Færsluflokkur: Bloggar

Málverk án titils eftir Margréti Reykdal - Flæði sýning

Mér þykir mikill heiður að mér hefur verið boðið í þetta verkefni um Flæði sýningu.
Ég hef ekki neina sérþekkingu á málverkum, en alltaf gaman að snerta einhverja nýja grein!
 

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, valdi verk (án titils) eftir Margréti Reykdal myndlistarkonu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag. Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni og segja gestum frá því á hverjum fimmtudegi. Alls hafa 10 manns valið verk vikunnar frá því sýningin opnaði þann 2. febrúar en Toshiki Toma er sá síðasti í röðinni.

Toshiki Toma sagði þetta m.a. um ástæður fyrir vali sínu í dag:

 „Mér fannst þetta verk tilkomumest á sýningunni því það hefur tilvísun í persónulega reynslu mína. Verkið lýsir villtri og sterkri náttúru og á því eru tvær manneskjur sem ganga saman og leiðast, þetta gætu verið feðgar eða afi og barnabarn. Útsýnið í verkinu minnir mig á Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi þar sem ég bjó um hríð ásamt þáverandi eiginkonu minni og tveggja ára syni fyrst eftir að ég flutti til landsins fyrir 20 árum. Þar er mikil náttúra og á þeim tíma bjó þar fátt fólk. Þetta var á margan hátt erfiður tími, ég var atvinnulaus, skildi ekki íslensku og hafði áhyggjur af afkomu minni.

Stundum leið mér mjög illa og fannst ég ekki vera neitt í þessum heimi. En það breyttist þegar ég fór út að ganga í náttúruna með syni mínum og leiddi hann, eins manneskjurnar gera á þessari mynd. Þá fann ég til stuðnings og hvatningar. Það að taka í höndina á annarri manneskju er merkileg gjörð, einföld en á sama tíma tengir hún manneskjurnar saman. Og þannig er lífið, manneskja verður að manneskju þegar hún er í samskiptum við aðra og þetta málverk lætur mig minnast þess."

Þá hafa verið tekin upp viðtöl við alla sem hafa valið verkin. Hægt er að nálgast þau á vef Listasafns Reykjavíkur: listasafnreykjavikur.is

 


mbl.is Verkið hefur tilvísun í persónulega reynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að hugsa pínulítið betur

Þarna er visst árekstur til staðar milli á réttlætishugsjónar í samfélagskerfi og samúðarkenndar manna. Tilfelli eins og í umfjölluninni er ekki í fyrsta sinn. Slíkt gerist stundum jafnvel aðeins eftir því sem ég þekki.

Réttlætishugsjón í samfélagskerfinu segir: ,,Fólk innan EES/ESB á rétt til að koma til Íslands og leita að vinnu fyrir sig (Frjáls för launafólks), en þar fylgir eigin ábyrgð". 

Samúðarkennd okkar segir þvert á móti: ,,Maður getur týnt sinni leið til að fara í einhverjum aðstæðum. Menn eiga að hjálpast að".

Augljóst er að báðar hugmyndir eru réttar og bæði sjónarmið eru nauðsynleg til að byggja upp gott samfelag.

En hve gott samfélagskerfi við búum til, mun þar vera alltaf galli milli kerfanna og fólk sem dettur í hann. Að mínu mati á kirkjan að veita fólki aðstoð sem dottið hefur í slíkan galla.

(Ég hef upplifað sjálfur mörgum sinnum að hitta fólk í slíkum aðstæðum. En í hreinskilni gat ég ekki gert neitt áþreifanlegt nema að sýna því samúð mína, þar sem oftast kemur fólk til mín eða annarra í síðasta stigi málsins - sem sé eftir að allt er orðið of seint til að laga eitthvað).
Jafnvel þó að ég haldi að kirkjan eigi að veita fólki í slíkum aðstæðum aðstoð, þá er forsenda þess sú að stjórnvaldi samfélagsins sinnir sínu hlutverki almennilega.

Mig langar að segja að það var fyrirsjáanlegt að sumt fólk sem kæmi hingað vegna atvinnuleitar yrði peningalaust og festist hér, þegar samningurinn ,,Frjáls för launafólks" tók gildi árið 2006. Stjórnvaldið ætti að hugsa um þetta atriði aðeins betur og búa til viðbragðakerfi í slíkum tilfellum.

,,Fólk á að bera ábyrgð á sér". Það er rétt, en það er raunveruleiki að fólk sem er peningalaust, heimilislaust og svangt gengur á götunni hér. Og það er ekki gott fyrir okkur heldur að vera aðgerðarlaus og láta það deyja úr hungri.

A.m.k. trúi ég því að Íslendingar vilji ekki slíkt gerist hérlendis. Kannski of seint, en betra en aldrei. Bætum grunkerfi um peningalaust og heimilislaust fólk hvort sem það er íslenskt eða útlenskt.

    


mbl.is Fátækt fólk í hrakningum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem veitir stjórnmálaflokki umboð til að mynda ríkisstjórn

„Ég hef ákveðið að fela formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Þó að ég sé búinn að búa hér á Íslandi 21 ár, mæti ég stöðugt einhverju atriði sem ég hef ekki þekkt eða skilið vel.

Hingað til hef ég haldið það þannig að umboðsveitingu forsetans til að mynda ríkisstjórn væri bara ,,ritual" og umboð færi sjálfkrafa til flokks sem hefur fengið helst sæti í Alþingi eða mest stuðning kjósenda, eins og það er venja í Japan t.d.

En í íslenska kerfinu virðist það vera foresti sem ákveður hver fæ umboðið. 

En hver eru rökin að Framsóknarflokkurinn fæ umboðið fyrst þrátt fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta stuðning kjósenda? 

,,Í fyrsta lagi að tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fengu mest fylgi í kosningunum og báðir fengu 19 menn kjörna. Í öðru lagi að fylgisaukning Framsóknarflokksins var mest og „á vissan hátt söguleg" og í þriðja lagi byggði hann ákvörðun sína á samtölum við formenn flokkanna í gær".

Í fyrsta lagi að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fengið mest fylgi, en ekki Framsóknarflokkurinn. Í öðru lagi að fylgisaukning eða tap er aðeins fyrirbæri á ferli kosninganna en alls ekki endanleg niðurstaða einhvers atriðis, og í þriðja lagi að álit formanna flokkanna spegla ekki endilega álit kjósendanna á þetta tiltekið atriði. 

Ég tel að það ætti að vera kjósendur sem veita umboð í fyrsta lagi... sem sé, að umboðið skuli fara samkvæmt fjölda fenginna sæta, eða eftir fylgishlutfall ef fjöldi sæta er jafn.   
(Ég er samt ekki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins)

 


mbl.is Ætlar að ræða við alla formenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar geta stutt mikið ef til vill

Ég held að það sé hræðilegt og sorglegt að heyra um stöðu í Úgandu hvað sem varðar mannréttindi samkynhneigðs fólks og harða stefnu ríkisins gegn því. Ég þekki ekki mjög mikið um Úgandu og hef aldrei verið þar, en mér skilst að Úganda hafi verið í erfiðum aðstæðum lengi bæði stjórnmálalega og efnahagsmálalega.

Ef til vill geta slíkur óstöðugleiki haft áhrif á harðstjórn af þessu tagi, en það má ekki vera afsökun að sjálfsögðu.

,,Í dag eru sambönd samkynhneigðra ólögleg í Úganda eins og víða í ríkjum sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Í Úganda á fólk sem verður uppvíst að því að eiga í sambandi við aðra manneskju af sama kyni yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi".

Allt að 14 ára!? Þó að ekki einu sinni er glæpur að ræða? Kynhneigð mun vera óbreytanleg hvers sem annar maður krefst við viðkomandi, mun slík lög vera til þess að láta samkynhneigðs fólk vera í aðskildu rými. En flest samkynhneigt fólk mun fela kynhneigð sína, þarf harðstjórn að fá ,,njósnara" til að finna það.  
,,Samkvæmt frumvarpinu verðu það skylda að tilkynna það til yfirvalda gruni þá einhvern um að vera samkynhneigðan. Ef fólk brýtur gegn þessu á það yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi".

Þetta virðist vera fáranlegt slæmt hringrás.

,,Úganda er ekki eina ríkið í heiminum sem brýtur grimmilega á mannréttindum hinsegin fólks. Sjáðu nágrannaríkin, Nígeríu og Kamerún. Ástandið er ekkert betra þar."

Í heimalandi mínu, Japan, er staðan samkynhneigðs fólks sé ekki eins slæm og það sem Nabagesera lýsir um Úgandu. A.m.k. er það ekki ólöglegt að vera samkynhneigður maður í Japan. En samt eru gríðarlegir fordómar til staðar í japönsku samfélagi og ég held að það sé enn erfitt að samkynhneigt fólk segir frá kynhneigð sinni án þess að fela hana.   

Bekkjarabróðir minn í prestaskóla í Tókíó er ,,tarnsgender" manneskja núna og þjónir sem prestur. Hann sagði mér einu sinni um erfiða reynslu sína stuttlega. (Því miður er ég enn ekki búinn að fá tækifæri til að hlusta á hann nægilega).

Réttindabót mun vera nauðsynleg fyrst og fremst, en þá er einnig nauðsynlegt að berjast við fordóma síðar.

Ísland er búið að takast það að bæta réttindi samkynhneigðs fólks, og því sýnist mér að það hljóti að vera ýmislegt sem Íslendingar geta lagt fram í baráttu í málefninu víða í heiminum og ekki síst í Úgandu.  

,,Landi þar sem meirihlutinn er kristinn, flestir mótmælendur. Inn í trúna blandast menning álfunnar. Meðal þess sem trúarleiðtogar halda fram er að samkynhneigð sé bein ógn við fjölskyldur og hafa þessar skoðanir þeirra notið stuðnings unga fólksins í Úganda".

Og jú, slíkt er líka hluti af málinu. Við í kirkjum á Íslandi verðum að halda áfram því að eiga erindi við málefni þess.  

 


mbl.is Kynhneigð getur kostað hana lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög einfaldur og góður japanskur svínaréttur - uppskrift

Steikt svínakjöt með tómató, egg og ,,Edamame(baun)" 

P4210020

 

Þetta er mjög einfaldur réttur, en mjög gott á bragði. Raunar er þetta réttur sem ég lærði rétt eftir ég byrjaði að elda mat sjálfur!
Hráefni er fyrir tvö, en að sjálfsögðu fer það eftir því hve mikið maður borðar. (*^^*)
Rétturinn passar mjög vel við soðin hrísgrjón.

Mikilvægur punktur er að gefa svínakjöti bragð með soya fyrirfram. Svínakjöt er bragðlítið og það er næstum alltaf nauðsynlegt að gefa bragð áður en að elda, sérstaklega steiktur-réttur er að ræða.

Þetta er sannarlega einfalt og auðvelt að búa til. Og einnig er hráefni allt auðfengið í bænum. Vinsamlegast prófið einu sinni!
   

Hráefni (fyrir tvö):

Svínalund, 200-240g
Tómató, 2
Edamame (frosið, með baunaslíðum), 150g

P4210005

 

 

 

 

 

 

 

Egg, 3
Smásaxað engifer, t.s. 2
Soyasósa (Kikkoman), um 40cc
Mirin, um20cc

P4210004 

 

 

 

 

 

 

Kartöflumjöll, t.s.1
Ólíu eftir þörf (Sunflower, Corn eða önnur, en ekki Olive-oil)


Hvernig?

1.     Svínakjöt er skorin í sneiðar og 5-8 mm á þykkt. Setja sneiðarnar í kassa með soya(40cc), Mirin (20cc) og kartöflumjöll(t.s. 1), og geyma í herbergishitalofti í klukkutíma.
Taka út 3 eggi úr ískapnum samtímis.

P4210002

 

 

 

 

 

 

 
2.     Sjóða edamame. (sjá leiðbeiningu á pakkanum)

P4210008

 

 

 

 

 

 

 


3.     Á meðan að bíða þess að edamame-baunir verða kaldari, búa til mjúka eggjuhræru.

P4210009

 

 

 

 

 

 

 

4.     Taka baunir úr baunaslíðum.

P4210010












5.     Skera tómato í sex bita.

P4210011










6.     Hita pönnu upp og stekja smásaxað engifer fyrst.

7.     Síðan setja svínasneiðar á pönnuna. Ath. reyndu að taka bara kjöt og setja, en ekki soya og mirin saman að sinni.

P4210014

 

 

 








8.     Þegar kjötin verða steikt, bæta tómató. Ekki hræra of mikið svo að tómató týni ekki lag.

P4210017

 

 

 

 

 

 

 

9.     Þegar tómató-sneiðar verða mjúkar, bæta soya og mirin sem er eftir í kassanum.

P4210016

 

 

 

 

 

 

 

10. Síðan setja edamame-baunirnar og eggjuhræruna. Hræra mjúkt.

P4210018













P4210019

 

 

 

 

 

 


11. Tilbúinn. Nota pínulítið soya, ef vantar bragðið. 

P4210020

 

 

 

 

 

 

 

  


Gefið mér þann rétt að mega kjósa!

Alþingiskosningar nálgast og barátta stjórnmálaflokka fyrir þær er orðin mjög heit. Ég var búinn að vera á Íslandi í 21 ár núna í apríl, en ég get ekki tekið þátt í þessum kosningum. Af hverju? Af því að ég er ekki Íslendingur.

Þegar um sveitastjórnarkosningar er að ræða, þá getur útlendingur tekið þátt í kosningum ef hann er 18 ára eða eldri og hefur haft lögheimili á Íslandi stöðugt í fimm ár (3 ár fyrir norrænt fólk). En því miður gildir þetta hvorki um alþingiskosningar né þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þessi stefna sem veitir ekki erlendum ríkisborgurum kosningarétt í ríkismálum er alls ekki án ástæðu. Rökin eru m.a. sú að þátttaka útlendinga í kosningum í ríkismálum geti haft slæm áhrif á utanríkisstefnu Íslands.

En hver sem ástæðan er, er það staðreynd að margir ,,nýir Íslendingar", sem hafa öðlast ríkisborgararétt á Íslandi, geta varðveitt ríkisborgararétt heimalandsins, ef heimaland viðkomandi viðurkennir fleira en eitt ríkisfang. Sem sagt eru þeir Íslendingar og jafnframt útlendingar.

Ástæða þess að ég er ekki með íslenskan ríkisborgararétt, eftir 20 ára dvöl hér, er sú að heimaland mitt, Japan, viðurkennir ekki tvö- eða margföld ríkisföng. Ef ég fæ ríkisborgararétt hér, verð ég að afsala mér japönsku ríkifangi, en aðstæður mínar leyfa það ekki því að ég á aldraða foreldra í Japan. 

Það verður algengara í Evrópu og í Ameríku að viðurkenna fleiri en eitt ríkisfang, en mörg lönd í Asíu eins og t.d. Kína, Suður-Kóreu auk Japans og löndum Afríku halda í stefnu sem hafnar viðurkenningu margfaldra ríkisfanga.

Ég hef aldrei kvartað yfir því hingað til að geta ekki tekið þátt í alþingiskosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslum, þar sem ég hélt að ástæðurnar lægju í Japan en ekki Íslandi. Samt hefur mér fundist leitt að geta ekki kosið alþingismenn og tjáð viðhorf mitt til Icesave eða stjórnarskrártillagna. Slík mál eru alls ekki utan áhuga míns.

Réttur til að kjósa a.m.k.!

Ég hef nú skipt um skoðun, þó að ég telji enn þessi óþægindi vera vegna stefnu Japans og ætla ekki að sakast við íslensk stjórnvöld. Ég vil hinsvegar hvetja stjórnvöld til að endurskoða og bæta réttindi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér.

Ég greiði skatta eins og aðrir og tek þátt í þjóðlífinu eins og aðrir. Hver er munurinn á milli mín og ,,nýrra Íslendinga" sem eru með fleira en eitt ríkisfang? Er ég hættulegri íslensku þjóðinni en þeir? Er það slæm hugmynd að veita erlendum ríkisborgara sem uppfyllir skilyrði fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt, fullan rétt til allra kosninga (a.m.k. rétt til að kjósa, sé réttur til framboðs erfitt) og þjóðaratkvæðagreiðslna, þó að hann sæki ekki um ríkisborgararétt?

Ég hef engar tölulegar upplýsingar um hve margir erlendir ríkisborgarar eru í sömu stöðu og ég varðandi þetta mál. En samt vona ég að þetta verði tekið til umræðu einhvern tíma á næstunni og kannað verði um fjölda  útlendinga á Íslandi sem geta ekki sótt um ríkisborgararétt vegna ástæðna í heimalandi sínu. 

 


Útlendingar í fangelsi

Ég sé oftar en ekki umfjöllun í fjölmiðlum um fjölda útlendinga í fangelsi á Íslandi. Í hvert skipti segir umfjöllunin frá því hve stórt hlutfall útlenskra fanga er.

T.d. var bent á það að 91 útlendingur sátu af sér dóm á árinu 2012 með yfirsögninni ,,Metfjöldi útlendinga í fangelsi", í Fréttablaðinu 18. febrúar sl. 
Fangarými í fangelsum eru samtals um 150 hérlendis og að sjálfsögðu var það ekki eins og að allir 91 útlenskir fangar voru í fangelsum samtímis. En fréttaskýringin var raunar mjög stutt og sagði ekki sérstaklega frá því atriði.   

Ég fór yfir umfjöllun um sama efni í öðrum miðlum, en næstum öll umfjöllun er stutt og gefur ekki lesendum nægilegar upplýsingar að mínu mati. En með því að bera saman bækur sýndist mér að stærri mynd kæmi í ljós.
Meðaltal útlenskra fanga í fyrra var 27 og eru samtímis 18% af heildarfjölda fanga. En samtímis eru 456 menn á biðlista eftir afplánum í fangelsum (13. feb. Mbl.).  

Því miður gat ég ekki fundið út hvað voru margir útlendingar á listanum. Ef 90% af þeim sem eru á biðlistanum eru Íslendingar, þá breytist heildarmyndin talsvert. Nokkur umfjöllun um útlendinga í fangelsi bendir á tilhneigingu í dómskerfi hérlendis í þá átt að útlendingur fær fangelsisdóm í máli sem Íslendingur myndi hugsanlega fá skilorðsbundinn dóm(20.júl.2012 DV).

Dæmi sem getur stutt þessa ábendingu eru dómar yfir hælisleitendum sem notað hafa falsvegabréf við komu til landsins eða verið stöðvaðir hafa hér á ferðalagi sínu. Viðkomandi fær 30 daga dóm og þetta er framkvæmt án tafar. Hvað sátu margir hælisleitendur í fangelsi í fyrra?

Ef það er svona, útskýrir það hvers vegna hlutfall útlendinga í fangelsum er frekar hátt. Hverjar eru staðreynd málsins?

Skýrari mynd óskast

Í ofangreindri umfjöllun Fréttablaðsins 18. febrúar sl. var líka bent á hækkandi hlutfall útlenskra fanga sem búsettir voru á Íslandi. Árið 2012 var það um 40%, en á árið 2000 var hlutfall útlenskra fanga sem bjuggu á Íslandi aðeins 15% og árið 2005 11%.

En hér er einnig hugsanleg ástæða aukningarinnar. Hún er sú staðreynd að frjálsför launafólks innan ESB/EES tók gildi á Íslandi árið 2006 og fjölda búsettra útlendinga fjölgaði mikið. Því tel ég að það sé eðlileg þróun að hlutfall útlenskra fanga sem búsettir eru á Íslandi hefur aukist, þó að fréttaskýringin hafi ekki snert þennan punkt.

Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er hvorki til að fullyrða að allir útlendingar á Íslandi séu góðir né til að vernda útlendinga hvað sem þeir gera á Íslandi. Ég tel að flestir Íslendingar vilji ekki að glæpmenn koma hingað til að sinna ,,vinnu" sinni. Ég er útlendingur sjálfur, en mig langar líka að afþakka komu útlenskra glæpmanna til Íslands.

Ég held að glæpir eins og mannsal eða fíkniefnasmygl séu alvarlegt mál og ég hef enga vilja til að vernda mann sem fremur slíkan glæp án tillits til þess hvort viðkomandi sé íslenskur, japanskur eða annað. Ef glæpum sem eru tengdir útlendingum eykst, þá er það mikilvægt að ræða um málið.

En til þess þurfum við að fá aðeins nákvæmari og nánari upplýsingar. Því langar mig að biðja fjölmiðlafólk um að kanna málið betur sjálft og veita okkur fullnægjandi umfjöllun um svona mikilvægt málefni.  

 


Hættan er sú að stuðla að fordómum

Í Fréttablaðinu 5. apríl sl. birtist umfjöllun um útlendinga sem framvísa fölsuðum gögnum frá heimalandi sínu hér á Íslandi og nauðsyn fyrir breytingum á lögum og kerfi til þess að vernda almennakerfið frá slíkum svikum.

Ég hef engar mótbárur gegn því að berjast gegn svikum eða misnotkun kerfis, hvort sem útlendingar fremja eða Íslendingar, en samt tel ég að það eigi að fylgjast með málflutningi þegar talað er um svik eða glæpi svo að hann skapi ekki fordóma í garð saklauss fólks.

Í umfjöllunni var sagt ,,dæmi eru um að útlendingar sem [....] hafi fengið ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra gagna", en ekkert var sagt um hvers konar falsaðir pappírar voru notaðir eða um fjölda slíkra tilfella. Raunar voru þar engin fleiri dæmi nefnd um svik, fyrir utan dæmi frá Noregi um falsaða skráningu barns í opinbert kerfi.

Að sögn Kristínar Völundardóttur forstjóra Útlendingarstofnunnar voru 3.500 dvalarleyfi afgreidd hjá ÚTL í fyrra en hún telur að í einu prósenti þeirra hafi verið framvísað fölsuðum skilríkjum, en það er engin leið til að staðfesta það. Sem sé er um að ræða grun um svik, en ekki svikin sjálf.    

Forstjórinn segir: ,,Þetta er ekki stór hópur en hættan er sú að það geti verið hættulegir einstaklingar [...] Við höfum verið svolítið auðtrúa í þessum málum en vandamálið hefur birst í meiri mæli á undanförnum árum". 

Slíkt orðalag getur sett alla útlendinga undir grun um svik í augum Íslendinga, þar sem ÚTL lýsir því yfir að einstaklingar sem geti verið ,,hættulegir" búa í samfélaginu og fólk veit ekki hvers kyns skilríki hafa verið efasemdir um hjá ÚTL.

Annarsvegar skortir umfjöllunina áþreifanleg dæmi um svik eða nægilega útskýringu og hinsvegar sýnist mér að ummæli forstjóra ÚTL gangi of langt eða séu misvísandi.

Ég ætla mér hvorki að styðja svik né glæpi sem útlendingar fremja. Ef grunur er um að slíkt sé til staðar þarf að finna leið til að láta sannleikann koma í ljós. En kjarni málsins eru svik og glæpir en ekki vera útlendinga á Íslandi og því þurfum við að forðast að stuðla að fordómum í garð útlendinga hérlendis.

Ég vona að öndvegisfólk í opinberum stofnunum og fjölmiðlafólk hugsi sig vel um áhrif orða og málflutnings á samfélagið.  

  


Náð dagsins, náð að eilífu

1.
Gamall prestur í Japan, sem ég hef þekkt í yfir þrjátíu ár, er á síðasta stigi erfiðs sjúkdóms. Ungur prestur, sem er eins og á barnabarns aldri gamla prestsins, lét mig vita af því. Ég gat ekki fundið betri orð en:„Berist hver dagur til hans sem náð Guðs".

„Maður þekkir náð sem gefin hefur verið manni og saknar hennar fyrst þegar náðin hefur tapast." Það gerist líka í raun að erfið upplifun getur breyst í „náð" síðar, en ef marka má náð sem við þiggjum með þökkum, mun þetta yfirleitt vera satt hjá okkur mönnum.

Samt er það ekki lögmál, og að sjálfsögðu er það hægt fyrir okkur að viðurkenna náð sem náð og njóta á meðan náðin dvelur í höndum okkar. Það er hvorki erfitt mál né leyndarmál. Til að njóta náðar sem stendur hjá okkur núna, þurfum við aðeins að vita að allt er breytingum háð.

Allt er á ferli breytingar og ekkert er óbreytanlegt. Sjálfsögð sannindi, en engu að síður gleymist það svo oft. Japanskur búddismi leggur áherslu á þessa hugmynd um „umbreytingu" (Mujou-kan) mikið. Því hef ég vitað um hugmyndina yfirborðslega frá ungum aldri, en hún var ekki „inni í" brjósti mínu.

2.
Kannski á maður að læra um „umbreytingarsjónarmið" stig af stigi af reynslu í lífinu sínu. Fyrir rúmum tíu árum lendi ég í árekstri við starfsfólk Alþjóðahúss, sem hafði verið góður og mikilvægur samvinnuaðili, vegna ágreinings um þjónustustefnu.

Sambandi okkar var slitið og ég einangraðist töluvert. Mér sýndist það vera endalausir gráir dagar, en sólin skein aftur óvænt þegar stjórn Alþjóðahússins breyttist. Þá kom vorið.

Næstu nokkur ár reyndust áhugaverðir og skemmtilegir dagar fyrir mig í starfi. Allt gekk vel, en ég hafði lært eitt á eigin skinni: „Nú er allt í fínu lagi. En vetur mun koma einhvern tíma aftur". Og það var rétt. Kreppurnar komu og Alþjóðahúsið var horfið.

Ég varð aftur í einangrun en í þetta skipti var mér gefið gott skjól í Neskirkju með gott vinnuumhverfi og samstarfsfólk. Ég tek þeim sem náð og ég lít alls ekki á þau sem sjálfsagt mál. Þá mætir kirkjan sem heild erfiðum tíma og hann virðist standa enn yfir. En ég er alveg viss um þessi erfiði tími haldi ekki áfram að eilífu. Vorið mun koma með tímanum.

3.
Fyrir tíu árum komu börnin mín tvö saman til mín alltaf um helgar. Ég var helgarpabbi. Eftir nokkur ár breyttist það þannig að annað hvort sonur minn eða dóttir mín kom til mín í einu, þar sem þau urðu of stór að vera saman í lítilli íbúð minni. En ég hafði aldrei hugsað að dvöl þeirra hjá mér væri sjálfsagt mál eða tilvist þeirra hjá mér myndi vera óbreytanleg í framtíðinni.

Nú eru þau orðin enn stærri og geta komið til mín aðeins óreglulegar. Ég er glaður samt. Eftir nokkur ár, verða þau alveg sjálfstæð og eignast eigin fjölskyldu hvort fyrir sig. Þau geta farið úr landi eins og ég gerði sjálfur og flutti til Íslands. Allavega er það visst að ég hitti börnin mín minna en ég get núna. Og þetta á að vera svona.

Ég held að ég sé lánsamur af því að ég er ekki að gleyma því að njóta hverrar stundar með börnunum mínum sem ómetanlegrar náðar Guðs. Raunar segi ég hið sama um foreldra mína. Hvert sinn þegar ég heimsæki þau held ég að það muni vera í síðasta sinn sem ég sé þau á jörðinni, og því þakka ég það tækifæri.

Það verður ekki eftirsjá að þurfa að upplifa eitthvert „síðasta skipti" í lífinu. En það myndi vera eftirsjá ef ég tek eftir því að lokum að ég hef farið fram hjá náð án vitundar minnar. Ég veit ekki hve mikið ég get tekið á móti náð Guð sem náð með þökkum. En a.m.k. vil ég geyma þau atriði í brjósti mínu og reyna að bjóða hverja náð velkomna.

  


Tvö ár liðin - Bæn og blóm

1.
Viðhorf okkar Japana til hversdagslífsins breyttist talsvert frá og með 11. mars á árinu 2011 þegar jarðskjálftar skóku Japan og flóðbylgjur fylgdu í kjölfarið.  Hvoru tveggja olli gríðarlegu tjóni. Þetta átti sér stað á ósköp venjulegum föstudagseftirmiðdegi og enginn átti von á þessu.

Um 20.000 manns létust eða er enn saknað. Bæir og þorp víða við strandlengjuna eyðilögðust. Hætta frá kjarnorkuverum gerði aðstæðurnar enn verri og hálf milljón manna neyddust til að flýja heimili sín rétt eftir hamfarirnar.

Að kvöldi sama dags og jarðskjálftarnir áttu sér stað hóf tvítugur strákur og háskólanemi í nágrenni hamfarasvæðisins lítið verkefni sem hann hafði fengið hugmynd að og átti eftir að vaxa. Svæðið þar sem hann bjó var algjörlega rafmagnlaust en með því að nota rafhlöður gat hann notað tölvuna sína og skoðað fréttir á netinu.

Þetta var eina leiðin fyrir svæðið til þess að hafa samband við umheiminn. Ungmennið fann að margir, jafnt innan Japans sem utan væru að deila tilfinningum sínum, hugsjónum og hvatningu með öðrum í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter eða aðra netmiðla.

Þessi ,,komment" fólks á netinu voru ekki endilega hvatningarorð eða skilaboð til fólks á hamfarasvæðinu en hinum tvítuga dreng fannst að hann þyrfti að dreifa þeim af því að hann fann sjálfur fyrir umhyggju í gegnum þau og hvatningu. Hann byrjaði að safna saman ,,kommentum" og setti á eigin heimasíðu og innan fárra daga hafði margt fólk tekið óumbeðið þátt í verkefninu. Heimasíðan varð mjög þekkt undir heitinu ,,Bænir fyrir Japan" og var þýdd á 12 önnur tungumál fljótlega.

Þau orð sem fólk safnaði á heimasíðuna voru ekki fyrirlestrar, predikanir eða heimspeki, heldur muldur venjulegs fólks, pæling eða lítlar uppgötvanir sem það hafði gert í hversdagslífi sínu. Mig langar að segja ykkur frá nokkrum dæmum. Þessi orð voru sögð dagana eftir hamfarirnar, en ekki endilega á hamfarasvæðinu.

•Barn nokkurt var í biðröð fyrir framan kassa í búð, með nammi í hönd. En þegar barnið nálgaðist kassann, sá það samskotabauk, setti peningana í hann, skilaði namminu í hilluna og fór út. Kona í kassanum kallaði hlýtt að baki barnsins : ,,Takk kærlega fyrir þetta".

• Pabbi minn ætlar að fara í kjarnorkuverið í fyrramálið til að taka þátt í viðgerðum. Hann á að fara á ellilífeyri eftir hálft ár en hann bauð sig fram til þess hættulega verkefnis. Mér fannst alltaf pabbi vera ekki nógur traustur heima fyrir, en núna er ég stolt af honum og vona að hann komi aftur heim heill á húfi.

• Umferðin á vegum var mjög þung. Þegar kom að gatnamótum gátu aðeins einn eða tveir bílar farið yfir í einu á grænu ljósi. Ég var samtals í tíu klukkutíma í bílnum mínum á leiðinni heim, samt heyrði ég ekki bílhorn flauta vegna pirrings, jafnvel ekki einu sinni. Ég var hræddur við annan jarðskjálfta alla tímann í bílnum, en ég hreifst meira af þjóð minni en ég hafði gert lengi.

• Mamma mín, sem er látin núna, sagði mér eitt sinn: ,,Skortur verður á mat og dóti þegar fólk rænir hvert af öðru, en það verður nóg þegar fólk deilir hvert með öðru." Ég er stolt af ykkur á hamfarasvæðinu, sem hagið ykkur núna einmitt eins og mamma mín kenndi mér.

• Ég var þreyttur á brautarpalli þar sem ég beið eftir lestinni minni. Það var kalt, en biðin eftir lestinni var orðin að mörgum klukkutímum þar sem lestarkerfið hafði lamast eftir jarðskjálftann. Þá gaf heimilislaus maður mér, sem var daglega hangandi kringum járnbrautarstöðina, bylgjupappír sem hann var með og sagði: ,,Sestu á þetta. Þér hlýnar". Ég skammaðist mín, þar sem ég leit alltaf niður á hann. 

2.
Svona eru dæmi af síðunni ,,Bænir fyrir Japan". Mér finnst merkilegt að strákurinn sem opnaði þessa síðu hafi nefnt hana ,,Bænir fyrir Japan". Eins og við getum heyrt, er inntak þess ekki bæn til þess að biðja Guð um gera eitthvað handa okkur. Ég veit ekki hvort ungmennið var kristið eða ekki, líklegast ekki. 
Engu að síður hitti það alveg í mark í kristilegri merkingu að hann notaði heitið ,,Bænir fyrir Japan" að mínu mati. 

Af hverju? Af því að inntak þess er ekkert annað en vitnisburðar fólks um hlýju manna, iðrun, samstöðu og virðingu sem manneskjur sýndu af sér í ímynd guðsbarna. Hér birtist einmitt kjarni bænar okkar kristinna manna, sem er að leita Guðs ríkis og að fá svar við leitinni. 

Ég tel að við séum öll sammála um að það er erfitt verkefni að leita að Guðs ríki, þar sem við vitum ekki nákvæmilega hverju við eigum að leita að. En að leita Guðs ríkis er að fá að sjá hvernig Guð vinnur í hversdagslífi okkar og skilja hvernig Guð er að veita okkur náð sína nú þegar í ríkara mæli. Náð Guðs er þegar komin, ekki aðeins í kringum okkur, heldur líka inni í okkur sjálfum.

En í daglegum og hörðum raunveruleika lífsins, tökum við annað hvort ekki á móti náðinni eða vanrækjum að njóta hennar og nota hana fyrir náunga okkar, samt krefjumst meiri náðar af Guði. Það er nefnilega þess vegna að bæn okkar verður  sí og æ, jafnvel ómeðvitað, eins og að lýsingu að óskalista.

Sem betur fer, þó að við förum fram hjá þeirri náð sem Guð gaf okkur, höfum við ekki tapað þeirri náð enn. Og þegar við horfum upp á hrikalegar hamfarir eða upplifum að við séum að tapa öllu í lífi okkar, vöknum við allt í einu við náð Guðs sem er ennþá hjá okkur.

Ég segi aldrei að hamfarir eins og jarðskjálftarnir í Japan séu vilji Guðs. Þær eru sorglegar. En margar fallegar gjörðir fólksins - í Japan, á Íslandi og í heiminum - í kjölfar hamfara sem ýta undir samstöðu, umhyggju, hvatningu og endurskoðun fólks á sjálfu sér, eru eftir vilja Guðs.

Slík eru blóm sem fá næringu sína frá náð Guðs, og ekkert, jafnvel flóðbylgja eða sprenging eldfjalls, getur tekið þau í burtu. Þegar við sjáum slík blóm af fegurð manna, hættum við að hugsa um eigin óskalista.

Það er vegna þess að við sjáum þar svip Guðs ríkis og fáum staðfestingu á tilvist Guðs ríkis. Með því fáum við lækningu við sársauka, fyllingu fyrir tómleika í hjarta og frið innra okkur sjálfum.  Að passa blóm af fegurð manna vel og jafnframt að láta ný blóm opnast, er það ekki besta leiðin til að minnast fórnarlömbanna í Japan.  

Að lokum langar mig, sem japanskur einstaklingur á Íslandi, að þakka ykkur Íslendingum fyrir að sýna samstöðu með Japönum, umhyggju og fyrir framlög ykkar til hjálparstarfsins í Japan.
Guð sé með Japan, Íslandi og heiminum öllum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband