Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.10.2011 | 11:39
Hælisleitendur, inni eða úti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook
1.10.2011 | 14:39
Um sérþjónustu kirkjunnar
Sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur, skrifaði ágæta grein um sérþjónustu kirkjunnar sem birtist í Morgunblaðinu 3. september sl. Mig langar að bæta nokkrum línum við frá eigin brjósti mínu. Ég verð að takmarka mál mitt við sérþjónustu presta vegna takmarkaðs rýmisins en það þýðir alls ekki að mér finnist lítið til þjónustu djákna koma eða annarrar starfsemi kirkjunnar.
Á Íslandi starfa nú á vegum þjóðkirkjunnar 16 sérþjónustuprestar. Sumir starfa beint fyrir kirkjuna en aðrir eru ráðnir á stofnanir eins og á sjúkrahús eða elliheimili. Dæmi um þá sem eru ráðnir beint af þjóðkirkjunni eru t.d. prestur fanga, prestur heyrnarlausra, prestur fatlaðra, prestur innflytjenda og sjúkrahúsprestur á LSH.
Hvað er sérstakt?
Hvað þýðir sérþjónusta presta? Hvað er sér í þjónustunni? Mér skilst að orðið sérþjónusta hafi tvær merkingar hér á landi. Fyrsta merkingin er sú að sérþjónustuprestar annist aðallega kærleiksþjónustu. Yfirleitt og almennt þýðir það að prestar sjái um ýmiss konar þjónustu við fólk sem á í sérstökum erfiðleikum eins og t.d. líknarþjónustu, þjónustu við fátæka, fanga og svo framvegis. Þjónusta af þessu tagi er kölluð Diakonia á þýsku eða diakoni á sænsku, sem þýðir að þjóna en þetta orð er nátengt hugtaki um samfélagsvelferð í kristnum anda.
Mér virðist svolítið einkennilegt að Íslendingar skuli nota orðið kærleiksþjónusta til að segja frá Diakonia. Að sjálfsögðu er öll þjónusta kirkjunnar kærleiksþjónusta og því er það ekki hægt að aðskilja ákveðna þjónustu frá almennri þjónustu kirkjunnar í nafni kærleiksþjónustu. Þetta hljómar eins og smáatriði en ef þjónusta við fátæka eða fanga er sérstök kærleiksþjónusta, þá gæti hún valdið óþarfa og óæskilegri aðgreiningu á þjónustu kirkjunnar. Þess vegna þurfum við að hugleiða þetta. Diakonia er grunnþjónusta kirkjunnar og er alls ekki sérþjónusta í raun. Til þess að forðast misskilning: það er ekki rétt heldur að hugsa að Diakonia sé þjónusta sem einungis djáknar veita. Diakonia í þessu samhengi er mun stærra hugtak. ,,Diakonia" er einnig grunnþjónusta presta sem svokallaðir ,,sér"þjónustuprestar sinna því í meira mæli í samanburði við presta sem starfa í söfnuðum.
Önnur merking sem orðið sérþjónusta bendir til er sú að starfshættir sérþjónustupresta séu oftast öðruvísi en venjulegra sóknarpresta. Það sem er sérstakt hér er ekki þjónustan sjálf heldur starfshættir prestsins. Víst eru starfshættir nokkurra sérþjónustupresta frábrugðnir hefðbundnum háttum sóknarpresta. Hin hefðbundna hugmynd um kirkjulíf er að grunneining hennar er sóknin og kirkjuhúsið hennar. Sóknin er landfræðilega ákveðin og hún er samtímis samfélag þeirra íbúa sem þar búa. Hefðbundið kirkjustarf byggist því í raun á landfræðilegum ramma.
Sérþjónustupresturinn hefur á hinn bóginn enga landfræðilega sókn, starfshættir hans byggjast fyrst og fremst á þörf viðtakanda þjónustunnar, án tillits til hvar hann er staddur. Það er því enginn landfræðileg aðgreining. Sérþjónustupresturinn þarf hins vegar að hafa góða þekkingu á málefnum þess fólk sem hann sinnir sérstaklega umfram kristilega þekkingu sína. Það er t.d. nauðsynlegt að kunna táknmál til þess að geta þjónað heyrnarlausu fólki. Þokkaleg þekking á sjúkdómum og læknismeðferðum er ómissandi til þess að þjóna á spítala. Það sama má segja um grunnþekkingu á meðal þeirra sem þjónusta fanga, innflytjendur eða fólk sem er þroskahamlað.
Sama grunnþjónusta kirkjunnar
Tilgangur sérþjónustu presta er hins vegar alveg sá sami og þjónusta presta í sóknum. Hann er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists í orði og verki. Ég kýs þó persónulega að segja að tilgangurinn sé að þjóna fólki í kærleika Jesú á þeirri forsendu að allir eru Guðs börn. Munurinn á sérþjónustunni og hefðbundinni þjónustu snýst fyrst og fremst um hvernig prestur veitir fólki þjónustu sína.
Þannig er sérþjónusta presta raunar ekki sérstök í dýpri merkingu, heldur er hún grunnþjónusta eins og hefðbundin, kirkjuleg þjónusta. Mér þykir leitt að finna að sá misskilningur og sú vanþekking skuli enn vera til staðar innan kirkjunnar að sérþjónustuprestar brjóti gegn þeirri einingu kirkjunnar sem byggist á sóknum og myndi sérhóp. Það er ekki tilgangur sérþjónustupresta að mynda sérhóp innan kirkjunnar og aðskilja fólk frá sókninni sinni, heldur veita þeir þjónustu við ákveðnar aðstæður þegar brúa þarf bilið á milli þess sem fólk þarf af kirkjulegri þjónustu en kemst ekki í hefðbundnar messur eða getur ekki þegið þjónustu á sama hátt og aðrir í sókninni. Draumsýnin er sú að allir mætist í sama kirkjuhúsi og sömu messu. En stundum þurfa sumir að fara lengri leið áður en draumurinn rætist.
Það var til mikillar gæfu sem eftirfarandi orð komust í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar sem var lögð til kirkjuþings árið 2010, og kirkjuþingið samþykkti megináherslur hennar: Sérþjónustuprestar séu ráðnir til að sinna grunnþjónustu kirkjunnar þar sem henni verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti á vettvangi sókna. Ég álít að þetta sé fagnaðarefni og stórt skref fyrir alla í kirkjunni og þjóðfélaginu. Við förum þessa leið.
-Fyrst birt í Mbl. 28. september 2011, með smábreytingu-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook
8.7.2011 | 21:10
Aðstoð við innflytjendur í hversdagslífi
Þegar slíkar spurningar eða beiðnir um yfirlestur berast, reyni ég alltaf aðsvara og útskýra eins vel og mér er kostur. Í fyrsta lagi er það vegna þess aðmér líkar vel að fólki sýni móðurmáli mínu og menningu áhuga en það er einnigvegna þess að ég er svo þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég fæ við íslenskuna frávinum mínum að ég vil gera hið sama fyrir Íslendinga sem eru í svipaðri stöðu.
Í hvert sinn sem rætt er um lífskjörinnflytjenda á Íslandi eru rædd er bent á mikilvægi þess að þeir hafi kunnáttuí íslensku máli: Íslenskt tungumál er lykillinn að samfélaginu og þess vegnaeigi innflytjendur að læra það. Ég er sammála þessari ábendingu á eftirfarandigrundvelli. Íslenskan er hagnýtt verkfæri til að lifa á Íslandi og er hluti afmenningarlegum kjarna Íslendinga. Langflestir Íslendinga óska þess að hún verðieinnig tákn sem sameinar fjölmenningarlegt samfélag.
Halda áfram að lesa hér:
http://www.tru.is/pistlar/2011/7/a%C3%B0sto%C3%B0-vi%C3%B0-innflytjendur-i-hversdagslifi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook
1.7.2011 | 11:44
Uggvænleg þróun hælismála á Norðurlöndum
Nú hef ég áhyggjur af þróun hælismála á Norðurlöndum. Það er um regluna Non-refoulement",sem bannar að senda hælisleitanda til baka til heimalands síns þar sem viðkomandióttast að vera þar í lífshættu eða sæta ofsóknum.
Að sögn hælisleitendasem ég hitti sjálfur og hlustaði nýlega á á Íslandi voru þrír einstaklingar af7-8 manns sem höfðu verið sendir heim frá Norðurlöndunum þar sem þeir sóttufyrst um hæli. Hefur einhver áhuga á að vita hvað beið þeirra í heimalöndunum? Lögregluþjónarbiðu eftir mér á flugvellinum og ég var settur beint í fangelsi," sagði hver ogeinn þeirra, en dvalartími þeirra þar var misjafn. Einn var tvö ár í fangelsi.Hælisleitendurnir segjast hafa borið vitni um hvernig heimsending" þeirramyndi enda.
Non-refoulement"er grundvallarregla sem 33. gr. samnings um réttarstöðu flóttamanna hjá SÞ frá1951 kveður á um. Auðvitað er þetta ákvæði mjög mikilvægt og margs konar atriði/kerfií kringum flóttamannamál byggjast á þessari grunnreglu. Ef þessi grunnregla er álitinveigalítil í hælisumsóknum einstaklinga skekur það heildarkerfið og réttarstaðahælisleitenda fer aftur um sextíu ár. Þetta er því alvarlegt mál.
Þetta snertirjafnframt annað alvarlegt mál sem ég hef áhyggjur af. Eins og við vitum er Evrópusambandiðmeð Dublinarreglu og Noregur og Ísland eru aðilar að henni með sérsamningi. Íreglunni er kveðið á um að fyrsta landið þar sem manneskja sækir um hæli skalbera ábyrgð á því máli og leiða það til lykta. Ef einstaklingur sækir um hæli ínýju landi á meðan fyrsta umsókn hans er enn í meðferð í ríkinu þar sem hælisleitandileitaði fyrst skjóls á það land sem fær aðra umsókn að senda viðkomandi afturtil fyrsta lands.
En forsenda þesskerfis er að hvert og eitt land kanni hælisumsókn vel og sinni hennialmennilega. Ef fyrsta land, sem á að bera ábyrgð á ákveðinni hælisumsókn, sýnirmálinu kæruleysi eða brýtur reglurnar stenst Dublinarreglan ekki.
Ef nokkur löndsinna hælisleitendamálum ekki nægilega vel og senda umsækjanda til baka tilheimalands síns þrátt fyrir að hann þurfi raunverulega að óttast ofsóknir ogjafnvel um líf sitt er slík ákvörðun brot á grundvallarreglum Non-refoulement".En það sem er jafn slæmt er að þetta útilokar möguleika á annarri umsókn"fyrir viðkomandi hælisleitanda.
Synjun sem hælisleitandi fær einu sinni fylgir honum alla tíð og þótt honumtakist að flýja heimaland sitt aftur og sæki um hæli í öðru landi verður hannsjálfkrafa sendur til baka, aðeins vegna hirðulausrar ákvörðunar sem hann fékk ífyrstu tilraun. Það er starfsregla, t.d. í Kanada, að skoða sögu hælisleitandaog hvort viðkomandi hafi fengið synjun í einhverju landi í Vestur-Evrópu áður.Ef svo reynist er umsókn hafnað án þess að fara í málsmeðferð.
Mig langar að ítrekatvennt að lokum. Í fyrsta lagi eiga slík brot (eða mjög grunsamleg aðgerð umbrot) sér stað núna í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta eruekki vanþróaðar þjóðir í mannréttindamálum, heldur þjóðir sem hafa lagt mikið ávogarskálarnar í þeim efnum. Við verðum að vera vakandi svo að þróunin verðiekki of neikvæð í framtíðinni, en til þess megum við ekki lengur horfa á Noregeða Svíþjóð með okkar jákvæðu" fordómum eins og þau brjóti aldrei alþjóðlegasamninga í mannréttindamálum.
Í öðru lagidvelja hælisleitendur í ofangreindum aðstæðum - fólk sem hefur reynslu af því aðhafa verið sent aftur til heimalands og fólk sem óttast endursendingu tilheimalands frá Noregi - núna á Íslandi. Hvernig bregst íslenska yfirvaldið við íslíkum tilfellum? Mér skilst að það sé ekki auðvelt að finna lausn á þessum málumen samt óska ég þess að réttlætið verði efst í forgangsröðinni á meðal hlutaðeigandi.
- Fyrst birt á FrB. 30. júlí 2011-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook
20.6.2011 | 14:40
Í dag er alþjóðaflóttamannadagur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook
17.6.2011 | 12:21
Hvað er satt viðmið fyrir okkur kristið fólk?
Ég held þessi greinargerð eftir sr. Örn Bárði eigi skiliðað lesa.
Biskupinn sagði í fréttunum um daginn: "Kirkjan ersamfélag lærisveinanna". -Amen.
En einmitt þess vegna þurfum við að gera málið skýrt semhægt er, hvaða ávirðing eða galli var til, og hver ber ábyrgð á því, hvernigmenn skulu tjá iðrun sína og afsökunarbeiðni til kvennanna og einnig til almenningso.fl.
Skýrslan er hjálpartæki til að sundurgreina málið eða nátil heilarmyndar málsins.
En satt viðmið hjá okkur kristnum mönnum er ávallt andiJesú Krists. Ábyrgð okkar prestanna og annara stjórnarmanna kirkjunnar birtist íljósi Jesú Krists, en ekki í ábendingum skýrslunnar.
Til þess að gera sína ábyrgð skýrari er nauðsynlegt ekkiaðeins að fylgja orðalagi skýrslunnar bókstaflega, heldur einnig að íhuga máliðog melta helst atriði sem eru komin fram í skýrslunni með sér "í ljósianda Jesú".
Vona að þetta gleymist ekki.
Biskupinn ítrekar að skýrslan bendir ekki á neitt brotsitt á lögum. Er það kjarni málsins? Ég mann að Ólafur biskup notaði sams konarrök: "Það er engin sönnun um að ég braut á lögum". Var það málið? Eigum við ekki öðruvísi viðmið en veraldlega lögin eða starfsreglurnar?
Hvað segir Jesús núna í dag í hjörtum stjórnarmannakirkjunnar?
Telur að forysta kirkjunnar eigi að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook
14.6.2011 | 13:37
"Við" viljum læra af mistökum
Við vorum vanbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook
11.2.2011 | 19:35
Rasismi er þversögn
1.
,,Rasismi" er mjög óskýrt hugtak og fullyrðing rasista er því einnig órökstudd og ótraust. Rasismi merkir fyrst og fremst neikvætt álit og/eða andúð gagnvart öðrum kynþætti en sínum eigin. Ef manneskja vill trúa því að hvítir menn (caucasoid) séu meira virði sem manneskjur en fólk með litaða húð (t.d. negroid eða mongoloid), er hún með kynþáttafordóma. Að því leyti byggist rasismi á hugsjón um að einn kynstofn sé æðri en aðrir kynstofnar mannkynsins.
Í öðru lagi vísar orðiðrasismi" til þess þegar manneskjur mismunar fólki sem tilheyra öðru þjóðarbroti en fellur að þess eigin menningarheimi.Gyðingahatur" er t.d. ekki mismunun vegna kynþáttar heldur vegna þjóðarbrots (ethnicity) og menningar þess, þar semgyðingur" er ekki hugtak um kynstofn.
,,Rasismi" felur þannig í sér tvo kjarna, annað er hugsjónin um kynstofn og hitt er um þjóðarbrot og menningarheim þess. Fólk talar oft umrasisma" án þess að vera meðvitað um þetta.
Við mannkynið erum aðeins ein tegund þ.e.a.s.homo sapiens" eins og við vitum vel. Kynstofn er eins konar undirtegund homo sapiens. Slík undirtegund getur verið mikilvægt hugtak og áhugavert á sérstökum sviðum eins og í félagsvísindum eða mannfræði. En þegarKort yfir genamengi mannsins" var kynnt fyrir tíu árum, sagði Eric Lander sem hafði umsjón með verkefninu hjá Whitehead Institute :Genamengi allra manna á jörðinni er 99,9 prósent alveg eins. Munur meðal kynstofna eða þjóðarbrota eru ekki annað en yfirborðslegir". Margir aðrir í sama verkefninu fullyrtu þetta:Kynstofn er ekki náttúruvísindalegt hugtak"(þó að það séu til vísindamenn sem krefjast að fjalla um kynstofn í vísindum, til dæmis til þess að skoða nánar hinn 0.1% mun í genamengi mannsins). Þetta sýnir að það er ekkert sem rasistar hafa í hendi til þess að rökstyðja að ákveðinn kynstofn sé meira virði en aðrir.
2.
Umfjöllun um rasisma eða ummæli rasista sem sjást og heyrast af og til í samfélagi okkar. Sem betur fer eru ofsalegir rasistar örfáir hérlendis og við skulum notfæra okkur þá staðreynd og tækifæri til þess að byggja upp kynþáttafordómalaust samfélag. Þegar ég skoðaði það sem var sagt af fólki sem hafði rasistahugmyndir nýlega, tók ég eftir því að það átti eitt sameiginlegt: Það var á móti fjölmenningu. Í stuttu máli halda þeir að það gangi ekki að í einu samfélagi rúmist margs konar menning. Að því leyti beina rasistar sjónum sínum að þjóðarbrotum og framandi menningarheimum en ekki ákveðnum kynstofnum. Það er síðarnefndi kjarninn sem getið er í upphafi þessa pistils.
En hver er ástæðan fyrir því að þeir hugsa neikvætt um fjölmenningu? Eftir því sem ég best fæ skilið er engin áþreifanleg ástæða til. Það sem þeir eiga sameiginlegt eru hugmyndir eins og fjölmenning hefur slæm áhrif á okkar ekta menningu",öll önnur lönd í Evrópu eru í vandræðum vegna innflytjenda",innflytjendur ræna af innfæddum vinnu" eðainnflytjendur misnota velferðarkerfi okkar". Rasistar saka sem sagt innflytjendur og fjölmenninguna sem þeim fylgja um vandræði í samfélaginu, hvar sem þeir eru. Ég ætla ekki að andmæla ítarlega hér en stærstu vandræðin hérlendis, sem er bankahrunið og afleiðingar þess, eiga ekki rætur sínar að rekja til innflytjenda eða fjölmenningar. Það er fyrst og fremst Íslendingar sem bera ábyrgðina og voru í ábyrgðarstöðum (þó að innflytjendur hérlendis deili sömu ábyrgð og beri sömu byrðar vegna þess og almenningur almennt).
3.
Rasistar virðast að minnsta kosti hafa aðra sameiginlega hugsjón sem er afleiðinga andúðar gagnvart fjölmenningu. Hún erVið skulum vera stolt af því að vera hvítir menn!". Mér finnst þetta mjög áhugaverð viðbrögð hjá rasistum. Eins og ég sagði í upphafi, eru skiptast hugmyndir rasista í tvo kjarna. Annað er misskilningur á því hvað felst í kynstofni og hitt er andúð til þjóðarbrota og menningarheims sem þeir hafa ekki skilning á. Andúð þeirra á fjölmenningu er komin frá síðarnefnda kjarnanum en viðbrögðin sem þau vekja leiða til fyrri kjarnans. Að sjálfsögðu eru mörg mismunandi þjóðarbrot til á meðal hvítra manna og ekki síst menningarheimar. Barátta, jafnvel með ofbeldi, á meðal hvítra manna hefur í gegnum tíðina verið stöðug, t.d. í Evrópu. Að mótmæla fjölmenningu annars vegar og boða jafnframt samstöðu hvítra manna er hins vegar ekkert annað en þversögn í sjálfu sér.
Ástæða þess að ég skrifa þennan pistil er sú að mig langar að fólk á Íslandi, sérstaklega ungt fólk, haldi áfram á réttri braut og haldi áfram að berjast gegn rasisma. Eins og fyrr segir þá er enn ekki mikill kraftur í rasistum hér á landi. Við þurfum ekki að óttast rasisma, en við verðum að vera vakandi fyrir því að slíkar órökstuddar og óhugnanlegar hugmyndir læðist ekki inn í okkar samfélag. Hvert eitt og einasta samfélag glímir við einhver vandræði. En það leysir ekki vandann að saka saklaust fólk um þau. Við leysum þau með því að axla ábyrgð á okkur sjálfum og þeim verkefnum sem við tökumst á við og að því vinnum við saman innflytjendur og innfæddir.
- Fyrst birt í Mbl. 10. febrúar 2011 -
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook
18.12.2010 | 21:18
Frekari umræða óskast um samskipti skóla og kirkju
Ég er þeirrar skoðunar að tillagan gangi of langt þrátt fyrir að ég skilji tilgang hennar. Ég óskaði eftir því að ráðið myndi draga tillöguna til baka og eiga frekara samtal við þá sem að málinu koma og hafa aðrar skoðanir en meirihluti ráðsins. Þá væri hægt að koma betri tillögu, tillögu þar sem framtíðarsýnin væri skýrari. Ég skil ekki hvers vegna mannréttindaráðið vildi ekki (og vill ekki) reyna að ná samkomulagi á milli allra málsaðila til þess að skapa frið um málið.
En nú virðist mér það nokkuð fyrirsjáanlegt að þegar breytingar verða á meirihluta og minnihluta í borgarstjórn þá verði horfið frá þessari tillögu sem nú hefur verið samþykkt, þar sem ágreiningurinn er og verður enn til staðar. Ég held að skortur á stöðugleika í stefnumótum grunn- og leikskólans sé skólabörnum í óhag.
Umræðan um samskipti milli skóla og kirkju (og annara trúfélaga eða félaga með ákveðna lífsskoðun) á ekki að vera eins ogglíma" á milli trúaðra og þeirra sem ekki trúa. Ég er þjónandi prestur en samt er ég sammála þeirri grunnhugmynd sem birtist í tillögunni, sem er að draga línu milli skólastarfsemi og starfsemi trúfélaga. Samt er það ekki auðgert. Við getum sett mörk á trúarlega starfsemi en ekki á trúarlífið" sjálft. Það sama á við um fólkið sem tilheyrir ekki kristinni kirkju. Málið á skilið að vera vel rætt þeirra vegna.
Prestar og annað kirkjufólk gerði talsverðar athugasemdir við tillögu mannréttindaráðs. Þau voru búin að leggja fram nægilegan rökstuðning um að prestar eigi að aðgang hafa að skólum. En eftir því sem ég fæ best séð, var aðeins örlítið tæpt á líðan þeirra barna sem ekki eru í kirkjunni. Þetta er að mínu mati annmarki á kirkjunni okkar. Ég var að velta því fyrir mér af hverju þessi annmarki er?
Ég giska á að líklegast sé það vegna þess að flestir prestar kirkjunnar hér á landi viti ekki hvernig það er að vera minnihluti í trúarlegu umhverfi. Ég upplifði slíka stöðu í heimalandi mínu og því langar mig einfaldlega að segja þetta: Það er mjög óþægilegt að verða að vera þátttakandi í trúarlegum athöfnum ef maður trúir ekki. Það er leiðinlegt að verða að hlusta á trúarlegar áskoranir ef maður trúir ekki. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi trúarbrögð teljast góð eða slæm. Slíkt gæti næstum fallist undir andlega kúgun.
Mér virðist sem prestar hér á landi vanmeti þennan tilfinningalegan þátt og hvaða áhrif hann gæti haft á líðan barna í minnihlutahópum. Ég vona að þetta lagist á næstunni en þessi atriði þurfum við að taka inn í umræðunni sem og fleiri sem falla undir tillitssemi. Mér finnst að umræðunni sé ekki lokið og við ættum að taka hana upp aftur og endurskoða tillöguna til þess að ná til stöðugleika skólalífs barna okkar.
-Fyrst birt í Fréttablaði 17. des. 2010-
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook
30.11.2010 | 13:33
Kristin þjóð og trú hvers einstaklings
Flestar þjóðir heims virðast eiga ríkjandi trú. Það fer eftir hverri þjóð hve stór hluti þjóðarinnar játar þessa trú og hversu mikil bein áhrif hún hefur á þegna hennar. Íslendingar eru kristin þjóð". Ef kristið fólk myndi klæðast bláu í einn dag, búddatrúarmenn rauðu, múslímar hvítu, guðleysingjar gulu og svo framvegis þá myndi íslenska þjóðin í fjarlægð líta út að mestu blá en rauði, hvíti og hinir litirnir væru engu að síður jafnmikilvægir fyrir þjóðina.
En sömuleiðis hefur menning eða hefð þjóðar einnig áhrif á mótun trúarbragða yfirleitt. Kristni mótaðist t.d. í menningarheimi Gyðinga og varð fyrir áhrifum frá menningu og hugmyndaheimi Forn-Grikkja. Þannig er menning, hefð og trú oftast samofin.
Menning og hefð er eitt, trú er annað
Það sem ég er að reyna að segja er að þó að kristin trú sé samofin menningu, hefð og venjum í sögu Íslands, þá á trúin ekki að koðna niður í því. Það á sérstaklega við þegar um trú sérhvers einstaklings er að ræða, sú trú er frjáls frá gildum menningar eða hefða viðkomandi einstaklings. Ég tel að gildi trúar eigi að varða fyrst og fremst raunveruleika manneskju í nútíð og framtíð en ekki fortíð. Trú er mikilvæg af því að hún breytir stöðu manns í nútíð og framtíð. Trú getur breytt gildismati manneskju, menningu eða samfélagsstöðu, en viðhald þjóðarmenningar eða hefðar er að mínu mati ekki aðalhlutverk trúarinnar. Af hverju þjáðist Jesús svo mikið í boðun fagnaðarerindis síns í menningu Gyðinga? Af því að hann var að breyta menningu og hefðum á þeim tíma. Þróun og breyting er óhjákvæmilega á móti viðhaldi menningar og hefðar að nokkru leyti.- Fyrst birt í Mbl. 27. nóvember -
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook