Færsluflokkur: Ljóð

Barnæska


rain_drop.jpg
 
 
 
 
 
           Yrðu tár mín 
           að regndropum í sólskini
           eða frækornum appelsínu
 
           myndi ég láta þau falla
           einu sinni enn 


 

                                                                - Barnæska; júní 2009 TT -

 
 

Fagurfífill


oxeye-daisy-1.jpg
 
 
 
 
             Bros flýtur
             eins og kringlótt blaðra
             bundin við grænan þráð úr jörð
 
             og horfir upp til himins
             þar sem móðir sól þín geislar
 

 
                                                        - Fagurfífill; júní 2009  TT - 
 


Mér þykir gaman að íslenskum ljóðum


Lengi var ég búinn að vanrækja það að skrifa í bloggi mitt. Aðal ástæaða var sú að ég var úti nokkrar vikur en allavega vandist ég auðveldlega því að gera enga færslu í blogginu. 
En maður á að vera virkur a.m.k. í helstu áhugamálum sínum (annars hvers vegna lifir maður!?) og ég reyni að ýta mér svo að ég verði virkari aftur hér í blogginu.Cool

Í vetur birti ég ljóð mitt sem hét “Blóm” hér: 


Blóm opnastí fyllingu tímans 
get ekki látið það flýta sér 

en kann að vökva 
og færa í sólargeisla 

kann að bíða 
jafnvel biðja 

Því mér er annt um blómið 


En ég var ekki ánægður með síðastu línu. Það er fáránlegt að segja “mér er annt um blómið” eða “mér þykir vænt um það”, þar sem það er augljóst ef maður les fyrstu línur að ég er hrifinn af blómið. 

Þannig var eg á leit við lokaorð í ljóðinu. Eftir þrjú mánuði fann ég loksins línuna sem hentar því. Nú er “Blóm” lítur út fyrir að vera eins og: 


Blóm opnast í fyllingu tímans 
get ekki látið það flýta sér 

en kann að vökva 
og færa í sólargeisla 

kann að bíða 
jafnvel biðja 

fyrir brosi yfir blómkrónum 
 
 
untitled2_865717.jpg
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinsamlegast ekki misskilja mig. Ég er ekki að segja að þetta þjóð sé gott kvæði eða ég sé duglegur í ljóðagerð. (I cannot be that arogant!) 
Það sem mig langar að segja er að það er gaman að semja ljóð og leita að orði sem er rétt og ánægjulegt til að tjá tilfinningu sína og að deila því með öðrum, jafnvel fyrir útlenskan mann eins og mig! Wink   

(Ég játa það að ég þurfti að fá aðstoð frá vini mínum og ljóðkennari minn, Davíð Stefánsýni til að tékka hvort væri rétt að segja “brosi yfir blómkrónum” eða “brosi yfir blómkrónur”. Ég kíkti í mörgum bókum en gat ekki fundið svar sjálfur.FootinMouth

Íslensk ljóð eru endalaus gamanefni fyrir mig og áhugaverð. 
Mmmmm, ég elska þau! Heart



"Big 3" ljóðaskáld landsins!!..??...?


Amtsbókasafnið á Akureyri er með fína vefsíðu sína og í henni stendur “ljóð vikunnar” þar sem safnið velur eitt ljóð fyrir hverja viku.

Núna birtir vefsíðan “Big 3” ljóðaskáld landsins og þetta á skilið að heimsækja og skoða !! ... a.m.k. fyrir mig. Tounge

http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/ljodvikunnar/nr/6475


Þetta er val Amtssafnsins og mótmæli verða afþökkuð!! Grin

 


Blóm

 
              b_m_795314.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Blóm opnast
í fyllingu tímans


get ekki látið það flýta sér

en kann að vökva
og færa í sólargeisla

kann að bíða
jafnvel biðja

því mér er annt um blómið

 

                                                                                  -  TT; jan. 2009 -


Gleðileg jól !


Það dregur nær jólum
Árin hrannast upp
Bros sést jafnt sem tár
í hringrás tímans
Það snjóar á jólum
yfir líðandi tíð
Árangur og andstreymi
hverfa í snjókyrrð

Jólin snúa nú aftur,
eyða sálarskuggum
Hvorki hroki né skömm
búa lengur í mér
Ég stari í birtuna,
þekki aftur hvað ég á,
sönn verðmæti lífsins
Þakka Guði gjöfina

Það dregur nær jólum
Árin hrannast upp



Jeg flyver


Jeg flyver
j
eg har en vinge

og jeg er en fugl
Men jeg har kun én vinge
Jeg har en far og en mor
Jeg er klar til at flyve
Så flyver jeg
sammen med min far og mor

Jeg flyver og flyver
Så ser jeg fugle
der er fanget i en snor
Så vil jeg befri dem
De kalder på mig
Hjælp hjælp
Så går jeg ned
og hjælper dem



    (Stewart; 10 år Asylbarn fra Irak)


Úr kveðjukorti af Tvær-kulturelt Center í DK
www.tvaerkulturelt-center.dk 


Blóðljóðablöndunarkvöld Nykurs


Á tímum þegar ráðamenn fórna höndum, þegar Öryggisráð virðist skipta öllu máli, og þegar matar- og bensínverð vex samhliða græna litnum, er ekkert sem stöðvar skáldin í að bjóða upp á ókeypis menningu. Skáldafélagið Nykur stendur fyrir þéttri og öflugri ljóðadagskrá næstkomandi sunnudagskvöld (kl.21:00 -), 18. maí, á efri hæð Barsins (með stóru b-i). Á boðstólum eru reynd skáld, hálfreynd skáld og fersk skáld; sannkölluð blóðljóðablöndun.

Nykurskáld:
Emil Hjörvar Petersen
Guðmundur Óskarsson
Halla Gunnarsdóttir
Oddur Sigurjónsson
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Sverrir Norland
Toshiki Toma

Gestaskáld:
Ísak Harðarson
Kristján Ketill Stefánsson


Skáldskapurinn hefst kl. 21:00 og verið öll velkomin!

- Fréttatilkynning frá Nykri -



Lítið vor


Lítið vor


Í ljósbláu lofti og hrollköldu
teygja trjágreinar sig með brumum

Þeim fæðast lítil vor

 

                                                         - jan. 2008 - 


Snjór að kveldi


Snjór að kveldi
tekur hvert hljóð götunnar í sig
Bæjarlíf hverfur í silfurjörð,
djúp kyrrð er eftir

Taki ég snjó með lófum mínum,
hljómar hlýja heimilis í eyrum?
 

Ég er eins og björn sem sefur á vetrin. Bara latur og latur og latur...ekki einu sinni að nenna að skrifa í bloggi mitt... á meðan að snjór þekjur bæinn.
Ég er að bíða eftir vor sem er komið nálægt nú þegar.
Ég vil fá snjó aðeins tvísvar eða þrisvar í ár og alls ekki sjá hann lengri en þrjá daga að sinni...

Eftir fjórða dag hverfur rómantísk hugmynd mín um snjó í burtu.
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband