Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Langdregin óvissustaða er mannréttindabrot


Mig langar að vekja athygli á málefnum hóps sem á undir högg að sækja á Íslandi; hælisleitendum. Málsmeðferð hælisumsóknar hérlendis er löng og það getur tekið allt að fjórum árum að komast að niðurstöðu. Í þessu samhengi er rétt að benda á nokkur atriði sem þarfnast frekari umræðu í þjóðfélaginu og úrbóta, t.d.:

1. Réttmæti synjunar um hæli út frá alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins.
2. Lengd biðtíma hjá umsækjanda og lífskjör á þeim tíma.
3. Staða umsækjenda sem fá endanlega synjun um hæli en eiga hvergi athvarf.

Það er einkum þriðja atriðið sem ég vil fjalla um hér. Hælisumsókn er fyrst unnin hjá Útlendingarstofnun en ef úrskurður er neikvæður þá má áfrýja honum ti dómsmálaráðuneytis. Ef ráðuneytið staðfestir synjunarúrskurðinn þá það endanleg niðurstaða. Í synjunar stendur undantekningarlaust að viðkomandi verði vísað úr landi hið fyrsta. Umsækjandi hefur rétt að kæra synjun til dómstóla en aðeins form hans og málshöfðun stöðvar ekki framkvæmd brottvísunar samkvæmt 33. gr. laga um útlendinga.  

Engu að síður getur framkvæmd brottvísunar frestast um ótiltekinn tíma. Hvers vegna? Helstu ástæður þess eru t.d.:

A)    Hætta á ofsóknum eða pyndingum er til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda).
B)    Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum.
C)    Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað.

Á Íslandi eru sex, sjö hælisleitendur núna sem hafa eytt meira en þremur árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Það er áhyggjuefni að þeir höfðu þegar verið í biðstöðu í tvö til þrjú ár áður en þeir fengu endanlega synjun. Þannig hafa þeir búið við stanslausa óvissu í  u.þ.b. fögur til sex ár.

Um er að ræða hælisleitendur sem fengið hafa endanlega synjun um hæli frá íslenskum stjórnvöldum en brottvísun hefur enn ekki verið framkvæmd af einhverri ástæðu. Mál nokkurra eru ennþá fyrir dómstólum en önnur ekki. Fólk fær bráðabirgðadvalarleyfi, sem skal endurnýja á sex mánaða fresti og myndar ekki grundvöll fyrir búsetuleyfi í framtíðinni.

Ef fólkinu tekst að útvega sér atvinnu á það kost á að sækja um atvinnuleyfi. Núna þegar atvinnuástand er slæmt þá er það fyrirsjáanlegt að vinnuveitandi vilji ráða fólk sem hefur fasta búsetu hérlendis frekar en einhvern sem á það á hættu að vera sendur úr landi fyrirvaralaust, hvenær sem er.

Takist fólki að fá vinnu þarf það að finna leiguíbúð og fóta sig í íslensku samfélagi. Þetta er talið sjálfsagt mál og ég er að mörgu leiti sammála. En við megum ekki gleyma því að viðkomandi lifir í stöðugum ótta við brottvísun og hefur ekki tækifæri til að gera nokkrar áætlanir um framtíðina. Hvernig myndi manni líða í þessum sporum í þrjú til fjögur ár án þessa vita nokkuð hvað yrði um mann eða hvort eða hvenær maður yrði sendur til baka til lands þar sem maður óttaðist jafnvel um líf sitt? Maður gæti ekki hafið sparnað fyrir ellina og maður myndi hika við að gifta sig og stofna fjölskyldu.

Öll glímum við óvissu og erfiðleika einhvern tímann í lífinu og þá verðum við að sýna styrk. En það eru takmörk fyrir því fólk þolir; sérstaklega þegar erfiðleikarnir og andlega þjáningin er ekki afleiðing óviðráðanlegra náttúruafla heldur löggjafar og stjórnsýslu lýðræðisþjóðar. Við verðum að gera meiri kröfur til okkar og hugsa betur um þá sem minna mega sín; það er mannréttindabrot að gera fólki að búa aðgerðalaust milli vonar og ótta árum saman. Viljum við í raun og veru að á Íslandi búi fólk án réttinda?

Ég fékk tækifæri til að heimsækja flóttamannabúðir í Sandholm í Danmörk í vor en þarna voru rúmlega tuttugu Írakar sem höfðu beðið í óvissu árum saman, jafnvel í sjö, átta ár. Hérlendis er viðkvæðið oft: ,,Já, sjáðu þá í Danmörku. Þriggja eða fjögurra ára bið á Íslandi er ekki neitt!“ Eigum við að hugsa svona? Ef nágrannaþjóð býr illa að hælisleitendum og verndar ekki rétt þeirra eigum við þá að hegða okkur eins? Það samræmist vart sjálfsmynd okkar um fullvalda þjóð sem virðir mannréttindi!

Loks langar mig til að minna á að á meðal okkar lifir fólk sem býr við þessar aðstæður; fólk sem óttast á hverjum degi að vera sent fyrirvaralaust úr landi - fólk sem vill aðlagast íslensku samfélagi en fær ekki tækifæri til þess. Krefjumst breytinga til að þessi litli hópur fólks fái tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi og taka virkan þátt í íslensku samfélagi.
    


(Birtist fyrst í Mbl. 2. mars sl. og síðan í Smugan.is/Smugunni.is)


Framtíðarsýn felur í sér innflytjendur!


Mig langar til að leggja nokkur orð í belg varðandi endurreisn og framtíðarsýn þjóðarinnar. Samkvæmt fréttum um síðustu mánaðarmót voru um 11.000 erlendir ríkisborgarar á íslenskum vinnumarkaði en 1.270 á atvinnuleysisskrá. Það þýðir að 10% erlendra ríkisborgara eru atvinnulausen hlutfallslega er það sami fjöldi og er á landinu öllu, en nú er um 10%atvinnuleysi á Íslandi.

Útlendingar sem störfuðu hér á landi en var ekki bundiðt.d. með fasteignir, fór úr landi fljótlega eftir að kreppunnar varð vart. Ég er ekki með nákvæmar tölur svo virðist sem fjöldinn sem fór hafi verið nokkur þúsund. Samkvæmt fréttagreiningu Fréttablaðsins 9. mars (2.bls.) gerir áætlun Vinnumálastofnunar ráð fyrir ap um mitt ár hafi erlendu vinnuafli fækkað um helming milli ára. 

Í fréttum er yfirleitt fjallað um innflytjendur eins og þeir væru einsleitur hópur en í raun erum við innflytjendur mjög mismunandi, bæði hvað varðar réttarstöðu á Íslandi og hvernig við tengjumst landinu. Mér virðist það bara eðlilegt að fólk af erlendubergi brotið sem ekki var bundið við Ísland nema í vinnu hafi kosið að leita nýrra tækifæra á öðrum stöðum í Evrópu. Það er hins vegar ekki valkostur fyrir alla innflytjendur. 

Þegar fólk af erlendu bergi brotið kom hingað til Íslands bjóst það ekki frekar en Íslendingar við slíkri kreppu sem við stöndum frammi fyrir. Hún var ekki inn í áætlun þeirra. Margir voru því búnir eða á leið að festar rætur sínar á Íslandi og búnir að eignast eignir eins og íbúðir eða bíla. Eins og allir vita er ekki auðvelt að losa slíkar eignir í árferði sem þessu og því hefur hið erlenda fólk, ekki frekar en margir Íslendingar, tækifæri til þess að flytjast búferlum á þessum erfiðu tímum og er því fast hér. Einnig er það fólk eins og flóttamenn eða hælisleitendur sem hafa engan annan stað að snúa til baka.

Ekki má heldur gleyma því að talsverður fjöldi innflytjenda er þegar orðinn íslenskur eða þá að þeir hafa persónuleg tengsl við landið þar sem maki þeirra eða kærasti/a er íslenskur og þar með oft börn. Þeir myndu fremur að vera á Íslandi og taka þátt í endurbyggingu þjóðarinnar.

Þeim hópi tilheyri t.d. ég sjájfur. Foreldrar mínir og ættingjar í Japan spyrja mig ofthvort ég vilji ekki snúa aftur til Japans. Þau eru bara að sýna mér umhyggju en satt að segja brá mér fyrst. Líf mitt á Íslandi er hluti af ævi minni og ég ætla ekki að skipta um búsetu mína svo auðveldlega vegna þess að öldur hafsins virðast óyfirstíganlegar. Fyrir mig snertir þetta einnig virðuleika manns. Og ég vil fullyrða að mörgum innflytjendum líður eins og mér.

Nú er kosningarbarrátta hafin. Áætlanir um endurreisn þjóðarinnar og stefnur um framtíðarsýn munu vera rædd fram að kosningunum og síðan mun hin mikla enduruppbygging hefjast í alvöru. Það sem ég óska eftir er að hver stjórnmálaflokkur hafi tilvist okkar innflytjenda í huga í kosningastefnu sinni, þar sem við erum hluti af íslensku þjóðinni og viljum taka virkan þátt í enduruppbyggingunni.

Málefni innflytjenda ætti að vera sem víðast, helst í sérhverri stefnugrein, eins og menntamál, heilbrigðismál eða atvinnumál, fremur en að móta sérstaka “innflytjendastefnu” utan annarra mála
. Þegar við ræðum framtíð þjóðarinnar, eigum við ekki þá hafa framför í hugsjón okkar? 


(birtist í Smugan.is/Smugunni.is fyrst, og í Mbl. í dag)



Evrópuvika gegn kynþáttamisrétt hefst

21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu í minningu 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Í tengslum við 21.mars er haldin Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti og hún miðar að því að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Frá 14-22. mars munu hundruð samtaka og stofnana í Evrópu standa að viðburðum þar sem unnið er gegn kynþáttamisrétti.


Atburðir haldnir 19. mars

Á Íslandi mun fjöldi samtaka og stofnana standa að ýmsum viðburðum í tengslum við Evrópuvikuna s.s. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Rauði krossinn, Fjölmenningarsetur í vestfjörðum, SGI búddistafélag ásamt KFUM, KFUK og Hjálpræðihernum á norðurlandi.

Þann 19. mars munu ofangreindar stofnanir og samtök halda sameiginlega atburði á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, á Ísafirði og í Reykjanesbæ.

Höfuðborgarsvæði:
Atburðurinn verður haldinn í Smáralind (1. h.)og þá safnast unglingar frá ýmsum samtökum safnast saman kl. 16:00 og dreifa gangandi gestum fræðsluefni um kynþáttamisrétti. Síðan verða mörg skemmtunaratriði í boði eins og t.d. danskennsla eða fjölmenningar-“twister” leikur milli kl.17:00 -18:00.

Akureyri:   
Unglingar mætast k.16.30 í Glerártorgi og  kynna fræðsluefni gegn mismunun fyrir vegfarendum á Glerártorgi ásamt því að sýna dans- og tónlistaratriði.

Ísafirði:
Unglingar munu safnast saman í verslunarmiðstöðinni Neista kl. 16:30 -18:00 og spjalla við vegfarendur um fordóma og mismunun.

Reykanesbæ:

Nánara verður tilkynt síðar.


Kynþáttahatur og fordómar á Íslandi?

Birtingarmyndir kynþáttahaturs eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttahatur nær yfir vítt svið - allt frá fordómum til ofbeldisverka. Hingað til hefur kynþáttahatur á Íslandi birst helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu - þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem ,,hreinir” Íslendingar.

En eftir bankahrunið sl. október eru þeir því miður margir sem bera því vitni að beinir fordómar gegn fólki af erlendum uppruna hafa aukist, þ.e.a.s. að kastað er að fólki ljótum orðum og það gert af skotmarki, e.t.v. vegna þeirrar reiði sem býr í fólki vegna ástandsins í landinu.  Slíkt má ekki eiga sér stað í þjóðfélagi okkar og að sjálfsögðu verður því harkalega mótmælt.
En við megum ekki gleyma því að berjast einnig við “dulda fordóma” sem gætu jafnvel falist í okkur sjálfum.

Ungmennin eru í aðalhlutverki í viðburðunum þann 19. mars en tilgangur dagsins, ásamt boðskapi Evrópuvikunnar, á erindi við alla í þjóðfélaginu.



Að vera “straight” í samfélagi


Stórt hlutfall Íslendinga njóta Facebook í dag. Einsog við vitum, eigum við að gefa grunupplýsingar um okkur sjálf eða kynningu eins og nafn, aldur, pólitíska afstöðu o.fl. þegar við byrjum í Facebook. Meðal annarra er atriði hvort við höfum áhuga á karlmönnum eða konum. (Interested in: Men, Women)

Að sjálfsögðu þurfum við ekki að gefa upplýsingar ef okkur þykir óþægilegt, en þar sem ég er mjög gefandi (?) manneskja í eðli mínu, seti ég merki bæði á “Men” og “Women” þegar ég gekk í Facebook-samfélag fyrst. Ég túlkaði þessa spurningu einfaldlega þannig hvort ég vildi eignast bæði stráka og stelpur sem Facebook-vini.

Eftir nokkra daga sagði sonur minn, sem var 17 ára á þeim tíma, við mig: “Pabbi, af hverju ertu að merkja bæði karlmenn og konur?” Grin Hann sagði vinir hans bendu sig á það. Ég svaraði eins og ég hélt í byrjun að ég þurfti ekki að takmarka Facebook-vini eftir kyn fólks. Þá sonur minn og stelpan mín (14 ára) sögðu; “Nei, nei, það þýðir að pabbi leitar að báðum karlmanni og konu!”  Ég mómælti þeirri skoðun en ég tapaði. Crying Og ég ákvað að sleppa það atriði frá persónulegrum upplýsingum um mig.

Sem prestur skrifaði ég oft í dagblaði á undanfarin ár um mál sem vörðuðu giftingu samkynhneigðarfólks eða fordóma innan kirkjunnar gegn fólki af samkynhneigð. Ég styð við að samkynhneigðarfólk gifti sig í kirkju með blessun Guðs eins og annað fólk nýtur venjulega.

Og hugsanlega út af því spýr fólk sem ég mæti stundum; “Ertu samkynhneigður?”.  Þetta gerist ekki alltaf, en eftir því sem ég man núna, 3-4 sinnum í síðasta eitt ár.
Staðreynd er sú að ég er gagnkynhneigður maður, bara einfaldlega. 

En spurning eins og “Ertu samkynhneigður?” er “tricky” á nokkurn veginn. Woundering Ef ég svari með “ !! ” merki eins og “NEI! Ég er alls ekki!”, þýðir það að ég vil aðskilja sjálfan mig í burt frá samkynhneigðarfólki enda slíkt er jú ekkert annað en tjáning mín af  fordómum gegn því. Ég segist ekki vera með neina fordóma sem varða samkynhneigð, en a.m.k. ég er ekki með slíka með vitund mína (Maður getur verið með fordóma án þess að vera meðvitaður um þá.), því mig langar ekki að svara spurningunni á þennan hátt.

Mér þykir hins vegar einnig óþægilegt ef fólk í kringum mig misskilur mig eins og ég væri samkynhneigður maður. Ástæðan er mjög einfald. Ég er fráskilinn maður undanfarin tíu ár (Guð!! 10 ár nú þegar!! Shocking ) en mig langar til að deila lífi mínu sem er eftir með einhverri góðri konu ef Guð leyfir mér það. Mér sýnist það sé ekki eftirsóknarvert að ég bý einan þegar ég verð kominn í 65 ára aldur. Ég á engan ættingja hérlendis nema tvö börn, en börnin eiga að fara í burt frá mér til þess að lífa lífi sínu (eins og ég gerði sjálfur til foreldra minna).

Þess vegna er að eignast eigin kærustu æðri í forgangsröð í lífsáætlun minni - lengi - en það hefur reynst að vera mjög erfið barátta hingað til. (Gamall, trúaður á skrýtinn hátt, útlenskur, lágvaxinn, alvarlegur maður sem talar ekki prýðilega íslensku, er ég! ) Og til þess að leiða barátuna til hagsbóta minna þarf ég að losa við hindrun sem mest. En ef “góðar konur í framtíðarsýni mínu” misskilja þannig að ég væri samkynhneigður maður og fara fram hjá mér vegna þess, mun það vera hin stærsti “disaster” fyrir mig!!  Pinch

Þess vegna er ég búinn að ákveða að svara þegar einhver spurði mig hvort ég sé samkynhneigður: “Nei. Ég er gagnkynhneigður” - í rói, friði og brosi og "STRAIGHT". Cool

Dag í dag er margt orðið flóknara eins og að panta kaffí (Kaffi eða decaff? Með sykur eða ekki? Með ljómi eða ekki? Einfald eða tvöfald? ) eða pizzu (8, 10 eða12 tomma? Þrenns konar ofanálagi í boði - hvað viltu? Tilboð með góssi? Fjölskyldutilboð?) og ekki síst um að hvernig strákur (eða stelpa) nálgast góða manneskju fyrir sig –“Einhleyp, gift eða í sambandi? Gagnkynhneigð eða samkynhneigð? Fyrrverandi karl eða "original"?  Með börn eða ekki? Íslensk eða innflytjandi? Ofsatrúuð, trúuð, áhugalaus eða “anti”-trú? Smoke eða nonsmoke? ....o.fl.

Jæja, en þetta er það sem við gjarnan borgum fyrir mannréttindi og fjölbreytileika í samfélagi okkar. Heart

 


„Fangaskipti" í kreppunni


Þessar fréttir virðast að gleðja geðþótta nokkurs fólks sem finnst gaman að vera hart í garð útlendinga á Íslandi. “Sjáið, Bandaríkjamenn gera sama til Íslendinga”.

En er það málið? Bandaríkin eru alls ekki “dream land” eins og við vitum alveg nóg ( þó að ég sé frekar hrifinn af Bandaríkjunum og fólk þarna sjálfur. En það er annað mál.) Það er ýmislegt sem er ótrúlegt (neikvætt) í Bandaríkjunum. Það má segja hið sama um Bretland, Þýskaland eða Japan. Réttlætist eitthvað í samfélaginu okkar með því að benda á vandræði í nokkurri þjóð og segja “hann gerir þetta, hún gerir þetta” ? 

Í fréttunum tjáir Páll Þór vonbrigði þitt og reiði til aðstæðna í Bandaríkjunum. Eigum við að taka skilaboð hans sem afsökun til þess að Íslendingar gera sama til útlendinga hérlendis? Eða eigum við að taka þau sem ábendingu á eitthvað sem ætti ekki að eiga sér stað hvar það sem er? 

Ég vil ekki halda í dómsgreind minni á ábendingu eins og “UK gerir þetta” eða “USA gerir hitt”. Ég vil byggja dómsgreind mína á mannréttindi, virðileik manna og kærleik, þar sem þau eru leiðarljós fyrir okkur sem skipta málum okkar. 

“Þeir gerðu þetta” “Þið gerðuð hitt” leiðir okkur aðeins í ringulreið af óvirðungu og ávirðingu. Mig langar ekki að sjá Ísland gengur í þessa ringulreið. Mig langar að sjá Ísland gerir eitthvað betra og meira skapandi en í öðrum þjóðum, og kennir Bandaríkjunum um það.  



mbl.is „Fangaskipti" í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farðu heim, góði minn


Þetta er alvarlegt mál.

Í núgildandi lögum um útlendinga eru set grunskilyrði fyrir dvalaleyfi útlendinga (útan EES) og þau gilda einnig fyrir nánustu (útlenska) aðstandendur Íslendinga.
Megin skilyrði eru að framfærsla viðkomandi, sjúkratrygging og húsnæði er tryggt. Sambúðarmaki telst til nánustu aðstandenda.  

Lög um úlendinga breytast sífellt og ég man ekki hvenær framfærsluskilyrðin voru set æðri en réttindi þess að hjón eða sambúðarmenn búa saman hérlendis.

Að sjálfsögðu skil ég hvers vegna lögin kveðaá framfærslu útlendinga sem skilyrði dvala þeirra. En, STÓR EN, þessi lög voru set þegar aðstæður þjóðfélagsins voru ekki eins og þessa daga. Engin lög eða tryggingarkerfi byggjast á uppgerð (assumption) um stórar kreppur eins og við mætumí samfélaginu.

Því hvort sem Íslendingur eða útlendingur erað ræða, finnst mér rétt og nauðsynlegt að framkvæma lagaákvæði og fleira semvarða framfærslumál með tillitssemi til sér-aðstæðnanna. Reyndar krefjast margir Íslendingar þess að njóta sér- eða öðruvísi afgreiðsluhátta en venjulegt varðandi greiðslu íbúðarlán og fl. Mér finnst þetta bara eðlilegt.

Þá hvað um framfærsluskilyrði útlendinga eða rétt til atvinnuleysibóta?  Hér á égekki við útlenskan mann sem er kominn hingað með tímabundið verkefni, heldur mann sem hefur verið búsetur fast eins og Jonas í fréttunum.

Hugsum hvað gerist til dæmis Bandaríkin segja hið sama varðandi framfærsluskilyrði fyrir dvalarleyfi eins og Jonas á Íslandi? Ef hann og sambúðarmaðurinn hans flýtjast til Bandaríkjanna og sambúðarmaðurinn getur ekki sýnt fram framfærslu sína og því þau geta ekki búið saman í Bandaríkjunum? Þá eiga þau engan stað til að vera með. 

Það sem er óheppilegt fyrir okkur útlendinga er kannski að við höfum engan sem talar sterklega fyrir hönd okkar og semja við valdið um málið. Ég óska þess innilega að viðkomandi valdið sjái um málið með mannlega skynsemi og sanngjarnt viðhorf.

 


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hælisleitendur í hungurverkfalli


Þjóðfélagið okkar er mjög upptekið af fjármálakreppunni um þessar mundir, enda ástæða til. Margir hafa um sárt að binda, eru hræddir og vilja fá lausn mála sinna. Íslendingar krefjast úrræða og eru samt neyddir til að vera í eins konar ,,biðstöðu“ meðan óvissuástand ríkir.

Margt fólk er að ganga í gegnum erfiðleika sem tengjast ekki fjármálakreppunni, eins og sjúkdóma, skilnaði eða missi ástvina. Hælisleitendur á Íslandi tilheyra þessum hópi. Frá sl. sumri hefur verið frekar mikil umræða um málefni hælisleitenda. Þrátt fyrir hana hafa grundvallaratriði í hælismálum ekki breyst til hins betra. Hjá þeim er viðvarandi óvissuástand frá fyrsta degi á Íslandi þar til mál þeirra er ráðið til lykta, en það getur tekið mörg ár.

Þrír hælisleitendur hafa verið í hungurverkfalli frá 3. nóvember sl(Einn þeirra hætti eftir nokkra daga. Tveir eru ennþá í verkfalli á 12. dag). Þeir eru allir karlmenn frá Asíu- eða Afríkuríkjum og hafa dvalist á gistiheimili í Reykjanesbæ í tvö til fjögur ár.
Þeir segja: ,,Við vorum búnir að bíða tvö, þrjú, fjögur ár en ekkert gerðist. Við þáðum smá vasapeninga og föt frá öðru fólki og búum í gistiheimili þar sem fjölskyldan okkar er ekki. Við getum ekki lært eða unnið þó að við viljum það gjarnan. Við erum jú þakklátir fyrir aðstoð og velvilja, en samt er slíkt ekki líf sem við viljum.“

Þeir vita að íslenska þjóðfélagið er núna að glíma við mjög sérstaka erfiðleika en segja jafnframt að aðstæður heimalöndum þeirra séu slæmar þar sem mannréttindi og réttlæti eiga undir höggi að sækja og þess vegna urðu þeir að flýja þaðan. Þeir komu til Íslands til þess að lifa af, en hérna þurfa þeir áfram að glíma við annars konar erfiðleika.

Með hungraverkfallinu eru þeir að vonast til að fá almennilegt dvalarleyfi á Íslandimog vekja athygli á aðstæðum sínum. ,,Okkur langar ekki í ráðstafanir til bráðabirgða. Slíkt ferli er nú orðin óþolandi pína fyrir okkur. Við þolum tvö, þrjú ár af þessari óvissu en við getum ekki þolað þessar aðstæður áfram mörg ár til viðbótar “.

Sem prestur innflytjenda og einnig sjálfsboðaliði hjá öðrum samtökum fer ég oft í heimsókn til þeirra. Ég hef þekkt þá í langan tíma enda hafa þeir verið á gistiheimilinu nokkur ár. Það er ýmislegt sem við getum rætt eins og sem vinir. Ég ætla ekki að mæla með því að þeir haldi áfram í hungraverkfallinu, en mér finnst hins vegar þeir hafa margt til síns máls, sem nauðsynlegt er að skoða. Það er engin ástæða til þess að fólk þoli óvissu og stöðnun í lífi sínu í mörg ár, þegar það kemur og leitar hælis á Íslandi. Okkur ber að hjálpa til við að gera aðstæður sem mannúðlegastar fyrir þessa einstaklinga. Hvað stendur í vegi okkar?

Í tilvikum þessara manna hefur engin veruleg ástæða til brottvísunar fundist á seinustu árum. Er þá ekki réttara að veita þeim dvalarleyfi með skyldum og ábyrgð sem í því felst að vera löglegur íbúi í landinu, fremur en að koma fram við þá eins og stofufanga?



Verða þeir að þykja "samþjappaður hópur manna" ?


Mikið virðist hafa verið rætt varðandi húsleit lögreglu við dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ og skoðanir hafa heyrst frá báðum megin með eða á móti slíkum aðgerðum.
Raddir frá lögregluyfirvöldum leggja áherslu á þá staðreynd að nokkurir af hælisleitendum voru grunaðir að fela sannargögn eins og vegabréf til þess að reynast að vera annar maður en viðkomandi segist eða söfnuðu peningum með því að stuðla að vinnu án atvinnuleyfis.

Hins vegar heyrit gagnrýni og efasemd að aðgerðunum líka. Hún er eins og t.d.:
A) Húsleitin átti að vera einungis við grunaða einstaklinga heldur en við “alla” hælisleitendur, B) Var lögreglan með rétt til að innheimta peninga sem fundust í húsleitinni strax í staðnum? eða C) Voru aðgerðirnar ekki ofharðar sjálfar og urðu óþarfa ógn til saklausra hælisleitenda?

Mig langar til að benda á nokkur atriði um málið.

Í fyrsta lagi, getur það verið staðreynd að nokkrir hælisleitendur standa á ranga forsendu eða reyna að svíkja eitthvað í máli sínu. En það þýðir ekki að lögreglan megi nota vald sitt yfir alla hælisleitendur, sem “samþjappaðan hóp manna”. Þeir eru ekki einn hópur frá upphafi, heldur þeir eru komnir smáum saman í sama húsakynni eftir að þeir sóttu um hæli. Húsleit ætti að vera framkvæmd einungis hjá hinum grunaða. Er þetta ekki grundvöllur lagakerfisins á Íslandi? Eða skiptir það engu máli ef hælisleitandi er að ræða?

Mér sýnist nú þegar tókst lögreglunni á nokkurn veginn það að móta ímynd um hælisleitenda sem “glæpagrunaða” og slík ímynd er fordómafull og slæm. Slík eru fordómar og vanþekking sem margir sem starfar í kringum hælisleitendur reyna að brjóta niður.

Í öðru lagi getur það líka staðreynd að nokkrir þeirra hafa unnið án leyfis og sparað peninga fyrir sig og þetta er brot á lögum. Ég myndi aldrei segja að slíkt væri í lagi, en ef við tölum um þetta atriði skulum við athuga við aðra hlíð málsins líka. Það er önnur staðreynd að lang flestir hælisleitenda verð að bíða þangað til sitt mál komi í endanlega niðurstöð og það tekur tvö til þrjú ár. Hingað til urðu þeir aðeins að eyða daga með engan tilgangi hvers dags. Ég þori að kalla svona ástöðu “andlega pyntingu”. Nú breytast löginn í þá átt svo að hælisleitendur mega vinna fljótlega eftir komu til landsins (þó að það séu skilyrði til staðar auðvitað) og mér finnst það sanngjarnt að skoða vinnu án leyfis hælisleitenda í þessari breytingu.

Síðast en ekki síst, tel ég að sú staðreynd má ekki gleymast að það er fólk í heiminum sem verður að leita hælis í öðrum löndum en í heimalandi sínu. Margar þjóðar viðurkenna hana og reyna að virða réttindi flóttamanna og hælisleitenda eins og sést í Flóttamannasamningnum SÞ (1951, viðbótarákvæði 1967) og mér skilst Ísland er aðildarríki þess. Það eru til staðar ýmsar frekari reglur og samkomulag meðal þjóðanna, en allt á að styðja gruntilganginn, sem er að virða mannréttindi flóttamanna og vernda.

Þegar ég hlusta hvernig embættismenn í yfirvöldum tala um mál hælisleitenda hérlendis eins og t.d. um mál Paul Ramses eða um þetta mál um húsleit, sýnist mér eins konar ruglingur eigi sér stað hvað í hælismálum er aðalatriði og hvað er fylgisatriði.

Er æðist atriði í hælismálum ekki ávallt að reyna að taka á móti flóttamönnum sem leita hælis og vinna á þessari forsendu, fremur en að ganga á forsendu efasemdar, þó að það sé jú nauðsynlegt að kanna nánara um mál? Sérhver lög og reglur eiga sinn anda og tilgang, sem samræmist við hugtak mannréttinda. Mega þau ekki gleymast sérstaklega meðal dómsmálayfirvöldanna?



Gleymum ekki hælisleitendum á Íslandi


Í gær 20. júní var alþjóðlegur dagur flóttamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Undanfarið hefur mikið verið rætt um móttöku flóttamanna frá Palestínu sem væntanlega koma hingað til lands seinnipart sumars, og ég ætla ekki að snerta það hér.
Almennt hefur móttaka flóttamanna gegnum SÞ gengið afar vel og litið er á íslenska mótttökukerfið sem fyrirmynd í öðrum Evrópulöndum. Kerfið byggist upp á því að nýta sjálfsboðaliða til virks stuðnings og að mínu mati tekst það vel og sýnir hvernig nýta má smæð þjóðarinnar til góða.

Á Íslandi er þó einig að finna annan flóttamannahóp. Þetta eru flóttamenn sem ekki eru á vegum SÞ, svonefndir hælisleitendur. Hælisleitendur eru flóttamenn í þeirri merkingu að margir flýja ofsóknir í landi sínu en hafa ekki fengið formlega viðurkenningu SÞ á stöðu sinni sem flóttamenn. Með því að sækja um réttarstöðu flóttamanns óska þeir eftir hæli og vernd hér á landi.
Þeir eru ekki taldir flóttamenn frá upphafi, heldur eru flokkaðir sem hælisteitendur eftir komu sína til landsins. Í samanburði við flóttamenn sem koma hingað fyrir tilstilli SÞ, þá er viðgjörningur við hælisleitendur nokkuð rýr.

Meðferð hælisumsóknar fer fram á nokkrum stigum. Fyrst fer Útlendingastofnun yfir sameiginleg gögn útlendingaeftirlitsstofnana annarra Evrópulanda. Ef í ljós kemur að umsækjandi hefur þegar sótt um hæli í öðru ríki í Vestur-Evrópu , þá er hann fluttur til þess ríkis, þar sem fyrsta ríki ber ábyrgð á viðkomandi umsækjanda. Ísland er eyja og því hafa flestir þeirra sem koma til Íslands leitað hælis hjá annarri Evrópuþjóð. Af þeim sökum fækkar hælisleitendum mjög á þessu stigi umsóknarferlisins.

Ef Ísland er fyrsta landið þar sem umsækjandi sækir um hæli, þá hefst ákveðið rannsóknarferli. Þetta er annað stig umsóknarferlisins. Það tekur Útlendingastofnun að jafnaði langan tíma að úrskurða í máli umsækjandans sem hefur ekkert annað að gera á meðan en að bíða. Á meðan á þeirri bið stendur dvelja flestir hælisleitendana á gistiheimili í Reykjanesbæ. Fjöldi þess fólks sem nú eru í biðstöðu er um þrjátíu manns, þ.á.m. smábörn og unglingar. Biðin getur varað frá einu í þrjú ár. Það er erfiður tími fyrir hælisleitendur bíða milli vonar og ótta um ótiltekinn tíma, með þungar áhyggjur af því hvað framtíðin beri í skauti sér.Segja má að á þessum tíma séu hælisleitendurnir í eins konar andlegri einangrun.

Þó umsækjandi fái endanlega synjun um hæli hér á landi, þá er mögulegt að fresta framkvæmd brottvísunar. Á það við um tilfelli þar sem ekki er hægt að sannreyna hvaða ríki er í raun heimaland umsækjanda eða þegar ættlandið vill ekki taka við honum aftur. Þetta er þriðja stig ferlisins og er eins konar „limbo“ staða. Sem betur fer eru ekki margir í þessari stöðu á Íslandi, en t.d. í búðum í Sandholm í Danmörku, sem ég heimsótti um daginn, voru fjölmargir hælisleitendur sem höfðu neyðst til að vera þar í 7-8 ár. Ég spyr sjálfan mig hvort þetta teljist ekki ómannúðlegar aðstæður sem enginn ætti að þurfa að þola.

Ofangreint er mjög stutt kynning á aðstæðum hælisleitenda á Íslandi. Mér finnst eðlilegt að teflt sé fram ólíkum skoðunum í umræðunni um málefnið. Það hlýtur að vera skoðunarmunur á milli þeirra sem starfa í mannréttindasamtökum og þeirra sem helga sig því að vernda samfélagslegt öryggi. Það skiptir þó máli að umræðan fari fram á opinberum vettvangi og að um málefnið sé fjallað um víðast í þjóðfélaginu og að fólk fái nægar upplýsingar til þess að umræða geti farið fram á málefnalegum grunni.

Málefni hælisleitanda eru enn nokkuð á huldu og hópurinn lifir í skugga hinn s.k. kvótaflóttamanna. Við sinnum flóttafólki sem kemur á vegum SÞ afar vel, hvers vegna sinnum við ekki hælisleitendum ekki á sama hátt? Ég er viss um að Íslendingar myndu allir vilja leggja meira af mörkum ef þeir þekktu betur aðstæður hælisleitenda.

Loks vil ég vekja athygli á því að Mannréttindaskrifstofa Íslands og RKÍ hafa þýtt handbók Flóttamannastofnunar SÞ um réttarstöðu flóttamanna sem var afhent dómsmálaráðherra í tilefni af flóttamannadeginum. Bókin er fyrir þá sem vinna að hælisleitendamálum en nýtist jafnframt áhugafólki um málaflokkinn.



Jeg flyver


Jeg flyver
j
eg har en vinge

og jeg er en fugl
Men jeg har kun én vinge
Jeg har en far og en mor
Jeg er klar til at flyve
Så flyver jeg
sammen med min far og mor

Jeg flyver og flyver
Så ser jeg fugle
der er fanget i en snor
Så vil jeg befri dem
De kalder på mig
Hjælp hjælp
Så går jeg ned
og hjælper dem



    (Stewart; 10 år Asylbarn fra Irak)


Úr kveðjukorti af Tvær-kulturelt Center í DK
www.tvaerkulturelt-center.dk 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband