Færsluflokkur: Menning og listir

Málverk án titils eftir Margréti Reykdal - Flæði sýning

Mér þykir mikill heiður að mér hefur verið boðið í þetta verkefni um Flæði sýningu.
Ég hef ekki neina sérþekkingu á málverkum, en alltaf gaman að snerta einhverja nýja grein!
 

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, valdi verk (án titils) eftir Margréti Reykdal myndlistarkonu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag. Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni og segja gestum frá því á hverjum fimmtudegi. Alls hafa 10 manns valið verk vikunnar frá því sýningin opnaði þann 2. febrúar en Toshiki Toma er sá síðasti í röðinni.

Toshiki Toma sagði þetta m.a. um ástæður fyrir vali sínu í dag:

 „Mér fannst þetta verk tilkomumest á sýningunni því það hefur tilvísun í persónulega reynslu mína. Verkið lýsir villtri og sterkri náttúru og á því eru tvær manneskjur sem ganga saman og leiðast, þetta gætu verið feðgar eða afi og barnabarn. Útsýnið í verkinu minnir mig á Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi þar sem ég bjó um hríð ásamt þáverandi eiginkonu minni og tveggja ára syni fyrst eftir að ég flutti til landsins fyrir 20 árum. Þar er mikil náttúra og á þeim tíma bjó þar fátt fólk. Þetta var á margan hátt erfiður tími, ég var atvinnulaus, skildi ekki íslensku og hafði áhyggjur af afkomu minni.

Stundum leið mér mjög illa og fannst ég ekki vera neitt í þessum heimi. En það breyttist þegar ég fór út að ganga í náttúruna með syni mínum og leiddi hann, eins manneskjurnar gera á þessari mynd. Þá fann ég til stuðnings og hvatningar. Það að taka í höndina á annarri manneskju er merkileg gjörð, einföld en á sama tíma tengir hún manneskjurnar saman. Og þannig er lífið, manneskja verður að manneskju þegar hún er í samskiptum við aðra og þetta málverk lætur mig minnast þess."

Þá hafa verið tekin upp viðtöl við alla sem hafa valið verkin. Hægt er að nálgast þau á vef Listasafns Reykjavíkur: listasafnreykjavikur.is

 


mbl.is Verkið hefur tilvísun í persónulega reynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Meir´en að segja það"

Málþing um móðurmál minnihlutahópa á Íslandi ,,Meir´en að segja það" verður haldið í Gerðubergi þann 9. nóvember kl. 13:00 - 17:00.

Á þinginu verða fjölbreytt sjónarmið hlutaðeigenda móðumálsmenntunar til umfjöllunar af hálfu menntamálayfirvalda, kennara og foreldra tví- og fjöltyngdra barna. Þá munu börn og ungmenni með annað móðurmál en íslensku þ.m.t. táknmál fjalla um sína reynslu og skoðun. Í lok þingsins gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast lifandi tungumálum. Boðið verður upp á táknmálstúlkun á þinginu.

Málþingið er skipulagt í tengslum við Hringþing um menntun innflytjenda sem haldið var af Innflytjendaráði o.fl. í september sl. Tilgangur málþingsins er að varpa ljósi á stöðu móðurmálsmenntunar á Íslandi og huga að næstu skrefum í móðurmálsmenntun tví- og fjöltyngdra barna sem er eftirsóknarvert fyrir samfélagið í heild.  

,,Meir´en að segja það" er haldið á vegum Rannsóknastofu Háskóla Íslands í fjölmenningarfræðum, í samvinnu við Samtökin Móðurmál, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Tungumálatorg og Menningarmiðstöðin Gerðuberg.

Málþingið er öllum opið og þátttökugjald er 1.000kr. Skráning fer fram á síðunni  http://tungumalatorg.is/modurmal

 

Dagskrá

 

Fundarstjóri Einar Skúlason (MBA og BA í stjórnmálafræði)

13:00 

Setning 
Katrín Jakobsdóttir (Mennta- og menningarmálaráðherra)

13:10 

Ljóðaupplestur A 
Tvítyngt barn

13:15-

Um stöðu móðurmálskennslu á Íslandi 
,,Hvað er að gerast í kennslu og vinnu með fjölbreytt  móðurmál á Íslandi í dag?"
Fríða Bjarney Jónsdóttir (Verkefnastjóri/ráðgjafi í fjölmenningu á skóla- og frí
stundasviði Reykjavíkurborgar) 

13:35-

Sjónarmið menntamálayfirvalda
Guðni Ólgeirsson
(Sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneyti)

13:55-

Sjónarmið táknmálsnotenda
,,Íslensk táknmál og þungmiðja þess í lífi fólks"

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir (Formaður félags heyrnarlausra)
Hjördís Anna Haraldsdóttir (Kennari og verkefnastjóri táknmálssviðs Hlíðaskóla)

14:15-

Ljóðaupplestur B
Tvítyngt barn

14:20-

Sjónarmið foreldra tvítyngdra barna
Cinzia Fjóla Fiorini, María Sastre, Renata Emilsson Peskova (Samtökin Móðurmál)

14:40-

Kaffi

15:00-

Sjónarmið grunnskólakennara
Kristín Hjörleifsdótti
r (Kennari í Fellaskóla)

15:20-

Innlegg frá tvítyngdum börnum 
Skólabörn með Kriselle Lou Suson Cagatin
(Samtökin Móðurmál) og Karen Rut Gísladóttur (Lektor á Menntavísindasviði HÍ) til aðstoðar

16:00-

Samantekt
Óttarr Proppé (Borgarfulltrúi og formaður starfshóps um börn og fjölmenningu hjá skóla- og frístundasvíði Reykjavíkur)

16.10-

Lifandi tungumál 
í umsjón Kristínar R. Vilhjálmsdótttur (Verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni)

Táknamálstúlkur verður með á málþingi 


Dagur íslenskrar tungu: Til hamingju!

Til hamingju með daginn, dag íslesnkrar tungu! 

Þar sem ég hef talað mikið um íslenskt tungumál fyrir innflytjendur, hef ég fengið oft "óviðeigandi" eða "afbakaða" gagnrýni eins og ég líti niður á íslenskuna eða ég fullyrði að enska skuli taka yfir íslenskuna.
Slíkt er alls ekki satt og mér hefur aldrei duttið slíkt í huga. 

Eitt af atriðum sem ég vil halda áfram að segja samt er það: "Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri". Jafnvel þótt íslenskukunátta innflytjanda nokkurs sé ekki jafn góð og innfæddur Íslendingur þýðir það alls ekki að viðkomandi innflytjenadi á minna virði.
Áhersla á mikilvægi íslenska tunfumálsins má ekki stíga yfir þessa einföldu staðreynd.

Annars finnst mér alltaf gaman að deila einhverju með öðrum á íslensku, en sérstaklega eru íslensk ljóð heillandi! 
  

Þessi farlama orð 
eru fjötruð við tungu mína, sálu
og spor mín á jörðu

Þessi fjörugu orð 
opna mér heim þúsund skálda
og laða mig að paradís 


Orð mín, farlama og fjörug,
eru himnagjöf


-"Orð" TT; júní 2004-    

 


Virðing fyrir íslenskri tungu


Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það.

Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði:

„Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði:„Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig."

Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana.

Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati.

Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni.

Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök.

Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem„neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku.

Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál.

Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til:

Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góðu íslensku eða ekki.

 

- Fyrst birt á Vísir.is 18. nóvember 2010 - 

  


Lærum japönsku! Það er bara gaman!


Þessa daga upplifi ég stundum í bænum að ókunnugt fólk talar við mig á einfalda japönsku: "Kon-nichiwa"(góðan daginn) eða "Arigatou" (takk fyrir). Þetta kemur mér alltaf á óvart en samtímis gleður mig mikið. 
Smile 
Fyrir 15-20 árum var það aðeins, eða aðallega, um bíla og vörur sem  fólk þekkti um Japan. En í dag get ég séð að margir Íslendingar hafa virkan áhuga á Japanskri menningu eins og "Manga" (teiknamynd), kvíkmynd, matargerð og ekki síst japönsku tungumáli.

Nú er hægt að læra japönsku sem tungumál í framhaldaskóla eins og t.d. MH eða FÁ, eða Háskóla Íslands. Ég er sjálfur tengdur við japönskukennslu hjá HÍ og hef veitt aðstoð þar frá upphafi þegar skorin var set á árinu 2003 til núna í dag.
Á hverju ári skrá 20-40 nemendur í skorina og stuðla að japönskunámi. þeir eru yfirleitt mjög duglegir og læra japönsku mikið og vel í mjög stuttu tímabili. Ég held að japönskuskor hjá HÍ veiti góða þjónustu og menntun hingað til og flestir nemendur séu (vonandi) ánægðir meðhana.

Meira að segja fá 6-8 nemendur tækifæri til að fara til Japans sem skiptanemi og þeir fara í raun á hverju ári. Ég trúi án efaað slík mannasamskipti muni auðga bæði íslenskt og japanskt samfélag í framtíðinni.

Japanir segja oft að japanska sé erfitt tungumál til að læra fyrir erlent fólk, en ég er algjört ósammála þessari skoðun.Angry Japanska er frekar auðvelt tungumál til að læra, að mínu mati. Ég tel jafnvel að skrifa flókin kinverska stafi sé ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera ef maður lærir stig af stigi á réttan hátt.

Mig langar endilega að hvetja fólk, sem er að prófa að læra japönsku í huga, að skrá sig í skorina. Að prófa og upplifa kennslu á japönsku hlytur að opna nýjan heim fyrir fólk sem þori að gera það. W00t 
Skráningarfresti rennur út þann 7. júní. Skráningarfresti er ekki eins sveigjanlegt og áður núna, því ef þú vilt læra japönsku í HÍ, vinsamlegast skráðu þig fyrr en 7. júní. 

Gaman að læra japönsku!! þó að mér finnist meira gaman að læra íslensku !!LoL




Íslenskt nafn – Marikó og Toshika?


Ég frétti nýlega að “Marikó” fékk viðurkenningu sem íslenskt nafn. “Mariko” er raunar algengt japanskt nafn fyrir stúlku. Eftir því sem ég þekki, býr hérlendis aðeins eina japanska “Mariko” og því þetta kom mér dálítið óvart. Kannski vegna þess að þessi “eina” Mariko er velþekkt og vinsæl stelpa í þjóðfélaginu. En allavega er íslenskt nafn “MarikÓ” og aðeins öðruvísi en “Mariko”.

Varðandi nafn, er það bara dagleg upplifun hjá mér að fólk kallar mig ekki á réttan hátt, “Toshiki”. Það er í lagi, ég móðagast ekki. Útlenskt nafn er jú stundum erfitt að muna rétt eða bera fram.
Ég gat ekki skilið sjálfur í fyrsta ár á Íslandi hvort “Árni” væri drengur eða stúlka eða “Guðný” væri herramaður eða dama. Ég skrifaði oft einnig “ÞorBaldur” eða “Ingibjörg Þórunn” af mistökum. (Japana... sorry Mér finnst erfitt að aðgreina B og V, eða S og Þ
Blush)

Nema hvað, með tímanum tók ég eftir því hvers konar villa var algengast þegar fólk kallaði mig á villu hátt.
Númer 1 er að kalla mig “Toshika”. Ég veit ekki af hverju en þetta er lang-flestum sinnum. Fólk segir eins og “Hér er Toshika frá Japan”.
Annars er nafn mitt "Toshiki" af tilviljun eins og karlkyn-nafnorð með “weak declension". Því það er málfræðilega rétt að beyga nafn mitt eins og:
Toshiki (nf)
Toshika (þf)
Toshika (þgf)
Toshika(ef)
Þegar ég lærði nafnabeygungu, var ég glaður og vænti þess að fólk myndi beygja nafn mitt alveg eins og íslenskt nafn. En það gerðist ekki. Ég lærði síðar að útlenskt nafn beygist ekki.....
Crying æ,æ.
Samt vinkona mín frá USA, sem heitir Barbara, nýtur þess að nafnið sitt beygist (Barbara- Barböru- Barböru- Barböru) og líka önnur vinkona mín frá Albaníu, Genta, er alltaf Genta-Gentu-Gentu-Gentu !! Er þetta ekki mismunun!!??
Devil Ég vil það að nafn mitt beygist líka!!

Allavega er næsta algengst villa um nafn mitt er “Toshiba”.. en “Toshiba” er stórt fyrirtæki í Japan sem framleiðir heimilistæki o.fl. Til fróðleiks er Toshiba skammnafn af “Tokyo Shibaura Denki” (Tokyo Shibaura-svæði í Tokyo- Electricity).
Þetta er skiljanlegt. “Toshiba” er kunnugri en “Toshiki” fyrir fólkið.

Þriðja algengst villa er að kalla mig “Toma”. Þetta er jú einnig skiljanlegt, þar sem “Toma” hljómar eins og það væri Tom eða Tómas. Samt er það raunar fjölskyldunafn mitt og sem sé er það eins og að kalla mann með eftirnafn: “Gunnarson” eða “Helgason” og það er skrýtið.

Jæja, engu að síður þykir mér vænt um að ég heiti ekki eins og “Mondonosuke Jounouchi”, sem myndi vera bara ómögulegt !
En samt öfunda ég “Marikó”....
GetLost
Hvenær verður “Toshiki” íslenskt nafn??




Mig langar í orðabók í kiljuútgáfu!


Kiljuútgáfa eykst

Útgáfa á íslenskum bókum í kilju hefur stóraukist undanfarin ár. Kauphegðun Íslendinga hefur breyst í kjölfarið og tekjur bókaútgefenda aukist.

Bóksala á Íslandi einskorðast ekki lengur við jólavertíðina. Þar hefur kiljuútgáfa mikið að segja. Jólabækurnar koma nú gjarnan út í kilju strax á vormánuðum og seljast vel, og undanfarið hafa vakið athygli tilkynningar um útgáfu á íslenskri klassík í kiljum. Lykilverkum sem hafa verið ófáanleg um langa hríð.

Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu segir þetta mikilvæga tilraun í íslenskri bókaútgáfu. Hann segir tekjur bókaútgefenda hafa aukist í kjölfar aukinnar kiljuútgáfu, öll grunnvinna við útgáfuna nýtist betur og bækur seljist nú á öðrum tímum en bara fyrir jólin. Elsa María Ólafsdóttir, verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar, segir kiljuútgáfuna hafa haft víðtæk áhrif á bókaverslun.

- www.ruv.is » Fréttir , Fyrst birt: 12.04.2008 –



Í framhaldi þess óska ég innilega að Íslensk-Ensk orðabók (Iðunnar) komi út aftur í formi kiljuúrgáfu.

Hún var til í raun og ég keypti hana fyrir 15 árum og ennþá nota ég hana. Kiljuútgáfan er létt og auðveld að bera með sér og mér finnst þetta skipta miklu máli fyrir okkur útlendinga.

T.d. get ég kíkt í orðabók þegar ég mæti orði nokkru sem ég skil ekki í fyrirlestri, á fundi eða jafnvel í kaffihúsi. Orðabókin er með “chart” af málfræði eins og orðabeygingu og ég get tékkað alltaf þegar ég er ekki vist um svona atriði.
Tounge

En ég get ekki farið út með “hard- cover” orðabók...hún er alltof þung og stór...Frown

Orðabókin mín í kiljuútgáfu er núna að fara að detta í sundur!!!
Pinch
Ég óska þess að orðabók í kiljuútgáfu komi út aftur!! Bjargið okkur!!

(Íslensk-Ensk “vasaorðabók” nýtist ekki vel að mínu mati, a.m.k. fyrir byrjendur)



Hlæjandi fuglahræða -íslenska og innflytjendur-


Ég skrifaði eftirfarandi grein fyrir tæpum átta árum. Margt hefur breyst síðan á jákvæðan hátt að mínu mati. Og allt breytist sífellt. Málið er hvort við séum á leið á jákvæða átt eða villa.
Varðandi mál um íslesnku og innflytjendur hér á landi tel ég tvö atriði mikilvæg. Annað er að íslenskt tungumál er fjársjóður Íslendinga og hitt er að tungumál á ekki að vera viðmið til að meta mannkosti fólks.


Hlæjandi fuglahræða


ÉG ER prestur sem er í þjónustu við innflytjendur hérlendis, og ég er sjálfur innflytjandi. Um daginn frétti ég að útvarpsstöð nokkur ætlaði að taka viðtal við íslenska konu sem tengist í starfi sínu vinnu með innflytjendum. Það kom upp sú hugmynd að innflytjandi skyldi taka þátt í þættinum. En svarið frá útvarpsstöðinni var á þá leið að "íslenskir áheyrendur þoli ekki að heyra útlending tala vitlausa íslensku". Hvað finnst ykkur um þetta viðhorf?

Biblían bannar okkur skurðgoðadýrkun. Í Jeremíu stendur: "Skurðgoðin eru eins og hræða í melónugarði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki..." (10:5) Í gamla daga var skurðgoð bókstaflega dúkka sem búin var til úr tré eða steini.

Hér í ofangreindri Jeremíu er það fuglahræða. Síðar túlkaði kirkjan þessi orð þannig að allt sem sett er í staðinn fyrir lifandi Guð í lífi mannkyns sé skurðgoð. Þannig að ef við erum alveg upptekin af því að eignast peninga, frægð eða völd í samfélaginu, þá getum við nefnt það skurðgoðadýrkun.

Nútímaleg skilgreinig á skurðgoðadýrkun er að "það sem er raunverulega takmarkað, þykir ótakmarkað, það sem er aðeins einn hluti heildar er litið á sem heildina alla".
Segjum við þetta með einfaldara orðalagi, þýðir það að skurðgoðadýrkun er, að nota gildismat sitt þar sem það á ekki við. T.d. ef einstaklingar eru metnir eða dæmdir eftir ákveðnum viðmiðum sem samfélagið hefur gefið sér fyrirfram, þá er það ákveðin skurðgoðadýrkun.

Þegar við gerum svona meðvitað eða ómeðvitað, byrjar fuglahræðan í melónugarðinum að tala og labba sjálf, og hún er mjög dugleg að fela sig í samfélaginu og við getum ekki lengur þekkt hana. Margar hlæjandi fuglahræður geta labbað um í kringum okkur.

Sem prestur innflytjenda hef ég mörg tækifæri til að ræða eða hlusta á umræður sem varða innflytjendamál. Þar eru flestir sammála um mikilvægi íslenskunnar fyrir innflytjendur til að lifa í íslensku samfélagi. Hvort maður geti bjargað sér á íslensku eða ekki virðist vera efst í forgangsröð fyrir okkur útlendinga. Þess vegna reyna stofnanir eins og t.d. Miðstöð nýbúa eða Námsflokkar Reykjavíkur alltaf að skapa fleiri tækifæri fyrir okkur útlendinga til að stunda íslenskunám. Þetta er hin "praktíska" hlið tungumálsins.

Hins vegar er íslenska kjarni íslenskrar menningar og fjársjóður Íslendinga. Hún þýðir meira en "praktísk" leið til samskipta.Við innflytjendur skulum bera virðingu fyrir því.

Engu að síður eru tungumál og sú menning sem þeim fylgir, hvaða tungumál og menning sem er, eitthvað sem aðeins hefur gildi á takmörkuðu svæði. Tungumálið er aðeins einn hluti menningarinnar. Tungumál ætti hins vegar aldrei að vera viðmið til þess að meta gildi lífsins eða mannkosti annarra.

Að þessu leyti sýnist mér að algengur misskilningur eigi sér stað í íslensku þjóðfélagi, og sumir dýrki tungumálið eins og Guð. Stolt og virðing fyrir fallegri íslensku getur ómeðvitað breyst í fyrirlitningu og fordóma gagnvart innflytjendum sem ekki hafa tileinkað sér góða íslensku.

Fyrir tveimur mánuðum lýsti Félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri því yfir að útlendingar sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt skuli standast grunnskólapróf í íslensku. Um svona hugmynd eða ofangreinda dæmið um útvarpsstöðina verð ég að segja að viðkomandi hafi misst áttir. Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri.

Þetta varðar ekki einungis innflytjendur, heldur varðar það einnig fólk sem er á einhvern hátt málhalt, með lærdómsörðugleika eða fólk sem ekki hefur haft tækifæri til að mennta sig.

Málið er ekki hvort þetta fólk geti komist inn í þjóðfélagið eða ekki. Þjóðfélagið byggist nú þegar á tilvist þeirra. Er ekki kominn tími til að íslenska þjóðfélagið hlusti á hvað innflytjendur hafa að segja, ekki aðeins hvernig þeir tala? Ef þjóðfélagið viðurkennir þetta ekki og reynir að útiloka ákveðið fólk frá samfélaginu vegna ofdýrkunar á íslensku, mun menning Íslendinga skaðast sjálf.

Íslenskan er mikilvæg og dýrmæt menningu landsins, en hún má ekki verða viðmið til að meta mannkosti annarra. Í tilefni af 1.000 ára kristnitökuhátíð á Íslandi óska ég þess að við kveðjum hlæjandi fuglahræður og losnum við dulda skurðgoðadýrkun úr þjóðfélaginu.

(Birtist í Mbl. 8. feb. 2000)



Haunted Iceland... íslesnkar draugasögur


Sometimes I take small side jobs of translating Icelandic or English into Japanese. Most of the times I am not really willing to receive such a job because it is hard work to follow sentences that somebody else has written. Shocking But I do admit that it enriches my life, not only my pocket! but my view to various things that I am not familiar with.

For example I translated about Icelandic tourist spots this spring for an DVD publishing. More to say, I did narration in Japanese, too!! As result, I know now many things about tourist spots in Iceland, where I have never been to!!
Tounge he he.

But there is also translating job that really pleases me once in a while. One of that kind of jobs was to translate the Icelandic ghost stories into Japanese. This task is from the G-T group in Stokkseyri and they opened "the haunted house" (Draugasetur) there few years ago.

I remember that there was discussion on the media when this "House" was opened, but I didn’t pay so much attention on it at that time.

Anyway the stories that were given to me are 24 in total, and they are all short, because this is guiding narration (leiðsögur) for visitors at the "House". ( I did the narration, too, again! You can hear me if you tune the Japanese language)

This was almost the first time that I read Icelandic ghost stories, and I found them interesting and fascinating. Some of them are about traditional ghosts, some are funny (especially the story about Danish ghost who was called upon from his grave by mistake. He did not give in the controlling words of grave-intruder simply because he didn’t understand Icelandic!
LoL ) and some are pathetic and beautiful.

I am so curious how these stories were born. It is common for all folklore and every folktale has its "origin of birth" behind itself. I imagine what people must have seen in the nature, what they were scared, what they missed and what they wanted to believe.... I think the ghost stories are not tales about ghosts, but more about the people who believed them.

Some colleague clergies of mine or pious people seem to think that it is "anti-Christ" to talk about such ghosts, but I don’t agree with them. The ghost stories let me think better about people and their life, about things which people wanted to convey to next generations, or about "imperfectness" of the life on the earth (at least for human eyes). I see something very human and very beautiful in the Icelandic ghost stories (but not in the recent Holiwood horrors).

Now it seems that the tourist company has opened “Haunted Reykjavík tour” every day at 8 o’clock starting at Aðalstræti during summer time. I am curious and want to participate in the tour once. But honestly .... I am scared to go alone!
Crying Does somebody want to join me?? Please!! Kissing


Before I get some complains: For me it is important to write in English sometimes, simply because I have many friends who haven’t learned Icelandic yet and I want to share my blogg with them, too.



Ljóð frá Japan


“ Túnfífilsfræ”


Hvenær sá ég ykkur fljúga um himininn?

Hvernig þið fluguð
gladdi mig

hvert ykkar aðeins með þetta eina
í vindinum

hið eina sem maðurinn þarfnast

Ef ég
gæti létt byrði mína
dreymir mig um að slást í för með ykkur



          - eftir Tomihiro Hoshino,
                                 einkaþýðing úr frumtexta á japönsku
                                 með aðstoð Bryndísar Möllu Elídóttur, ljóðaelskudömu-



Undanfarin daga var ég með ósk um að kynna Tomihiro Hoshino, ljóðaskáld og málara, fyrir fólki á Íslandi.

Tomihiro Hoshino er Japani og nú er hann 68 ára gamall. Hann er vel þekktur í Japan og er búinn að gefa út margar ljóðabækur með fallegar myndir (eða myndabækur með falleg ljóð) síðan 1965. Sumar bækur eru þýddar á ensku.

Það er hægt að skoða myndir eftir Tomihiro Hoshino á vefsiðu:
http://www.hoshinotomihirousa.org

Það er best að játa það strax að ég er enginn umboðsmaður hans og ekki einu sinni með leyfi frá honum til að þýða ljóð eða birta á vefsiðu. Þess vegna óttast ég að þetta sé þegar höfundarréttandabrot!!
Bandit
Ekki stinga mig!!
Crying



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband