Innflytjendur í skáp?

Páll Óskar Hjálmtýsson var í viðtali í sunnudagsblaði Moggans þann 12. maí sl. Þar sagðist hann vilja að gerð yrði rannsókn á því hvort hinsegin fólk á Íslandi sé raunverulega hamingjusamt og í hverju sú hamingja felist.

Hann tók upp þetta mál í samhengi við stöðu samkynhneigðra hérlendis en hann telur að enn séu margir sem lifi með samkynhneigð sína "inni í skáp". Með því á Páll Óskar við að sumir feli kynhneigð sína, eignist maka af gagnstæðu kyni og fjölskyldu og lifi þannig tvöfaldu lífi í skápnum, sem samkynhneigt fólk í búningi gagnkynhneigðar.

Ég hef hugsað samskonar mál um liðan innflytjenda þessa daga eftir hryðjuverkið í Boston. Bræður sem frömdu þann glæp voru innflytjendur í Bandaríkjunum. Yngri bróðirinn sagði að þeir hefðu verið í mikilli einangrun og þessi einmanakennd virðist hafa haft hvetjandi áhrif á að hryðjuverkin voru unnin. En það er athugavert að samkvæmt fréttum sögðu vinir þeirra allir að bræðurnir hefðu notið mikils félagsskapar.
Voru þeir e.t.v. ,,í skápnum" líkt og því sem Páll Óskar lýsir í öðru samhengi? 

Liðan innflytjenda á Íslandi

Ég tel að það séu nokkur atriði sem gera aðlögun innflytjenda á Íslandi torvelda. Mig langar að segja frá þeim af minni eigin reynslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að innflytjendur eru ekki eins, og það sem ég bendi hér á er aðeins tilhneiging í lífi innflytjenda.

Fyrsta hindrunin er íslenskt tungumál. Eins og margir innflytjendur get ég bjargað mér á íslensku í hversdagslífinu. En ég næ aldrei á það stig þar sem ég get stjórnað íslensku eins og móðurmáli mínu. Tjáning á íslenskri tungu er stöðugt takmarkandi fyrir mig. T.d. gafst ég upp fyrir löngu að segja brandara á íslensku. Þó að mér detti í hug eitthvað fyndið, hef ég ekki tök á að tjá það á íslensku tímanlega. Ég hlýt að líta út fyrir að vera þegjandi og alvarlegur maður. En þegar ég tala við Japana, hlæ ég kannski fimm sinnum meira en þegar ég tala við Íslendinga. 

Önnur hindrunin er sú staðreynd að innflytjendur eiga ekki eins mikið sameiginlegt og Íslendingar eiga hver með öðrum. Æskuvinir, upplifun í skólalífi, saga í þjóðfélagi o.fl. Eitthvað sem allir Íslendingar eiga sameiginlegt, og oft eigum við innflytjendur ekki. Aðstæðurnar þar sem ég finn þetta mest er þegar ég fer á samkomu eins og prestastefnu. Prestastefna er, að nokkru leyti, samkoma bekkjarbræðra og systra og mér liður þar alltaf eins og utangarðsmanni. Þetta kallar náttúrulega yfir mig nokkurskonar einmanakennd.

Ég held að þessi atriði gildi einnig um marga aðra innflytjendur, þó að ekki alla. Í þessum kringumstæðum getur maður byrjað að fela sig inni í skáp. Eða ef til vill er réttara að segja að maður sé settur í skáp af kringumstæðunum. ,,Ég er ekki svona maður eins og fólk í kringum mig telur!" Ég tel að margir innflytjendur upplifi þessar hugsanir.

Er fleira fólk inni í skáp?

En ef við veltum málinu vel fyrir okkur, verðum við að viðurkenna að þetta getur gerst hjá sérhverjum manni í samfélaginu, ekki aðeins hjá tilteknum hópi eins og innflytjendum, að einangrast í skápnum. ,,Þetta er ekki sannur ég":  Ég held að það séu fleiri sem lifa inni í skáp með tilfinningar sínar en við höldum.   

Latneska orðið ,,persona" þýðir gríma sem leikari notar í leiksýningum. Að lifa í samfélagi getur krafið mann, meira eða minna, þess að fela sjálfan sig undir grímu.

Ég nefndi áðan atriði sem getur ýtt innflytjendum inn í skápinn, út frá eigin reynslu. Þegar ég skoða málið dýpra út frá sjálfum mér, get ég ekki fullyrt að ég myndi aldrei vera í skápnum jafnvel þó að ef ég hefði búið í Japan. Líklegast væri það einhver önnur orsök sem myndi ýta mér inn í skápinn. Raunar er það þannig þegar ég er í Japan í fríi, byrja ég að sakna Íslands í hvert skipti eftir nokkurn tíma.

Það sem er erfitt þegar við horfum til einmanakenndar innflytjenda og vanlíðan þeirra er að við getum ekki aðgreint svo auðveldlega hvaða hluti málsins stafar af því að vera innflytjandi og hvaða hluti er vegna annarrar ástæðu. Samt höfum við innflytjendur tilhneigingu að útskýra einmanaleika okkar og vanlíðan með því að við erum innflytjendur. Mér finnst það vera sérstaklega mikilvægt fyrir okkur innflytjendur að vera vakandi fyrir þessu.

Mig langar að forðast misskilning af því sem ég held fram. Orsakir sem gera aðlögun innflytjenda erfiða eru vissulega til staðar. Það er einnig staðreynd að innflytjendur einangrast stundum og það ýtir undir einmanaleika. Ég vil að Íslendingar reyni að skilja þessar aðstæður hjá innflytjendum og hjálpa þeim að rjúfa einangrun þeirra.

Hins vegar, þegar kemur að okkur innflytjendum sjálfum, verðum við að passa að við útskýrum ekki öll okkar vandamál með því að við séum innflytjendur. Þetta má ekki verða ástæðan fyrir því að við festumst inni í skápnum.

Flestir hlutir sem okkur langar í fást oftast með því að reyna að vinna að þeim, hvort sem um félagsskap, skilning annarra eða hamingjukennd er að ræða. Snýst ekki lífið einmitt um að vinna að slíkum hlutum? 

 


Eurovision - stór skóli um fjölmenningu?

Ég þekkti um Eurovision síðan ég hafði verið litið barn. Þó að heimaland mitt, Japan, sé í svokölluðu svæði ,,Far East" og alls ekki innan ramma Evrópu, hefur Japan verið stöðugt undir áhrifi tónlistar frá Bandaríkjunum og einnig frá Vestur-Evrópu.

Að sjálfsögðu hlustuðum við Japanir hefðbundna japanska tónlist daglega líka  á þeim tíma þegar ég var lítill, en yngri kynslóð fannst gaman virkilega að snerta ,,pop music" frá Bandaríkjunum, Bretlandi eða Frakklandi. Ég held að þetta sé óbreytt enn í dag. Sem betur fer, er Ísland líka mjög vinsæl þjóð meðal Japana vegna tónlistar sinnar.

Ég man sjálfur að ég hlustaði á Sylvi Vartan eða Udo Jurgens sem unnu í Eurovision (æ, þau voru þar fyrir löngu og ég held að ég hlustaði á lög þeirra sem ,,oldies" árum eftir söngvakeppni!)  eða Abba eða Marie Myriam (ég fylgdist þeim á sömum dögum).

Allavega eru flestir Japanir í dag vanir því að hlusta á bandaríka eða vestræna tónlist. Mér finnst það vera í lagi að fullyrða að svona tónlist er orðin hluti japanskrar menningar að vissu leyti. Með öðrum orðum hlustar flestir Japanir á vestræna tónlist mjög eðlilega, og að mínu mati, þeim finnst ekki hún vera framandi tónlist.

Undanfarin ár, eftir að margar þjóðir höfðu verið sjálfstæð ríki frá gömlu ,,sameinuðu þjóðunum" virðist ríkjandi tónlistar,,stíll" hafa breyst í Eurovision. Sem sé, sýnist mér að slafnesk tónlist eða lag með slafneskum ívafi hafi fengið meira áfrif í söngvakeppninu en áður.

Og úti af þessari breytingu fannst mér Eurovison vera ekki lengur skemmtilegt síðastu ár, af því að ég var vanur vestrænni tónlist sem maður alinn upp í Japan. Þetta eru ekki rök, heldur tilfinningarleg viðbrögð og því get ég ekki ráðið því. Og ég hafði ekki hugsað um málið meira en það, af því að það var ekkert alvarlegt mál fyrir mig. 

En þagar betur að gáð, held ég að þetta fyrirbæri sé akkurat birting fjölmenningar. Í fjölmenningunni mætum við ýmislegum hlutum sem við erum ekki vön að sjá eða hlusta. Sumir hlutir geta verið framandi og heillandi og aðrir geta verið leiðinlegir a.m.k. þangað til við verðum vön þeim.

Ég get ekki sagt að sjálfsögðu að ,,Hej, öll lög í Eurovision verði í vestrænum stíl! Annars get ég ekki notið þess" og slík hugmynd er jú ,ekkert annað en ,,cultural imperialism". Fjölmenning krefur okkur um að við gerum fyrirhöfn til að kynnast við ókunnuga hluti.

Ef til vill er Eurovision risastór skóli um fjölmenningu.  

Að lokum, ÁFRAM EYÞÓR INGI, ÁFRAM ÍSLAND!!  Wizard


Það sem er mikilvægt fyrir mig og kannski líka fyrir þig

Í huga mínum er það hátt í forgangsröð að maður er ,,sér sjálfum". Í prédikunum mínum endurtekst þetta atriði aftur og aftur. Þetta atriði liggur visst í miðju hugmyndar minnar og ég hugsa ýmislegt eða þróa í kringum þessa miðju. Maður á að vera sannur ,,sér sjálfum".

En að sjálfsögðu er ,,sannur maður" ekki endilega sami og sá sem maður er núna í dag. Ef einhver maður sem notar ofbeldi í heimili sínu gagnvart konu sinni eða barni, eða atvinnu þjófur fullyrðir eins og ,,ég er svona maður", ætla ég aldrei að taka slíkt bull á jákvæðan hátt.     

Það er alls ekki auðvelt að finna línu sem aðgreinir hluti sem tilheyra ,,sönnum manni sjálfum" frá veikleika manns eða synd. T.d. tel ég að alkóhólismi geti ekki verið hluti af ,,sönnum manni sjálfum" en maður sem glímir við alkóhólisma sé á leiðinni til sanns manns sjálfs.

Ástæða þess að ég hugsa á þann hátt er á nokkurn veginn trúarleg. Ég er kristinn maður og ég trúi því að satt ,,sjálf" frelsi mann og geri mann hamingjusaman. Guði þóknast þegar maður er sannur maður sér sjálfum. Ég styð réttindabaráttu samkynhneigðs fólks, en það er úti af þessu sjónarhorni. Samkynhneigð getur verið hluti af sönnu sjálfi viðkomandi manns og ekkert á móti Guði á skilningi mínum.

Í starfi mínu sem prestur er það því mikilvægt atriði að ég veiti þjónustu við fólk og aðstoð, svo að það verði að sönnu sér sjálfu. Þess vagna ýti ég ekki öllum sem ég hitti sjálfkrafa á kristna trú. Það er fólk sem er búið að móta sjálft sig ágætlega með annari trú en kristni eða án trúar. Þetta er jú atriði sem er ,,challenging" fyrir mig sem prest, en ég ætla ekki að þjóta til neinnar niðurstöðu um gildi kristinnar trúar í heiminum.

Annars hef ég tækifæri reglulega til að hitta og tala við hælisleitendur. Flestir þeirra eru ekki í vinnu og eyða dögum sínum án þess að hafa sérstakt verkefni. ,,Mér finnst mjög erfitt að ég hafi ekkert að gera" ,,Mér liður illa af því að ég tilheyri ekki samfélagi" ,,Mér liður eins og ég sé þýðingarlaus vera". Margir segja það. Eflaust eru þeir ekki ,,sér sjálfum" á þessar mundir.

Hvenær geta þeir náið eigin sjálfsmynd til baka til sín og orðið að manneskjum sem eru ,,sér sjálfum" aftur?


* Ég veit að það séu margar málfræðilegar villur til í þessum pistli, þó að ég reyni að gera mitt besta. En ég get ekki beðið vin minn um að fara yfir og laga íslenskuna mína fyrir blogg-færslu í hvert skipti. Pistill af þessu tagi er mjög erfiður að skrifa rétt fyrir mig; sérstaklega varðandi notkun orðs eins og ,,sér" eða ,,sjálfur".       

  


Íslenskur ,,lúxus"!

 
 
photo (12)
 Myndin var tekin í dag. 


Í þessu tímabili koma börn Melaskólans í garð hjá Neskirkju næstum á hverjum degi til þess að leika sér.

Svona sýn er ef til vill ekkert sérstakt fyrir augum Íslendinga, en þetta er rosalegur ,,lúxus" fyrir augum Japana, sérstaklega fyrir augum þeirra sem búsetir eru í Tókíó eða í öðrum stórborgarsvæðum. 

Hvaða grunnskóli í Tókíó getur notað grasflöt? Oftast er skólagarður ber og hörð jörð. Og einnig þurfa börn að bóka sig til þess að nota skólagarð fyrir æfingu í fótbolta eða öðru í flestum grunnskólum í Tókíó, þar sem fjöldi skólabarna er stór (þó að honum sé að fækka síðastu ár).

Íslenskur LÚXÚS í hversdagslífi!   
 
 

Fjölmenningardagurinn

Í dag, 11. maí eða annar laugardagurinn í maí, er Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgarinnar.
Ég held að það sé ekki gott að ,,fjölmenning á Íslandi" þýðir aðeins að Íslendingar smakka framandi mat og hlusta á framandi tónlist eða að fólk af erlendum uppruna sýnir framandi dans í framandi þjóðbúingi. Við getum ekki dvalið í slíku stigi lengi.

Fjölmenning er fjölbreytleiki og fjölhyggjur. Hún gæti verið jafnvel ,,fjöl-gildismat" og þetta getur verið bæði jákvætt og neikvætt. Ef gildismat fólks í ákveðnu svæði er gjör ólíkt hvort frá öðru, getur það valdið árekstri.

En það sem er mikilvægt er að finna leið til að sættast, en alls ekki að útiloka einhvern aðila eða losa við. Þess vegna á fjölmenning að vera samráð í eðli sínu.

Ég trúi því að íslenska samfélagið haldi áfram að ganga þá réttu leið fjölmenningar næstu ár.
Samt kemur þetta ekki sjálfkrafa. Við verðum að leggja af mörkum okkar.

Á þessari forsendu gat ég notið skrúðgöngunnar og margskonar atburða. Til hamingju með daginn!  

 


mbl.is Fjölmenni fagnar fjölbreytileika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun No Borders vegna mál Martin, hælisleitenda frá Nígeríu

Venjulega er ég ekki svo hrifinn af því að senda ,,e-mail petition" til ákveðins fólks, en stundum er það óhjákvæmilegt. Ég hef hvatt fólk nokkurum sinnum sjálfur að senda áskorun eins og þegar ég vildi RKÍ myndi skipuleggja söfnun fyrir Japan eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar fyrir tveimur árum.

Þetta mál um Martin, hælisleitana frá Nígeríu, er eitt af slíkum tilfellum að mínu mati. Málefni hælisleitenda er talsvert erfitt að fylgjast með fyrir venjulegt fólk og oftast er enginn háttur til staðar til að hafa afskipti um málefnið. 

Samtökin ,,No Borders in Iceland" er að hvetja almenning til að senda áskorun til yfirvalda svo að þau afturkalla þá ákvörðun að Martin verði fluttur til baka til Ítalíu og hann fái viðurkenningu sem flóttamaður. Og þau bjóða fólki til að taka þátt í áskorun eins og eftirfarandi. 

Ég er sammála þeim í þessu og mig langar að standa saman með No Borders. Hvað annars er hægt að gera fyrir okkur almenning nema við tjáum okkur á þennan hátt í svona máli?  


Áskorun No Borders:


Hér er bréf sem senda má á Innaríkisráðherra og fleiri til að mótmæla brottvísun Martin frá Nígeríu 

Sæll Ögmundur

Í kvöld bárust fréttir þess efnis að senda ætti hælisleitandann Martin aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarin
nar. Hann hefur nú þegar dvalist á Ítalíu í níu ár án þess að mál hans væri tekið til skoðunar. Sökum samkynhneigðar sinnar óttast hann um líf sitt og heilsu snúi hann aftur til Nígeríu þar sem algengt er að ráðist sé á samkynhneigt fólk og nýtur það lítillar verndar af hálfu nígeríska ríkisins. Íslenska ríkið hefur enga afsökun fyrir því að fela sig á bak við Dyflinnarreglugerðina og senda manninn aftur til Ítalíu þar sem litlar líkur eru á að mál hans verði tekið fyrir á næstu árum og mun hann því lifa við áframhaldandi óvissu. 

Ég skora á þig að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stöðva brottvísunina og veita manninum dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 

NAFN þitt.

netfang:

ogmundur@althingi.is (Innanríkisráðherra)
k.volundar@utl.is (Forstjóri Útlendingarstofnunar)    

 

 


Þeir sem búa utan hversdagslífs okkar

Samkynhneigðum flóttamanni neitað um hæli (RÚV)

Ég hef lesið nýlega í einhverjum stað að fleiri en 20.000 börn eru að deyja úr hungri eða sjúkdómi á hverjum degi í Afríku. En flest okkar (þ.á.m. ég sjálfur) vita þá staðreynd ekki sem raunverulegan ,,reality", heldur kannski aðeins sem hluta upplýsinga um heiminn. 

Á sama hátt vitum við ekki stöðu samkynhneigðar fólks í Nígeríu eða stöðu hælisleitenda í Italíu.

Skiptir okkur engu máli ef fólk býr utan svæðis hversdagslífs okkar? Að nokkru leyti gæti það verið sorglegur og kaldur raunveruleiki hjá okkur mönnum.

En þessi maður, Martin, er innan ramma hversdagskífs okkar núna og ég held að það sé ,,un-human" að ýta honum út úr landinu og þýkjast að þekkja ekkert...

Stundum þurfum við ekki að draga línu sjálf milli þess sem við eigum erindi okkar og þess sem ekki? Annars munum við tapa mannvirðingu okkar sjálfra? 

Ekki senda Martin til baka til Italíu, Please.

  


Málverk án titils eftir Margréti Reykdal - Flæði sýning

Mér þykir mikill heiður að mér hefur verið boðið í þetta verkefni um Flæði sýningu.
Ég hef ekki neina sérþekkingu á málverkum, en alltaf gaman að snerta einhverja nýja grein!
 

Toshiki Toma, prestur innflytjenda, valdi verk (án titils) eftir Margréti Reykdal myndlistarkonu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag. Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni og segja gestum frá því á hverjum fimmtudegi. Alls hafa 10 manns valið verk vikunnar frá því sýningin opnaði þann 2. febrúar en Toshiki Toma er sá síðasti í röðinni.

Toshiki Toma sagði þetta m.a. um ástæður fyrir vali sínu í dag:

 „Mér fannst þetta verk tilkomumest á sýningunni því það hefur tilvísun í persónulega reynslu mína. Verkið lýsir villtri og sterkri náttúru og á því eru tvær manneskjur sem ganga saman og leiðast, þetta gætu verið feðgar eða afi og barnabarn. Útsýnið í verkinu minnir mig á Miklaholtshrepp á Snæfellsnesi þar sem ég bjó um hríð ásamt þáverandi eiginkonu minni og tveggja ára syni fyrst eftir að ég flutti til landsins fyrir 20 árum. Þar er mikil náttúra og á þeim tíma bjó þar fátt fólk. Þetta var á margan hátt erfiður tími, ég var atvinnulaus, skildi ekki íslensku og hafði áhyggjur af afkomu minni.

Stundum leið mér mjög illa og fannst ég ekki vera neitt í þessum heimi. En það breyttist þegar ég fór út að ganga í náttúruna með syni mínum og leiddi hann, eins manneskjurnar gera á þessari mynd. Þá fann ég til stuðnings og hvatningar. Það að taka í höndina á annarri manneskju er merkileg gjörð, einföld en á sama tíma tengir hún manneskjurnar saman. Og þannig er lífið, manneskja verður að manneskju þegar hún er í samskiptum við aðra og þetta málverk lætur mig minnast þess."

Þá hafa verið tekin upp viðtöl við alla sem hafa valið verkin. Hægt er að nálgast þau á vef Listasafns Reykjavíkur: listasafnreykjavikur.is

 


mbl.is Verkið hefur tilvísun í persónulega reynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að hugsa pínulítið betur

Þarna er visst árekstur til staðar milli á réttlætishugsjónar í samfélagskerfi og samúðarkenndar manna. Tilfelli eins og í umfjölluninni er ekki í fyrsta sinn. Slíkt gerist stundum jafnvel aðeins eftir því sem ég þekki.

Réttlætishugsjón í samfélagskerfinu segir: ,,Fólk innan EES/ESB á rétt til að koma til Íslands og leita að vinnu fyrir sig (Frjáls för launafólks), en þar fylgir eigin ábyrgð". 

Samúðarkennd okkar segir þvert á móti: ,,Maður getur týnt sinni leið til að fara í einhverjum aðstæðum. Menn eiga að hjálpast að".

Augljóst er að báðar hugmyndir eru réttar og bæði sjónarmið eru nauðsynleg til að byggja upp gott samfelag.

En hve gott samfélagskerfi við búum til, mun þar vera alltaf galli milli kerfanna og fólk sem dettur í hann. Að mínu mati á kirkjan að veita fólki aðstoð sem dottið hefur í slíkan galla.

(Ég hef upplifað sjálfur mörgum sinnum að hitta fólk í slíkum aðstæðum. En í hreinskilni gat ég ekki gert neitt áþreifanlegt nema að sýna því samúð mína, þar sem oftast kemur fólk til mín eða annarra í síðasta stigi málsins - sem sé eftir að allt er orðið of seint til að laga eitthvað).
Jafnvel þó að ég haldi að kirkjan eigi að veita fólki í slíkum aðstæðum aðstoð, þá er forsenda þess sú að stjórnvaldi samfélagsins sinnir sínu hlutverki almennilega.

Mig langar að segja að það var fyrirsjáanlegt að sumt fólk sem kæmi hingað vegna atvinnuleitar yrði peningalaust og festist hér, þegar samningurinn ,,Frjáls för launafólks" tók gildi árið 2006. Stjórnvaldið ætti að hugsa um þetta atriði aðeins betur og búa til viðbragðakerfi í slíkum tilfellum.

,,Fólk á að bera ábyrgð á sér". Það er rétt, en það er raunveruleiki að fólk sem er peningalaust, heimilislaust og svangt gengur á götunni hér. Og það er ekki gott fyrir okkur heldur að vera aðgerðarlaus og láta það deyja úr hungri.

A.m.k. trúi ég því að Íslendingar vilji ekki slíkt gerist hérlendis. Kannski of seint, en betra en aldrei. Bætum grunkerfi um peningalaust og heimilislaust fólk hvort sem það er íslenskt eða útlenskt.

    


mbl.is Fátækt fólk í hrakningum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband