Færsluflokkur: Menning og listir

Að lifa á íslensku


- Persónuleg upplifun –

Ég fór til baka til heimaborgar minnar, Tókyó, í frí með dóttur minni. Við vorum þarna í tæpar þrjár vikur. Í hvert skipti sem ég er kominn til Japans, tek ég eftir því að hvernig auðvelt að “vera” í umhverfi þar sem ég þarf ekki að hugsa um tungumál. Ég hugsa ekki um málfræði á Japönsku og ég þarf ekki að pæla setningu eins og : “hvernig á ég að segja þetta...??”. Ég þarf ekki að einbeita mér til að skilja hvað segir maður í sjónvarpsþætti. Allt kemur í heilann minn að sjálfkrafa. Ég þarf ekki að hika við út af tungumálinu þegar ég panta mat, kaupa vörur eða spyrja spurningar. Stelpan mín talar góða japönsku, svo þurfti ég ekki raunar að nota íslenskuna á meðan ég var í Japan.

Um daginn var málþing haldið í Alþjóðahúsi. Mál sem vörðuðu íslenskunám fyrir innflytjendur á Íslandi voru fjölluð um þar. Það var mjög vel sótt í málþinginu og margir tjáðu sig í umræðum. Eins og í flestum tilfellum var tíminn liðinn allt á meðan ég var að hugsa “hvernig get ég sagt þetta á íslensku..??” og ég gat talað bara lítið.
Crying
Umræða í málþinginu var góð, en eðlilegt var þar talað yfirleitt um “hvernig á íslenskunám að vera” frá sjónarmið Íslendinga. Það er mikilvægt mál að sjálfsögðu, en mér finnst jafnframt þýðingarmikið og hjálpsamlegt að eyða smá tíma til að dýpka skilning sinn á því hvernig lifir innflytjandi á íslenskt tungumál hérlendis.

Ég er búinn að vera á Íslandi nú þegar lengri en 15 ár. Þar sem ég ætti tvö smá börn í heimili í upphafsár á Íslandi, fannst mér erfitt að fara í námskeið um íslensku. Svo lærði ég aðallega sjálfur heima. Ég hafði lært þýsku áður og það hjálpaði mér að skilja íslenska málfræði á nokkurn veginn. Ég átti sterka ósk um að komast í prestsvinnu sem fyrst, svo ákvað ég að læra íslesnku sem var tengd við kirkjumál fyrst og fremst. (Ég bjó til “Toshiki’s - Icelandic learning method” sjálfur, sem mér finnst flott! En ég hef ekki fengið neitt tækifæri til að kynna það ennþá
Angry )

Enginn mæti trúa því, en ég las íslenskuna mjög mikið í fyrstu ár. “Toshiki´s learning method” var gott. En satt að segja var það með galla líka. T.d. get ég lesið núna lagafrumvarp nokkurt án rosalegs erfiðaleika. Aftur á móti þekki ég ekki heiti fiska, grænmeti eða fugla. Ég get samið predikun en ég þori ekki að panta pizzu í síma (sem sýnist mér mjög flókið mál!!).

Einnig get ég skrifað á íslensku frekar vel. Mig langar til að koma fram samt að í hvert skipti þegar ég skrifa í blað, þá veita vinir mínir mér aðstoð í yfirlestri og leiðréttingu á íslesnku. Ég er mjög þakklátur fyrir aðstoð þeirra og hlýja vináttu, sem er alls ekki sjálfsagt mál. En hér í blogginu mínu, skrifa ég sjálfur og enginn les yfir texta. Þetta er alltaf dálítið ævintýri fyrir mig. En sem sé, íslenskan sem þú ert að lesa núna er það sem ég get gert á íslesnku án aðstoðar annars manns. (Hvað finnst ykkur??)

Í samanburði við ritmál, er ég algjört lélegur í að tala á íslensku og skilja með eyrum. Mér finnst ekki mjög erfitt að skilja fyrirlestur um mannréttindi (því að ég veit um hvað er ræðan ), en afar erfitt að fylgjast með kaffispjall (því að ég get ekki giskað á hvað fólk byrjar að tala næst !!).
Sem sagt, geta (ability) mín á íslensku er ekki jöfn í öllum greinum heldur mjög misjöfn, og einnig skiptir það máli hvort ritað mál er að ræða eða talað mál.

Með öðrum orðum bý ég á Íslandi eins og svona: ég skil EKKI ALLT sem gerist kringum í mig á hverjum degi. Jafnvel þegar ég er að tala við einhvern á götunni, skil ég kannski 80 % af því sem er talað. Með tímanum var ég búinn að tileinka mér tækni til að aðgreina eitthvað mikilvægt í tali frá því sem er ekki. (Hve frábær hæfileiki maður er með!!
Grin ) Því spyr ég ekki alltaf “ha??” þó að ég skilji ekki alveg, ef ég skynja það atriði er ómerkilegt.
Þegar ég vil segja eitthvað flókið, þá þarf ég að undirbúa íslenskan texta í huga mínum og það tekur nokkrar sekúndur. Stundum tapa ég tækifæri til að koma fram skoðun mína á meðan ég er að búa til setningu
Sick . Sérstaklega í umræðum eru Íslendingar yfirleitt svo duglegir í að grípa í og ég verð eðlilega eins og áhorfandi hnefaleiks.
Þó að ég vilji segja eitthvað fyndið stundum, oftast gefst ég upp á leiðinni af því að ég get séð fyrirfram að fólk mun skilja ekki hvað ég á við. Þannig, held ég að ég hljóti að líta út fyrir að vera eins konar þegjandi, óskiljanlegur maður 
Alien fyrir augum fólks kringum í mig, æ, æ.

Til þess að breyta þessum kringumstæðum, verð ég að læra íslensku meira og betur. Það er engin spurning. En samtímis veit ég það að íslenskan mín verður ekki svo góð og ég geti losað við alla vandræði úti af tungumálinu. Ég verð 50 ára eftir eitt og hálft ár (o! Guð!!) og ég get ekki geymt of stóra von á framtíð íslesnkunnar minnar. Ég held að ég þurfi að halda áfram eins og núna meira eða minna í framtíðinni líka.
Ég vil ekki móðga fólk með líkamilega fötlun (ég er með þvagsýrugigt og verð stundum lamaður), en líf mitt á Íslandi er líkt því að vera með fötlun á nokkurn veginn, í því merkingu að geta ekki gert eitthvað eins og “venjulegt” fólk (meirihlutahópur). Ég verð að viðurkenna þessa staðreynd og búa með hana.

Ekki misskilið mig. Ég er ekki að búast við því að fólk vorkenni mér eða öðrum útlendingum. Við lifum á íslensku ef við viljum gera líf okkar þægilegt og skapandi á Íslandi. Það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í því er það ég eða aðrir útlendingar sem þarf að leggja fyrirhöfn sína og aðlagast.
En hins vegar finnst mér það vera engin truflun eða vesen fyrir Íslendinga að hlusta á okkur útlendinga sem lifum á íslesnku, eða a.m.k. reynum að lifa á íslesnku, um að í hvers konar umhverfi erum við að lifa lífi okkar. Mér sýnist það auðveldast leið til að ná til gagnkvæms og djúps skilnings meðal manna.
Eða er þetta bara bull hjá mér?? 
Halo  



Kertafleyting í kvöld


Mig langar til að minna okkur öll kertafleytingu í kvöld.
Vona að sem flestir mætist þar og deili sameiginlegri ósk um frið með öllum öðrum.



Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld við Suðvesturbakka Tjarnarinnar, kl.22:30 en þar mun Gunnar Hersveinn heimspekingur, flytja stutt ávarp.
Fundarstjóri verður Heiða Eiríksdóttir tónlistarmaður. Að venju verða flotkerti seld á staðnum.
   
    - Fréttatilkynning -     

                                                                                           


Umræða um stöðu og réttindi innflytjenda á Íslandi


Málþing um fjölmenningu í Alþjóðahúsinu 8. ágúst


Dagskrá kvöldsins

Við ætlum að ræða og kynna stuttlega nokkur verkefni um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu, hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf og fleira. Verkefni sem unnin hafa verið af háskólafólki, fólki á vegum Alþjóðahússins og Rauða Krossins.


Hilma H.Sigurðardóttir, félagsráðgjafi ætlar að fjalla um verkefni sitt um félagsráðgjöf í fjölmenningarsamfélagi.

Paola Cardeans, verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum ætlar að kynna verkefni sitt um reynslu útlenskrar kvenna af skilnaði eða sambúðarslitum frá sálfræðilegu sjónarmiði.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss ætlar að segja okkur frá hvernig mál koma til kasta Alþjóðahúss.

Eftir hlé :

Ari Klængur Jónsson, stjórnmálafræðingur ætlar að kynna BA verkefni sitt um hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf.

Haukur Harðarson, frá Mími-Símenntun ætlar að segja okkur sögur af vinnumarkaði, en hann ferðast um landið með námskeið fyrir trúnaðarmenn hjá verkalýðsfélögum.

Hrannar B.Arnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og nýskipaður formaður innflytjendaráðs ætlar að segja okkur aðeins frá starfi og hlutverki innflytjendaráðs og nýlegri skýrslu um stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.

Og að lokum ætlar Ano-Dao Tran að segja okkur frá verkefninu Framtíð í nýju landi, en það er spennandi þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur það hlutverk að efla víetnömsk ungmenni á aldrinum 15-25 ára í íslensku samfélagi. Ano-Dao er verkefnisstjóri þess verkefnis.


Það verður sem sagt fullt af áhugaverðu og fróðlegu efni kynnt hér í kvöld og eflaust fleiri spurningar sem vakna heldur en svör sem verða veitt. En það er einmitt markmið þessara málþings, að fá fram í umræðuna stöðu og réttindi innflytjenda, hvað sé gott og hvað megi betur gera og hvert stefnir.
Eftir hverja kynningu höfum við opið fyrir stuttar umræður og endilega, taki sem flestir til máls.


         - Fréttatikynning frá málþingshaldara -



Hvenær Íslendingar eignast sína fyrstu fjölmenningarhöfunda??


Málþing um fjölmenningu í Alþjóðahúsinu 7. og 8. ágúst

Málþingið hefst klukkan 18.00, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Fyrra kvöldið verður menningarkvöld þar sem við ætlum að spjalla um íslenskunám en seinna kvöldið verður rætt um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi.

Fyrra kvöldið ætlum að spjalla um íslenskunám fyrir fólk af erlendum uppruna, hvernig staðið er að því og hvað fjölmenning getur gert fyrir íslenskuna.

Einnig ætlum við að fjalla um það hvernig innflytjendur auðga bókmenntir um þessar mundir. Hvernig margir höfundar í heiminum eru afsprengi tveggja eða fleiri ólíkra kúltúra, skrifa verk í anda þess, umbylta viðteknum hugmyndum og krydda tungumál á borð við ensku.

Það má velta upp spurningunni hvenær Íslendingar eignast sína fyrstu fjölmenningar-höfunda, höfunda sem flytja ungir til landsins, eiga erlenda foreldra eða eru tvítyngdir og geti þannig varpað nýju ljósi á fjölmenningu á Íslandi, jafnvel fært okkur ferska sýn á samfélagið.

Þátttakendur fyrra kvöldið(í kvöld):

(Fyrir hlé)
Páll Valsson, íslenskufræðingur
Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og alþingismaður
Toshiki Toma, prestur innflytjenda
Kennarar sem hafa kennt innflytjendum íslensku, m.a. Ingibjörg Hafstað frá Alþjóðahúsinu
Fólk sem hefur lært íslensku, m.a. Paola Cardens frá Rauða krossinum

(Eftir hlé)
Sjón, rithöfundur og formaður PEN á Íslandi
Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur og félagi PEN á Íslandi
Þorgerður Elín Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Fólk frá Alþjóðahúsinu með áhuga á bókmenntum og menningu


Seinna kvöldið (8. áhúst) verður rætt um réttindi og aðbúnað innflytjenda á Íslandi, pólitíska og félagslega stöðu og hagræn áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf.

Þar munu nokkrar rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið undanfarið af háskólafólki, fólki á vegum Alþjóðahússins og Rauða krossins vera stuttlega kynntar og umræður á eftir.

Þátttakendur seinna kvöldið(annað kvöld):

Hrannar Björn Arnarson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og formaður innflytjendaráðs
Hilma H. Sigurðardóttir, félagsfræðingur
Júlía Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur
Paola Cardens, verkefnisstjóri innflytjendamála hjá Rauða krossinum
Ari Klængur Jónsson, stjórnmálafræðingur
Haukur Harðarson, Mímir-Símenntun
Ano-Dao Tran, verkefnisstjóri Framtíð í nýju landi
Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss
Fólk frá Alþjóðahúsinu

             - Fréttatilkynning Alþjóðahúss-



Lifandi bókasafn 17. júní!!


Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands höfum fengið vilyrði frá Reykjavíkurborg til þess að halda lifandi bókasafn 17. júní næstkomandi milli kl. 13:00 og 16:00 í húsnæði TM, Aðalstræti 6, jarðhæð.
Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma.

Það er aðeins einn munur á:
bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Bækurnar í Lifandi bókasafni eru fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og eru flokkaðir í sérstaka hópa, oft fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Í Lifandi bókasafni geta bækurnar ekki aðeins talað, heldur einnig svarað spurningum lesandans og þar að auki geta bækurnar jafnvel spurt spurninga og sjálfar fræðst.

- Fréttatilkynning frá Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands -


Ég upplifði sjálfur einu sinni áður að vera “bók” lifandi bókasafns í Smáralindi. Raunar var ég “bækur” sem prestur, Japani, einstæður faðir o.fl.

Mér fannst það gaman að vera bók og deila þekkingu og reynslu minni með kæru lesendum. Bókin gat lært ýmislegt frá lesendunum líka 
Grin

Þakka Jafnréttisnefnd Studentaráðs HÍ fyrir þetta. Vona að sem flestir skreppi í TM á Ingólfstorgi á morgun, hátíðardaginn, og njóti þess tækifæris!!




« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband