Færsluflokkur: Bloggar
22.4.2010 | 11:08
Gleðilegt sumar!
Hvítpúðruð Esja gnæfir yfir höfnina
,,Sumarið!" Dúðað fólk brosir við mér
Smám saman dofnar yfir vetrinum í Lækjargötu
Snemma sumars stingur kuldinn hörund mitt
Fuglar dansa á torfunni og ylja sér
við hliðina á þöglu blómabrumi
Daginn lengir rólega í nepju á Austurvelli
Svo rennir sólin niður björtu skini sínu
og þekur bæinn með óskorinni ljóshimnu
Sál mín seilist eftir sólinni
og flýgur upp í loft eins og arnarengill
Snemma sumars á Íslandi
Dagur himnaljóss
- Snemma sumars; TT apríl 2002
Myndin er úr FreeFoto.com -
15.4.2010 | 13:21
Yfir 600 látnir í Kína...
Enn og aftur stór hörmung sem stafaði af jarðskjálfti... ég held þetta er í þriðja skipti á árinu...eftir Haiti og Chile. Er jörðin mjög virk djúpt undir fótum okkar manna? Ég meina, hlýtur hún alltaf að vera virk að sjálfsögðu, en er einhver sérstök ástæða til að valda þessum jarðskjálftum? Er eldafjöll á Íslandi tengd við hana?
Ég er algjör utangarðsmaður í þessari grein.
Vona að björgunarstarfsemi fari fram hratt með aðstoð annarra þjóða (þ.á.m. Japans sjálfsagt).
Og rík umhyggja og friður sé með fórnarlömb þessara hörmungar.
Yfir 600 látnir í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 12:50
Segir samkynhneigð orsök barnaníðs...??
Mér sýnist þetta meira en hreinir fordómar gagnvart samkynhneigð. Að benda á einhvern annan til að saka án neinnar sönnunar eða rökfærslu er syndamennska.
Og meira að segja, að gera slíkt til þess að forðast frekari gagnrýni til sín vegna syndsamlegra uppákoma hjá sér er tvöföld syndamennska, að mínu mati.
Segir samkynhneigð orsök barnaníðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2010 | 10:56
"Hvernig stendur á því að ég stend hér?" -smásaga-
Mér barst smá-reynslusaga frá konu sem ég þekki. Sagan var um reynslu konunnar hjá nokkru hjálparstarfi. Mér finnst sagan athugaverð og áhugaverð, og gott efni til umhugsunar óháð því hvað viðlesum í henni. Því ég fékk leyfi sendanda til að kynna söguna fyrir blogg-gestum mínum.
*** *** *** ***
Ég stend norpandi íforarvilpunni, blaut í fæturna. Kannski vegna þess að ég stend í leðjunni ogþað er grenjandi rigning og suðvestan slagviðri. Lyktin er vond og ég skammastmín. Ég horfi á fólkið og sé að þau skammast sín líka, sum. Öðrum virðist verasama. Þau spjalla saman og þekkja kerfið hér og þessa undarlega framandimenningu sem hér ríkir, finna sig heima.
Ég venst þessualdrei-þetta er alltaf jafn erfitt. Ég er svo stolt, á svo erfitt með að beygjamig, kannski er ég svona hrokafull. Ég veit það ekki. Kannski er þetta sittlítið af hverju eitthvað svona hrokastollt, já það er það sem það er,hrokastollt. Ég er búin að búa til nýyrði. Það væri náttúrulega hægt að líta áþetta sem skólun í auðmýkt. Já það er skárra að líta á það þannig.
Hér er allskonarfólk, ég sé mann sem er morðingi, ég sé gamla konu á hækjum sem er allt of feitog dóttur hennar sem er sennilega ekki alveg heil í hausnum. Ég sé einstæðingasem samfélagið hefur kosið að gleyma. Ég sé fólk sem er manneskjur eins og þúog ég. Fólk sem hefur farið halloka í lífinu. Fólk sem á ekki í önnur hús aðvenda til að fá mat fyrir hátíðarnar. Örorkubæturnar, ellilífeyririnn,atvinnuleysisbæturnar eða félagsmálastyrkurinn hrekkur ekki til. Illa lyktandimannfjöldin þjappar sér saman í slagviðrinu eins og blautar kindur.
Oj oj ég langar ekki tilað vera hérna. Maðurinn fyrir framan mig í röðinni er órakaður með hárlufsur áannars sköllóttu höfðinu, hann er algerlega tannlaus og skammast sín ekkineitt, ekki fyrir að vera tannlaus og ekki fyrir að vera hér. Stúlka fyriraftan mig kemur með regnhlífar sem hún átti úti í bíl, 3 stykki. Fólkið í kringbrosir og þakkar henni- segir hana himnasendingu. Konan til hliðar er meðsvart, tætingslegt hár, það er grá rönd við hársrótina þar sem hárið er farið aðvaxa. Sennilega á hún ekki peninga fyrir að láta lita það á ný, kannski erhenni alveg sama.
Ég sé að augu sumra þarna eru bara dáin, þau hafa gefist uppfyrir löngu. Lífið drap þau. Í röðinni fyrir framan er kona af erlendu bergibrotin, hún er með barn með sér. Konan er greinilega íslamstrúar því hún hylurhárið undir slæðu sem er vandlega pökkuð yfir allt höfuðið og í kring umhálsinn, aðeins andlitið sést. Það eru fleiri útlenskar konur hér, þær talaslavneskt tungumál. Íslensku konurnar tala ekki við þær heldur gefa þeimhornauga. Ekki fjandsamlegt þó en tortryggið.
Nú kemst hreyfing áfólkið og eitthvað virðist vera að gerast hjá hurðinni. Hurðin lokaðist afturog lýðurinn kurrar. ,,Á að láta mann verða út hérna" segir tannlausi maðurinn,ég finn örvæntingu fólksins í kring vaxa, þau eru rétt eins og ég, blaut ogköld eftir að hafa staðið í biðröðinni í klukkutíma. Loksins opnast dyrnar ogfólkið olnbogar sig áfram, öll hrædd um að einhver ryðrist fram fyrir þau.Ljóshærð ung kona í silkiskyrtu stendur í anddyrinu og dreifir númeruðum miðum,ég er númer 174.
Hún hrópar hátt skrækri röddu, ég heyri í rödd hennar ótta, aðhún er hálf hrædd við þennan tætingslega ruslaralýð. Hún kemur fyrir eins oghún sé frek, því hún hefur hátt og er dónaleg við fólkið. Það er eins og húnumgangist það ekki sem fólk lengur. Ég held ekki að hún myndi koma svona framvið fólk í Smáralind eða Kringlunni. Það er eins og það megi koma verr fram viðþau sem lífið drap.
Fólkið ryðst inn íhúsið. Það komast als ekki allir inn í einu, það er svona kannski einn þriðjisem kemst inn núna. Við erum í stóru fordyri, allir troðast. Græðgiblandaðurótti svífur yfir. Ótti við að allt verði búið þegar fólkið loksins kemst að.Frekjukonan hrópar á fólkið :,,þeir sem hafa verið niðri í mæðrastyrksnefnd fáekkert hér, við sjáum það í tölvunni hvort þið hafið verið þar." Stúlka fyrirframan mig er kotroskin og lífið er ekki búið að drepa hana ennþá- bara allsekki. Hún segir:,,iss það er ekkert að marka þetta, ég er búin að sjá margafara inn og koma út með matarpoka sem voru með mér í röðinni á mæðró."
Ég finnað þungu fargi er af mér létt. Það var svo litlu úthlutað þar ég fékk tvohálftóma poka þar og engin páskaegg fyrir börnin, þess vegna kom ég nú hingað.Ætla fjandinn hafi það ekki að láta vísa mér í burtu eftir að hafa staðið einsog skynlaus skepna í hjörðinni í rúmlega klukkutíma í snarvitlausu veðri.
Frekjukonan kemur aftur út, hún hleypir inn í hollum. Hún er orðin æst finnursennilega að fólkið hlustar ekkert á hana. Hún reynir að halda í einhverjaímyndaðar reglur sem hún finnur upp um leið, held ég.
Fólkið sem lífið drapgerir bara grín að henni um leið og hún lokar hurðinni. Tannlausi gaurinnsegir:,,hún er eitthvað tens." ,,Þetta er nú ekkert" sagði sú svarthærða ,,umjólin var hún orðin jafn bleik í framan og skyrtan sem hún var í." ,,Iss svonabarbídúkkur" sagði morðinginn. ,,Hvað eru hún að rífst þetta alltaf hreint.",,Já hvað er hún að þvælast upp á dekk að rífa kjaft við fullorðið fólk" sagðifeita konan á hækjunum. Hún var svo feit og undarleg í laginu eitthvað að égþorði næstum ekki að líta á hana, var svo hrædd um að detta inn í að stara áhana. Augum á henni poppuðu næstum út úr höfðinu á henni og hún var meira aðsegja feit á eyrunum. Maginn á henni náði niður á læri og brjóstin niður aðnára, næstum því, ég hef aldrei séð svona fyrr. Það er dónalegt að glápa.
Dreggjar samfélagsins, það er það sem þetta fólker stend ég mig að því að hugsa. En hvernig stendur á því að ég stend hér meðþeim?
- Eftir Elínu -
20.3.2010 | 14:55
Viðhorf kristins fólks gegn fordómum
Hins vegar virðist það hafa tíðkast víða í samfélaginu að fólk leitar ekki til trúarinnar þegar um fordóma og mismunun er að ræða. Það kýs að lyfta upp mannréttindum og jafningjafræðum og reynir þar að finna málstað sínum stoð til að mótmæla fordómum eða mismunun fremur en að snúa sér til trúarinnar.
Fordómar og mismunun hér eru ekki afmörkuð í ákveðið svið eins og kynþáttafordóma eða kynjamismunun, heldur þýða þau yfirleitt alls konar fordóma og mismunun sem skaðar mannréttindi og frelsi.
Hver er ástæða þess? Þýðir þetta fyrirbæri að trú á Guð og Jesú Krist í einingu heilags anda hafi ekkert samband við mótstöðu fordóma og mismunar og geti því ekki skaffað mönnum nokkurn málstað til að vera á móti þeim? Nei, það er alls ekkisvo (þó að ég viðurkenni vel þörf á að skoða mismunun sem stafar af trúarlegum fordómum og ræða hana).
Vandinn er frekar e.t.v. sá að annað hvort hafa leiðtogar kirkjunnar ekki dýpkað skilning á málinu eða þeir hafa ekki tekið frumkvæði í mótmælum á eigin forsendum.
Hvort sem er, virðist það nauðsynlegt og mikilvægt að kristin ungmenni, sem eru á leiðinni að móta skoðun sína um samfélagsmál og alheimsmál í samræmi við trú sína, takist á við að hugsa um fordóma og mismunun út frá trúarlegu sjónarmiði og tjái sig um málefnið.
Líklega með því að hugsa um eftirfarandi atriði frá trúarlegu sjónarmiði, halda umræðu um þau og tjá skoðun sína á sýnilegan máta, læra ungmenni að losna við óþarfa aðgreininga meðal manna og einnig að lifa lífi sinu á grundvelli trúarjátninga í veröldinni.
- Hvað er grundvallaratriði sem aðgreinar ákveðinn hóp manna frá öðrum mönnum? Er aðgreining hin sama og mismunun?
- Hver er Biblíulegur skilningur á því "að vera öðruvísi" en aðrir (sem eru í flestum tilfellum meirihluti)? Jesús og lærisveinar hans voru ,,öðruvísi" en meirihlutinn.
- Þegar þú mismunar fólki eða þér er mismunað af fólki, er það gert af ærinni ástæðu?
- Þegar þú ert á móti fordómum og mismunun vegna trúar þinnar, hvernig ætlar þú að deila skoðun þinni með öðrum í samfélaginu?
21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti SÞ. Grunnur dagsins byggist á mannúðlegu viðhorfi sem er sameinleg forsenda okkar manna og ég tel það sé sannarlega mikilvægt fyrir ungt fólk að deila slíku tækifæri með öðrum.
Og jafnframt óska ég að ungt fólk frá kirkjunni notfæri sér tækifærið til að úthugsa skilning sinn á málinu á eigin trúarlegum forsendum og dýpka.
15.3.2010 | 21:07
Norðurljós og sítt hár
sítt hár þitt flæðir í vindinum
klætt svörtum hjúpi himins
norðurljósin ljóma
-norðurljós; mars 2010, TT
myndin er úr jokkmokk.jp -
           
Þetta er stutt ljóð úr "Tanka" (eða Tönku með beygingu) á japönsku, sem ég samdi kringum áramót sl.
緑なす 君が泳がす 黒髪の 天をまといて オーロラ深し
(Midori-nasu kimi-ga oyogasu kurokami-no ten-wo matoite oorora hukasi)
Þessi tanka þýðir :
"Glansandi sítt svart hár, sem þú lætur fljóta á lofti, klæðist í himinn og verður norðurljós"
Ég þekki japanska konu sem á svo fallegt sítt svart hár, og tanka-n var búin til fyrir hana.
(en það er alls ekki ástarsamband eða slík rómanstík tilfinning!)
Á japönsku er 「緑なす黒髪」 (midori-nasu kurokami) fast orðasamband til að segja frá fallegu svörtu hári. En þetta "midori" er einnig lýsingarorð "grænn" og því orðasambandið gefur okkur ímynd eins og "grænt svart hár", sem er að sjálfsögðu "self-contradictive".
En mér fannst svolítið fyndið að tengja myndirnar saman þannig að : svart sitt hár - glansandi grænt - norðurljós
En samt er ekki allt hægt að segja á íslensku um japanska mynd, eða a.m.k. ekki hægt fyrir mig. Því segir það í íslensku kvæði aðeins um "sitt hár" en ekki "sítt svart hár".
(Eins og venjulegt, góður ljóðakenarinn minn, Þorkell A. Óttarsson hjálpaði mér í samsetningu á íslensku. Kærar þakkir,Keli!)
7.3.2010 | 14:11
Eyðum fordómum inni í okkur!
21. mars er á hverju ári ,,Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti Sameinuðu þjóðanna". Þá ver Evrópusambandið einnig viku í að vekja athygli á kynþáttamisrétti undir slagorðinu ,,Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti". Sú staðreynd að slíkir dagar og vika séu til segir okkur að kynþáttafordómar og misrétti eru raunverulegt vandamál í heiminum, þ.á.m. í Evrópu.
Undanfarin ár höfum við sem störfum saman að málefnum innflytjenda og mannréttinda almennt á Íslandi reynt að vekja athygli á kynþáttafordómum og misrétti hér á landi. Það kann að vera, þvert á móti, að mörgum Íslendingum þyki erfitt að tala um kynþáttafordóma og misrétti þar sem málið er sjaldan í opinberri umræðu. Það neitar þó enginn tilvist þess í samfélaginu.
Eru fordómar til á Íslandi?
Það tíðkast sem betur fer ekki á Íslandi að kveikja í híbýlum þeirra sem eru af öðrum kynstofni en Íslendingar og því öðruvísi í útiliti. Það sama á lang oftast við um árásir á það fólk sem hefur framandi útlit. (Það verður samt að benda á að ofbeldisfullar árásir hafa verið framdar vegna þess að viðkomandi var af öðrum kynstofni og framandi í útliti.) Við verðum að muna að öll komum við að einni og sömu dýrategundinni vísindalega séð, Homo sapiens.
Það er leiðinlegt frá því að segja að á Íslandi eru fordómar almennt gagnvart útlendingum. Sem prestur innflytjenda er ég í miklum samskiptum við fólk sem er af erlendu bergi brotið. Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því að fjölmargir skjólstæðingar mínir upplifa niðurlægingu og mismunum í daglegu lífi sínu hér á landi. Neikvætt álit á útlendingum hefur ýmsar birtingarmyndir.
Ég vil staldra við tvö atriði áður en ég held áfram. Í fyrsta lagi þá vil ég leggja áherslu á að það ég tel ekki að allir Íslendingar sem hafa fordóma gagnvart útlendingum séu svokallaðir ,,rasistar". Ég lít á þá sem venjulegt fólk, rétt eins og annað, en stundum fer það villur vegar í mannlegum samskiptum, vegna oft ómeðvitaðra fordóma sinna.
Í öðru lagi þá geta útlendingar sjálfir verið með fordóma gagnvart öðrum útlendingum. Ég heyri þetta af og til frá Íslendingum. En sú staðreynd getur aldrei verið afsakað eigin fordóma, í þessu tilviki fordóma sem Íslendingar kunna að hafa. Það, að minnihlutahópurinn hafi fordóma hefur minna vægi af því að mismununin er oftast alvarlegri þar sem hún tengist ,,samfélagsvaldi", þar sem vald meirihlutans, í þessu tilviki Íslendinga hefur meira vægi í samfélaginu. En minnihlutahópum fyrirgefast þó ekki fordómar sínir heldur.
Skiptir útlendinga engu máli?
Birtingarform fordóma eða mismununar eru mjög mismunandi og ég ætla ekki að telja upp allar birtingarmyndirnar hér. En í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti langar mig að biðja íslenskt fólk um að velta vel fyrir sér hvort þeir verði varir við í umhverfi sínu ákveðið tilfinningaleysi í garð útlendinga, sem myndi síður líðast í garð Íslendinga. Þetta snýst um að finna ekki til með útlendingum og hafa ekki samkennd með þeim og veita þeim því verri þjónustu, leyfa sér að vera dónalegri við þá og nota harkalegra orðalag. Þetta er mjög oft reynsla fólks af erlendum uppruna.
Við innflytjendur verðum ekki síður særðir og Íslendingar þegar við upplifum það að verða fyrir aðkasti eins og að ofan greinir. Við upplifum að vera útilokaðir og fá ekki að njóta sambærilegrar vináttu og aðrir Íslendingar í samfélaginu. Við tökum því jafnóstinnt upp og verðum móðgaðir á sama hátt ogsambýlingar okkar.
Ég skal taka nokkur dæmi. Þjónustufulltrúi hefur ekki jafn góðan tíma fyrir útlenska viðskiptavini, fulltrúi frá opinberri stofnun útskýrir mikilvægt erindi ekki almennilega fyrir innflytjendur sem skilja íslensku ekki jafnvel og innfæddir eða að starfsfólk talar óþarflega harkalega við erlent starfsfólk á sama vinnustað. Persónulega nefni ég flokk af slíkum uppákomum ,,Skiptir útlendinga engu máli - fordómar": Nefnilega er það að manneskja getur ekki skynjað útlendinginn sem manneskju, rétt eins og það er sjálft og dæmir fyrir fram að útlendingi væri sama hvað sem er að ræða.
Margir sem lesa þessar línur munu draga í efa að slíkt gerist í raun, en því miður, gerist það oftar en stundum. Hafið þið ekki séð slíkt með ykkar eigin augum? Hafið þið ef til vill tekið þátt í slíku einelti? Mér fyndist gott að við færum öll yfir það hvernig við högum samskiptum okkar í tilefni af þessu alþjóðaátaki sem ætlað er að vekja athygli á kynþáttamisrétti. Ég endurtek það að varðar málið ekki einugis Íslendinga, heldur fólk af erlendum uppruna líka og mig sjálfan.
,,Kynþáttamisrétti" er stórt orð. Við getum auðveldlega litið fram hjá því í okkar daglega lífi, sagt að það komi okkur ekki við. En við getum einnig hugsað um kynþáttamisrétti í okkar daglega lífi og sett það í samhengi við það. Ég óska þess að við öll sem sköpum þetta samfélag, tökum okkur stund og hugsum um málið einu sinni enn. Við þurfum að takast á við okkar eigin fordóma til þess gera kynþáttmisrétti útlægt. Sköpum sanngjarnt samfélag fyrir alla, útrýmum kynþáttafordómum.
- Fyrst birt í Mbl. 6. mars 2010 -
11.1.2010 | 08:37
Hlustum á raddir minnihluta
Samráðsvettvangurinn byggir fyrst og fremst á minnihlutatrúarhópum jafnvel þó að þjóðkirkjan sé meðlimur líka. Ekkert af fjórtan trúfélögum fyrir utan þjóðkirkjuna nær til fimm prósentum af heildaríbúafjölda Íslands. Þau mega jafnvel kallast ,,í algjörum minnihluta."
Á áðurnefndu málþingi sögðu fulltrúar úr þessum trúfélögum frá reynslusögum en flestar voru sorglegar. Sögur um að börn í þessum trúfélögum þyrftu af og til að þola ólýsanlega fordóma eða aðkast í kristin-og trúarbragðafræði í skólum. Sum þeirra sögðust mæta sterkum hleypidómum vegna þess að sum tilheyrðu ákveðnum fríkirkjusöfnuði.
Sambandið ,,meirihluti - minnihluti"
Eins og það tíðkastvíða þegar um fordóma og mismunun eru að ræða, virtist sem gerendur fordóma, sem voru meirihluti, hefðu ekki tekið eftir því að það var minnihluti sem var neyddur þess að þola þá fordóma. Því miður er það oftast satt að meirihlutihefur fordóma í garð minnihluta, jafnvel ómeðvitað, og það lagast ekki nema meirihlutinn hlusti á minnihlutann. Vinur minn kvartaði einu sinni við mig: Allt varðandi tölvur er hannað fyrir fólk sem er hægri handar!" en hann er örvhentur. Satt að segja hafði ég aldrei spáð í þetta fyrr en hann sagði mér frá því.
Meirihluta-minnihluta samband er í eðli sínu afstætt. Meirihluta-minnihlutasamband á ákveðnum stað eða stundu getur verið í öfugt á öðrum stað eða stundu. Ég er t.d. í minnihluta sem Japani á Íslandi en ætlaði ég til Japans með íslenskum vini mínum til Japans væri ég samstundis og ég stigi út úr flugvélinni í meirihluta og íslenski vinur minn í minnihluta, jafnvel þótt við værum alveg þeir ,,sömu" og áður.
Þetta einfalda dæmi sýnir okkur mjög mikilvægan sannleika: meirihluti-minnihluti samband er alls ekki tengt við virði viðkomandi manneskju. Undantekningin er þegar það samband færir auka gildi. Í þessu samhengi færir ,,viðaukagildið" hér, t.d. að vera minnihluti, nokkur sérréttindi. Ég hef fengið, svo dæmi sé nefnt, mörg tækifæri til að kenna japönsku og kynna menningu okkar Japana hérlendis, en slíkt tækifæri hefði ég ekki fengið í Japan. Þetta er ,,viðaukagildi" mittsem fylgir því að vera Japani á Íslandi.
Minnihluti á ekki minna skilið
Talsverður hluti fordóma og mismunun gegn minnihluta virðist að stafa af ruglingi á þessu, nefnilega hvort einhver sé í minnihluta eða ekki hefur ekkert samband við hvort viðkomandi sé með jafn, minna eða meira gildi og aðrir í meirihluta. Engu að síður við ruglumst svo auðveldlega eins og að vera öðruvísi en ,,venjulegur" meirihlutahópur varði gildi eða virði sem sérhver okkar er með, enda við miskiljum þannig að minnihluti eigi skilið minna virði.
Í samfélagi okkar eru ýmis konar ,,minnihluta"hópar til, sem varða þjóðarbrot, ríkisfang, kynhneigð, trúarbrögð, heilbrigði o.fl. Fólk sem er í minnihluta varðandi eitthvert af ofangreindu mun læra að það að vera í minnihluta er því næstum eðlilegt. En það er líka hægt að alast upp við eðlilegar aðstæður í meirihluta í sínu lífi. Dæmi um slíkt er innfæddur, íslenskur unglingur, sem fæddist og ólst upp í Reykjavík, heilbrigður og gagnkynhneigður, fermdist í þjóðkirkjunni og stundar nú nám í menntaskóla.
Síðarnefnda lýsingin er eins konar staðalmynd af ,,venjulegum" Íslendingi. Égveit ekki hversu margir unglingar passa við þessa staðalmynd en slíkur ,,staðalmyndar"unglingurgæti fyrst fundið sjálfan sig í minnihluta þegar hann fer í háskólanám til útlanda.Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að unglingar í aðstæðum meirihlutakynni sér ekki aðstæður minnihluta og hugsi um þær. Ég bendi aðeins á hvað gætigerst, fylgist hann ekki með aðstæðum minnihluta í kringum sig.
Ég tel að það sé mjög mikilvægt að sérhver unglingur (og ekki síst við fullorðnir) hugsi virkilega um mál sem varðar minnihluta í samfélaginu. Það er þess vegna nauðsynlegt að tryggja tækifæri þar sem ungt fólk í meirihlutanum og minnihlutanum finni snerti flöt í lífi hvers annars, eigi samskipti og tali saman á einhvern hátt. Það sem mér finnst mikilvægast er að hlusta á raddir minnihluta á mismunandi sviðum lífsins. Fræðslan kemur ekki endilega sjálfkrafa til unglinga. Þetta er verkefni sem við öll þurfum að hanna, skipuleggja og framkvæmda með þeim skýra tilgangi að byggja samfélag gagnkvæmrar virðingar á Íslandi.
- Fyrst birtist í Mbl. 6. jan. 2010 -
9.12.2009 | 14:49
Hinn alþjóðlegi mannréttindadagur 10. des.
10. desember kl. 20.00 í Amnesty-salnum, Þingholtsstræti 27, 3. hæð
Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum; 1. gr. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.
Í tilefni hins alþjóðlega mannréttindadags 10. desember og 16 daga átaks gegn kynbundu ofbeldi efna Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands til sameiginlegrar dagskrár í Amnesty-salnum, Þingholtsstræti 27, 3. hæð, kl. 20:00.
Bann við mismun er hornsteinn hins alþjóðlega mannréttindakerfis sem á upphaf sitt í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á allsherjarþingi samtakanna hinn 10. desember 1948.
I tilefni dagsins verða sýndar tvær nýjar íslenskar heimildamyndir sem fjalla um mannréttindi frá ólíkum sjónarhornum og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur nokkur lög.
Sýndar verða myndirnar: Taktu þátt eftir Sörku Wohlmuthovu, sem beinir sjónum að reynsluheimi ungra kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Athvarfið eftir Kristínu Tómasdóttur og Garðar Stefánsson, heimilda-/og kynningarmynd um Kvennaathvarfið.
Dagskráin hefst kl. 20.00, aðstandendur myndanna munu sitja fyrir svörum.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
- úr fréttatilkynningu -
8.12.2009 | 12:48
Trú og fordómar - málþing 9. des. kl.17:00
Trú og fordómar - málþing á vegum Samráðsvettvangs trúfélaga
Samráðsvettvangur trúfélaga á Íslandi heldur málþing um trú og fordóma í samvinnu við Trúarbragðafræðistofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands í safnaðarheimili Neskirkju miðvikudaginn 9. desember kl. 17. Málþingið er liður í verkefninu Jafnrétti nú sem er styrkt af Progress, jafnréttis- ogvinnumálaáætlun Evrópusambandsins.
Pétur Björgvin Þorsteinsson, Evrópufræðingur (MA) og djákni í Glerárkirkjuflytur erindið "Fordómar í garð trúarbragða. Af íslamfælni,votta-Jehóva fælni, öfgafælni og öðrum and-fjöltrúarlegum viðhorfum sem þáttumútlendingafælni (xenophobia)."
Stutt innlegg um trú og fordóma flytja:
Adam Anbari frá Menningarsetri múslima á Íslandi
Eygló Jónsdóttir frá SGI Búddistum
Guðlaug Tómasdóttir frá Veginum
Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoðifrá Ásatrúarfélginu
Fundarstjóri er Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandiframkvæmdastjóri Alþjóðahúss.
*
Samráðsvettvangur trúfélaga, lífsskoðunarfélaga um trúarleg efni ogsamstarfsaðila þeirra á Íslandi var stofnaður í nóvember 2006. Aðild að honumeiga Ásatrúarfélagið, Bahá´í samfélagið, Búddistafélag Íslands, Félag Múslima áÍslandi, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Vegurinn, Heimsfriðarsamtökfjölskyldu og sameiningar, kaþólska kirkjan, Kirkja Jesú Krists hinnasíðari daga heilögu, Kirkja Sjöunda dags aðventista á Íslandi, Krossinn,Menningarsetur múslima á Íslandi, SGI á Íslandi, Söfnuður Moskvu-Patríarkatsinsí Reykjavík og Þjóðkirkjan. Samstarfsaðilar eru Alþjóðahúsið ogTrúarbragðafræðistofa Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
- úr fréttatilkynningu-