Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.8.2013 | 09:52
68 ár liðin frá Hiroshima
Í dag voru 68 ár liðin frá því kjarnaorkusprengju hafði varpað verið á Hiroshima.
Sem Japani langar mig að minnast þess dags með því að halda fjóra punkta í huga.
1. Samúð til allra fórnalamba í heimsstyrjöldinni síðari
2. Afnám kjarnorkuvopna
3. Ábyrgð Japans í heimsstyrjöldinni síðari og mótbára gegn stríði
4. Vangaveltur um friðsæla notkun kjarnorku í þjóðfélagi
Síðasti punkturinn hefur verið mikið umræðuefni í Japan enn núna síðan slys kjarnorkuversins fyrir tveimur árum.
******
Hiroshima, Nagasaki ... og ábyrgð okkar
6. ágúst 2002
Fyrir 57 árum, 6. ágúst 1945, var kjarnasprengju varpað á Hiroshima. Þremur dögum síðar sprakk önnur kjarnasprengja í Nagasaki. Þetta var í fyrsta og eina skipti í sögu mannkyns að kjarnavopn voru notuð.
Hvað er sérstakt?
Víða í heiminum eru haldnar minningarathafnir vegna Hiroshima og Nagasaki. Af hverju? Ef við berum bara saman fjölda fórnarlamba dóu tæplega 200.000 manns í Hiroshima og Nagasaki, en 85.000 íbúar voru drepnir í sprengjuárás á Tókyó aðfaranótt 9. mars sama ár. Ég held að sagan um Hiroshima og Nagasaki segi eitthvað sérstakt og umhugsunarvert og snúist um eitthvað annað og meira en bara fjölda fórnarlamba, rétt eins og í Auschwits. Hvað er sérstakt við þessa atburði?
Í fyrsta lagi er þetta dæmi um hvernig menn notuðu nýjustu vísindakunnáttu og tækni til að eyðileggja líf annarra í hundraðþúsunda tali. Afleiðingar þessa kvelja enn börn og barnabörn fólksins sem lifði af.
Í öðru lagi er það ólíkt venjulegum" styrjöldum að sigurvegarinn, í þessu tilfelli Bandaríkin, hafi í raun tapað siðferðilegum yfirburðum sínum með því að nota kjarnavopn. Hiroshima og Nagasaki kenna okkur meðal annars að einn menningarheimur, hvort sem hann telst sigurvegari eða ekki, getur ekki talið sig hafa siðferðilega yfirburði yfir öðrum menningarheimum.
Jafnir menningarheimar
Sú þjóð sem varpaði kjarnasprengjum var ekki hin svokallaða guðlausa þjóð" Sovétríkin, heldur hin guðhræddu" Bandaríki. Þjóð sem sendi fjölda trúboða um allan heim. Það er vel þekkt að lúterskir prestar blessuðu B29 flugvél sem var að leggja af stað til Hiroshima. Rétt eins og Auschwits sýndi Hiroshima mannkyninu að engin tiltekin menning, þ.á.m. trúarleg menning, væri yfir aðra hafin. Sú goðsögn nýlendutímanna að kristinn menningarheimur gnæfði yfir alla aðra lagðist niður eftir árið 1945. Þá kom betur í ljós en nokkurn tímann áður að sjónarrönd menningarheimsins er siðferðilega jöfn og flöt fyrir alla.
Árið 1946, rétt eftir að Japan tapaði stríðinu, sendi bandarísk kirkja frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Við skulum að byrja að iðrast ... við játum það að notkun kjarnasprengna á Hiroshima og Nagasaki mun aldrei verða réttlæti í siðfræði mannkyns".
Þessi yfirlýsing var ekki samþykkt af meirihluta bandarískra kirkna. Þrátt fyrir það minnir hún okkur enn þann dag í dag á mikilvægi sjálfsgagnrýni og gefur von um möguleika þróunar mannkyns.
Í kjölfarið sendi bandarísk kirkja trúboða til Japans sem boðbera friðar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum trúboðum leið í hringiðu andúðar og haturs. Árangur þeirra sem trúboðar var skiljanlega ekki mjög mikill. Hins vegar hafa þeir eflaust hjálpað Japönum að skilja að Bandaríkjamenn væru ekki skrímsli, eins og þeim hafði verið kennt þar til þá.
Hiroshima og Nagasaki sem syndaaflausn
Í framhaldinu langar mig að skoða málið frá öðruvísi sjónarhorni en oft er gert. Tæplega 30 árum eftir áðurnefnda yfirlýsingu sagði Hirohito Japanskeisari í viðtali við blaðamenn: Mér þykir miður hvernig fór í Hiroshima og Nagasaki. En þessir atburðir áttu sér í stað í hörðu stríði og þeir voru óhjákvæmilegir". Þessi orð segja ekkert meira en að styrjöld stríði yfirleitt gegn almennri mannasiðfræði. A.m.k. sé ég ekki neitt sem varðar sjálfsgagnrýni Japans eða viðurkenningu á sekt Japana sem þátttakanda í stríðinu.
Mér sýnist að Hiroshima og Nagasaki séu orðnar eins konar syndaaflausn" fyrir Japani. Yfirleitt er hugmynd Japana um Kyrrahafsstríð sú það hafi verið stríð gegn Bandaríkjunum sem endaði með notkun kjarnasprengja. Því meiri athygli og samúð sem fólk í heiminum hefur sýnt Japönum vegna Hiroshima og Nagasaki, þeim mun sterkar hafa Japanir upplifað sig sem fórnarlömb stríðsins. Er það rétt hjá Japönum að skilja söguna þannig?
Árið 1910 gerði Japan Kóreu að hluta lands síns. Kína varð einnig í raun nýlenda Japans árið 1932. Rétt eftir að Kyrrahafsstríð hófst byrjuðu japanskir hermenn að fara suður til Filippseyja og ríktu loks víða frá Índónesíu í austri til Burma (Myanmar) í vestri. Japan geymdi annars vegar ríkar náttúruauðlindir þessara landa, en krafðist þess um leið að Japönsk menning væri yfir menningu heimamanna hafin. Japanir neyddu m.a. íbúana til að læra japönsku.
Í stríðinu, þróun þess og ferli, jukust smám saman stríðsglæpir eða
glæpsamlegar gerðir af hálfu japanska hersins.Fjöldamorð og nauðganir í Nanking á árinu 1937 er kannski versta dæmið en fleiri en hundrað þúsund Kínverjar þ.á.m. venjulegir borgarar voru fórnarlömb.Annað dæmi er svo kallað "military sexual slavery". Japanski herinn kallaði til konur í Kína eða í Koréu fyrir vændisþjónustu fyrir hermenn sína. Margar konur voru kóreskar og giskað er á að fjöldi þeirra hafi verið um tvö hundruð þúsund. Einnig voru gerðar líffræðilegar tilraunir á stríðsföngum í fangabúðum í Kína, t.d. á verkun vírusvopna.Málið er enn í rannsókn og ekki eru öll kurl komin til grafar en fjöldi fórnarlamba virðist að hafa verið fleiri en 3000.
Í samanburði við Hiroshima og Nagasaki tölum við Japanir of lítið um þessa hlið sögu okkar. Japönsk stjórnvöld reyna meira að segja að fela slíkt og vilja hætta að kenna skólabörnum þessi sögulegu atriði. Fyrir nokkrum árum leitt þessi villandi söguskoðun Japana til mikilla mótmæla í Suður- Kóreu. Slík mótmæli eru sjálfsögðu.
Að velja sér sögu
Þetta ber vitni um hvernig fólk og þjóðir velja" sér sögu og staðreyndir til að segja næstu kynslóðum. Slík saga sem er valin" að geðþótta og eftir því sem hentar sjálfsmynd þjóðar er ekki endilega í samræmi við sannleikann. Ofangreint atriði endurspeglar fyrirlitningu og fordóma Japana gagnvart öðrum Asíubúum. Kennsla á sögu eigin þjóðar hefur mikil áhrif á ungu kynslóðina og mótar sjálfsmynd hennar. Japönsk yfirvöld hafa þegar framið stríðsglæpi gagnvart nágrannalöndum sínum.
Ef þau velja" villandi sögukennslu og endurframleiða fordóma meðal ungrar kynslóðar, er það ekki annar glæpur? Eru svona viðhorf ekki einnig svik til allra í heiminum sem vilja íhuga Hiroshima og Nagasaki? Við Japanir verðum að velta málinu fyrir okkur. Japanir geta ekki verið stoltir af sjálfum sér með því aðeins að framleiða tölvur og selja bíla. Það er nauðsynleg að sýna hugrekki til að viðurkenna sögu okkar í heild sinni.
Mér þykir vænt um að Íslendingar halda minningarathöfn vegna Hiroshima og Nagasaki. Við verðum að íhuga hvað hægt er að gera til að hindra að önnur Hiroshima" eigi sér í stað í sögu mannkyns. Til þess, verðum við öll í heiminum að horfa á eigin sögu í hreinskilni og kenna næstkomandi kynslóð um hana. Þetta á eins við um Íslendinga sem aðrar þjóðir heims.
(Toshiki Toma)
24.5.2013 | 08:58
Innflytjendur í skáp?
Páll Óskar Hjálmtýsson var í viðtali í sunnudagsblaði Moggans þann 12. maí sl. Þar sagðist hann vilja að gerð yrði rannsókn á því hvort hinsegin fólk á Íslandi sé raunverulega hamingjusamt og í hverju sú hamingja felist.
Hann tók upp þetta mál í samhengi við stöðu samkynhneigðra hérlendis en hann telur að enn séu margir sem lifi með samkynhneigð sína "inni í skáp". Með því á Páll Óskar við að sumir feli kynhneigð sína, eignist maka af gagnstæðu kyni og fjölskyldu og lifi þannig tvöfaldu lífi í skápnum, sem samkynhneigt fólk í búningi gagnkynhneigðar.
Ég hef hugsað samskonar mál um liðan innflytjenda þessa daga eftir hryðjuverkið í Boston. Bræður sem frömdu þann glæp voru innflytjendur í Bandaríkjunum. Yngri bróðirinn sagði að þeir hefðu verið í mikilli einangrun og þessi einmanakennd virðist hafa haft hvetjandi áhrif á að hryðjuverkin voru unnin. En það er athugavert að samkvæmt fréttum sögðu vinir þeirra allir að bræðurnir hefðu notið mikils félagsskapar.
Voru þeir e.t.v. ,,í skápnum" líkt og því sem Páll Óskar lýsir í öðru samhengi?
Liðan innflytjenda á Íslandi
Ég tel að það séu nokkur atriði sem gera aðlögun innflytjenda á Íslandi torvelda. Mig langar að segja frá þeim af minni eigin reynslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að innflytjendur eru ekki eins, og það sem ég bendi hér á er aðeins tilhneiging í lífi innflytjenda.
Fyrsta hindrunin er íslenskt tungumál. Eins og margir innflytjendur get ég bjargað mér á íslensku í hversdagslífinu. En ég næ aldrei á það stig þar sem ég get stjórnað íslensku eins og móðurmáli mínu. Tjáning á íslenskri tungu er stöðugt takmarkandi fyrir mig. T.d. gafst ég upp fyrir löngu að segja brandara á íslensku. Þó að mér detti í hug eitthvað fyndið, hef ég ekki tök á að tjá það á íslensku tímanlega. Ég hlýt að líta út fyrir að vera þegjandi og alvarlegur maður. En þegar ég tala við Japana, hlæ ég kannski fimm sinnum meira en þegar ég tala við Íslendinga.
Önnur hindrunin er sú staðreynd að innflytjendur eiga ekki eins mikið sameiginlegt og Íslendingar eiga hver með öðrum. Æskuvinir, upplifun í skólalífi, saga í þjóðfélagi o.fl. Eitthvað sem allir Íslendingar eiga sameiginlegt, og oft eigum við innflytjendur ekki. Aðstæðurnar þar sem ég finn þetta mest er þegar ég fer á samkomu eins og prestastefnu. Prestastefna er, að nokkru leyti, samkoma bekkjarbræðra og systra og mér liður þar alltaf eins og utangarðsmanni. Þetta kallar náttúrulega yfir mig nokkurskonar einmanakennd.
Ég held að þessi atriði gildi einnig um marga aðra innflytjendur, þó að ekki alla. Í þessum kringumstæðum getur maður byrjað að fela sig inni í skáp. Eða ef til vill er réttara að segja að maður sé settur í skáp af kringumstæðunum. ,,Ég er ekki svona maður eins og fólk í kringum mig telur!" Ég tel að margir innflytjendur upplifi þessar hugsanir.
Er fleira fólk inni í skáp?
En ef við veltum málinu vel fyrir okkur, verðum við að viðurkenna að þetta getur gerst hjá sérhverjum manni í samfélaginu, ekki aðeins hjá tilteknum hópi eins og innflytjendum, að einangrast í skápnum. ,,Þetta er ekki sannur ég": Ég held að það séu fleiri sem lifa inni í skáp með tilfinningar sínar en við höldum.
Latneska orðið ,,persona" þýðir gríma sem leikari notar í leiksýningum. Að lifa í samfélagi getur krafið mann, meira eða minna, þess að fela sjálfan sig undir grímu.
Ég nefndi áðan atriði sem getur ýtt innflytjendum inn í skápinn, út frá eigin reynslu. Þegar ég skoða málið dýpra út frá sjálfum mér, get ég ekki fullyrt að ég myndi aldrei vera í skápnum jafnvel þó að ef ég hefði búið í Japan. Líklegast væri það einhver önnur orsök sem myndi ýta mér inn í skápinn. Raunar er það þannig þegar ég er í Japan í fríi, byrja ég að sakna Íslands í hvert skipti eftir nokkurn tíma.
Það sem er erfitt þegar við horfum til einmanakenndar innflytjenda og vanlíðan þeirra er að við getum ekki aðgreint svo auðveldlega hvaða hluti málsins stafar af því að vera innflytjandi og hvaða hluti er vegna annarrar ástæðu. Samt höfum við innflytjendur tilhneigingu að útskýra einmanaleika okkar og vanlíðan með því að við erum innflytjendur. Mér finnst það vera sérstaklega mikilvægt fyrir okkur innflytjendur að vera vakandi fyrir þessu.
Mig langar að forðast misskilning af því sem ég held fram. Orsakir sem gera aðlögun innflytjenda erfiða eru vissulega til staðar. Það er einnig staðreynd að innflytjendur einangrast stundum og það ýtir undir einmanaleika. Ég vil að Íslendingar reyni að skilja þessar aðstæður hjá innflytjendum og hjálpa þeim að rjúfa einangrun þeirra.
Hins vegar, þegar kemur að okkur innflytjendum sjálfum, verðum við að passa að við útskýrum ekki öll okkar vandamál með því að við séum innflytjendur. Þetta má ekki verða ástæðan fyrir því að við festumst inni í skápnum.
Flestir hlutir sem okkur langar í fást oftast með því að reyna að vinna að þeim, hvort sem um félagsskap, skilning annarra eða hamingjukennd er að ræða. Snýst ekki lífið einmitt um að vinna að slíkum hlutum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook
11.5.2013 | 20:18
Fjölmenningardagurinn
Í dag, 11. maí eða annar laugardagurinn í maí, er Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgarinnar.
Ég held að það sé ekki gott að ,,fjölmenning á Íslandi" þýðir aðeins að Íslendingar smakka framandi mat og hlusta á framandi tónlist eða að fólk af erlendum uppruna sýnir framandi dans í framandi þjóðbúingi. Við getum ekki dvalið í slíku stigi lengi.
Fjölmenning er fjölbreytleiki og fjölhyggjur. Hún gæti verið jafnvel ,,fjöl-gildismat" og þetta getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Ef gildismat fólks í ákveðnu svæði er gjör ólíkt hvort frá öðru, getur það valdið árekstri.
En það sem er mikilvægt er að finna leið til að sættast, en alls ekki að útiloka einhvern aðila eða losa við. Þess vegna á fjölmenning að vera samráð í eðli sínu.
Ég trúi því að íslenska samfélagið haldi áfram að ganga þá réttu leið fjölmenningar næstu ár.
Samt kemur þetta ekki sjálfkrafa. Við verðum að leggja af mörkum okkar.
Á þessari forsendu gat ég notið skrúðgöngunnar og margskonar atburða. Til hamingju með daginn!
Fjölmenni fagnar fjölbreytileika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2013 kl. 09:23 | Slóð | Facebook
8.5.2013 | 10:34
Áskorun No Borders vegna mál Martin, hælisleitenda frá Nígeríu
Venjulega er ég ekki svo hrifinn af því að senda ,,e-mail petition" til ákveðins fólks, en stundum er það óhjákvæmilegt. Ég hef hvatt fólk nokkurum sinnum sjálfur að senda áskorun eins og þegar ég vildi RKÍ myndi skipuleggja söfnun fyrir Japan eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar fyrir tveimur árum.
Þetta mál um Martin, hælisleitana frá Nígeríu, er eitt af slíkum tilfellum að mínu mati. Málefni hælisleitenda er talsvert erfitt að fylgjast með fyrir venjulegt fólk og oftast er enginn háttur til staðar til að hafa afskipti um málefnið.
Samtökin ,,No Borders in Iceland" er að hvetja almenning til að senda áskorun til yfirvalda svo að þau afturkalla þá ákvörðun að Martin verði fluttur til baka til Ítalíu og hann fái viðurkenningu sem flóttamaður. Og þau bjóða fólki til að taka þátt í áskorun eins og eftirfarandi.
Ég er sammála þeim í þessu og mig langar að standa saman með No Borders. Hvað annars er hægt að gera fyrir okkur almenning nema við tjáum okkur á þennan hátt í svona máli?
Áskorun No Borders:
Hér er bréf sem senda má á Innaríkisráðherra og fleiri til að mótmæla brottvísun Martin frá Nígeríu
Sæll Ögmundur
Í kvöld bárust fréttir þess efnis að senda ætti hælisleitandann Martin aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Hann hefur nú þegar dvalist á Ítalíu í níu ár án þess að mál hans væri tekið til skoðunar. Sökum samkynhneigðar sinnar óttast hann um líf sitt og heilsu snúi hann aftur til Nígeríu þar sem algengt er að ráðist sé á samkynhneigt fólk og nýtur það lítillar verndar af hálfu nígeríska ríkisins. Íslenska ríkið hefur enga afsökun fyrir því að fela sig á bak við Dyflinnarreglugerðina og senda manninn aftur til Ítalíu þar sem litlar líkur eru á að mál hans verði tekið fyrir á næstu árum og mun hann því lifa við áframhaldandi óvissu.
Ég skora á þig að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stöðva brottvísunina og veita manninum dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
NAFN þitt.
netfang:
ogmundur@althingi.is (Innanríkisráðherra)
k.volundar@utl.is (Forstjóri Útlendingarstofnunar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook
7.5.2013 | 22:25
Þeir sem búa utan hversdagslífs okkar
Samkynhneigðum flóttamanni neitað um hæli (RÚV)
Ég hef lesið nýlega í einhverjum stað að fleiri en 20.000 börn eru að deyja úr hungri eða sjúkdómi á hverjum degi í Afríku. En flest okkar (þ.á.m. ég sjálfur) vita þá staðreynd ekki sem raunverulegan ,,reality", heldur kannski aðeins sem hluta upplýsinga um heiminn.
Á sama hátt vitum við ekki stöðu samkynhneigðar fólks í Nígeríu eða stöðu hælisleitenda í Italíu.
Skiptir okkur engu máli ef fólk býr utan svæðis hversdagslífs okkar? Að nokkru leyti gæti það verið sorglegur og kaldur raunveruleiki hjá okkur mönnum.
En þessi maður, Martin, er innan ramma hversdagskífs okkar núna og ég held að það sé ,,un-human" að ýta honum út úr landinu og þýkjast að þekkja ekkert...
Stundum þurfum við ekki að draga línu sjálf milli þess sem við eigum erindi okkar og þess sem ekki? Annars munum við tapa mannvirðingu okkar sjálfra?
Ekki senda Martin til baka til Italíu, Please.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook
30.4.2013 | 13:21
Sá sem veitir stjórnmálaflokki umboð til að mynda ríkisstjórn
Ég hef ákveðið að fela formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Þó að ég sé búinn að búa hér á Íslandi 21 ár, mæti ég stöðugt einhverju atriði sem ég hef ekki þekkt eða skilið vel.
Hingað til hef ég haldið það þannig að umboðsveitingu forsetans til að mynda ríkisstjórn væri bara ,,ritual" og umboð færi sjálfkrafa til flokks sem hefur fengið helst sæti í Alþingi eða mest stuðning kjósenda, eins og það er venja í Japan t.d.
En í íslenska kerfinu virðist það vera foresti sem ákveður hver fæ umboðið.
En hver eru rökin að Framsóknarflokkurinn fæ umboðið fyrst þrátt fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta stuðning kjósenda?
,,Í fyrsta lagi að tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, fengu mest fylgi í kosningunum og báðir fengu 19 menn kjörna. Í öðru lagi að fylgisaukning Framsóknarflokksins var mest og á vissan hátt söguleg" og í þriðja lagi byggði hann ákvörðun sína á samtölum við formenn flokkanna í gær".
Í fyrsta lagi að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fengið mest fylgi, en ekki Framsóknarflokkurinn. Í öðru lagi að fylgisaukning eða tap er aðeins fyrirbæri á ferli kosninganna en alls ekki endanleg niðurstaða einhvers atriðis, og í þriðja lagi að álit formanna flokkanna spegla ekki endilega álit kjósendanna á þetta tiltekið atriði.
Ég tel að það ætti að vera kjósendur sem veita umboð í fyrsta lagi... sem sé, að umboðið skuli fara samkvæmt fjölda fenginna sæta, eða eftir fylgishlutfall ef fjöldi sæta er jafn.
(Ég er samt ekki stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins)
Ætlar að ræða við alla formenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook
23.4.2013 | 11:01
Íslendingar geta stutt mikið ef til vill
Ég held að það sé hræðilegt og sorglegt að heyra um stöðu í Úgandu hvað sem varðar mannréttindi samkynhneigðs fólks og harða stefnu ríkisins gegn því. Ég þekki ekki mjög mikið um Úgandu og hef aldrei verið þar, en mér skilst að Úganda hafi verið í erfiðum aðstæðum lengi bæði stjórnmálalega og efnahagsmálalega.
Ef til vill geta slíkur óstöðugleiki haft áhrif á harðstjórn af þessu tagi, en það má ekki vera afsökun að sjálfsögðu.
,,Í dag eru sambönd samkynhneigðra ólögleg í Úganda eins og víða í ríkjum sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Í Úganda á fólk sem verður uppvíst að því að eiga í sambandi við aðra manneskju af sama kyni yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi".
Allt að 14 ára!? Þó að ekki einu sinni er glæpur að ræða? Kynhneigð mun vera óbreytanleg hvers sem annar maður krefst við viðkomandi, mun slík lög vera til þess að láta samkynhneigðs fólk vera í aðskildu rými. En flest samkynhneigt fólk mun fela kynhneigð sína, þarf harðstjórn að fá ,,njósnara" til að finna það.
,,Samkvæmt frumvarpinu verðu það skylda að tilkynna það til yfirvalda gruni þá einhvern um að vera samkynhneigðan. Ef fólk brýtur gegn þessu á það yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi".
Þetta virðist vera fáranlegt slæmt hringrás.
,,Úganda er ekki eina ríkið í heiminum sem brýtur grimmilega á mannréttindum hinsegin fólks. Sjáðu nágrannaríkin, Nígeríu og Kamerún. Ástandið er ekkert betra þar."
Í heimalandi mínu, Japan, er staðan samkynhneigðs fólks sé ekki eins slæm og það sem Nabagesera lýsir um Úgandu. A.m.k. er það ekki ólöglegt að vera samkynhneigður maður í Japan. En samt eru gríðarlegir fordómar til staðar í japönsku samfélagi og ég held að það sé enn erfitt að samkynhneigt fólk segir frá kynhneigð sinni án þess að fela hana.
Bekkjarabróðir minn í prestaskóla í Tókíó er ,,tarnsgender" manneskja núna og þjónir sem prestur. Hann sagði mér einu sinni um erfiða reynslu sína stuttlega. (Því miður er ég enn ekki búinn að fá tækifæri til að hlusta á hann nægilega).
Réttindabót mun vera nauðsynleg fyrst og fremst, en þá er einnig nauðsynlegt að berjast við fordóma síðar.
Ísland er búið að takast það að bæta réttindi samkynhneigðs fólks, og því sýnist mér að það hljóti að vera ýmislegt sem Íslendingar geta lagt fram í baráttu í málefninu víða í heiminum og ekki síst í Úgandu.
,,Landi þar sem meirihlutinn er kristinn, flestir mótmælendur. Inn í trúna blandast menning álfunnar. Meðal þess sem trúarleiðtogar halda fram er að samkynhneigð sé bein ógn við fjölskyldur og hafa þessar skoðanir þeirra notið stuðnings unga fólksins í Úganda".
Og jú, slíkt er líka hluti af málinu. Við í kirkjum á Íslandi verðum að halda áfram því að eiga erindi við málefni þess.
Kynhneigð getur kostað hana lífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2013 kl. 22:54 | Slóð | Facebook
19.4.2013 | 11:46
Gefið mér þann rétt að mega kjósa!
Alþingiskosningar nálgast og barátta stjórnmálaflokka fyrir þær er orðin mjög heit. Ég var búinn að vera á Íslandi í 21 ár núna í apríl, en ég get ekki tekið þátt í þessum kosningum. Af hverju? Af því að ég er ekki Íslendingur.
Þegar um sveitastjórnarkosningar er að ræða, þá getur útlendingur tekið þátt í kosningum ef hann er 18 ára eða eldri og hefur haft lögheimili á Íslandi stöðugt í fimm ár (3 ár fyrir norrænt fólk). En því miður gildir þetta hvorki um alþingiskosningar né þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þessi stefna sem veitir ekki erlendum ríkisborgurum kosningarétt í ríkismálum er alls ekki án ástæðu. Rökin eru m.a. sú að þátttaka útlendinga í kosningum í ríkismálum geti haft slæm áhrif á utanríkisstefnu Íslands.
En hver sem ástæðan er, er það staðreynd að margir ,,nýir Íslendingar", sem hafa öðlast ríkisborgararétt á Íslandi, geta varðveitt ríkisborgararétt heimalandsins, ef heimaland viðkomandi viðurkennir fleira en eitt ríkisfang. Sem sagt eru þeir Íslendingar og jafnframt útlendingar.
Ástæða þess að ég er ekki með íslenskan ríkisborgararétt, eftir 20 ára dvöl hér, er sú að heimaland mitt, Japan, viðurkennir ekki tvö- eða margföld ríkisföng. Ef ég fæ ríkisborgararétt hér, verð ég að afsala mér japönsku ríkifangi, en aðstæður mínar leyfa það ekki því að ég á aldraða foreldra í Japan.
Það verður algengara í Evrópu og í Ameríku að viðurkenna fleiri en eitt ríkisfang, en mörg lönd í Asíu eins og t.d. Kína, Suður-Kóreu auk Japans og löndum Afríku halda í stefnu sem hafnar viðurkenningu margfaldra ríkisfanga.
Ég hef aldrei kvartað yfir því hingað til að geta ekki tekið þátt í alþingiskosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslum, þar sem ég hélt að ástæðurnar lægju í Japan en ekki Íslandi. Samt hefur mér fundist leitt að geta ekki kosið alþingismenn og tjáð viðhorf mitt til Icesave eða stjórnarskrártillagna. Slík mál eru alls ekki utan áhuga míns.
Réttur til að kjósa a.m.k.!
Ég hef nú skipt um skoðun, þó að ég telji enn þessi óþægindi vera vegna stefnu Japans og ætla ekki að sakast við íslensk stjórnvöld. Ég vil hinsvegar hvetja stjórnvöld til að endurskoða og bæta réttindi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér.
Ég greiði skatta eins og aðrir og tek þátt í þjóðlífinu eins og aðrir. Hver er munurinn á milli mín og ,,nýrra Íslendinga" sem eru með fleira en eitt ríkisfang? Er ég hættulegri íslensku þjóðinni en þeir? Er það slæm hugmynd að veita erlendum ríkisborgara sem uppfyllir skilyrði fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt, fullan rétt til allra kosninga (a.m.k. rétt til að kjósa, sé réttur til framboðs erfitt) og þjóðaratkvæðagreiðslna, þó að hann sæki ekki um ríkisborgararétt?
Ég hef engar tölulegar upplýsingar um hve margir erlendir ríkisborgarar eru í sömu stöðu og ég varðandi þetta mál. En samt vona ég að þetta verði tekið til umræðu einhvern tíma á næstunni og kannað verði um fjölda útlendinga á Íslandi sem geta ekki sótt um ríkisborgararétt vegna ástæðna í heimalandi sínu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook
16.4.2013 | 16:38
Útlendingar í fangelsi
Ég sé oftar en ekki umfjöllun í fjölmiðlum um fjölda útlendinga í fangelsi á Íslandi. Í hvert skipti segir umfjöllunin frá því hve stórt hlutfall útlenskra fanga er.
T.d. var bent á það að 91 útlendingur sátu af sér dóm á árinu 2012 með yfirsögninni ,,Metfjöldi útlendinga í fangelsi", í Fréttablaðinu 18. febrúar sl.
Fangarými í fangelsum eru samtals um 150 hérlendis og að sjálfsögðu var það ekki eins og að allir 91 útlenskir fangar voru í fangelsum samtímis. En fréttaskýringin var raunar mjög stutt og sagði ekki sérstaklega frá því atriði.
Ég fór yfir umfjöllun um sama efni í öðrum miðlum, en næstum öll umfjöllun er stutt og gefur ekki lesendum nægilegar upplýsingar að mínu mati. En með því að bera saman bækur sýndist mér að stærri mynd kæmi í ljós.
Meðaltal útlenskra fanga í fyrra var 27 og eru samtímis 18% af heildarfjölda fanga. En samtímis eru 456 menn á biðlista eftir afplánum í fangelsum (13. feb. Mbl.).
Því miður gat ég ekki fundið út hvað voru margir útlendingar á listanum. Ef 90% af þeim sem eru á biðlistanum eru Íslendingar, þá breytist heildarmyndin talsvert. Nokkur umfjöllun um útlendinga í fangelsi bendir á tilhneigingu í dómskerfi hérlendis í þá átt að útlendingur fær fangelsisdóm í máli sem Íslendingur myndi hugsanlega fá skilorðsbundinn dóm(20.júl.2012 DV).
Dæmi sem getur stutt þessa ábendingu eru dómar yfir hælisleitendum sem notað hafa falsvegabréf við komu til landsins eða verið stöðvaðir hafa hér á ferðalagi sínu. Viðkomandi fær 30 daga dóm og þetta er framkvæmt án tafar. Hvað sátu margir hælisleitendur í fangelsi í fyrra?
Ef það er svona, útskýrir það hvers vegna hlutfall útlendinga í fangelsum er frekar hátt. Hverjar eru staðreynd málsins?
Skýrari mynd óskast
Í ofangreindri umfjöllun Fréttablaðsins 18. febrúar sl. var líka bent á hækkandi hlutfall útlenskra fanga sem búsettir voru á Íslandi. Árið 2012 var það um 40%, en á árið 2000 var hlutfall útlenskra fanga sem bjuggu á Íslandi aðeins 15% og árið 2005 11%.
En hér er einnig hugsanleg ástæða aukningarinnar. Hún er sú staðreynd að frjálsför launafólks innan ESB/EES tók gildi á Íslandi árið 2006 og fjölda búsettra útlendinga fjölgaði mikið. Því tel ég að það sé eðlileg þróun að hlutfall útlenskra fanga sem búsettir eru á Íslandi hefur aukist, þó að fréttaskýringin hafi ekki snert þennan punkt.
Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er hvorki til að fullyrða að allir útlendingar á Íslandi séu góðir né til að vernda útlendinga hvað sem þeir gera á Íslandi. Ég tel að flestir Íslendingar vilji ekki að glæpmenn koma hingað til að sinna ,,vinnu" sinni. Ég er útlendingur sjálfur, en mig langar líka að afþakka komu útlenskra glæpmanna til Íslands.
Ég held að glæpir eins og mannsal eða fíkniefnasmygl séu alvarlegt mál og ég hef enga vilja til að vernda mann sem fremur slíkan glæp án tillits til þess hvort viðkomandi sé íslenskur, japanskur eða annað. Ef glæpum sem eru tengdir útlendingum eykst, þá er það mikilvægt að ræða um málið.
En til þess þurfum við að fá aðeins nákvæmari og nánari upplýsingar. Því langar mig að biðja fjölmiðlafólk um að kanna málið betur sjálft og veita okkur fullnægjandi umfjöllun um svona mikilvægt málefni.
12.4.2013 | 17:16
Hættan er sú að stuðla að fordómum
Í Fréttablaðinu 5. apríl sl. birtist umfjöllun um útlendinga sem framvísa fölsuðum gögnum frá heimalandi sínu hér á Íslandi og nauðsyn fyrir breytingum á lögum og kerfi til þess að vernda almennakerfið frá slíkum svikum.
Ég hef engar mótbárur gegn því að berjast gegn svikum eða misnotkun kerfis, hvort sem útlendingar fremja eða Íslendingar, en samt tel ég að það eigi að fylgjast með málflutningi þegar talað er um svik eða glæpi svo að hann skapi ekki fordóma í garð saklauss fólks.
Í umfjöllunni var sagt ,,dæmi eru um að útlendingar sem [....] hafi fengið ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra gagna", en ekkert var sagt um hvers konar falsaðir pappírar voru notaðir eða um fjölda slíkra tilfella. Raunar voru þar engin fleiri dæmi nefnd um svik, fyrir utan dæmi frá Noregi um falsaða skráningu barns í opinbert kerfi.
Að sögn Kristínar Völundardóttur forstjóra Útlendingarstofnunnar voru 3.500 dvalarleyfi afgreidd hjá ÚTL í fyrra en hún telur að í einu prósenti þeirra hafi verið framvísað fölsuðum skilríkjum, en það er engin leið til að staðfesta það. Sem sé er um að ræða grun um svik, en ekki svikin sjálf.
Forstjórinn segir: ,,Þetta er ekki stór hópur en hættan er sú að það geti verið hættulegir einstaklingar [...] Við höfum verið svolítið auðtrúa í þessum málum en vandamálið hefur birst í meiri mæli á undanförnum árum".
Slíkt orðalag getur sett alla útlendinga undir grun um svik í augum Íslendinga, þar sem ÚTL lýsir því yfir að einstaklingar sem geti verið ,,hættulegir" búa í samfélaginu og fólk veit ekki hvers kyns skilríki hafa verið efasemdir um hjá ÚTL.
Annarsvegar skortir umfjöllunina áþreifanleg dæmi um svik eða nægilega útskýringu og hinsvegar sýnist mér að ummæli forstjóra ÚTL gangi of langt eða séu misvísandi.
Ég ætla mér hvorki að styðja svik né glæpi sem útlendingar fremja. Ef grunur er um að slíkt sé til staðar þarf að finna leið til að láta sannleikann koma í ljós. En kjarni málsins eru svik og glæpir en ekki vera útlendinga á Íslandi og því þurfum við að forðast að stuðla að fordómum í garð útlendinga hérlendis.
Ég vona að öndvegisfólk í opinberum stofnunum og fjölmiðlafólk hugsi sig vel um áhrif orða og málflutnings á samfélagið.