

Toshiki Toma, 6.4.2009 kl. 10:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband