23.7.2009 | 11:19
Njóttu lífsins! ...?
*Þessi færsla er kristilegur pistill.
Fyrir mörgum árum fór ég í heimsókn með börnunum mínum til frænku fjölskyldu barnanna. Við vorum í nánu sambandi, andrúmsloftið afslappað og skilin á milli gestgjafa og gesta lítil sem engin. Ég byrja því að vaska upp fljótlega eftir kvöldmáltíðina en þá kemur frænkan að mér og segir: ,,Ha, ha, þú kannt ekki njóta lífsins!". Hún var ekkert að skamma mig heldur átti hún bara við að ég ætti nú ekki að sjá um leiðinleg verkefni eins og uppvask, heldur gera eitthvað skemmtilegra eins og t.d. að horfa á sjónvarpið.
En þetta var dálítill misskilningur, þar sem mér hefur alltaf ágætt að vaska leirtau upp í höndunum, já bara liðið vel, þar sem mér hefur fundist eins og ég væri að vaska upp mitt eigið hjarta. Þess vegna fannst mér dálitið fyndið að frænkunni dytti ekki annað í hug en að öllum þætti uppvask leiðinlegt og hafði ekki hugmynd um að ég væri í raun að ,,njóta lífsins" og stundarinnar.
Mér virðist sem margir Íslendingar tali mjög oft um að njóta lífsins" eða að ,,njóta dagsins". Kannski á þetta orðasamband í flestum tilvikum við og hefur sömu merkingu og góða skemmtun"!
En ef við skemmtum okkur á hverjum degi með því t.d. að fara í bíltúr eða kvikmyndahús, að þiggja boð hjá vini eða með því að stunda íþróttir, eigum við sífellt að vera hugsa um að nú séum við að njóta lífs okkar og dagana? Það er ekkert vont eða slæmt að reyna að nýta hvert tækifæri til þess í hversdagslífinu. Það er frekar eftirsóknarverðara en að nenna því ekki.
- úr www.FreeFoto.com -
Við segjum einnig stundum eins og: Ah, hann veit sko hvernig á að njóta lífsins." Þá erum við að hrósa því að viðkomandi maður er eins konar snillingur sem þekkir betur líf og speki lífsins. Oftast segjum við slíkt þegar sá reynir að vera skapandi þó að hann gangi á móti vilja samfélagsins. Þetta er ekki slæmt viðhorf heldur. Maður á hrós skilið með því að vera skapandi hvort sem tíminn til sé þess góður eða erfiður.
En slíkt getur samt takmarkað viðkomandi til þess að njóta lífsins daga í ánægju og sælu. Að njóta lífisins hlýtur stundum að hafa dýpri merkingu en bara að skemmta sér eða að vera skapandi í aðstæðum. En hvað er þá að njóta lífsins daga sem okkur eru gefnir, bókstaflega og almennilega?
Við kristnir menn veltum því fyrir okkur að líf sérhvers okkar er mikils virði og alls ekki auðgefið. Líf okkar er gjöf frá Jesú Kristi sem hann fékk til baka fyrir okkur með því að leggja sjáfan sig í sölurnar. Við vitum það en við skiljum það ef til vill ekki alltaf nóg vel, af því að við hugsum að lífið er í okkar höndum hvort sem við leggjum trú okkar á Jesú eða ekki. En það er ekki rétt hvað trú okkar varðar, a.m.k. missum við þá eitt mikilvægt atriði í samhengi hugleiðingar um að njóta lífsins.
Sú staðreynd að Jesús fékk líf okkar til baka með líkama sínum og blóði segir okkur hve mikið Jesús metur líf okkar. Það erum ekki við sjálf sem metur lífið okkar, heldur er það Jesús. Hvert er virði lífs okkar?
Ef við veltum málinu fyrir okkur án trúarinnar, eru það virði sem mannleg gildi leiða okkur. Sérhvert líf manna er jú mikilvægt í mannlegri hugmynd líka. En í henni fer það eftir því, þegar allt er komið, hvernig viðkomandi maður metur dýrmæti í lífi sínu. Ef maður telur að eigið líf eigi ekki skilið að lifa með fullum krafti því það er nóg að gera málamiðlun milli á þessa tveggja þessa, annars vegar hversu hart maður verður að sér og hins vegar hve mikla ánægju maður getur fengið með því.
Oftast erum það við sjálf sem setjum þessar takmarkanir á líf okkar og verðum sátt við það sem við getum tekið í hendur okkar án frekari fyrirhafnar.
En þegar við erum með Jesú í lífi okkar, þá erum það ekki við sem metum líf okkar endanlega. Þó að við segjum: Jæja, þetta er nóg fyrir mitt líf. Ég get ekki gert meira en þetta eða farið lengra," getur Jesús sagt okkur: Ertu viss um það? Líf þitt á að eiga skilið meira. Stattu upp! Við höldum áfram." Jesús togar okkur þangað til við komumst til hins ítrasta í lífinu okkar. Og það er nefnilega það að njóta lífsins í og með trúnni á Jesú Krist.
Við takmörkum okkur í lífinu, jafnvel alveg ómeðvitað. Við erum oft sátt við það sem við getum fengið auðveldlega og forðumst að ná til gleðinnar og hamingjunnar sem er ef til vill steinsnar í burtu, og við getum fengið með því að fara yfir fjall eða á. Við getum notið lífsins með því að leggja jafnvel hart að okkur sjálfum í sumum aðstæðum. Því við þurfum að spyrja okkur sjálf einu sinni enn: Ertu að njóta lífsins?" Ef ekki, hjálpar Jesús okkur.
Tomihiro Hoshino er þekktur kristinn maður í Japan. Hann er málari og skáld, og lamaðist alveg og get nú ekki notað líkama sinn fyrir utan andlitið. Hann lærði að mála málaverk og yrkja eftir að hann þurfti að læra og njóta lífs síns upp á nýtt í rúminu. Hér er ljóð eftir hann:
Let´s go up to the mountain
and see the scenery You created.
Are there any fences around the flowers?
Are there any guard rails on the top of the cliff?
I´m guarding myself with fences around my small heart.
( Tomihiro Hoshino ,, Lychnis Miqueliana:
Erum við ekki búin að setja girðingu sem takmarkar möguleika lífsins okkar? Slík girðing er óþörf. Losnum við hana og njótum lífsins okkar og daganna í og með trú á Jesú.
20.7.2009 | 11:19
Salt jarðar
*Þessi færsla er kristilegur pistill.
,,Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það?"(Matt. 5:13)
Í þessu samhengi þýðir ,,salt jarðar" eitthvað sem hefur áhrif á heild jafnvel þótt magnið sé lítið eða eitthvað sem er ómissandi fyrir heildina jafnvel þótt í litlu magni sé. Þessi orð Jesú eru ein af þeim sem menn vitna hvað oftast til í Biblíunni á meðal kristinna manna í Japan. Ef tíu manna japanskur söfnuður væri spurður hvaða orð Jesú í Biblíunni væru í mestu uppáhaldi þá myndu a.m.k. fjórir til fimm meðlimir hans kjósa þessi orð.
Ástæða þess er sú að japanskt, kristið fólk tekur þessi orð Jesú bókstaflega, því finnst þeim beint til sín. En í Japan er aðeins 1% af íbúafjöldanum kristið og það þarf sjálft að standa straum af öllum kostnaði við safnaðarstarfið. ,,Það er hægt að hafa áhrif á heild þó að við séum í minnihluta". Kristnir menn í Japan finna bæði jákvæð skilaboð frá Jesú og köllun í orðunum ,,salt jarðar".
Þrátt fyrir smæð sína hefur kristnin í Japan haft mikil áhrif á samfélagið þar. Áhrif kristninnar má sjá t.d. í sögu þróunar lýðræðis, í sögu verkamannahreyfingar, í mótmælahreyfingum gegn stríði og í bókmenntum. En hvernig höfðu þau áhrif? Í stuttu máli með því að segja ,,NEI" þegar meirihlutinn sagði ,,JÁ" eða með því að vekja athygli á fleiri flötum mála sem aðrir tóku sem sjálfgefið mál. En kristið fólk stóð vitaskuld ekki andspænis meirihlutanum aðeins til að vera á móti. Það var vegna réttlætiskenndar sinnar sem fólkið tjáði sig.
Hér á Íslandi hafa kristin trúarbrögð verið nær yfirgnæfandi í sögunni allt frá kristnitökunni þótt fólki hafi verið að fækka í þjóðkirkjunni síðastliðin ár. Það hlutverk sem japanska kirkjan tekur að sér sem ,,salt jarðar" virðist frekar tilheyra þeim sem falla undir önnur trúarbrögð en kristni eða trúleysingja hér á landi ef marka má orðið ,,jarðarsalt" í merkingu um meiri- eða minnihluta. Við sem erum í kirkjunni skulum muna þetta og virða hlutverk þeirra sem jarðarsalts. Það er ekki endilega það sama og vera sammála þeim í ýmsum málum.
En snertir orðasambandið ,,salt jarðar" í aðeins mál sem snerta meirihluta eða minnihluta. Ef það er svo, virðist orðasambandið að eiga lítið erindi fyrir þá sem búa í löndum sem telja sig til ,,kristinna þjóða," Í eðli sínu hafa mál þar sem meiri- og minnihluti myndast um engin tengsl við það hvort eitthvað sé rétt eða rangt, eða að eitthvað sé eftirsóknarvert eða ekki. Meirihlutinn getur haft rangt fyrir sér og stuðlað að einhverju sem er ekki eftirsóknarvert en það getur líka verið öfugt líka. Þar snýst málið einfaldlega um fjölda þess og hlutfall af heildarfjölda sem styðja ákveðið sjónarmið. Er það kjarni sem Jesús hafði í huga þegar hann fjallaði um jarðarsalt?
Ef við skoðum djúpt persónuleika hverrar manneskju, þá hefur sérhver sína eiginleika og eigindir. Kjarni manneskjunnar eru raunar blanda af persónuleika, eiginleikum og eigindum, hæfileikum og köllun, nefnilega kjarni manneskjunnar, það sem gerir hana að henni sjálfri. Yfirborðsleg aðgreining, sem oftast er notuð til þess að draga línu á milli meirihluta eða minnihluta eins og t.d. þjóðerni, húðlitur, kynhneigð eða pólitískar skoðanir, ná ekki til þessarar dýptar. Sérhver manneskja er m.ö.o. einstök tilvera og hana er ekki hægt að leysa af hendi af einhverri annarri manneskju. Virði persónuleika manneskju og samband hennar við aðrar er einfaldlega einstakt. Þetta er augljóst þegar við sjáum hvers virði barn og börn hefur fyrir föður og móður. Manneskja getur tekið yfir vinnu föðursins eða móðurinnar og verið til staðar en hún getur aldrei komið í stað foreldranna sjálfra.
Í þessu samhengi er manneskja alltaf í minnihluta - eða nákvæmlega sagt ,,alein". Það er víst eftirsóknarvert fyrir mann að lifa lífi sínu eins og maður sjálfur. En stundum getur það verið óþolandi álag að vera maður sjálfur vegna einmitt þess eiginleika eða hæfileika. Þeir sem hafa t.d. stundum óvenjulmikla hæfileika í íþróttum eða tónlist þurfa að þjálfa sig meira og gefa meira af sér en venjulega er. Þeir sem hafa fundið köllun sína í hjúkrun þurfa oft að horfast í augu við margt sorglegt og hryllilegt. Það getur því oft verið auðveldara að kasta eiginleika sínum og köllun í burtu og fela sig í hóp eða í einhverri staðalímynd og þykjast vera ,,eins og margir aðrir," Að halda í eiginleika sína er m.ö.o. að vera öðruvísi en margir aðrir.
Eins og við getum ímyndað okkur þykir eiginleikinn kostur þegar hann virkar vel en um leið og hann gerir það ekki verður hann að galla. Hver er raunar munurinn á milli þess að vera umburðarlyndur maður og þess sem þorir ekki segja hug sinn, að hafa sterkan vilja og að vera þrjóskur? Það gæti einnig gerst að sá lífsháttur sem maður kýs fyrir sjálfan sig falli ekki að væntingum fólks í kringum okkur. Þannig þegar við höldum í eiginleika okkar, lifum við jafnframt með göllum okkur og jafnvel ágreining við aðra. Enginn er fullkominn.
En við sem leggjum trú okkar á Jesú Krist finnum stuðning í einmanaleika sem við þurfum að þola sí og æ til þess að lifa lífi okkar eins og við sjálf. Sá stuðningur kemur frá Jesú eða hann sjálfur er stuðningurinn. Því að eiginleiki hans sem Guðs sonur þekur okkar ófullkomleika. Vegna eiginleika hans getum við verið ófullkomnir menn fyrir augum Guðs. Við mætum Jesú í þessari dýpt lífsins okkar. Trúin er því hluti eiginleika okkar, sem gerir oss að okkur sjálfum. Er þessi eiginleiki okkar ekki salt jarðar sem Jesús á við?
Við erum salt jarðar. Og salt dofnar ekki svo framarlega sem við erum eins og þau sem við erum með og í trú á Jesú. Óttumst ekki og verum við sjálf. Jesús óskar þess.
18.7.2009 | 11:52
Blóm regnsins
14.7.2009 | 09:38
Barnið
Ó,þú,
sem krafðist strax
með fæðingu þinni
Et upp landið,
drekk allt hafið,
leggðu heiminn að fótum þér!
Hér eru lófar stórir
sem skýla þér
- Barnið; júlí 2009 TT -
Elsku vinkonar mínar eru búnar að eignast barn.

12.7.2009 | 19:51
Biðtími
Við lifum á dögum aldar þarsem okkur finnst erfitt að ,,bíða". Fyrir því eru tvær ástæður, tölvuheimurinnsem er að hluta til gerviheimur en þar sem samskiptin fara fram á rauntíma oghins vegar raunheimurinn þar sem samskipti fara líka fram á rauntíma en takalengri tíma. Það tekur t.d. stuttan tíma að panta vöru hvaðan sem er úrheiminum í gegnum tölvuna en biðtíminn í raunveruleikanum, í rauntíma, eftirvörunni getur tekið marga daga, því það þarf að flytja vöruna frá einum staðtil annars (þó að þetta sé mikils styttara miðað við fyrir árum). Það er þessi,,biðtími" sem fer sífellt meira í taugarnar á fólki og það á erfiðara að sættasig við. Þessi biðtími verður óæskilegur og neikvæður.
Í þessum um breytingum á hraða okkar daglega lífs og rytma verðum við sífelltóþolinmóðari og biðlund okkar verður minni. Ef við ætlum t.d. að kaupa ákveðnavöru í búð en hún reynist uppseld þá er líklegra en ekki að við forum í aðrabúð til þess að fá vöruna, jafnvel þótt hún sé okkur ekki lífsnauðsynleg, ístað þess að bíða eftir að varan komi í fyrstu búðina. Og hvað t.d. ef viðmyndum við í raun gera ef við yrðum alltaf að sigla til þess að komast tilKaupmannahafnar í stað þess að geta flogið? Myndum við geta þolað að þurfa eyðaþeim tíma sem það tæki að sigla á móti þeim tíma sem tæki okkur venjulega aðfljúga?
Að sjálfsögðu er ekki oft hægt að nýta biðtímann. Á flugvellinum Kastrup íKaupmannahöfn sést margt fólk sem bíður eftir tengiflugi sínu og virðist hiðþolinmóðasta. Margir nota tímanntil að borða og drekka á veitingarstöðunum, en jafn margir nota hann fyrirlestur eða vinnu við fartölvur sínar. Ef biðtími er óhjákvæmilegur, ,,þá errétt að nota hann á skapandi hátt!" Umhverfið okkar stefnir að svara fyrirþessa kröfu okkar og reynir að tengja alla staði með netinu og gsm-kerfinu.Fyrir suma er biðtími nefnilega ekkert annað en mein eða spilling.
En er það í alvöru bara neikvætt og óvirkt að ,,bíða"? Það er víst jákvæðhugmynd okkar manna að vera ætíð ,,skapandi" með því að minnka þann tíma í lífi okkar þar sem við erumaðgerðarlaus. En það er ekki hið sama og að biðtími hafi enga jákvæða þýðingufyrir okkur. Það er eins og kyrrðarstund sem hefur virkari þýðingu fyrir okkuren aðgerðarlaus stund. Biðtími er tækifæri til að spá í því hvað við getum gertog hvað ekki, hvað er breytlegt og hvað er ekki, hvort við skulum þola þannbiðtíma eða ekki. Þegar við getum gert ekkert annað en að bíða, hugsum við umokkur sjálf og pæla. Biðtími er nefnilega tækifæri fyrir okkur til að finna okkur sjálfum stað til að vera í stórusamhengi tilvistar okkar og lífsins.
Líf kristinna manna stendur á ósk og sífelldri eftirvæntingu sem er ,,maranata" (Drottinn vor, kom þú). Hver dagur lífsins okkar sem erum í trúnni á JesúKrist er í biðtíma í þessu samhengi. ,,Marana ta" er ekki mál sem varðar aðeinsaðventu, heldur varðar það alla ævi okkar, frá fæðingu til dauða, eða jafnvellengur en ævi okkar. Þótt við séum dáin, eigum við okkur enn von á ,,maranata". Það er alls ekki vonlaust von, þar sem þegar við vonumst eftir komuDrottins, það er það tryggt í trúinni okkar.
Stundum er biðtíminn langur, eins og þegar við bíðum eftir endurkomu Jesú. Viðgetum ekki pantað endurkomu hans með hraðsendingu á netinu. Að bíða er hluti aftrúarlífi okkar. Sama má segja um ýmis mikilvæg atriði í lífinu okkar. Þeir semkljást við erfiðan sjúkdóm, þeir sem iðrast í fangelsi, fólk sem eiga von ábarni og svo framvegis. Biðtími birtist í mismunandi aðstæðum í lífinu okkar.Biðtími er einnig þýðingarmikill. Eigum við ekki að þora að kjósa að bíða efmikilvægt atriði í lífinu okkar er að ræða og það er nauðsynlegt að bíða?
Kom þú, Drottinn vor.
- Fyrst bitist á Trú.is í júlí 2009 -
6.7.2009 | 10:36
Sumarregn
3.7.2009 | 12:04
Á leiðarenda
Alla vega finnst mér gaman að semja kvæði í Sen-ryuuformi, þar sem það er alls ekki erfitt. (að sjálfsögðu er það erfitt að búa til gott Sen-ryuu kvæði eins og í Haiku eða í öðru ljóðformi)
Stutt ljóð ofangreint er þýðing (eða endursamið kvæði, vinur minn og ljóðkennari, Þorkell Óttarson veiti mér sérlega góða aðstoð og ég er bara þakkalátur fyrir hana) úr Sen-ryuu sem ég bjó til á japönsku, en það var eins og :
霞眼をこらして見れば終着駅
kasumime-wo korashite-mireba syuutyakueki
Það þýðir einfaldlega að ég er orðinn gamall maður fyrr en ég tók eftir því! (50 ára afmælið mitt var í nóvember sl!)
30.6.2009 | 16:59
Barnæska
- Barnæska; júní 2009 TT -
27.6.2009 | 10:45
Fagurfífill
19.6.2009 | 09:26
20. júní: Alþjóðlegi flóttamannadagurinn
Alþjóðlegi flóttamannadagurinn - Opið hús
Á Alþjóðadegi flóttamanna næstkomandi laugardag, 20. júní, verður opið hús í Start Art listamannahúsi að Laugavegi 12b, frá kl. 13:00 til 15:00, þar sem ýmsir listamenn af erlendum uppruna koma fram. Gestum stendur meðal annars til boða að bragða á veitingum og kaffi frá ýmsum löndum, hlýða á framandi tónlist og horfa á dans. Að dagskránni standa Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðahús í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk. Markmiðið er að hafa gaman saman og kynna margvíslega menningarheima en um leið vekja athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Allir velkomnir.
- úr fréttatilkynningu RKÍ -