Hælisleitendur í hungurverkfalli


Þjóðfélagið okkar er mjög upptekið af fjármálakreppunni um þessar mundir, enda ástæða til. Margir hafa um sárt að binda, eru hræddir og vilja fá lausn mála sinna. Íslendingar krefjast úrræða og eru samt neyddir til að vera í eins konar ,,biðstöðu“ meðan óvissuástand ríkir.

Margt fólk er að ganga í gegnum erfiðleika sem tengjast ekki fjármálakreppunni, eins og sjúkdóma, skilnaði eða missi ástvina. Hælisleitendur á Íslandi tilheyra þessum hópi. Frá sl. sumri hefur verið frekar mikil umræða um málefni hælisleitenda. Þrátt fyrir hana hafa grundvallaratriði í hælismálum ekki breyst til hins betra. Hjá þeim er viðvarandi óvissuástand frá fyrsta degi á Íslandi þar til mál þeirra er ráðið til lykta, en það getur tekið mörg ár.

Þrír hælisleitendur hafa verið í hungurverkfalli frá 3. nóvember sl(Einn þeirra hætti eftir nokkra daga. Tveir eru ennþá í verkfalli á 12. dag). Þeir eru allir karlmenn frá Asíu- eða Afríkuríkjum og hafa dvalist á gistiheimili í Reykjanesbæ í tvö til fjögur ár.
Þeir segja: ,,Við vorum búnir að bíða tvö, þrjú, fjögur ár en ekkert gerðist. Við þáðum smá vasapeninga og föt frá öðru fólki og búum í gistiheimili þar sem fjölskyldan okkar er ekki. Við getum ekki lært eða unnið þó að við viljum það gjarnan. Við erum jú þakklátir fyrir aðstoð og velvilja, en samt er slíkt ekki líf sem við viljum.“

Þeir vita að íslenska þjóðfélagið er núna að glíma við mjög sérstaka erfiðleika en segja jafnframt að aðstæður heimalöndum þeirra séu slæmar þar sem mannréttindi og réttlæti eiga undir höggi að sækja og þess vegna urðu þeir að flýja þaðan. Þeir komu til Íslands til þess að lifa af, en hérna þurfa þeir áfram að glíma við annars konar erfiðleika.

Með hungraverkfallinu eru þeir að vonast til að fá almennilegt dvalarleyfi á Íslandimog vekja athygli á aðstæðum sínum. ,,Okkur langar ekki í ráðstafanir til bráðabirgða. Slíkt ferli er nú orðin óþolandi pína fyrir okkur. Við þolum tvö, þrjú ár af þessari óvissu en við getum ekki þolað þessar aðstæður áfram mörg ár til viðbótar “.

Sem prestur innflytjenda og einnig sjálfsboðaliði hjá öðrum samtökum fer ég oft í heimsókn til þeirra. Ég hef þekkt þá í langan tíma enda hafa þeir verið á gistiheimilinu nokkur ár. Það er ýmislegt sem við getum rætt eins og sem vinir. Ég ætla ekki að mæla með því að þeir haldi áfram í hungraverkfallinu, en mér finnst hins vegar þeir hafa margt til síns máls, sem nauðsynlegt er að skoða. Það er engin ástæða til þess að fólk þoli óvissu og stöðnun í lífi sínu í mörg ár, þegar það kemur og leitar hælis á Íslandi. Okkur ber að hjálpa til við að gera aðstæður sem mannúðlegastar fyrir þessa einstaklinga. Hvað stendur í vegi okkar?

Í tilvikum þessara manna hefur engin veruleg ástæða til brottvísunar fundist á seinustu árum. Er þá ekki réttara að veita þeim dvalarleyfi með skyldum og ábyrgð sem í því felst að vera löglegur íbúi í landinu, fremur en að koma fram við þá eins og stofufanga?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru heppnir að hafa ekki komið tl danmerkur, hér hafa menn verið í sömu aðstöðu í mest 16 ár (einn) nokkuð margir í 7-12 ár svo ekki er þetta séríslenskt fyrirbæri. 

Engu að síður er þetta íslenskum stjórnvöldum til skammar og danskurinn ekki til fyrirmyndar þar sem hér er alavarlegum kærum beint til evrópudómstólsins, og að auki hafa þeir fengið ávítur og gert að breyta reglum (eða fara eftir þeim) sem útlendingastofnun hér hefur ekki gert í öllum tilfellum, s.s hér er brotið á hælisleitendum vísvitandi og ekkert gert í málinu nema lofað betrun sem enn hefur ekki orðið nema að litlu leiti.  Íslendingar hafa apað stjórnarskrá danmerkur upp frá 1944 til dagsins í dag svo hvers er að vænta annars en að ástandið sé eins.

Legg til að íslendingar sem láta sig málið skipta api líka upp eftir dönsku lögfræðingunum og kæri, til evrópu-dómstólsins og Amnesty og allra sem geta vakið athygli á málinu og gert íslenskum stjórvöldum að gera e-h af viti.

Katala (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: www.zordis.com

Blessad fólkid, ef zad er ekki naegar ástaedur fyrir frávísun er zá ekki málid ad veita landsvist, jafnvel prufuvist.

Kaer kvedja.

www.zordis.com, 16.11.2008 kl. 10:58

3 identicon

Toshiki, elsku besti reyndu að fá þá ofan af hungurverkfalli. Það þjónar í alvöru talað engum tilgangi.

Í fyrsta lagi af því að við búum við ríkisstjórn rasista. Ekki í þeim skilningi að okkar ráðamenn eigi í vandræðum með að taka í höndina á svertingja, araba eða austurlensku fólki, heldur í þeim skilningi að hún mun alltaf taka þægindi Vesturlandabúans fram yfir líf og heilsu fólks af öðrum kynþáttum.

Í öðru lagi af því að almenningur á Íslandi hefur hvorki næga samúð með meðbræðrum sínum né nægan skilning á hungurverkfalli til að hann muni rísa upp og þrýsta á stjórnvöld þótt nokkrir hælisleitendur svelti sig sjálfviljugir. Við höfum aldrei búið við skort. Við þekkjum ekki einusinni hungurtilfinningu, hvað þá að þorri manna hafi áhyggjur af heilsu ókunnugra útlendinga.

Eina leiðin til að hungurverkfall skili þeim árangri að almenningur rísi upp flóttamönnum til varnar er að einhver deyi eða bíði allavega varanlegana skaða af. Og svo langt má ekki ganga, þessir menn eru búnir að þola nóg samt.

Ég vildi að ég kynni góða aðferð til að vekja athygli á málstað flóttamanna en því miður er ég ráðalaus. Þaulseta á tröppum útlendingaeftirlitsins myndi þó allavega vekja einhverja athygli þótt sennilega yrði árangurinn ekki mikill, en víst er að þeir eru eingöngu að skaða sjálfa sig með sveltinu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:39

4 identicon

Ég er kunnug þessum sem hætti strax í hungurverkfallinu.Hann segir við mig að ALLIR Íslendingar séu geðveikir og það ætti að loka okkur inni.Hann niðurlægir konur í orði og framkomu,líka svart fólk.En buktar sig og beygir fyrir hvítum karlmönnum.Ég hitti þennan mann ca 2 í viku,stundum oftar.Einu sinni var hann svangur og ég rétti honum grjónagraut á diski.Hann henti honum í mig og hreytti í mig að hann vildi salat.Hann er mikill dóni og ofsafengin í skapi.Ég vil hann ekki hingað.Mann sem ekki getur sýnt lágmarkskurteisi.Svo hef ég hitt mann frá Íran sem er hér sem flóttamaður.Hann er kurteis elskulegur.Ekki er ég að mæla því bót hversu lengi er verið að neita eða samþiggja umsóknir flóttamanna.En suma vil ég ekki hingað.Það að fá frítt að borða og ætlast til að fá sérrétta matseðil  og hreyta ónotum í þjóðina í ofanálag er of mikið fyrir minn smekk.Þessi maður fær enga samúð frá mér og má senda hann til síns heima mín vegna og flýta leyfum fyrir þá sem þurfa.Það eru margir sem virkilega þarfnast hjálpar en því miður eru vitleysingar eins og þessi sem skemma mikið fyrir þeim.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:56

5 Smámynd: Toshiki Toma

Kæra fólk, þakka ykkur fyrir kommentin.

Bara eitt frá mér.
Veiting hælis eða mannúðarlegrar verndar er annað mál er hvort viðkomandi sé kuruteisilegur eða ekki. Mannrétttindi og virðing fyrir virðuleika manns er óháð þvi hvort maður sé elskulegur eða ekki.    

Toshiki Toma, 17.11.2008 kl. 16:52

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Kæra fólk.  Eigum við engar reglur til varðandi innflutningsfólk? Svo virðist ekki vera.

Því miður veit ég um mög ókurteis dæmi, en okkur vantar afar mikið rammalög og reglur.

Þeir sem að koma, verða jú alltaf að læra siði gestgjafans, en ekki öfugt.  Mér finnst það einhvernveginn, gestgjafinn þarf samt alltaf að efla með sér umburðarlyndi.

Sólveig Hannesdóttir, 17.11.2008 kl. 17:44

7 identicon

Gott kvöldið, ég veit að bloggið er ekki alveg í samræmi við rununa sem kemur hérna á eftir en ég er "desperate"!

Ég er búin að vera að skoða þessa heimasíðu oft. Sérstaklega þar sem ég er alltaf að "google-a" um innflytjendalög og annað og fæ nærrum alltaf upp þessa síðu!

 Mig vantar kær ráð um dvalarleyfi og annað og spyr ykkur fólk sem kíkið á þessu síðu hvar ég get fengið góða ráðgjöf. Ég er búin að vera að spá og speglura síðan júní á þessu ári.

 OG ÉG ER AÐ BRJÁLAST!!! Ég hata hata hata þessi innflytjendalög meira en allt í heiminum!

 Ég er ung að aldri og á kærasta frá Dóminíska - þar sem ég bjó í eitt ár...

Akkúrat núna er ég viss um að ég vil vera með honum forever and ever... en ég bara skil ekki afhverju maður þarf að vera 24jra ára til að getað verið saman hérna á Íslandi! Ég ætla kannski ekkert að giftast honum núna en ef við endumst lengur og við erum tilbúin þá þurfum við samt að bíða vegna þess hversu ung við erum...

Þetta er bara brjálæði! Við erum sakhæf, lögráða og það er meiri kostnaður í hlutum, t.d. læknisferðum þegar maður verður 18 ára.

En maður þarf að bíða í 6 ár til þess að getið búið með ástinni sinni ef hún er af erlendum uppruna!

Getur eitthver vinsamlegast bent mér á síðu þar sem ég get fræðst meira um þetta og/eða bent mér á síðu þar sem þessu er MÓTMÆLT og einhvejrir eru að reyna að gera eitthvað í stöðunni.

 Er ekki hægt að fá undanþágu? Ef maður er með allar sannanir að maður er búin að vera með þessum einstakling í nokkur ár og maður er ekki bara að reyna að hjálpa eitthverjum að fá dvalarleyfi...

Ég er í góðu námi og er ekki tilbúin að "droppa" öllu til að fara til Dóminíska þar sem ég veiktist oft útaf matareitrun og öðru. Glætan.

Afsakið fyrir comment-i sem tengist þessu ekkert og bíð eftir svörum!

Annars er emailið mitt : japa.map@gmail.com ef það er eitthver þarna úti sem er jafnpirraður og ég! 

Margrét Á. (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:06

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Lendi iðulega í því að "þýða" pappíra fyrir erlenda starfsfólkið okkar, þegar það er að framlengja atvinnuleyfi, fá börnin sín til sín, til búsetu og svo framvegis.  Þvílíkt ekkisens torf og arfa-regluþrugl í tvíriti, þríriti eða fjórriti hef ég aldrei fyrr upplifað hér uppi á litla Fróni.  Þvílíkur eyðublaðafrumskógur, vottorðaæði, stimplanir, umsóknabrjálæði og vesen.  Verra en þegar ég var að kaupa íbúðina okkar, þótti mér þó nóg um.  Erlendir innflytendur eiga alla mína samúð í frumskógi þessum.

Sigríður Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 21:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband