Færsluflokkur: Bloggar

Við skulum vera með Paul og fjölskyldu hans enn.


Mig langar til að bregðast með hraði við yfirlýsingu sem ÚTL er búin að gefa út í dag um mál Paul og fjölskyldu hans.


1. Fyrst og fremst á hælisleitandi ekki að teljast til glæpamanns, þótt hælisleitandi verði oft að nóta ólöglega hætti til þess að flýja heimaland og komast til lands þar sem hann sækir um hæli.
Yfirlýsing ÚTL virðist að ítreka gjarnan að hve oft Paul hefur brotið lögum hérlendis, en raunar er skýr brot á lögum aðeins að hann vann án atvinnuleyfis. En það tíðkast t.d. í Svíþjóð að hælisleitendur mega vinna á meðan hælisumsókn sína er í meðferð. Því þetta gæti verið annars vegar hreinn misskilningur hjá Paul og hins vegar hjá viðkomandi vinnuveitanda.

2. Paul var gefinn bara 3 daga til þess að andmæla framsendingu sín til Ítalíu og hann virðist að hafa ekki gert það tímanlega. Það er mér skiljanlegt að maður getur ekki ákveðið um slíkt mál án faglegrar aðstoðar frá öðrum. Þó að ÚTL fylgi aðeins um starfsreglum, sýnist mér 3 dagar allt of stuttur frestur.
Sama um töf greinargerðar lögfræðings hans. Spurningin er hvort Paul og lögfræðingurinn hafi haft almennilegan tíma til að skila greinargerðinni eða tímafresturinn væri ekki ómögulegur upphafslega.

3. Paul mæti ekki á fund sem RLS boðaði, en vissi hann um mikilvægi fundarins í alvöru? Þessi lýsing er dæmigerð einstefna lýsing, þar sem Paul er þegar farinn og getur ekki svarað neitt. Sama má segja um heildaryfirlýsinguna sjálfa.

4. Hælisleitandi sem á að vera fluttur verður að gista hjá lögreglustöð nótt sem er undan á brottvísun sinni. Þetta er til þess að tryggja mætingu viðkomandi á flug. Það er kannski ekki nákvæmilega (lögfræðilega) sama og að vera “handtekinn” en í rauninni er það sama. (sem prestur hef ég heimsótt fólk í þessum aðstæðum í lögreglustöð)

5. Konan Paul var (s.s. er núna ennþá) í ólöglegri dvöl. Um þetta atriði vantar frekari upplýsingar til að segja eitthvað. Mér sýnist þetta ekki sanngjarnt að segja aðeins að hún er ólöglegur útlendingur. Ef ÚTL segir um það opinberlega, á ÚTL að veita mönnum nægilegar upplýsingar um stöðuna hennar. (það gæti jú rekst á trúnaðarskyld, en ÚTL getur sagt frá því skýrt ef hún samþykkir ekki að ÚTL gefur frekari upplýsingar)


Mér skilst að skilaboðin ÚTL séu þau að ÚTL hafi gert allt samkvæmt lögum og reglum, því hún sé ekki með neitt til að vera sakað. Og það er einmitt málið. Ástæða þess að við erum svo óánægð með þróun málsins er sú að ÚTL virðist ekki athuga kjarni málsins Paul og fjölskyldu hans, sem sagt eðli hælisumsóknar. Af hverju Paul er hér, af hverju konan er hér og af hverju þau geta ekki farið til baka til heimalands sín, hvernig aðstæður verða í hagi barnsins ef faðir er tekinn o.s.frv.

Að fjalla um hælisumsókn er, þótt það sé í stigi grunrannsóknar um hvert ríki beri ábyrgð á málinu, að sjá heildarmynd málsins og ákveða rétta leið í samræmi við anda laganna, fremur en að vera bundið við tæknilega smáatriði í reglum. Til þess er ekki undantekningarákvæði til staðar t.d. í Dyflinarsamninginum?

Mér þykir leitt um að umræða um málefni hælisleitanda er tekin upp aðeins í slíku sorglegu tilfelli eins og mál Paul. Ég er með þeirri skoðun lengi að mál um hælisleitendur skulu vera á borði umræðu í opinberum vettvangi.
Ég vona í fyrsta lagi að íslenska yfirvöldin kalli Paul aftur til landsins fljótlega , og í öðru lagi einnig að umræða um mál um hælisleitendur komi í ljósi í samfélaginu meira en núna á næstunni.


*Undirskriftasöfnun gengur núna einnig en þetta er líka undir forystu Birgittu Jónsdóttur,   skálds og baráttukonu.
  http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses




mbl.is Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við ekki standa saman með Paul og fjölskyldu hans?


Baráttakona og mannréttindasinni Birgitta Jónsdóttir er að skipuleggja mótmælasamkomu núna hádegi fyrirframan dómsmálaráðuneytið, vegna máls hælisleitanda Á ÍSLANDI Paul Ramses.

Vona að flestir, sem vilja veita stuðning til Paul og fjölskyldunnar hans, mætast þar.

Undirskriftasöfnun gengur núna einnig en þetta er líka undir forystu Birgittu.
http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Hælisleitendur eiga engan kost til að tala hátt um mál sín, því það þýðir mikið að við almenningur sýnum fram stuðning við þá, áhuga og umhyggju.




Eigum við ekki að veita stuðning til Paul og fjölskyldunnar?


Mér skilst, að sögn Hauki Guðmundssýni settum forstjóra Útlendingastofnun, að ÚTL telst að það sé í hagi Paul að ítölsku yfirvöldin kanna málið, þar sem það mun taka lengri tíma ef rannsókn fer hérlendis.

Það gæti verið rétt hjá Hauki á nokkru leyti. En um Paul, er það engin vafi hver hann er og hvernig aðstæður hans í heimalandinu, þar sem hann er ekki ókunnugur fyrir Íslendingum. Og eigin konan Paul og nýfætt barn er hér.

Ef þetta telst ekki til máls með mannúðarlega ástæðu, væri engin mannúðarmál til.
Eiga íslenska yfirvöldin ekki að bera ábyrgð á málinu fremur en að ýta malinu á ítölum?

Birgitta Jónsdóttir (http://birgitta.blog.is) var búin að hefjast undirskriftasöfnun.
Vinsamlegast farið í :
http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses 

 


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froskahjónaband


Froskar ganga í hjónaband.
Endur líka, jú, a.m.k. eru flestar þeirra virðast að vera í sambúð.

En ekki ég, ekki einu sinni með kærustu.... fýlupoki....
GetLost

mbl.is Froskahjónaband fyrir rigningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymum ekki hælisleitendum á Íslandi


Í gær 20. júní var alþjóðlegur dagur flóttamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Undanfarið hefur mikið verið rætt um móttöku flóttamanna frá Palestínu sem væntanlega koma hingað til lands seinnipart sumars, og ég ætla ekki að snerta það hér.
Almennt hefur móttaka flóttamanna gegnum SÞ gengið afar vel og litið er á íslenska mótttökukerfið sem fyrirmynd í öðrum Evrópulöndum. Kerfið byggist upp á því að nýta sjálfsboðaliða til virks stuðnings og að mínu mati tekst það vel og sýnir hvernig nýta má smæð þjóðarinnar til góða.

Á Íslandi er þó einig að finna annan flóttamannahóp. Þetta eru flóttamenn sem ekki eru á vegum SÞ, svonefndir hælisleitendur. Hælisleitendur eru flóttamenn í þeirri merkingu að margir flýja ofsóknir í landi sínu en hafa ekki fengið formlega viðurkenningu SÞ á stöðu sinni sem flóttamenn. Með því að sækja um réttarstöðu flóttamanns óska þeir eftir hæli og vernd hér á landi.
Þeir eru ekki taldir flóttamenn frá upphafi, heldur eru flokkaðir sem hælisteitendur eftir komu sína til landsins. Í samanburði við flóttamenn sem koma hingað fyrir tilstilli SÞ, þá er viðgjörningur við hælisleitendur nokkuð rýr.

Meðferð hælisumsóknar fer fram á nokkrum stigum. Fyrst fer Útlendingastofnun yfir sameiginleg gögn útlendingaeftirlitsstofnana annarra Evrópulanda. Ef í ljós kemur að umsækjandi hefur þegar sótt um hæli í öðru ríki í Vestur-Evrópu , þá er hann fluttur til þess ríkis, þar sem fyrsta ríki ber ábyrgð á viðkomandi umsækjanda. Ísland er eyja og því hafa flestir þeirra sem koma til Íslands leitað hælis hjá annarri Evrópuþjóð. Af þeim sökum fækkar hælisleitendum mjög á þessu stigi umsóknarferlisins.

Ef Ísland er fyrsta landið þar sem umsækjandi sækir um hæli, þá hefst ákveðið rannsóknarferli. Þetta er annað stig umsóknarferlisins. Það tekur Útlendingastofnun að jafnaði langan tíma að úrskurða í máli umsækjandans sem hefur ekkert annað að gera á meðan en að bíða. Á meðan á þeirri bið stendur dvelja flestir hælisleitendana á gistiheimili í Reykjanesbæ. Fjöldi þess fólks sem nú eru í biðstöðu er um þrjátíu manns, þ.á.m. smábörn og unglingar. Biðin getur varað frá einu í þrjú ár. Það er erfiður tími fyrir hælisleitendur bíða milli vonar og ótta um ótiltekinn tíma, með þungar áhyggjur af því hvað framtíðin beri í skauti sér.Segja má að á þessum tíma séu hælisleitendurnir í eins konar andlegri einangrun.

Þó umsækjandi fái endanlega synjun um hæli hér á landi, þá er mögulegt að fresta framkvæmd brottvísunar. Á það við um tilfelli þar sem ekki er hægt að sannreyna hvaða ríki er í raun heimaland umsækjanda eða þegar ættlandið vill ekki taka við honum aftur. Þetta er þriðja stig ferlisins og er eins konar „limbo“ staða. Sem betur fer eru ekki margir í þessari stöðu á Íslandi, en t.d. í búðum í Sandholm í Danmörku, sem ég heimsótti um daginn, voru fjölmargir hælisleitendur sem höfðu neyðst til að vera þar í 7-8 ár. Ég spyr sjálfan mig hvort þetta teljist ekki ómannúðlegar aðstæður sem enginn ætti að þurfa að þola.

Ofangreint er mjög stutt kynning á aðstæðum hælisleitenda á Íslandi. Mér finnst eðlilegt að teflt sé fram ólíkum skoðunum í umræðunni um málefnið. Það hlýtur að vera skoðunarmunur á milli þeirra sem starfa í mannréttindasamtökum og þeirra sem helga sig því að vernda samfélagslegt öryggi. Það skiptir þó máli að umræðan fari fram á opinberum vettvangi og að um málefnið sé fjallað um víðast í þjóðfélaginu og að fólk fái nægar upplýsingar til þess að umræða geti farið fram á málefnalegum grunni.

Málefni hælisleitanda eru enn nokkuð á huldu og hópurinn lifir í skugga hinn s.k. kvótaflóttamanna. Við sinnum flóttafólki sem kemur á vegum SÞ afar vel, hvers vegna sinnum við ekki hælisleitendum ekki á sama hátt? Ég er viss um að Íslendingar myndu allir vilja leggja meira af mörkum ef þeir þekktu betur aðstæður hælisleitenda.

Loks vil ég vekja athygli á því að Mannréttindaskrifstofa Íslands og RKÍ hafa þýtt handbók Flóttamannastofnunar SÞ um réttarstöðu flóttamanna sem var afhent dómsmálaráðherra í tilefni af flóttamannadeginum. Bókin er fyrir þá sem vinna að hælisleitendamálum en nýtist jafnframt áhugafólki um málaflokkinn.



Blóðljóðablöndunarkvöld Nykurs


Á tímum þegar ráðamenn fórna höndum, þegar Öryggisráð virðist skipta öllu máli, og þegar matar- og bensínverð vex samhliða græna litnum, er ekkert sem stöðvar skáldin í að bjóða upp á ókeypis menningu. Skáldafélagið Nykur stendur fyrir þéttri og öflugri ljóðadagskrá næstkomandi sunnudagskvöld (kl.21:00 -), 18. maí, á efri hæð Barsins (með stóru b-i). Á boðstólum eru reynd skáld, hálfreynd skáld og fersk skáld; sannkölluð blóðljóðablöndun.

Nykurskáld:
Emil Hjörvar Petersen
Guðmundur Óskarsson
Halla Gunnarsdóttir
Oddur Sigurjónsson
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Sverrir Norland
Toshiki Toma

Gestaskáld:
Ísak Harðarson
Kristján Ketill Stefánsson


Skáldskapurinn hefst kl. 21:00 og verið öll velkomin!

- Fréttatilkynning frá Nykri -



Mannréttindaverðlaun til Alþjóðahúss!

  
Frábært! LoL 
Loksins! Smile 
Innilega til hamingju, Alþjóðahúsið! 
Wizard

Vona að borgarstjórn velti merkingu þess fyrir sér vel. 
Hvað eru mannréttindamál í borginni? Halo


mbl.is Alþjóðahús hlýtur Mannréttindaverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil hugleiðing um geðheilsu innflytjenda


Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í fyrra (10 október) var haldin ráðstefna sem bar yfirskriftina ,,Innflytjendur og geðheilbrigði“. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Geðhjálpar auk ýmissa samstarfsaðila. Í kjörfar hennar mótaðist hópur áhugafólks, bæði á vegum samtaka og eins einstaklingar í kringum Geðhjálp. Hópurinn fundar reglulega til þess að skipuleggja fræðslustundi, búa til fræðsluefni og móta raunhæfar tillögur sem hægt er að leggja fram um málefni geðsjúkra, bæði til heilbrigðisyfirvalda og almennings.

Ég tek þátt í samstarfhópnum og hef skoðað sérstaklega þann málaflokk er lýtur að geðheilsu innflytjenda, sem er raunar afskaplega stórt málefni. Mig langar til þess að deila hugmyndum mínum með lesendum, en hún er skoðun mín sem einstaklings en ekki sem fulltrúa ofangreinds samstarfshóps.

Þegar manni liður illa, er með kvíði eða ofsóknakennd, er nauðsynlegt að geta talað við einhvern annan um það. Að tala um vanlíðan sína virkar mjög vel inn í daglegt líf okkar.
En venjulega getur maður ekki dæmt um það sjálfur hvort maður sé með andlegan sjúkdóm eða manni líði illa án þess að vera alvarlega veikur. Ef vanlíðan er mikil og viðvarandi, er nauðsynlegt að leita sér aðstoðar hjá lækni eða sérfræðingi fljótlega. Þetta á við um alla óháð því hvort um Íslending sé að ræða eða innflytjanda.

Hins vegar getur þetta verið bæði flókið og erfitt sérstaklega þegar innflytjandi á í hlut. Af hverju? Það má telja strax fram atriði eins og: A) tungumálaerfiðleika viðkomandi, B) vanþekkingu viðkomandi á heilsugæslukerfinu, C) menningarlega hindrun þess að tala um eigin vandamál við annað fólk, D) erfiðleikar við að viðurkenna andlegan sjúkdóm sinn. Þannig virðist stundum ákveðin fjarlægð vera til staðar milli einstaklings af erlendum uppruna og fagfólks í heilsugæslukerfinu.

Til þess að brjóta þennan vegg niður langar mig að skoða málið með því að skoða þrjá hlutaðeigendur, þ.e.a.s. heilsugæslukerfið, innflytjendur sjálfa og fólkið í kringum innflytjendur.

Mér sýnist að heilsugæslukerfið hafi staðið vel að því að undanförnu að taka á móti innflytjendum. Að sjálfsögðu er ýmislegt sem enn mætti bæta þar sem það virðist sem kerfið fylgi ekki þróun málefnisins, samt er sýnilegt að heilbriðgiskerfið batnar stig af stigi þegar innflytjendur eiga í hlut. Varðandi geðheilsumál, þá væri það til bóta ef heilsugæslan gæti búið til einfaldan bækling sem sýnir fram á það hverjir geti sótt um hvers konar þjónustu í heilsugæslukerfinu og hvar. Einnig er það mikilvægt að draga fram nokkur dæmigerð einkenni þunglyndis eða kvíða svo að innflytjendur og aðstandendur þeirra öðlist betri þekkingu á sjúkdóminum.

Þó að heilsugæslan bjóði upp á góða þjónustu, er að sjálfsögðu ekki hægt að neyða innflytjendur til þess að nota þjónustuna. Innflytjandi, eins og hver annar, ber ávallt endanlega ábyrgð á geðheilsu sinni, nema í sérstökum tilfellum. En hvað gerist þá ef innflytjanda sem líður illa getur alls ekki skilið íslensku og þekkir ekki heilsugæslukerfið hérlendis? Eða hvað ef hann er með eins konar fordóma gagnvart geðsjúkdómum og við að fá aðstoð út af þeim?

Ég tel að lykilaðilarnir í þessu máli séu það fólk sem er í kringum innflytjendur. Það er t.d. fjölskyldur þeirra sem geta verið einnig innflytjendur, samlandar þeirra sem tala íslensku og þekkja kerfið vel, íslenskir vinir eða samstarfsfólk í vinnu og svo framvegis, m.ö.o. það fólk sem hefur bein og dagleg samskipti við innflytjendur. Það er nefnilega fólk sem getur útskýrt kerfið fyrir innflytjendum, þýtt upplýsingar á móðumál viðkomandi, sannfært um nauðsyn þess að fara til læknis, hvatt til þess að það sé gert og jafnvel hjálpað einstaklingum við að panta tíma hjá réttum lækni.

Þegar ég dreg upp mynd þar sem heilsugæslan er vinstra megin og nýkomnir innflytjendur hægra megin, þá vantar þarna aðila sem hefur milligöngu þess að báðar hliðar tengist. Sá aðili er í raun og veru að mínu mati, sá sem fær heildarkerfið til að virka fyrir innflytjendur.

Þess vegna finnst mér nauðsynlegt og mikilvægt að starfsemi fyrir bættri geðheilsu innflytjenda taki mið af því fólki sem er í kringum innflytjendur. Fræðsla um einkenni geðsjúkdóma, kynning á geðheilsuþjónustu eða fundir þar sem málefnið er kynnt og rætt eru leiðir sem hægt er að fara. En allt þetta verður að vera hannað jafnt fyrir þá sem eru í samskiptum við innflytjendur og fyrir innflytjendur sjálfa.
En til þess að forðast misskilning þá er ég ekki að segja að bein starfsemi við innflytjendur sé ekki mikilvæg. Ég vil einfaldlega leyfa mér að benda á að starfsemi við fólkið í kringum þá er einnig jafn mikilvægt.

Það sem hér hefur verið reifað er hugleiðing mín um geðheilsu innflytjenda. Mig langar vekja þá sem standa nærri innflytendum til vitundar um mikilvægi þeirra, einnig þegar kemur að geðheilsu innflytjenda. Málefnið er jú mjög persónulegs eðlis en samt mun betri árangur nást með aukinni vitund og skilningi umhverfisins.

- Stýttari útgáfa hugleiðingarinnar birtist í 24 stundum 9. maí -



Jeg lærer dansk med Forbrydelsen!


Ég hlakka til þess!!Wizard

Þrátt fyrir að ég hefði heyrt oft góða orðaróminn um Forbrydelsen, horfði ég aldrei þáttinn þegar hann var sýndur í Sjónvarpinu.

En af tinbyrjun (Ath. leiðrétting: "tilviljun") sá ég DVD box af honum í flugvelli í Kaupmannahöfn um daginn og ég keypti það. En DVD diskarnir voru með hvorki enskan texta né íslesnkan, heldur bara með danskan og norskan.

En – STÓR “EN” – ég var að byrja að læra dönsku fyrir mánuði síðan sjálfur. Það er bara að lesa textabók handa byrjanda sem er skrifuð á japönsku, he he.
Tounge

Ég er núna að horfa á Forbrydelsen með danskan texta. En vitið þig hvað?
Jeg kan forstå meget kun på dansk!!! Jeg er stolt af mig !!
Grin

Já, ok. kannski er danskan ekki svo erfitt tungumál í málfræði. Auk þess eru dösnk orð lík íslenskum orðum mikið. Svo er þetta ekkert sérstakt í raun, nema handa mér sjálfum !!

Þvert á móti, hvílíkur er sá erfiðleiki framburðar dönskunnar?
Devil
Á meðan ég er að horfa á Forbrydelsen, les ég sama textann sem er talaður. Samt get ég ekki tengt textann við talað mál. (Getið þið skilið hvað ég á við? Ég verð að læra íslensku betur líka 
Blush )

Allavega finnst mér þetta gaman og það er góð þjálfun í raun á dönsku. Ég ætla að horfa síðastu tvo þætti í kvöld.

Og ég dáist að Mary mikið, þar sem hún talar dönsku svona fínt eftir stutt námstímabil.
Heart

mbl.is Framhald á Forbrydelsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mannréttindi í heimi trúarinnar" í dag


Mánudaginn 28. apríl stendur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fyrir málþingi í Hjallakirkju í Kópavogi undir yfirskriftinni “Mannréttindi í heimi trúarinnar” og það hefst kl. 16:15. Þar verður leitast við að varpa ljósi á mannréttindahugtakið bæði eins og það birtist í lögum og eins út frá sjónarhóli guðfræðinnar.

Mannréttindi hafa marga snertifleti, en oftar en ekki verða mannréttindi fyrst sýnileg þegar verið er að brjóta á rétti einstaklinga eða á hópi fólks. Hver kristinn maður ber ákveðna skyldu gagnvart náunga sínum og þar með einnig gagnvart því að standa vörð um mannréttindi bæði í okkar nærsamfélagi og í samfélagi þjóða heims.

Markmið málþingsins er að skerpa hugsun okkar og vitund gagnvart mannréttindum, hver þau eru og hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum þegar vegið er að mannréttindum fólks.

Fyrirlesarar eru: Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahús sem mun tala um íslensk lög og mannréttindi. Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, erindi hennar fjallar um mannréttindakerfið. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu, mun fjalla um Guðsmyndina og mannréttindi og loka erindið flytur Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, um mannréttindahugtakið í sögu guðfræðinnar.

Dagskrá

Kl. 16:15 Setning - sr. Gísli Jónasson prófastur

Kl. 16:30 Íslensk lög um mannréttindi
Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi

Kl. 17:15 Mannréttindakerfið
Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, mannfræðingur,
framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Kl. 18:00 Guðsmyndin og mannréttindi
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu

Kl. 18:45 Veitingar

Kl. 19:15 Mannréttindi og guðfræðin
Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur

Kl. 20:00 Umræður og fyrirspurnir

Málþingið er öllum opið. Skráning í síma 567 4810 eða á profaust@centrum.is

- Fréttatilkynning á kirkjan.is - 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband