Færsluflokkur: Ljóð

Til þín, sem ert farin


                 ZARD_01
                


Til þín, sem ert farin


Tár í augum mínum
ættu að vera vegna þakkar
fremur en dapurleika,
því ég þekkti þig
ekki sem hluta af sögunni
heldur samlanda

sem horfði upp á sama himin
og sigldi yfir sama hafi
í örstuttum tíma á jörð
sem okkur var gefinn


Þú varst yndi, sterk og heit
grófst upp fræplöntu
úr frosinni mold
sem þakti hjarta mitt
og hlífðir henni
þar til blómkrónur bárust

Í kulda á norðureyju
held ég fast í blómið
þangað til himinninn opnast
einnig fyrir mér




                       
- í minningu Izumi Sakai, ZARD,  söngvara okkar -

                                                                                          (TT jan. 2008)  



www.zard.co.jp

 


Styrkjum Ljóð.is!!


Kæru bloggvinir og ljóðaelskufólk.

Brátt hverf ég aftur frá landinu um stundarsakir.
Crying

Ég vil tilkynna ykkur það að ef þið viljið eignast ljóðabók mína, „Fimmta árstíðin“, þá er hægt að panta eintak hjá ljóðakennara mínum og vini, Davíð A. Stefánssyni (david@ljod.is).

Verðið er 2.000 kr. með sendingargjaldi. Tekjur úr sölunni verða til styrktar vefsíðunni ljóð.is.

Davíð Stefánsson er skáld sjálfur og hefur stýrt ljóð.is(www.ljod.is) frá upphafi á árinu 2001. Einnig sinnir hann miklu verkefni í skálda- og útgáfufélaginu Nykri (www.nykur.is), sem er jafnframt útgefandi bókarinnar minnar.

Ég hef notað hingað til ljóð.is mjög mikið með því að skoða ljóðagerðir annarra eða með því að senda inn mín eigin ljóð. Vefsíðan gefur mér ávallt ferskt loft úr skáldaheiminum og einnig tækifæri til að kynnast mörgu góðu ljóðaelsku fólki.

Ég vil að sem flest ykkar hafið áhuga á „Fimmtu árstíðinni“ – en ef ekki, langar mig til að hvetja ykkur að heimsækja ljóð.is.

Það væri gaman!!
Joyful

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár!! Wizard


"Í hjarta mínu"


Í hjarta mínu
er eitt hólf autt
þar sem ég hljóðlega finn
allt sem orð ná ekki yfir
né hlutir að forma

líkt og bil milli ljóðlína
eða tómrúm í japönsku málverki

Ég varðveiti það
ávallt
mitt dýrmæta hjartahólf



- “Í hjarta mínu”, Eftir Tomihiro Hoshino,
   einkaþýðing úr frumtexta á japönsku af Bryndísi Möllu Elídóttur og TT-


Mig langar til að kynna eitt ljóð Tomihiro Hoshino, ljóðaskáld og málara, fyrir ykkur einu sinni enn.

Tomihiro Hoshino er Japani og nú er hann 68 ára gamall. Hann er vel þekktur í Japan og er búinn að gefa út margar ljóðabækur með fallegar myndir (eða myndabækur með falleg ljóð) síðan 1965. Sumar bækur eru þýddar á ensku.

Það er hægt að skoða myndir eftir Tomihiro Hoshino á vefsíðu:
http://www.hoshinotomihirousa.org

Hann er undarlegur maður að vissu leyti, en ef þú vilt vita um það, vinsamlegast heimsóttu ofangreinda vefsíðu.
FootinMouth

Ég er enginn umboðsmaður hans og ekki einu sinni með leyfi frá honum til að þýða ljóð eða birta á vefsiðu. Þess vegna getur þetta verið höfundarréttandabrot,
Bandit en þetta er ekki heldur fyrir viðskipti.Whistling


“ Fimmta árstíðin” fær góðan dóm!!

 
Ljóðabókin mín “Fimmta árstíðin” fékk faglegan ritdóm í fyrsta skipti í Mbl. í dag.
Gagnrýnandi var Skafti Þ. Halldórsson hjá Morgunblaðinu.
Til minnar hamingju er dómurinn umburðarlyndismikill og ljúfur.
Joyful
Takk fyrir þetta!
Wizard


Það er aðdáunarvert hvernig Toshiki Toma hefur náð að temja sér tungutak okkar Íslendinga ef marka má ljóðabók hans Fimmtu árstíðina. Að sönnu hefur hann fengið aðstoð margra mætra einstaklinga við frágang bókarinnar ef marka má þakkir hans í lok hennar. En margt í henni er með þeim hætti að sérhverju íslensku skáldi væri sómi af. Toshiki Toma er fæddur í Tokýó í Japan og bera ljóð hans upprunanum vitni. En hann tekst einnig á við íslenskan veruleika og kannski ekki síst íslenska náttúru. Trúin er honum mikilvæg og lífið. Bókin hverfist um árstíðirnar og kannski ekki síst þá fimmtu sem hann líkir við blóm innra með sér sem
teygir sig upp
opnar sig til að taka á móti

skini frá sólinni
og bjarma frá jörðinni
.

Styrkur Toshiki Toma er mestur í knöppu hæku-líku ljóðformi þar sem andstæðum er teflt fram í þéttu náttúrumyndmáli:

Á titrandi mósaíkmynd
á gárum Tjarnarinnar
hvílir haustdagur


Toshiki Toma er næmur á hina smágervu veröld í kringum okkur en hann spyr líka spurninga og bendir á margt í mannlegri breytni sem verður okkur til umhugsunar eins og í kvæðinu Sannleikur.

Sannleikurinn er
eins og bolti í ruðningsleik
Þeim er hrósað
sem láta boltann ganga á milli sín

Þeim sem vilja halda fast í hann
troðið í svaðið


Ljóðabók Toshiki Toma, Fimmta árstíðin, er fremur hugljúf bók þar sem fegurð lífsins er dásömuð. Ljóðin einkennast þegar best lætur af knappri og markvissri myndbyggingu og útgáfa hennar hlýtur að teljast nokkurt afreksverk.

    -Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. 14. desember bls.19-


“Fimmta árstíðin” – draumur minn rætist


Kæru bloggvinir og vinkonur.

Ég var úti í Japan lengri en tvær vikur vegna einkaástæðu minnar, sem sagt var faðir minn veikur og ég þurfti eða mig langaði að vera með foreldunum mínum.

Pabbi minn er, til minnar hamingju, í sæmilegri stöðu núna en samt þótti mér illa (samviskubiti) 
Frown þegar ég varð að skilja þau eftir aftur. Þetta er hluti af því að vera innflytjandi úti frá heimalandi sínu.

En dagarnir voru sérstakir góðir handa mér og ég hugsaði mikið um foreldar mína, fjölskyldu og sjálfan mig. Mig langar til að deila því sem pældi með ykkur hér á blogginu við tækifærið.


Það er eitt, en annað er það að loksins er ljóðabókin komin!!
LoL Hún heitir “Fimmta árstíðin” og lítur út fyrir að vera mjög fín! ef ég má segja sjálfur.Tounge

Ég er alveg utangarðsmaður í útgáfumálum og góðir vinir mínir og ljóðelskufólk hafa veitt mér góða og þolinmóða aðstoð. Ég vil þakka Davíð Stefánsyni, Brynjólfi Ólasyni og skáldafélagi Nykri sérstaklega fyrir mikla vinnu sem þeir tóku að sér handa ljóðabókinni minni.

Þar sem ég þekki lítið um kerfið, mun það taka enn nokkra daga þangað til bókin birtist í venjulegum bókasölum. En ég vil endilega byrja að selja hana með því að fá pöntun í tölvupóst. (Í hreinskilni sagt, liður mér ekki vel um að ég verði að vera “businessman” fyrir eigin bók mína
Blush)

Ef þú ert svo góð/ur
InLoveog vilt eiga bókina mína, vinsamlegast sendu mér tölvupóst til
toshiki@toma.is 
með kennitölu þína og heimilisfang.

Þá sendi ég eintak í hefðbundinn póst um hæli með upplýsingar um greiðslu.
Bókin kostar 1.750kr (ca 10% afsláttur en 1.990kr í bókasölu).Ef þú vilt fá tvö eintak saman fyrir jólagjöf til vinar þíns kosta þær 3.000kr.
Ég sé um burðargjaldið og kostnað fyrir gíró-seðil fyrir þá sem nota ekki netbanka.

Án tillits þess hvort bókin seljist vel eða ekki, og einnig án tillits þess hvernig fólk metur ljóðin mín, þykir mér rosalega vænt um að ég gat gefið út eigin ljóðabókina mína og mér liður vel.
I am so Happy!! 
Joyful

PS. En I am even happier if you want to have a copy... he he !!
Wink


Maður getur ekki stjórnað öllu


glitrandi regndropar
blaktir lauf á trjám
í sólskinsþráðum

ljós og vatn himinsins
fléttast niðri á jörðinni
í kenjóttri stemningu

dag eftir dag
byrjar hver morgunn að anda
tæru og kólnandi lofti

haustdagurinn hljóður
birtir manni stundina
umbreytingar lífsins



Kæru bloggvinir,

Vegna óráðanlegrar ástæðu verð ég fjarverandi næstu daga.
Óska ykkur öllum friðsælla haustdaga og fallegra (í mínum huga er ennþá “haust” núna
Wink ) og bless á meðan!



Ég er að fæða...!!

    
Ég er að fara í fæðingardeild brátt ....Woundering til að fæða fyrstu ljóðabók mína!! Tounge
Þetta er afskaplega spennandi reynsla og ég er hreinlega að hlakka til þess að taka bókina í höndum mínum.

Að gefa út eigin ljóðabók hefur lengi verið draumur minn, og ég á að veita mörgum þakklætisorð mitt þegar draumurinn rætist.
Wink En ég verð að bíða aðeins lengri fyrir það... !!Sleeping



        scan0002

 


Aðeins meira um að elska sjálfa/n sig


Ljóð sólarinnar


Hvað hefur þú læknað margar sálir
        með hlýjum kærleika þínum?
Hvað hefur þú hlýjað mörgum hjörtum
        með björtu brosi þínu?
Hve mörgum hefur þú fært þýðingu lífsins
        með hreinni hugulsemi þinni?
Særðar sálir finna stað til að hvílast.
Þurr hjörtu fá raka
og þeir sem villst hafa, rata sína leið.
Allar sálir fagna þér og dást að.
Þær kalla þig sólina sína, sól sálnanna.


Hverjir vita um endimörk krafts sólarinnar?
Hvaða spámenn mæla fyrir að dagurinn muni koma,
dagurinn þegar sólin veiklast og dregur mátt úr henni?
Vindar úr vægðarlausum stormi berja þó sólina
og bylgjur úr köldum sjávarfjöllum þjóta enn til hennar.
Sólinni bregður en hún brennur ekki lengur.
Sólskin týnist í köldu myrkri og jörðin kólnar.
Allir á jörðinni vita, að þeir eru að tapa sólinni sinni.

Á svörtu köldu hrauni sitja sálirnar og bíða eftir sólinni.
Þær sakna hennar og gráta hana.
Sálirnar heyra fjúk í hrauni en fá engin svör.
Þær hníga af kyrrð, því þær þekkja ekki orð til að gefa frá sér.
Sólin heyrir grát sálnanna og hún grætur sjálf.
Þótt hún leiti til skaparans, heyrast engin svör.
Á spegli kalds vatns finnur sólin sjálfa sig og horfir á.
Hún hnígur til kyrrðar, því hún þekkir sig ekki, sólina án ljóss.

Hvar eru stórir lófar sem taka á móti sólinni
og víkja henni úr hyldjúpu köldu myrkri?
Hvar eru hlýjar hendur sem halda í hönd sólarinnar,
og leiða hana í róandi grænan dal?
Hvar eru sterkir armar sem faðma sólina að sér,
og kveikja hjá henni brennandi heitt líf á ný?
Sólin fer í ferð til leitar,
leitar að honum, skaparanum.

Yfir draugalegan hraunvöll fer sólin alein.
Í hvert skipti spyr hún um skaparann
þegar hún mætir einhverjum á leiðinni.
Enginn veit hvar hann er, enginn þekkir hvaðan hann kemur.
Þótt vonbrigði séu þung á fótum sólarinnar, dregst hún áfram.
Í dimmum dal er hún komin í þorp særðra sálna.
Þar hittir hún margar sálir,
sálir sem þarfnast lækningar og umhyggju.

Sólin lítur í andlit hverrar sálar og kyssir þau.
Þar á meðal sér hún sál sem er að deyja.
Það er enginn litur í andlíti hennar,
og það er ekkert líf í augunum á henni.
Á höfði hennar sést stórt gat eins og tunglið.
“Æ, hvað kom fyrir, stelpan mín?”
Undir þungum andardrætti svarar dauða sálin:
“Sólin mín.... ég er sál þín, þín elsku stelpa.”

Á svörtu köldu hrauni hnígur sólin niður grátandi.
Eigin sál sólarinnar liggur þar eins og aðrar særðar sálir.
Engin sál þar er ómeidd, engin sál er án sorgar.
Hún snertir kinnar stelpunnar með lófum sínum og kyssir þær.
Hún heldur í hendur stelpunnar mjúkt en fast.
Lófarnir á sólinni eru stórir og hendurnar hlýjar.
Hún faðmar að sér sálina sína með sterkum örmum sínum.
Hún stendur upp og segir: “Förum heim, elskan mín.”

Allar sálir skynja að jörðin hreyfist undir,
og að um himininn geysast vindar.
Öll vötn á jörðinni veltast í hringiðu,
og myrkrið skerst með eldingu sem fer ofan himininn.
Þær heyra gleði skaparans:
“Þetta er líka mitt elskaða barn, sem ég hef velþóknun á.”
Skaparinn álítur það gott að sólin skíni einu sinni enn,
að sólin skíni með særða sál sína.


Þú kemur upp á morgnana eins og sjálfsagt er,
en allir skynja hlýrra og mýkra sólskin en áður.
Sálirnar fagna þér og dást að.
Þær kalla þig sólina sína, sól sálnanna.

                   - jól, 2001 –


Aðeins meira um að “Þú skalt elska sjálfa/n sig eins og náunga þinn” í öðruvísi nálgun.

Þetta er fyrsta ljóð (prósakvæði) sem ég samdi á íslensku. ég veit að þetta sé ekki nægilega ljóðrænt
Blush samt er ég hrifinn af þessu sjálfur! Tounge



Ljóð frá Japan


“ Túnfífilsfræ”


Hvenær sá ég ykkur fljúga um himininn?

Hvernig þið fluguð
gladdi mig

hvert ykkar aðeins með þetta eina
í vindinum

hið eina sem maðurinn þarfnast

Ef ég
gæti létt byrði mína
dreymir mig um að slást í för með ykkur



          - eftir Tomihiro Hoshino,
                                 einkaþýðing úr frumtexta á japönsku
                                 með aðstoð Bryndísar Möllu Elídóttur, ljóðaelskudömu-



Undanfarin daga var ég með ósk um að kynna Tomihiro Hoshino, ljóðaskáld og málara, fyrir fólki á Íslandi.

Tomihiro Hoshino er Japani og nú er hann 68 ára gamall. Hann er vel þekktur í Japan og er búinn að gefa út margar ljóðabækur með fallegar myndir (eða myndabækur með falleg ljóð) síðan 1965. Sumar bækur eru þýddar á ensku.

Það er hægt að skoða myndir eftir Tomihiro Hoshino á vefsiðu:
http://www.hoshinotomihirousa.org

Það er best að játa það strax að ég er enginn umboðsmaður hans og ekki einu sinni með leyfi frá honum til að þýða ljóð eða birta á vefsiðu. Þess vegna óttast ég að þetta sé þegar höfundarréttandabrot!!
Bandit
Ekki stinga mig!!
Crying



Sunny days and Mondays are always getting me down..??


sjávarvindurinn hleypur burt
yfir græna grasflöt
dreifir gullnu gliti
og rekur upp kríur
kátur

dans er stiginn í lofti
í frjálsri hrynjandi
ball er augum fólgið
en fyllir mig sumargleði 

sjávarvindurinn siglir
yfir bláan hnött
sála mín afklæðist
og slæst með í för     
                        
                              
-sjávarvindur; júlí 2004- 
  


Komið þið sæl og blessuð.Ég var kominn úr frí og er að reyna að skipta lífsgír hjá mér í “working-mode” aftur en það virðist að taka tíma!
"Sunny days and Mondays are always getting me down " .. or keep me asleep. Sleeping

Ég vil þakka góðum bloggvinum mínum fyrir öllu góðu kveðjurnar sem ég fékk á meðan ég var í frí og einnig óska þess að allir hafi haft gott sumar. Yndislegt að hafa samskipti við ykkur og aðra – eftir að allt er komið er manneskja félagsleg sköpun.  

Ýmislegt hefur gerst kringum í mig- ekki beint um mig – bæði gleðilegt og sorglegt, jákvætt og neikvætt í sumar. Það er sönn ánægja mín að ég get deilt því með ykkur á blogginu. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband