Færsluflokkur: Bloggar
27.2.2016 | 16:32
“Safe Passage” vs dehumanization
Hello, dear people. Thank you for this opportunity. I am not an expert on the refugee matter in Europe. I would like, however, as a street priest, to witness from the reality that I am facing regarding the situation of asylum-seeking people here in Iceland.
As you know, generally speaking, asylum-seekers and refugees are often dehumanized. When we see photos of boats filled with refugees, when we watch videos in which thousands of refugees are walking holding small children, to borders, who can say that kind of situation is humane?
I have friends who are asylum seekers, and many of them have been living in Europe for 8, 9, or even longer than 10 years without sufficient civil rights. Is this situation humane?
Two Syrian refugees in Iceland are now about being deported to Bulgaria, just because they have come here through Bulgaria. Is this decision humane?
No, not at all. They are dehumanized. Maybe, this dehumanization of asylum seekers is not an accident. Dehumanization is a method we use when we don’t want to confront violations against humanity and want to leave the problem as it is.
Last Wednesday, a couple from Africa got negative answers from the appeal committee. They were in Italy and therefore Dublin-refugees. They came to Italy across the Mediterranean Sea on a boat as we see in the news. The husband lost his brother in the sea.
The ministry of the Interior gave a guideline last December, regarding sending refugees back to Italy. It says: “the living conditions for refugees in Italy are not good enough for delicate people such as children or ill people.” (Personally I insist to stop sending people back to Italy totally. This is the ministry’s view.)
Of the couple referred to the husband has infection in the lungs with very much pain and he has been on medication for nine months now. The decision from the appeal committee says, though: “The husband is a 29 years old man in good health, so his condition does not make him an ill person”.
The wife is expecting a baby in 5 months. She has miscarried three times before, including once when she arrived here. The decision from the appeal committee says: “The wife is in a delicate condition. Nevertheless she had got permission to stay in Italy, thus she has access to the health system there in Italy. It is, therefore, all right to send her back there”. Oh, she doesn’t have even a house to stay in Italy.
This is one of manifesting forms of the dehumanization that the asylum-seeking people are facing today, here in Iceland. Whatever the situation of each individual is, the authority has already decided to say “NO!”
We need to break down this dehumanization of asylum seeking people, if we want to insist The Safe Passage and make it come true. The attitudes that the Directorate of Immigration and the appeal committee are showing are not the consensus of the Icelandic people, I believe.
So, I ask you, dear people, to watch the things we are supposed to watch, hear voices that we are supposed to hear in order to recognize what is happening in our society, and finally to make an action that we are supposed to make.
Otherwise, we cannot defeat the cold blood evil of dehumanization. Let’s make The Safe Passage come true, by humanizing the dehumanized.
Thank you.
- At the gathering "Safe Passage Now" at the Lækjatorg, February 27th 2016-
(Prestur innflytjenda)
1.2.2016 | 21:08
Veitum Eze Okafor dvalarleyfi á Íslandi!
Petition: Veitum Eze Okafor dvalarleyfi á Íslandi!
Eze Okafor (32) er frá Nígeríu. Heimaþorp hans er innan stjórnarsvæðis Boko Haram og var bróðir Eze myrtur í áras hryðjuverkasamtakanna. Eze var líka stunginn með hnífi og tekinn til fanga. Hann var neyddur til þess að vinna fyrir Boko Haram en tókst sem betur fer að flýja úr höndum þeirra.
Hann flúði Nígeríu og sótti um hæli í Svíþjóð árið 2011 en fékk synjun. Í Svíþjóð var fjöldi flóttamanna það mikill að Eze fannst að umsókn sín hefði ekki fengið sanngjarna umfjöllun og því flúði hann frá Svíþjóð.
Hann kom til Íslands í apríl 2012 og sótti um hæli hér. Útlendingastofnun neitaði að taka málið til efnislegrar skoðunar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og Innanríkisráðuneytið staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar í júlí 2014. Meira en tvö ár höfðu þegar liðið frá því hann sótti um hæli hér en samkvæmt lögum er það of langur biðtími til brottvísunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Eze kærði málið til íslenskra dómstóla. Í apríl á þessu ári verður Eze búinn að vera hér í fjögur ár. Á meðan hefur Eze aðlagast íslensku samfélagi og eignast marga vini. Hann fékk kennitölu síðastliðið haust og byrjaði að vinna. Eze hefur þegar byggt upp sérstök tengsl við íslenska þjóð.
Engu að síður tilkynnti Útlendingastofnun Eze um að honum yrði vísað úr landi þann 28. janúar 2016. Brottvísuninni hefur ekki enn verið framfylgt en örlög hans liggja í bölsýnni óvissu.
Hvers vegna verður fórnarlamb voðalegs ofbeldis Boko Haram að þjást á þennan hátt á Íslandi?
Til hvers er klausan ,,dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða“ í útlendingalögum ef hún fellur ekki að tilfelli Eze?
Hvers vegna vilja yfirvöld íslenska ríkisins vera svona hörð við þennan saklausa einstakling?
Við skorum hér á Innanríkisráðherra að afturkalla synjun um efnislega meðferð á hælisumsókn Eze Okafor og veiti honum dvalarleyfi án tafar.
1. febrúar 2016, Reykjavík
Stuðningshópur við Eze Okafor
Tengiliðir:
Helga Tryggvadóttir
Guðbjörg Runólfsdóttir
Toshiki Toma
Kristín Þórunn Tómasdóttir
31.1.2016 | 15:50
Íslenskukennsla eða þöggun?
„Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur að það takist vel að aðlaga fólkið að íslensku samfélagi. Íslenskukennsla er lykilatriði í því efni,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra varðandi væntanlega móttöku flóttamanna frá Sýrlandi í fréttaskýringu Morgunblaðsins þann 19. nóvember síðastliðinn.
Fullyrðingunni „Íslenska er lykilatriði aðlögunar að íslenska samfélaginu“ hefur verið í hávegum höfð, ekki aðeins þegar um móttöku flóttamanna hefur verið að ræða, heldur ávallt þegar um hefur verið að ræða innflytjendamál almennt síðustu tvo áratugi.
Ég er sammála því að kunnátta innflytjenda í íslensku tungumáli skiptir miklu máli, bæði fyrir þá sjálfa og einnig íslenskt samfélag. Ég hvet aðra innflytjendur til að læra íslensku vel og sjálfur vil ég læra hana betur. Ég hef verið að læra íslensku og hef enn ekki náð fullum tökum á henni, þetta er í raun æviverkefni.
Síðan fyrir 16-17 árum hef ég tekið þátt í umræðu um íslenska tungumálið og innflytjendur og ég sagði nokkrum sinnum opinberlega að íslenskan gæti verið kúgunartæki fyrir innflytjendur hérlendis.
Í kringum aldamótin síðustu var t.d. virk hreintungustefna hjá RÚV og gestir af erlendu bergi brotnir voru ekki velkomnir í útvarps- eða sjónvarpsþátt nema að þeir væru mjög góðir í íslensku. Mér sýndist að Íslendingar hefðu meiri áhuga á því hvernig ég talaði íslensku en því sem ég segði t.d. í predikun. Mér fannst það óþolandi.
„Ef þú vilt búa á Íslandi, talaðu íslensku!“ Þetta var sagt jafnvel við nýkomna innflytjendur. Margir virðast ímynda sér að hægt sé að tileinka sér íslensku innan árs. Og þegar innflytjandi gat ekki tjáð sig almennilega á íslensku, frusu samskptin þar.
En margt hefur breyst varðandi viðhorf Íslendinga til íslensku sem innflytjendur tala, í jákvæða átt að mínu mati.
Nokkrir þættir hjá RÚV reyna að bjóða gestum af erlendum uppruna í dag til sín og sem betur fer virðast margir Íslendingar hafa vanist þeirri íslensku sem innflytjendur tala og bregðast ekki skjótt við og skella framan í viðkomandi einhverju eins og „Talaðu íslensku!“ þó að innflytjandi geti ekki talað góða íslensku.
Ég met þessar jákvæðu breytingar mikils. Það gæti svo margt breyst til hins betra ef fólkið í samfélaginu sýndi því betri skilning að langflestir eru að reyna sitt, hvert svo sem upprunalegt tungumál þeirra er. Og því langar mig að tala meira um málefni sem varðar íslenskt mál og innflytjendur.
Íslenska okkar innflytjenda er svo oft leiðrétt, hvort sem um talmál er að ræða við ýmsar hversdagslegar aðstæður, á Facebook, í kaffitíma í vinnunni, í verslunum, dæmin eru endalaus. Eftir því sem ég best veit, gera Íslendingar þetta í góðum tilgangi og viljinn sem að baki er er ágætur en í flestum tilvikum er um sjálfskipaða kennara að ræða.
Góð afskiptasemi eða þöggun?
Engu að síður verð ég að segja þetta; vinsamlegast hættið gefa okkur „íslenskukennslu“ í frítíma okkar eða í prívatplássi eins og á Facebook. „Kennsla“ af þessu tagi dregur úr þörfinni til að tjá mig og það á líklegast við fleiri innflytjendur.
Ef við erum að biðja einhvern um að leiðrétta íslenskuna okkar, af ýmsum ástæðum, eða ef kennari, mentor eða náinn vinur leiðréttir okkur, þá er það í lagi.
Það sem fælir mig frá að segja eitthvað, t.d. við einhvern sem ég þekki lítið en hitti t.d. í frístundum er þegar viðkomandi lætur þessi orð falla: „Þú ætti að segja þann hluta svona ... “ eða leiðréttir færslu mína á Facebook í athugasemdum eða skilaboðum, þó að ég sé ekki að biðja þá um það. Það virkilega pirrar mig.
Ég vil þó forðast misskilning. Ég vil læra íslensku betur en ég kann nú þegar. Mér finnst margir innflytjendur vilji það líka og gera í raun. En það tekur tíma að læra íslensku og það þarf tíma til að nota hana án hindrunar. Það er ekki viðeigandi að fá „kennslu“ frá ókunnugum Íslendingum við ýmis mismunandi og oftast óviðeigandi tækifæri. Við getum beðið um hana ef við viljum fá ráð.
Þrátt fyrir góðan vilja þessara sjálfskipuðu kennara í íslensku gerir sú kennsla ekkert annað en að draga innflytjendur niður og er bara virkilega þreytandi. Það kæmi mér ekki á óvart ef innflytjandi hætti að tala íslensku eða skrifa eftir að hafa fengið óvæntar og stundum stanslausar leiðréttingar á íslenskunni sinni.
Þess vegna nota ég frekar sterkt orð: of mikil afskiptasemi af því íslenska máli sem innflytjendur af svo mörgum þjóðernum nota leiðir til þöggunar, þótt hún byggist á góðfýsi. Hvert tungumál getur á grundvelli tungumáls á heimavelli orðið kúgunartæki gagnvart fólki sem hefur annað tungumál sem móðurmál. Við megum ekki gleyma því.
Ég vona að sem flestir Íslendingar skilji það sem ég hef verið að ræða hér, styðji okkur innflytjendur við að læra góða íslensku, þó án of mikillar afskiptasemi, og haldi í gagnkvæm og vingjarnleg samskipti.
(Innflytjandi á Íslandi)
19.10.2015 | 20:12
PETTITION: Veitum Sýrlenskri fjölskyldu á flótta dvalaleyfi á Íslandi
Kæra fólk á Íslandi.
Ég veit að margs konar ,,pettition" er á gangi, en ég get ekki annað en beðið ykkur að taka þátt í þessu núna.
Veitum Sýrlenskri fjölskyldu á flótta dvalaleyfi á Íslandi
Að sjálfsögðu bið ég ykkur að skrifa undir, og samtímis vinsamlegast deilið þessu og sendið til vina ykkar. Þetta er um líf fjögurra manna fjölskyldu, þ.á.m. 3 ára og 4 ára stelpur.
Með fyrirfram þökkum.
Toshiki
17.9.2015 | 20:40
Hættum að nota Dyflinnarreglugerðina
Now it is time to abolish the Dublin-system. It has been making the victimes of violence and dictatorship "victims again" here in Europe.
Please read and join the petition.
This regards also my friends, PLEASE!!
Many thanks to "No more deportations" group for the initiative of the petition.
Hættum að nota Dyflinnarreglugerðina
2.4.2015 | 10:40
Úr dagbók prests innflytjenda - Dymbilvika
Enn rennur upp hátíðartímabil. Fermingarmessa og pálmasunnudagsmessa í hverri kirkju og bráðum koma páskar. En rétt eins og jólunum, þá er ég langt í burtu frá hinu stóra sviði hátíðarviðburðanna. Ég öfunda pínulítið aðra presta sem stjórna þessum hátíðum. En hins vegar hef ég nóg á minni könnu og það sem meira er, ég nýt þess mikið!
Undanfarna daga hefur aðstoð við flóttafólk aukist bersýnilega þar sem hvorki Reykjavíkurborg né Reykjanesbær hefur getað tekið á móti fleira flóttafólki og Útlendingastofnun verður að aðstoða það í þeirra hversdagslífi. En stofnunin er hins vegar ekki faglegur aðili í umönnun fólks og um stundarsakir varð algjört kaos. Sífellt koma upp óvæntar þarfir. "Mig vantar rakvél“: sagði maður. Hann átti ekki krónu. Rakvél? Er það nokkur rakvél í leigu í bænum?
Á ákveðnu tímabili gat fólk á einu gistiheimilinu ekki notað þvottavélina þar. "Við erum í sömu fötunum í lengur en viku.“ Því bauð ég fólki að koma í Neskirkju og þvo þar. Það tók fjóra tíma að þvo og þurrka föt og nærföt þriggja manns. Ég kynntist því óvænt þvottaherberginu í kjallara safnaðarheimilis Neskirkju!
Heimsókn fólks á flótta er orðin hversdagslegur hlutur í lífi mínu, aðstoð við einfalda hluti eins og innkaup matar, að kynna þeim fyrir borg og bæ og fleira. Í síðustu viku varð slys og maður var fluttur á spítala með sjúkrabíl. Bæði kallaði ég á sjúkrabílinn og eins vitjaði ég sjúklingsins á hverjum degi.
Auk þess byrjaði ég frá og með janúar á „átaksverkefni“ sem er að fylgjast með flóttafólki í messu. Það er of erfitt fyrir það að sækja messu sem er á íslensku, tungumálið er hindrun. Því sæki ég það og fer með því, fyrir hádegi og einnig eftir hádegi, stundum í Reykjanesbæ. Þetta er sem sagt eins konar "fylgdarþjónusta.“
Áður fannst mér skrýtið þegar ég sá prest sem var alltaf í prestskyrtu. Sjálfur var ég aðeins í henni þegar ég annaðist athöfn í kirkju. En núna er ég í prestsskyrtu alla daga – frá mánudegi til sunnudags. Get ekki farið úr henni. Að sjálfsögðu eru margir á meðal flóttafólks sem ekki eru kristnir og því tek ég stundum af "kragann“ úr hálsinum til að minnka "kristilegt einkenni“. Þjónustan hjá mér er fyrir alla sem óska eftir henni án tillitis til þess hvaða trú viðkomandi aðhyllast.
Samt fel ég ekki að ég sé prestur kirkjunnar. Mér finnst óheiðarlegt að fela hver maður er í raun. Nú kallar margt fólk mig "Father Toshiki“. Það er heiðurstitill finnst mér. Ég kann vel við hann. "Fylgdarþjónusta Father Toshiki“!
Þjónustan sem ég er í núna líkist frekar djáknaþjónustu en prestsþjónustu. Ísleningar eru hrifnir að skipta hlutverki meðal sín: prestsþjónustu, djáknaþjónustu eða starfsemi trúboða. En slík hlutverkaskipting er aðeins tæknileg en ekki kjarnamál þjónustunnar að mínu mati. Í Japan þar sem ég var skírður, var þetta þrennt í sömu í einni prestsþjónustu. Heilaga þrenningin.
Að sjálfsögðu hlusta ég einnig á sögu fólks um flótta og geri ýmislegt sem hægt að gera til að styðja við fólkið. Það er jú talsverð mikil vinna í raun. Samt gætuð þið haldið: "Allt of mikið sem er ekki tengt fagnaðareindi“.
En fylgdarþjónustan er mikilvæg, af því að hún aðstoðar fólk í hversdagslífi þeirra eða brýtur það upp. Að þvo þvotta, fara saman í innkaupaleiðangur eða að vaska upp eftir matinn, allt er þetta hluti af hversdagslífi fólks.
Og ekki er hægt að skilja bænir frá hversdagslífinu. Með því að deila hversdagslegum hlutum hvert með öðru, eykst samstaða í bænargjörð efalaust mikið. Þegar bænir verða kraftmeiri, finn ég þar ómetanlega náð Guðs og nærveru Jesú.
Það er ákveðin og skýr lína dregin milli fólks á flótta og mín. Fólkið er á flótta, en ekki ég. Þessi munur er raun svo stór að ég get ekki brúað það sjálfur. En Jesús getur. Það er Jesús sem kemur í veg fyrir að þjónustan mín verði "vorkunn blessaðs manns“. Við erum, þrátt fyrir allt, að þiggja öll fylgdarþjónustu Jesú.
Birtingarform prestsþjónusta og kirkjuþjónustu er margvísleg og fjölbreytt. En þær allar spretta út úr sömu rótinni, sem er kærleiki Jesú Krists og hans krossinn.
Gleðilega páska! Drottinn er upprisinn og hann er ekki í gröfInni. Og við erum heldur ekki!
23.10.2014 | 21:15
Fólk á flótta segir frá
Á föstudaginn 24. október næstkomandi verður haldin málstofan „Fólk á flótta segir frá" í stofu 104 á Háskólatorgi. Þar munu Kotachi Abdalla frá Gana og Mohammed frá Túnis segja frá reynslu sinni sem menn á flótta.
Báðir voru þeir í hringiðu arabíska vorsins 2011, Kotachi í Líbýu og Mohammed í Túnis. Báðir þurftu þeir að flýja óeirðirnar til Evrópu. Sögur þeirra eru hins vegar mjög ólíkar, og sýna hvor á sinn hátt vankanta á núverandi úrræðum fyrir flóttamenn. Einnig lýsa þeir viðvarandi erfiðleikum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi við að finna sér vinnu og dægradvöl.
Málstofan hefst klukkan tólf, hefst á erindum þeirra beggja og að þeim loknum gefst tækifæri til að spyrja fyrirlesarana út í reynslu þeirra. Fyrirlestrarnir verða á ensku.
Málstofan er skipulögð af vinnuhópi stúdenta fyrir verkefnið Fólk á flótta segir frá og er haldin í samvinnu við Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands.
- ENGLISH -
The seminar „People on the run tell their stories" will be held on Friday, the 24th of October in room HT-104 of Háskólatorg at the University of Iceland. Kotachi Abdallal from Ghana and Mohammed from Tunisia will be speaking about their experience as men on the run.
Both of them were in the middle of the Arab spring in 2011, Kotachi in Libya and Mohammed in Tunisia. Both of them were forced to flee to Europe. Their experiences are, however, very different, and highlight each in their own way problems with current approaches to the refugee problem. Both of them will also expound on the constant and recurring problems asylum seekers in Iceland face getting work.
The seminar starts at twelve o‘clock, beginning with the speakers‘ lectures, after which they will take questions from the audience. The seminar will be held in English.
The seminar is organised by a student group working for the project of People on the run tell their stories and is held in cooperation with MARK.
15.4.2014 | 19:11
Þriðjudagur í dymbilviku
Mér þykir leitt, en dagurinn hefur reynst þungur og dimmur. Hælisleitandi (I hate this word, he´s just a person like everybody else) sem ég þekki vel hefur fengið synjun frá ráðuneytinu um áfrýjað mál sitt. Hann var að bíða eftir svarinu í 18 mánúði án þess að geta tekið þátt í mannlegu lífi. Hvaða leið á hann að fara næst?
Reyndi að tala blaðamann og hann sagði: ,,Er nýbúinn að tala við annan hælisleitanda sem verið hefur tvö ár og hann var einnig í vinnu og námi. En til hans barst synjun og hann verður fluttur næstu viku".
Hverjir búa til ,,refugees"?: þurfum við að spyrja ef til vill.
19.3.2014 | 11:43
Málstofan ,,Hælisleitendur segja frá"
(*English below)
Málstofan „Hælisleitendur segja frá" verður haldin fimmtudaginn 20. mars kl.12:00-13:00 í stofu 101, Lögbergi í Háskóla Íslands. Málstofan mun fara fram á ensku og aðgangur er öllum opinn.
Á málstofunni segja tveir hælisleitendur frá reynslu sinni af því að vera hælisleitandi á Íslandi. Málstofan er hin fyrsta í röð málþinga sem varða hælisleitendur, en undanfarið hafa málefni þeirra verið áberandi í fjölmiðlum. Tilgangur málþinganna er að skapa vettvang fyrir raddir hælisleitenda þar sem fræðifólk, nemendur og almenningur geta fengið innsýn inn í þennan mikilvæga málaflokk út frá sjónarhorni einstaklinganna sjálfra.
Oft má heyra frá hælisleitendum að dagar þeirra einkennast af eftirfarandi: „Sofa, borða, sofa, borða...". Hvernig túlka hælisleitendur sjálfir líf sitt á Íslandi og hvaða áskoranir felur það í sér? Hverjar eru vonir þeirra um framtíðina? Málþingunum er ætlað að undirstrika að hælisleitendur eru er ekki einsleitur hópur, heldur mismunandi einstaklingar sem eiga sér ólíka sögu og upplifun. Málstofan 20. mars mun hefja umræður á mikilvægum þáttum í lífi einstaklinga sem eru skilgreindir sem hælisleitendur út frá röddum þessara einstaklinga.
Starfshópur stúdenta stendur fyrir málþinginu í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða krossinn á Íslandi og MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna).
****
The seminar "Asylum seekers speak" will be held on Thursday the 20th of March at 12:00-13:00 in Lögberg 101 at the University of Iceland. The seminar will be held in English and all are welcome.
In the seminar two asylum seekers will talk of their experience of being an asylum seeker in Iceland. The seminar is the first in a series of seminars that for asylum seekers. The purpose of the seminars is to create a platform for the voices of asylum seekers, where scholars, students and the general public can get an insight into this important field from the perspective of the individuals themselves.
It is often heard from asylum seekers that their days are characterized by the phrase: "Sleep, eat, sleep, eat...". How do asylum seekers themselves view their life in Iceland and what challenges does that life pose? What are their hopes for the future? The forums are meant to emphasize that asylum seekers are not a homogenous group but a group of different individuals, each one of these individuals having their own story and experience. The seminar on the 20th of March will be the beginning of discussions about important aspects in the lives of these individuals who are categorized as asylum seekers - a discussion based on the voices of the individuals themselves.
A work group of students holds the seminar in collaboration with the faculty of Anthropology at the University of Iceland, the Icelandic Red Cross and MARK (Center of diversity and gender studies).
-Úr Facebook Event-
12.2.2014 | 11:21
Rými fyrir ófullkomna íslensku?
Síðastliðið sumar fékk ég skilaboð frá íslenskri konu á Facebook-síðu mína um færslu sem ég hafði sett inn á bloggið mitt. Í skilaboðunum sagði konan: „Færslan þín er nokkuð góð. En þú ætti að láta einhvern lesa yfir íslenskuna þína".
Konan gaf mér þetta ráð án efa í fullri einlægni og meinti þetta ekki sem gagnrýni. Engu að síður svaraði ég henni: „Ég ber ábyrgð á því sem ég segi á blogginu mínu á ófullkominni íslensku minni". Raunar móðgaðist ég talsvert en af hverju?
Ég skrifa oft greinar í dagblöð og á vefsíðu (ekki bloggsíðu), ef til vill oftar en tuttugu sinnum á ári. Þá held ég ræður á opinberum vettvangi eins og í messum um tíu sinnum á ári. Í hvert einasta af þessum skiptum fara íslenskir vinir mínir yfir uppköst greina minna og predikana, prófarkalesa og laga til íslenskuna. Þeir vinna þessi verkefni í sjálfboðavinnu og hef ég aldrei þurft að greiða fyrir þessa aðstoð.
Stundum þarf ég að biðja þá um að lesa yfir með mjög stuttum fyrirvara eins og þegar ég þarf að bregðast við einhverjum fréttum. Ég lít alls ekki á þessa aðstoð sem sjálfsagt mál og þakka vinum mínum innilega fyrir.
Mér finnst eðlilega krafa að þær greinar sem við innflytjendur, sem ekki eigum íslensku að móðurmáli, sendum inn í dagblöð eða ræður sem við flytjum eigi að vera yfirlesnar. Undantekningin er hins vegar þegar við tökum þátt í sjónvarps- og útvarpsútsendingum, þar sem ekki er hægt að leiðrétta mál okkar fyrirfram. Íslenska fyrstu kynslóðar innflytjenda á Íslandi verður sjaldnast fullkomin en það má ekki koma í veg fyrir að við tjáum okkur á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum.
Mikilvægi aðstoðar í yfirlestri
Allavega skil ég alveg nógu vel mikilvægi þess að fá yfirlestur þegar ég skrifa grein sem ég ætla í dagblað eða þegar um predikun er að ræða. Ég þarf enga fræðslu um það atriði. Og ég ítreka þakklæti mitt í garð þess fólks sem aðstoðar mig.
En ef ég má segja í hreinskilni, getur það verið líka þreytandi og pirrandi að ég geti ekki sagt eitthvað án þess að fara gegnum yfirlestur og ég sé jafn háður aðstoð annars fólks og raun ber vitni. Ég blogga einnig á japönsku fyrir vini mína í Japan og það uppfæri ég tvisvar í hverri viku.
Auðvitað þarf ég þarna enga aðstoð frá neinum og ég get klárað færslu 100 prósent sjálfur. Sama er að segja þegar Íslendingar skrifa á íslensku. En það á ekki við um mig, og ef til vill flesta innflytjendur líka, ef um íslensku er að ræða.
Þó að við innflytjendur stuðlum að íslenskunámi, munu örfáir geta tileinkað sér íslenskuna eins og innfæddir Íslendingar. Meira eða minna notum við innflytjendur „sæmilega" eða „skiljanlega" íslensku daglega. Og ritmálið okkar þarf að vera yfirlesið ef það á að birtast á opinberum vettvangi. Ég mótmæla því ekki.
Rými fyrir„ófullkomna íslensku"
En telst bloggsíða eða samskiptamiðlill eins og Facebook til opinbers vettvangs? Eða eru þau einkavettvangur? Ég held að bloggsíða eða Facebook tilheyri gráu svæði milli opinbers vettvangs og einkavettvangs. Innihald og tjáning á þeim á að fylgja opinberum reglum, en hins vegar þurfa bæði innihaldið og tjáningin ekki að vera opinberlegs eðils. Þau mega vera prívat. Og þetta er einn munurinn á milli bloggs og dagblaðs/fréttasíðu á netinu.
Ég ákvað þegar ég byrjaði að blogga að gera það á íslensku án yfirlesturs. Fyrst og fremst get ég ekki ónáðað vini mína vegna yfirlesturs á hverri einustu færslu á bloggið. Og einnig held að ég hafi rétt til að nota íslenskuna sem ég er að læra. Annars tek ég engum framförum í málinu.
Bloggið er mjög gott tæki til að prófa eigin íslensku og reyna að halda í samskipti við Íslendinga. Fólk sem þolir ekki að lesa ófullkomna íslensku, neyðist ekki að skoða bloggsíðu mína. Fólk sem er frekar forvitið um hugmyndir eða reynslusögur sem ég deili á síðunni, er velkomið.
Mér finnst gaman að læra íslensku og því tek ég gjarnan á móti ábendingum og leiðréttingum. En ég þoli samt illa að vera leiðréttur málfræðilega í hvert einasta skipti þegar ég set færslu inn á bloggið mitt eða að vera bent á að ég ætti að láta lesa íslenskuna mína yfir. Mér finnst það persónulega vera, jafnvel þótt það sé vel meint, of mikil afskiptasemi og geta almennt dregið kjark úr innflytjendum.
Ég óska þess að Íslendingar sýni umburðarlyndi á bloggi og Facebook-síðum okkar innflytjenda, þar sem íslenskan er ófullkomin, og reyni að skilja innihald þess sem við höfum fram að færa. Það mikilvægt fyrir innflytjendur að eiga þar rými til að nota okkar ófullkomnu íslensku og ég trúi því að þetta sé Íslendingum einnig í hag þegar til lengri tíma er litið.
* Grein þess var sent til Mbl og birtist 8. feb. sl. og því er textinn lesinn yfir.