Gegn einelti

Á morgun, 8. nóvember, verður ,,dagur gegn einelti".

Varðandi einelti er heimaland mitt, Japan, ,,leiðandi þjóð" í neikvæðri merkingu. Einelti er bersýnilega eitt af alvarlegastum málum fyrir Japana.  Fleiri en 70.000 tilfelli eru viðurkennd sem einelti árlega í Japan.

Á árinu 2012 höfðu 200 unglinga á grunn- og framhaldsskólaaldri framið sjálfsvíg í Japan. Meðal þessara 200 voru fjögur tilfelli vegna eineltis. Þetta getur litið út fyrir að vera ekki háar tölur. 12% af þessum unglingum frömdu sjálfsvíg vegna erfiðra samskipta við foreldra sína, og 10% vegna kvíða um framtíð sína. En um 58% af þessum 200 tilfellum, eða 116 unglinga, voru ástæður ,,óþekktar".

Í hvert skipti þegar skólabarn fremur sjálfsvíg, er rætt um hvort einelti hafi verið ástæða þess eða ekki. En yfirleitt er það tilhneiging til staðar í Japan að skólayfirvald neitar tilvist eineltis af því að ef það viðurkennir einelti, verður það að bera ábyrgð á því að sér að hafa látið einelti vera.

Ef við tökum tillit til þess atriðis, gætum við sagt að fleiri tifelli sjálfsvígs hafi stafað af einelti. Persónulega trúi ég því.

Ég er ekki sérfræðingur um einelti almennt enda ég verð að játa það að ég þekki lítið um aðstæður eineltis á Íslandi. En í Japan er það oft sagt að þátttekendur í einelti skiptast í fjóra hópa. 1. Gerendur 2. Virkilegir áhorfendur  3. Hlutlausir áhorfendur 4. Þolendur.

T.d. getur staðan verið eins og: ef það eru 35 börn í skólabekk nokkrum, eru þar þrír gerendur eineltis, einn þolandi, fimm virkir áhorfendur og 26 hlutlausir áhorfendur.

Virkilegir áhorfendur eru stuðningsmenn við einelti og þeir hvetja gerendur að halda áfram einelti. Hlutlausir áhorfendur eru ekki ,,hlutlausir" í raun. Þeir eru líka að styðja einelti með því að horfa fram hjá því sem gerist fyrir augum sínum. 

Og ef ég skil rétt, er mikil áhersla lögð á að ábyrgð þessara ,,áhorfenda" í Japan eins og: ,,Enginn er ábyrgðarlaus í stöðu þar sem einelti á sér stað". 

Gildir þetta á Íslandi líka?

Mér finnst það vera mjög mikilvægt og nauðsynlegt að allir í þjóðfélaginu (þ.á.m. ég sjálfur) fræðast um mál um einelti, þar sem ,,áhugaleysi" eða ,,vanþekking" telst jú til óbeins stuðnings vi
ð einelti.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband